„Sterki maðurinn“ reynist illa í baráttunni við veiruna Þórir Guðmundsson skrifar 20. apríl 2020 07:10 Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. Í Kína, þar sem farsóttinn spratt upp og breiddist út með ótrúlegum hraða, glötuðust mikilvægir dagar í upphafi. Það voru dagar sem hefðu kannski dugað til að berja veiruna niður eða að minnsta kosti að hægja á henni. Eðli veldisvaxtarinns segir okkur að fyrirbyggjandi aðgerðir í upphafi eru margfalt, margfalt áhrifameiri heldur en ef þær koma viku síðar. Eðli valdboðskerfis er að hinn æðsti leiðtogi, Xi Jinping í þessu tilfelli, þarf ekki einu sinni að gefa fyrirmæli. Allir í valdapíramídanum vita hvað hann vill og vill ekki. Og eitt af því sem hinn æðsti leiðtogi vill ekki eru slæmar fréttir. Enginn vill vera boðberi slíkra frétta. Þegar læknar í Wuhan fóru að vara við nýjum og skæðum sjúkdómi var fyrsta viðbragð að þagga niður í þeim. Því fór sem fór. Í Bandaríkjunum vill Donald Trump forseti heldur engar slæmar fréttir, ekkert sem getur rýrt möguleika hans til endurkjörs í nóvember. Á nýlegum blaðamannafundi í Hvíta húsinu – sem nú eru haldnir daglega og vara stundum á þriðju klukkustund – spurði fréttamaður hann sjálfsagðrar spurningar um skort á öndunarvélum Forsetinn hellti sér yfir fréttamanninn og kvartaði undan því að hann spyrði ekki nógu jákvæðra spurninga. Tilraunir Trumps til að berja sér á brjóst og gera lítið úr síversnandi mannskæðum faraldri er ekki bara barnsleg, einfeldningsleg og hjákátleg heldur er hún stórhættuleg. Trump hefur kynt undir sundrungaröflunum, sem treysta ekki sérfræðingum og vilja fara sínu fram þó að afleiðingarnar fyrir heildina geti verið skelfilegar. Þó eru Bandaríkin langt frá því að vera Kína. Þau búa við opið stjórnarfar og stjórnmálamenningu þar sem átök um stórt og smátt þykja sjálfsögð. Óvíða eru fjölmiðlar harðari í horn að taka og fólk getur tekið afstöðu á grundvelli upplýsinga sem eru aðgengilegar öllum sem hafa tíma og nennu til að vafra um vefinn. Bandaríkjamenn eru hins vegar svo óheppnir að hafa valið sér óhæfan forseta. Trump hefur skipulega rifið niður innviði stjórnkerfisins, bolað burt sérfræðingum og ráðið pólitíska viðhlæjendur og faglega viðvaninga í staðinn. Innbyggð vantrú margra Bandaríkjamanna á því að nokkuð gott geti komið frá Washington á sinn þátt í að veikja stjórnkerfið og þegar við bætist valdhafi sem einbeitir sér að því að rústa því þá er ekki á góðu von. Fjölmiðlar hafa undanfarið bent á að nokkur ríki, þar sem konur eru við stjórnvölinn, hafi staðið sig betur en önnur í baráttunni við kórónuveiruna. Á Nýjasjálandi hafi Jacinda Ardern tekið óvinsæla ákvörðun snemma um að stöðva komu ferðamanna. Í Tævan hafi Tsai Ing-wen forseti frétt af dularfullum sjúkdómi í Wuhan í desember og nær samstundis fyrirskipað að allir sem kæmu með flugvélum þaðan þyrftu að fara í gegnum heilbrigðisskoðun. Angela Merkel kanslari Þýskalands hafi á svipaðan hátt brugðist hratt við og á Íslandi hafi stjórnvöld með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í broddi fylkingar staðið fyrir viðamiklum prófunum meðal almennings og sett á fót öflugt smitrakningarteymi sem hefur sent smitaða í einangrun og aðra í sóttkví. Allt er þetta satt og rétt en nær samt ekki kjarnanum í því sem er að gerast. Allir þeir kvenleiðtogar sem CNN telur upp hafa fyrir löngu sannað forystuhæfileika sína en þær eru við völd í ríkjum þar sem þeir fá að njóta sín. Hér erum við að tala um frjálslynd lýðræðisríki, sem stefna að jöfnuði, þátttöku borgaranna og trausti í samfélaginu. Það eru þjóðfélög þar sem læknar eru ekki neyddir til að draga viðvörunarorð sín til baka eða fréttamenn niðurlægðir fyrir að spyrja erfiðra spurninga. Í þessum löndum leggja stjórnmálamenn áherslu á mál sem standa almenningi nærri, svo sem að byggja upp gott heilbrigðiskerfi. Í þessum löndum er almenningur vel upplýstur um þjóðfélagsmál og í þeim er mikil félagsleg samheldni. Og í þessum löndum ríkir sæmilegt traust í garð ráðamanna, meðal annars af því að þar er ekki sama fjarlægð milli þeirra og almennings eins og í mörgum valdboðsríkjum. Í upphafi faraldursins litu margir til aðgerða Kínverja í Wuhan og sáu þar merki um kosti einræðisins, svo sem að geta miskunnarlaust lokað stórum hluta landsins. En upp á síðkastið hafa ókostirnir komið í ljós, sem leyfðu faraldrinum að breiðast út í upphafi. Og á sama tíma hefur frjálslyndum lýðræðisríkjum tekist framúrskarandi vel að kæfa faraldurinn niður, þrátt fyrir gífurlegan efnahagslegan kostnað, með breiðri og sjálfviljugri þátttöku almennings. Þjóðsagan um að einræðisherrar og „sterkir“ valdamenn séu líklegri til að bregðast hratt og afgerandi við aðsteðjandi hættu hefur beðið hnekki undanfarnar vikur. Frjálslynd lýðræðisríki hafa sannað styrk sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þórir Guðmundsson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. Í Kína, þar sem farsóttinn spratt upp og breiddist út með ótrúlegum hraða, glötuðust mikilvægir dagar í upphafi. Það voru dagar sem hefðu kannski dugað til að berja veiruna niður eða að minnsta kosti að hægja á henni. Eðli veldisvaxtarinns segir okkur að fyrirbyggjandi aðgerðir í upphafi eru margfalt, margfalt áhrifameiri heldur en ef þær koma viku síðar. Eðli valdboðskerfis er að hinn æðsti leiðtogi, Xi Jinping í þessu tilfelli, þarf ekki einu sinni að gefa fyrirmæli. Allir í valdapíramídanum vita hvað hann vill og vill ekki. Og eitt af því sem hinn æðsti leiðtogi vill ekki eru slæmar fréttir. Enginn vill vera boðberi slíkra frétta. Þegar læknar í Wuhan fóru að vara við nýjum og skæðum sjúkdómi var fyrsta viðbragð að þagga niður í þeim. Því fór sem fór. Í Bandaríkjunum vill Donald Trump forseti heldur engar slæmar fréttir, ekkert sem getur rýrt möguleika hans til endurkjörs í nóvember. Á nýlegum blaðamannafundi í Hvíta húsinu – sem nú eru haldnir daglega og vara stundum á þriðju klukkustund – spurði fréttamaður hann sjálfsagðrar spurningar um skort á öndunarvélum Forsetinn hellti sér yfir fréttamanninn og kvartaði undan því að hann spyrði ekki nógu jákvæðra spurninga. Tilraunir Trumps til að berja sér á brjóst og gera lítið úr síversnandi mannskæðum faraldri er ekki bara barnsleg, einfeldningsleg og hjákátleg heldur er hún stórhættuleg. Trump hefur kynt undir sundrungaröflunum, sem treysta ekki sérfræðingum og vilja fara sínu fram þó að afleiðingarnar fyrir heildina geti verið skelfilegar. Þó eru Bandaríkin langt frá því að vera Kína. Þau búa við opið stjórnarfar og stjórnmálamenningu þar sem átök um stórt og smátt þykja sjálfsögð. Óvíða eru fjölmiðlar harðari í horn að taka og fólk getur tekið afstöðu á grundvelli upplýsinga sem eru aðgengilegar öllum sem hafa tíma og nennu til að vafra um vefinn. Bandaríkjamenn eru hins vegar svo óheppnir að hafa valið sér óhæfan forseta. Trump hefur skipulega rifið niður innviði stjórnkerfisins, bolað burt sérfræðingum og ráðið pólitíska viðhlæjendur og faglega viðvaninga í staðinn. Innbyggð vantrú margra Bandaríkjamanna á því að nokkuð gott geti komið frá Washington á sinn þátt í að veikja stjórnkerfið og þegar við bætist valdhafi sem einbeitir sér að því að rústa því þá er ekki á góðu von. Fjölmiðlar hafa undanfarið bent á að nokkur ríki, þar sem konur eru við stjórnvölinn, hafi staðið sig betur en önnur í baráttunni við kórónuveiruna. Á Nýjasjálandi hafi Jacinda Ardern tekið óvinsæla ákvörðun snemma um að stöðva komu ferðamanna. Í Tævan hafi Tsai Ing-wen forseti frétt af dularfullum sjúkdómi í Wuhan í desember og nær samstundis fyrirskipað að allir sem kæmu með flugvélum þaðan þyrftu að fara í gegnum heilbrigðisskoðun. Angela Merkel kanslari Þýskalands hafi á svipaðan hátt brugðist hratt við og á Íslandi hafi stjórnvöld með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í broddi fylkingar staðið fyrir viðamiklum prófunum meðal almennings og sett á fót öflugt smitrakningarteymi sem hefur sent smitaða í einangrun og aðra í sóttkví. Allt er þetta satt og rétt en nær samt ekki kjarnanum í því sem er að gerast. Allir þeir kvenleiðtogar sem CNN telur upp hafa fyrir löngu sannað forystuhæfileika sína en þær eru við völd í ríkjum þar sem þeir fá að njóta sín. Hér erum við að tala um frjálslynd lýðræðisríki, sem stefna að jöfnuði, þátttöku borgaranna og trausti í samfélaginu. Það eru þjóðfélög þar sem læknar eru ekki neyddir til að draga viðvörunarorð sín til baka eða fréttamenn niðurlægðir fyrir að spyrja erfiðra spurninga. Í þessum löndum leggja stjórnmálamenn áherslu á mál sem standa almenningi nærri, svo sem að byggja upp gott heilbrigðiskerfi. Í þessum löndum er almenningur vel upplýstur um þjóðfélagsmál og í þeim er mikil félagsleg samheldni. Og í þessum löndum ríkir sæmilegt traust í garð ráðamanna, meðal annars af því að þar er ekki sama fjarlægð milli þeirra og almennings eins og í mörgum valdboðsríkjum. Í upphafi faraldursins litu margir til aðgerða Kínverja í Wuhan og sáu þar merki um kosti einræðisins, svo sem að geta miskunnarlaust lokað stórum hluta landsins. En upp á síðkastið hafa ókostirnir komið í ljós, sem leyfðu faraldrinum að breiðast út í upphafi. Og á sama tíma hefur frjálslyndum lýðræðisríkjum tekist framúrskarandi vel að kæfa faraldurinn niður, þrátt fyrir gífurlegan efnahagslegan kostnað, með breiðri og sjálfviljugri þátttöku almennings. Þjóðsagan um að einræðisherrar og „sterkir“ valdamenn séu líklegri til að bregðast hratt og afgerandi við aðsteðjandi hættu hefur beðið hnekki undanfarnar vikur. Frjálslynd lýðræðisríki hafa sannað styrk sinn.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun