Ha . . . er það?! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. mars 2020 13:00 Það var undarleg tilfinning að fá Covid símtalið. Allt í einu snarsnerist líf mitt við. Mitt eigið. Ég kom inn á hlaupum eftir annasaman dag, síminn hringdi og allt er breytt. Ég hafði fylgst grannt með þróun mála frá því að fyrsta smitið barst til Íslands og fannst ég einmitt svo furðu heppin að hafa ekki sjálf verið í einni af þessum skíðaferðum þar sem allir virtust vera að smitast. Frá fyrsta skipti urðu fundirnir með Ölmu, Víði og Þórólfi eitthvað sem ég gat ómögulega misst af. Ég fylgdist með stíganda, fjölgun smita og ákvörðunum sem teknar voru og áhrifum þeirra. Ég fagnaði þátttöku Kára Stef og skráði mig strax í tékk því mér fannst einhvern veginn svo mikilvægt að taka þátt, stækka þýðið og sýna samfélagslega ábyrgð. Áfram gakk. Gerum þetta saman. Svo breyttist allt. Tilfinningin að lenda í lyftu með fullt af fólki varð undarleg, hurðarhúna hætti ég ósjálfrátt að snerta og mig langaði einhvern veginn bara að vera um kyrrt. Svo kom veiran og allt mitt fólk komið í sóttkví. Þá voru þetta mín eigin örlög. Ég var ekki lengur áhorfandi úr fjarlægð. Heldur var mér kippt inn í Covid veröldina sjálfa með fjölda manns í eftirdragi. 158 staðfest smit og mitt var eitt af þeim. Tilfinningin var vond. Hvað gerði ég rangt? Hafði ég ekki tekið tilmælunum nógu alvarlega? Var ég búin að vera svona kærulaus eftir allt saman? Hvers konar ábyrgðarleysi er þetta? Hvernig gat ég verið komin með þessa veirulufsu? Ég?! Ég veit að þetta eru spurningar og tilfinningar sem fleiri eru að kljást við. Því finnst mér mjög mikilvægt að segja frá, vera opin og deila þessari upplifun. Því við ætlum að fara í gegnum þetta saman. Og það eiga svo ótal margir eftir að koma á eftir mér og okkur sem nú erum með veiruna. Burt með samviskubitið og deilum reynslunni. Hún er einstök í sögunni. Við sem samfélag erum að fást við að allt er gjörbreytt. Hegðunarmynstur okkar er breytt þar sem nálægðin við fólkið okkar er skert. En einhvern veginn aðlögumst við breyttum aðstæðum á ógnarhraða. Rafræn veröld er orðin veröldin okkar allra. Hálf þjóðin farin að nota Teams-samskiptaforritið til þess að geta einfaldlega haldið áfram á meðan þessi holskefla gengur yfir. Við erum öll sem eitt að bregðast við, bjarga okkur og leysa úr málum. Saman. Og það er svo magnað, mikilvægt og gott. Gott fyrir sálina og okkur sem samfélag. Hlúum vel að hvert öðru, við erum misviðkvæm fyrir þessu ástandi, veirunni og því sem henni fylgir. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það var undarleg tilfinning að fá Covid símtalið. Allt í einu snarsnerist líf mitt við. Mitt eigið. Ég kom inn á hlaupum eftir annasaman dag, síminn hringdi og allt er breytt. Ég hafði fylgst grannt með þróun mála frá því að fyrsta smitið barst til Íslands og fannst ég einmitt svo furðu heppin að hafa ekki sjálf verið í einni af þessum skíðaferðum þar sem allir virtust vera að smitast. Frá fyrsta skipti urðu fundirnir með Ölmu, Víði og Þórólfi eitthvað sem ég gat ómögulega misst af. Ég fylgdist með stíganda, fjölgun smita og ákvörðunum sem teknar voru og áhrifum þeirra. Ég fagnaði þátttöku Kára Stef og skráði mig strax í tékk því mér fannst einhvern veginn svo mikilvægt að taka þátt, stækka þýðið og sýna samfélagslega ábyrgð. Áfram gakk. Gerum þetta saman. Svo breyttist allt. Tilfinningin að lenda í lyftu með fullt af fólki varð undarleg, hurðarhúna hætti ég ósjálfrátt að snerta og mig langaði einhvern veginn bara að vera um kyrrt. Svo kom veiran og allt mitt fólk komið í sóttkví. Þá voru þetta mín eigin örlög. Ég var ekki lengur áhorfandi úr fjarlægð. Heldur var mér kippt inn í Covid veröldina sjálfa með fjölda manns í eftirdragi. 158 staðfest smit og mitt var eitt af þeim. Tilfinningin var vond. Hvað gerði ég rangt? Hafði ég ekki tekið tilmælunum nógu alvarlega? Var ég búin að vera svona kærulaus eftir allt saman? Hvers konar ábyrgðarleysi er þetta? Hvernig gat ég verið komin með þessa veirulufsu? Ég?! Ég veit að þetta eru spurningar og tilfinningar sem fleiri eru að kljást við. Því finnst mér mjög mikilvægt að segja frá, vera opin og deila þessari upplifun. Því við ætlum að fara í gegnum þetta saman. Og það eiga svo ótal margir eftir að koma á eftir mér og okkur sem nú erum með veiruna. Burt með samviskubitið og deilum reynslunni. Hún er einstök í sögunni. Við sem samfélag erum að fást við að allt er gjörbreytt. Hegðunarmynstur okkar er breytt þar sem nálægðin við fólkið okkar er skert. En einhvern veginn aðlögumst við breyttum aðstæðum á ógnarhraða. Rafræn veröld er orðin veröldin okkar allra. Hálf þjóðin farin að nota Teams-samskiptaforritið til þess að geta einfaldlega haldið áfram á meðan þessi holskefla gengur yfir. Við erum öll sem eitt að bregðast við, bjarga okkur og leysa úr málum. Saman. Og það er svo magnað, mikilvægt og gott. Gott fyrir sálina og okkur sem samfélag. Hlúum vel að hvert öðru, við erum misviðkvæm fyrir þessu ástandi, veirunni og því sem henni fylgir. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun