Velferð á neyðarstigi Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 22. mars 2020 07:09 Frá því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir hefur farið fram stórfelld endurskipulagning á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þjónustan er margvísleg allt frá foreldranámskeiðum yfir í hjúkrunarheimili og í mörg horn að líta. þjónustuþegar eru um fimmtán þúsund á hverju ári og þeir frá þjónustu frá 120 starfsstöðum, þar af 64 sem veita sólarhringsþjónustu. Verkefnið hefur verið að tryggja órofna þjónustu eins og hægt en fylgja á sama tíma leiðbeiningum og fyrirmælum landlæknis og almannavarna til hins ítrasta. Á þjónustumiðstöðvum er áfam hægt að sækja fjölbreyttan stuðning og þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur en þjónustan fer í auknu mæli fram í gegnum netið. Skólaþjónusta þarf að starfa með öðru sniði sem og allt almennt félagsstarf fyrir fullorðið fólk sem og dagdvalir og virkniúrræði fyrir börn, fullorðna og fólk með fatlanir eða aðrar áskoranir. Við höfum lagt áherslu á einstaklingsbundnar lausnir, upplýsingar og samtal við hvern og einn. Einstaklingsbundin þjónusta Loka þurfti nær öllum starfsstöðvum velferðarsviðs sem halda úti opinni starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu; eldri borgara eðafólk með undirliggjandi sjúkdóma. Það þýðir þó ekki að þjónustan hafi fallið niður heldur er unnið að því að veita hverjum og einum, sem áður sótti starfsstaði borgarinnar, einstaklingsbundna þjónustu. Sama má segja um þær þúsund fjölskyldur sem fá stuðningsþjónustu á vegum velferðarsviðs, s.s. stuðningsfjölskyldur, skammtímadvalir, námskeið og fl. Mötuneyti félagsmiðstöðva fullorðinna eru lokuð en auglýsingar um hvernig sækja má um að fá heimsendan mat í staðinn hafa skilað því að nær tvöhundruð fleiri Reykvíkingar hafa bæst í þá þjónustu. Þjónusta við heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir hefur verið endurskipulögð og aukin. Takk umönnunarstarfsfólk! þúsundir Reykvíkinga fá áfram heimahjúkrun eða heimaþjónustu og þessa mikilvægu þjónustu þarf að tryggja á öllum tímum. Sama er að segja um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, í íbúðakjörnum og sambýlum. Fólk sem starfar við umönnun sinnir sínu starfi áfram og þarf að gera jafnvel þó einstaklingur sé í sóttkví eða með covid 19 smit. Meðan margar aðrar starfsstéttir geta lokað sig af, þá er það ekki val fyrir þessar mikilvægu umönnunarstéttir sem mér finnst reyndar að mættu fá mun meira hrós og athygli frá okkur hinum því rétt eins og hjá heilbrigðisstarfsfólki hefur álagið margfaldast í þeirra mikilvæga starfi. Takk, takk og aftur takk fyrir ykkar ómetanlega starf! Áfram velferð Við erum að upplifa nýjar áskoranir á degi hverjum en samstaðan um að vernda þá samborgara okkar sem tilheyra áhættuhópum er nánast áþreifanleg, bæði meðal þeirra sem starfa við umönnun og almennt í samfélaginu. Sannarlega mun þetta óvenulega tímabil reyna á, en við sem vinnum í velferðarmálum á vegum Reykjavíkurborgar erum staðráðin í að gera okkar besta. Við erum hér til þjónustu reiðubúin eins og alltaf. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Frá því að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir hefur farið fram stórfelld endurskipulagning á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þjónustan er margvísleg allt frá foreldranámskeiðum yfir í hjúkrunarheimili og í mörg horn að líta. þjónustuþegar eru um fimmtán þúsund á hverju ári og þeir frá þjónustu frá 120 starfsstöðum, þar af 64 sem veita sólarhringsþjónustu. Verkefnið hefur verið að tryggja órofna þjónustu eins og hægt en fylgja á sama tíma leiðbeiningum og fyrirmælum landlæknis og almannavarna til hins ítrasta. Á þjónustumiðstöðvum er áfam hægt að sækja fjölbreyttan stuðning og þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur en þjónustan fer í auknu mæli fram í gegnum netið. Skólaþjónusta þarf að starfa með öðru sniði sem og allt almennt félagsstarf fyrir fullorðið fólk sem og dagdvalir og virkniúrræði fyrir börn, fullorðna og fólk með fatlanir eða aðrar áskoranir. Við höfum lagt áherslu á einstaklingsbundnar lausnir, upplýsingar og samtal við hvern og einn. Einstaklingsbundin þjónusta Loka þurfti nær öllum starfsstöðvum velferðarsviðs sem halda úti opinni starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu; eldri borgara eðafólk með undirliggjandi sjúkdóma. Það þýðir þó ekki að þjónustan hafi fallið niður heldur er unnið að því að veita hverjum og einum, sem áður sótti starfsstaði borgarinnar, einstaklingsbundna þjónustu. Sama má segja um þær þúsund fjölskyldur sem fá stuðningsþjónustu á vegum velferðarsviðs, s.s. stuðningsfjölskyldur, skammtímadvalir, námskeið og fl. Mötuneyti félagsmiðstöðva fullorðinna eru lokuð en auglýsingar um hvernig sækja má um að fá heimsendan mat í staðinn hafa skilað því að nær tvöhundruð fleiri Reykvíkingar hafa bæst í þá þjónustu. Þjónusta við heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir hefur verið endurskipulögð og aukin. Takk umönnunarstarfsfólk! þúsundir Reykvíkinga fá áfram heimahjúkrun eða heimaþjónustu og þessa mikilvægu þjónustu þarf að tryggja á öllum tímum. Sama er að segja um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, í íbúðakjörnum og sambýlum. Fólk sem starfar við umönnun sinnir sínu starfi áfram og þarf að gera jafnvel þó einstaklingur sé í sóttkví eða með covid 19 smit. Meðan margar aðrar starfsstéttir geta lokað sig af, þá er það ekki val fyrir þessar mikilvægu umönnunarstéttir sem mér finnst reyndar að mættu fá mun meira hrós og athygli frá okkur hinum því rétt eins og hjá heilbrigðisstarfsfólki hefur álagið margfaldast í þeirra mikilvæga starfi. Takk, takk og aftur takk fyrir ykkar ómetanlega starf! Áfram velferð Við erum að upplifa nýjar áskoranir á degi hverjum en samstaðan um að vernda þá samborgara okkar sem tilheyra áhættuhópum er nánast áþreifanleg, bæði meðal þeirra sem starfa við umönnun og almennt í samfélaginu. Sannarlega mun þetta óvenulega tímabil reyna á, en við sem vinnum í velferðarmálum á vegum Reykjavíkurborgar erum staðráðin í að gera okkar besta. Við erum hér til þjónustu reiðubúin eins og alltaf. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar