Engin rétt leið að upplifa aðstæður Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 24. mars 2020 08:30 Öryggi er tilfinning sem við leitumst við að finna frá fæðingu. Við prufum okkur áfram í nýjum aðstæðum með því að horfa í augu foreldra okkar og athuga hver svipbrigði þeirra eru. Í framhaldi af því ákveðum við hvort að aðstæður séu öruggar eða óöruggar. Það upplifa ef til vill margir í samfélaginu ákveðið óöryggi í dag. Umhverfið sendir okkur ný skilaboð og þegar að lífið breytist fljótt á stuttum tíma þá er ekki laust við að sumir upplifi óöryggi. Minning um að hafa ekki fundið bílinn í bílakjallara fyrir nokkrum árum með ungri dóttur minni leitar á hugann við þessi skrif. Þegar barnið áttaði sig á því að móðir hennar vissi ekki hvar bíllinn væri þá varð hún óörugg og tjáði áhyggjur af því að bíllinn myndi ekki finnast. Stúlkan stóð frammi fyrir því að móðir hennar sem að hún taldi vita hvar allt væri og hvernig allt væri, vissi ekki um bílinn. Það breytti heimsýn hennar um stund og þá túlkaði hún aðstæður sem óöruggar. Það tók dágóða stund að finna bílinn og er hann fannst þá hvarf áhyggjusvipurinn af barninu eins og dögg fyrir sólu. Þegar að börn alast upp þá halda þau mörg hver að foreldrar sínir séu með hlutina á hreinu og viti allt um lífið. Börn halda að foreldrar upplifi alltaf öryggi eða viti alltaf hvernig þau eiga að bregðast við nýjum aðstæðum. Þegar að mannskepnan er óörugg þá treystir hún því að aðrir viti hvernig hún eigi að haga sér í aðstæðum, þannig hefur hún lifað af í tímans rás. Það er líklegt að einhverjir spyrja sig hvernig eigum við að upplifa og túlka aðstæður eins og þær sem að við stöndum frammi fyrir í dag? Svarið er heldur einfalt, á allskonar hátt. Á tímum sem þessum vitum við oft ekki hvernig við eigum að bregðast við og því horfum til annarra sem að við treystum til að segja okkur hvernig við eigum að túlka aðstæður. Við gætum horft til maka, ættingja, vina, yfirmanna, vinnufélaga, fjölmiðla, stjórnvalda eða heilbrigðisstarfsfólks til að gera okkur grein fyrir því hvernig tilfinningar okkar eiga að vera í þessu samhengi. Margar spurningar vakna sem erfitt er að fá svör við. Eitt er þó víst að engar tvær manneskjur upplifa aðstæður eins. Það hvernig við túlkum heiminn byggist á fyrri reynslu og persónueinkennum. Hver og einn þarf að gera sér grein fyrir því að við erum að ganga í gegnum mismunandi hluti og við vitum ekki hvernig öðrum líður nema einfaldlega að spyrja. Við vitum ekki hversu mikil áhrif þessir dagar og vikur eru að hafa á aðra. Mögulega eru einhverjir að upplifa áhyggjur líkt og stúlkan í bílakjallaranum. Áhyggjur sem að snúa að líkamlegri heilsu, andlegri heilsu, ástvinum, vinnuöryggi, lánum, námi, íþróttaiðkun, fyrirtækjarekstri og fleira. Þær áhyggjur eru skiljanlegar því að morgundagurinn er ófyrirsjáanlegri en áður. Ef til vill upplifa sumir mikla streitu vegna breyttra aðstæðna á heimili, í vinnu, í námi og félagslega. Aðrir upplifa mögulega reiði eða úrræðaleysi yfir því að vera ekki sammála þeim aðgerðum sem gerðar hafa verið sem gætu haft mikil áhrif á framtíðina. Aðrir hafa engar áhyggjur af aðstæðum og treysta því að allt fari á besta veg. Allar þessar túlkanir á eru eðlilegar og skiljanlegar þó að þær séu ekki endilega í samræmi við eigin túlkun eða upplifun. Það sem að við getum gert sem samfélag er að reyna okkar besta að sýna samkennd og umhyggju gagnvart náunganum. Berum virðingu hvort fyrir öðru og berum virðingu fyrir því að upplifa aðstæður mismunandi. Sýnum aðgát, það er engin rétt eða röng leið til þess að bregðast við. Brosum til þeirra sem að við mætum, virðum misjafnar skoðanir og fögnum því hvað við erum dásamlega ólík, hvert og eitt okkar er með sína einstöku sögu. Ef að við værum öll eins væri þessi heimur ekki eins áhugaverður og raun ber vitni. Sumir verðar áhyggjufullir og hræddir þegar að móðirin finnur ekki bílinn í bílakjallaranum, aðrir hafa ekki áhyggjur af því og hugsa að það leynast þá ný ævintýri í að koma sér aftur heim án bílsins. Höfundur er klínískur sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Sjá meira
Öryggi er tilfinning sem við leitumst við að finna frá fæðingu. Við prufum okkur áfram í nýjum aðstæðum með því að horfa í augu foreldra okkar og athuga hver svipbrigði þeirra eru. Í framhaldi af því ákveðum við hvort að aðstæður séu öruggar eða óöruggar. Það upplifa ef til vill margir í samfélaginu ákveðið óöryggi í dag. Umhverfið sendir okkur ný skilaboð og þegar að lífið breytist fljótt á stuttum tíma þá er ekki laust við að sumir upplifi óöryggi. Minning um að hafa ekki fundið bílinn í bílakjallara fyrir nokkrum árum með ungri dóttur minni leitar á hugann við þessi skrif. Þegar barnið áttaði sig á því að móðir hennar vissi ekki hvar bíllinn væri þá varð hún óörugg og tjáði áhyggjur af því að bíllinn myndi ekki finnast. Stúlkan stóð frammi fyrir því að móðir hennar sem að hún taldi vita hvar allt væri og hvernig allt væri, vissi ekki um bílinn. Það breytti heimsýn hennar um stund og þá túlkaði hún aðstæður sem óöruggar. Það tók dágóða stund að finna bílinn og er hann fannst þá hvarf áhyggjusvipurinn af barninu eins og dögg fyrir sólu. Þegar að börn alast upp þá halda þau mörg hver að foreldrar sínir séu með hlutina á hreinu og viti allt um lífið. Börn halda að foreldrar upplifi alltaf öryggi eða viti alltaf hvernig þau eiga að bregðast við nýjum aðstæðum. Þegar að mannskepnan er óörugg þá treystir hún því að aðrir viti hvernig hún eigi að haga sér í aðstæðum, þannig hefur hún lifað af í tímans rás. Það er líklegt að einhverjir spyrja sig hvernig eigum við að upplifa og túlka aðstæður eins og þær sem að við stöndum frammi fyrir í dag? Svarið er heldur einfalt, á allskonar hátt. Á tímum sem þessum vitum við oft ekki hvernig við eigum að bregðast við og því horfum til annarra sem að við treystum til að segja okkur hvernig við eigum að túlka aðstæður. Við gætum horft til maka, ættingja, vina, yfirmanna, vinnufélaga, fjölmiðla, stjórnvalda eða heilbrigðisstarfsfólks til að gera okkur grein fyrir því hvernig tilfinningar okkar eiga að vera í þessu samhengi. Margar spurningar vakna sem erfitt er að fá svör við. Eitt er þó víst að engar tvær manneskjur upplifa aðstæður eins. Það hvernig við túlkum heiminn byggist á fyrri reynslu og persónueinkennum. Hver og einn þarf að gera sér grein fyrir því að við erum að ganga í gegnum mismunandi hluti og við vitum ekki hvernig öðrum líður nema einfaldlega að spyrja. Við vitum ekki hversu mikil áhrif þessir dagar og vikur eru að hafa á aðra. Mögulega eru einhverjir að upplifa áhyggjur líkt og stúlkan í bílakjallaranum. Áhyggjur sem að snúa að líkamlegri heilsu, andlegri heilsu, ástvinum, vinnuöryggi, lánum, námi, íþróttaiðkun, fyrirtækjarekstri og fleira. Þær áhyggjur eru skiljanlegar því að morgundagurinn er ófyrirsjáanlegri en áður. Ef til vill upplifa sumir mikla streitu vegna breyttra aðstæðna á heimili, í vinnu, í námi og félagslega. Aðrir upplifa mögulega reiði eða úrræðaleysi yfir því að vera ekki sammála þeim aðgerðum sem gerðar hafa verið sem gætu haft mikil áhrif á framtíðina. Aðrir hafa engar áhyggjur af aðstæðum og treysta því að allt fari á besta veg. Allar þessar túlkanir á eru eðlilegar og skiljanlegar þó að þær séu ekki endilega í samræmi við eigin túlkun eða upplifun. Það sem að við getum gert sem samfélag er að reyna okkar besta að sýna samkennd og umhyggju gagnvart náunganum. Berum virðingu hvort fyrir öðru og berum virðingu fyrir því að upplifa aðstæður mismunandi. Sýnum aðgát, það er engin rétt eða röng leið til þess að bregðast við. Brosum til þeirra sem að við mætum, virðum misjafnar skoðanir og fögnum því hvað við erum dásamlega ólík, hvert og eitt okkar er með sína einstöku sögu. Ef að við værum öll eins væri þessi heimur ekki eins áhugaverður og raun ber vitni. Sumir verðar áhyggjufullir og hræddir þegar að móðirin finnur ekki bílinn í bílakjallaranum, aðrir hafa ekki áhyggjur af því og hugsa að það leynast þá ný ævintýri í að koma sér aftur heim án bílsins. Höfundur er klínískur sálfræðingur.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar