Ástin (og neyðin) á tímum kórónuveirunnar Atli Viðar Thorstensen skrifar 20. mars 2020 16:00 Miðað við fréttaflutning undanfarinna vikna mætti halda að það sé kominn á heimsfriður, fátækt hafi verið útrýmt og allir hafi aðeins það eina hlutverk að kveða COVID-19 í kútinn. Enda þótt seinni hlutinn sé réttur, eða ætti að vera réttur, er sá fyrri það ekki. Því miður búa enn í dag milljónir barna, kvenna og karla við mikið fæðuóöryggi og sjá jafnvel fram á hungur næstu mánuði. Stríð geysa enn, fólk flýr umvörpum heimili sín og mikill fjöldi fólks býr enn við sárafátækt. Við hjá Rauða krossinum höfum oft bent á að Ísland sé ekki eyland að því leyti að það sem gerist út í heimi hefur með einum eða öðrum hætti áhrif hér heima. Skýrt merki um það er gosið í Eyjafjallajökli sem og ástandið sem við upplifum nú í tengslum við COVID-19. Veiran sem á sér uppruna hinum megin á hnettinum er nú svo útbreidd að það er víða ferðabann, landamærum lokað og r samkomubann á Íslandi. Allt þetta gerir það að verkum að fréttir rúma vart annað. Í þess konar ástandi er brýnt að sýna náungakærleika og ást því leiðin út úr neyðarástandi liggur fyrst og fremst í samstöðunni og samtakamættinum. Við erum sannarlega öll almannavarnir og við erum öll mannvinir. Þrátt fyrir að við á Íslandi búum við ákveðið neyðarástand eru verslanir enn opnar, það er friður og hér er heilbrigðiskerfið sterkt og öflugt. Því miður er ekki sömu sögu að segja um fátækustu ríkin og það má alveg fullyrða að COVID-19 hefur enn verri og neikvæðari áhrif á þau en okkur sem fæddumst á Íslandi eða í öðrum ríkum löndum. Við sem sú þjóð sem býr við hvað mestu hagsæld og öryggi í heiminum verðum hins vegar að átta okkur betur á heildarmyndinni og gera mikið meira og betur í að aðstoða fátækustu ríkin til bjargálna. Framlag Íslands til þróunarsamvinnu hefur alla tíð verið langt undir þeim markmiðum Sameinuðu þjóðanna sem stjórnvöld hafa stefnt að og stutt í hartnær hálfa öld. Það er ekki til eftirbreytni. Íslensk stjórnvöld hafa, fyrir það takmarkaða fé sem sett er í þróunarsamvinnu, staðið sig vel í að leggja áherslu á valdeflingu kvenna og menntun stúlkna, jafnrétti yfir höfuð og sjálfbærni. Það hefur ekki aðeins góð áhrif á baráttuna gegn loftslagsvánni heldur er líka besta leiðin til sjálfbærrar framþróunar fyrir fátæk ríki. Á tímum kórónuveirunnar er svo mikilvægt að gleyma ekki náunganum. Líka náunganum sem býr við sult annars staðar því öll deilum við þessari litlu plánetu. þar sem skakkaföll hér hafa áhrif þar og öfugt. Það er rétt að Ísland eitt og sér mun aldrei bjarga heiminum. En við getum sannarlega haft góð áhrif og ef við erum góð fyrirmynd og stöndum okkar vakt erum við einnig í betri aðstöðu til að hvetja önnur ríki til að fylgja fordæmi okkar. Þar hefur Ísland stórt hlutverk sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Í því liggur líka ástin á náunganum og þannig getum við svarað neyð á tímum kórónaveirunnar þar sem þörfin er brýnust. Það hafa Mannvinir Rauða krossins sannarlega gert með framlögum sínum sem nýtast bæði til alþjóðlegra mannúðarverkefna en ekki síður til mikilvægra samfélagsverkefna hér heima, ekki síst á tímum sem þessum. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Miðað við fréttaflutning undanfarinna vikna mætti halda að það sé kominn á heimsfriður, fátækt hafi verið útrýmt og allir hafi aðeins það eina hlutverk að kveða COVID-19 í kútinn. Enda þótt seinni hlutinn sé réttur, eða ætti að vera réttur, er sá fyrri það ekki. Því miður búa enn í dag milljónir barna, kvenna og karla við mikið fæðuóöryggi og sjá jafnvel fram á hungur næstu mánuði. Stríð geysa enn, fólk flýr umvörpum heimili sín og mikill fjöldi fólks býr enn við sárafátækt. Við hjá Rauða krossinum höfum oft bent á að Ísland sé ekki eyland að því leyti að það sem gerist út í heimi hefur með einum eða öðrum hætti áhrif hér heima. Skýrt merki um það er gosið í Eyjafjallajökli sem og ástandið sem við upplifum nú í tengslum við COVID-19. Veiran sem á sér uppruna hinum megin á hnettinum er nú svo útbreidd að það er víða ferðabann, landamærum lokað og r samkomubann á Íslandi. Allt þetta gerir það að verkum að fréttir rúma vart annað. Í þess konar ástandi er brýnt að sýna náungakærleika og ást því leiðin út úr neyðarástandi liggur fyrst og fremst í samstöðunni og samtakamættinum. Við erum sannarlega öll almannavarnir og við erum öll mannvinir. Þrátt fyrir að við á Íslandi búum við ákveðið neyðarástand eru verslanir enn opnar, það er friður og hér er heilbrigðiskerfið sterkt og öflugt. Því miður er ekki sömu sögu að segja um fátækustu ríkin og það má alveg fullyrða að COVID-19 hefur enn verri og neikvæðari áhrif á þau en okkur sem fæddumst á Íslandi eða í öðrum ríkum löndum. Við sem sú þjóð sem býr við hvað mestu hagsæld og öryggi í heiminum verðum hins vegar að átta okkur betur á heildarmyndinni og gera mikið meira og betur í að aðstoða fátækustu ríkin til bjargálna. Framlag Íslands til þróunarsamvinnu hefur alla tíð verið langt undir þeim markmiðum Sameinuðu þjóðanna sem stjórnvöld hafa stefnt að og stutt í hartnær hálfa öld. Það er ekki til eftirbreytni. Íslensk stjórnvöld hafa, fyrir það takmarkaða fé sem sett er í þróunarsamvinnu, staðið sig vel í að leggja áherslu á valdeflingu kvenna og menntun stúlkna, jafnrétti yfir höfuð og sjálfbærni. Það hefur ekki aðeins góð áhrif á baráttuna gegn loftslagsvánni heldur er líka besta leiðin til sjálfbærrar framþróunar fyrir fátæk ríki. Á tímum kórónuveirunnar er svo mikilvægt að gleyma ekki náunganum. Líka náunganum sem býr við sult annars staðar því öll deilum við þessari litlu plánetu. þar sem skakkaföll hér hafa áhrif þar og öfugt. Það er rétt að Ísland eitt og sér mun aldrei bjarga heiminum. En við getum sannarlega haft góð áhrif og ef við erum góð fyrirmynd og stöndum okkar vakt erum við einnig í betri aðstöðu til að hvetja önnur ríki til að fylgja fordæmi okkar. Þar hefur Ísland stórt hlutverk sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Í því liggur líka ástin á náunganum og þannig getum við svarað neyð á tímum kórónaveirunnar þar sem þörfin er brýnust. Það hafa Mannvinir Rauða krossins sannarlega gert með framlögum sínum sem nýtast bæði til alþjóðlegra mannúðarverkefna en ekki síður til mikilvægra samfélagsverkefna hér heima, ekki síst á tímum sem þessum. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun