Ert þú reiðubúinn að deyja fyrir hagvöxtinn? Siggeir F. Ævarsson skrifar 26. mars 2020 08:30 Svarið við spurningunni hér að ofan ætti í öllum tilfellum að vera nei. Mannslíf eru mikilvægari en hagvöxtur. Í raun ætti þessi pistill ekki að þurfa að vera lengri. Sú hugmynd að eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu einfaldlega réttlætanlegur fórnarkostnaður í baráttunni við Covid-19 er hreinlega sturluð. En þessi hugmynd virðist þó vera að ná einhverju flugi vestanhafs. Fjölmargir málsmetandi íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa undanfarið viðrað þá skoðun að eldri kynslóðin þar í landi ætti að vera tilbúinn að láta lífið til að verja efnahag landsins og ætti að halda til vinnu á ný. Forseti landsins hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja og gefið í skyn að hægt verði að „opna“ landið á ný eftir 2 vikur og þannig grafið markvisst undan ráðleggingum lækna og vísindamanna. Annað hvort lifa þessir menn í fullkominni afneitun, eða skilja ekki alvarleika málsins. Varlega áætlað er ekki ósennilegt að um 10 milljón Bandaríkjamenn muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 veirunnar. Í Bandaríkjunum eru aðeins tæplega 1 milljón sjúkrarúma til staðar, og hluti þeirra er auðvitað í notkun af öðrum ástæðum hverju sinni. Staðan er væntanlega hlutfallslega svipuð í öllum löndum heimsins. Ekkert heilbrigðiskerfi er tilbúið að takast á við veiruna ef hún fær að vaða uppi óhindrað. En það er auðvitað skiljanlegt að ráðamenn hafi áhyggjur af framtíð efnahagsmála í þessu óvissuástandi sem ríkir. Allar aðgerðir sem gripið er til áður en allt fer úr böndunum munu sýnast yfirdrifnar ef vel tekst til við að halda veirunni í skefjum, og sömu aðgerðir verða dæmdar sem of máttlausar ef allt fer fjandans til. Heilsa og velferð manna ætti þó alltaf að njóta vafans. Það er full stalínísk nálgun fyrir minn smekk að líta á mögulegt mannfall fyrst og fremst sem prósentureikning. Þessi hugmynd virðist einnig hafa skotið rótum í ákveðnum kreðsum á Íslandi, en regulega skjóta nú pistlar upp kollinum þar sem lítið er gert úr alvarleika veirunnar. Gefið er í skyn að það sé nú eiginlega enginn að fara að deyja, og örugglega ekki ég og þú. Þessir rassvasaspekingar stinga þó ekki upp á neinum öðrum valmöguleikum við núverandi aðgerðir yfirvalda. Ástæðan er einföld, veigaminni aðgerðir myndu þýða aukin smit og fleiri dauðsföll. Það er enginn raunverulega tilbúinn að deyja fyrir hagvöxtinn. Það er auðvelt að segja öðrum að þeir ættu að vera það, en þegar á hólminn er komið er hugmyndin einfaldlega fáránleg og í þessu tilfelli lífshættuleg. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Svarið við spurningunni hér að ofan ætti í öllum tilfellum að vera nei. Mannslíf eru mikilvægari en hagvöxtur. Í raun ætti þessi pistill ekki að þurfa að vera lengri. Sú hugmynd að eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu einfaldlega réttlætanlegur fórnarkostnaður í baráttunni við Covid-19 er hreinlega sturluð. En þessi hugmynd virðist þó vera að ná einhverju flugi vestanhafs. Fjölmargir málsmetandi íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa undanfarið viðrað þá skoðun að eldri kynslóðin þar í landi ætti að vera tilbúinn að láta lífið til að verja efnahag landsins og ætti að halda til vinnu á ný. Forseti landsins hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja og gefið í skyn að hægt verði að „opna“ landið á ný eftir 2 vikur og þannig grafið markvisst undan ráðleggingum lækna og vísindamanna. Annað hvort lifa þessir menn í fullkominni afneitun, eða skilja ekki alvarleika málsins. Varlega áætlað er ekki ósennilegt að um 10 milljón Bandaríkjamenn muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 veirunnar. Í Bandaríkjunum eru aðeins tæplega 1 milljón sjúkrarúma til staðar, og hluti þeirra er auðvitað í notkun af öðrum ástæðum hverju sinni. Staðan er væntanlega hlutfallslega svipuð í öllum löndum heimsins. Ekkert heilbrigðiskerfi er tilbúið að takast á við veiruna ef hún fær að vaða uppi óhindrað. En það er auðvitað skiljanlegt að ráðamenn hafi áhyggjur af framtíð efnahagsmála í þessu óvissuástandi sem ríkir. Allar aðgerðir sem gripið er til áður en allt fer úr böndunum munu sýnast yfirdrifnar ef vel tekst til við að halda veirunni í skefjum, og sömu aðgerðir verða dæmdar sem of máttlausar ef allt fer fjandans til. Heilsa og velferð manna ætti þó alltaf að njóta vafans. Það er full stalínísk nálgun fyrir minn smekk að líta á mögulegt mannfall fyrst og fremst sem prósentureikning. Þessi hugmynd virðist einnig hafa skotið rótum í ákveðnum kreðsum á Íslandi, en regulega skjóta nú pistlar upp kollinum þar sem lítið er gert úr alvarleika veirunnar. Gefið er í skyn að það sé nú eiginlega enginn að fara að deyja, og örugglega ekki ég og þú. Þessir rassvasaspekingar stinga þó ekki upp á neinum öðrum valmöguleikum við núverandi aðgerðir yfirvalda. Ástæðan er einföld, veigaminni aðgerðir myndu þýða aukin smit og fleiri dauðsföll. Það er enginn raunverulega tilbúinn að deyja fyrir hagvöxtinn. Það er auðvelt að segja öðrum að þeir ættu að vera það, en þegar á hólminn er komið er hugmyndin einfaldlega fáránleg og í þessu tilfelli lífshættuleg. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar