Eins neysla er annars brauð Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 11:30 Þegar áföll verða í samfélaginu og árferðið erfitt, vegur sterk fjárhagsstaða sveitarfélags þungt því aldrei er meiri nauðsyn á góðri nærþjónustu. Þegar þetta er skrifað hafa 240 Íslendingar greinst með COVID-19 og 2500 manns eru ýmist í sóttkví eða einangrun í því skyni að hindra útbreiðslu þessarar vár sem hefur nú þegar lamað samfélagskerfi margra þjóða. Forystufólk okkar hefur staðið sig vel. Framlínuteymi almannavarna, sóttvarnarlæknir, landlæknir og lögregla una sér ekki hvíldar og áherslan hefur verið að vernda þá sem eru viðkvæmastir fyrir og fá almenning með í þær aðgerðir. Við höfum öll gert það sem við getum. Þá hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðir sem skipta miklu máli og áhersla okkar á sveitarstjórnarstiginu hefur verið að tryggja grunnþjónustu fyrir þá sem þurfa aðstoð ásamt því að skipuleggja mikilvægt starf leik- og grunnskóla. Þróttmikið atvinnulíf er forsenda velferðar og þróun launa og kaupmáttar byggist á vexti og viðgangi þess. Ef hægir á hjólum atvinnulífsins, til dæmis með því að eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar mjög skarpt, fækkar störfum og það viljum við koma í veg fyrir. Hvernig gerum við það þegar vá er fyrir dyrum og við hættum okkur helst ekki út fyrir hússins dyr? Við höfum verið dugleg að fara að fyrirmælum síðustu daga, þvegið hendur og sótthreinsað, gætt að fjarlægð á milli fólks og fylgt samkomubanni. Þessum fyrirmælum hefur líka fylgt mikilvæg hvatning, hvatning til að halda áfram. Og á meðan við getum eigum við ekki að hætta að gera venjulega hluti og njóta þess að vera til. Það skiptir máli að við gerum ekki hlé á lífinu, við eigum að fara út að borða, kíkja aðeins í verslanir og kaupa nauðsynjar og jafnvel sitthvað fleira. Ef ferðalög til útlanda verða áfram háð miklum takmörkunum, er ekkert því til fyrirstöðu að ferðast innanlands og njóta heima. Hegðun okkar og neysla hefur áhrif á samfélagið, atvinnulífið og störfin í landinu. Í sinni einföldustu mynd er þetta svona: Við kaupum hluti sem okkur vantar og langar í og í staðinn látum við fólkið, sem bjó þá til og selur, fá peninga sem það notar svo til að kaupa hluti sem það vantar og langar í og svo endalaust framvegis. Stíflum ekki þetta kerfi með því að skríða inn í skel. Garðabær er vel í sveit settur og mun ekki draga lappirnar í þessum efnum frekar en öðrum og mun halda áfram að kaupa og veita þjónustu hér eftir sem hingað til. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar áföll verða í samfélaginu og árferðið erfitt, vegur sterk fjárhagsstaða sveitarfélags þungt því aldrei er meiri nauðsyn á góðri nærþjónustu. Þegar þetta er skrifað hafa 240 Íslendingar greinst með COVID-19 og 2500 manns eru ýmist í sóttkví eða einangrun í því skyni að hindra útbreiðslu þessarar vár sem hefur nú þegar lamað samfélagskerfi margra þjóða. Forystufólk okkar hefur staðið sig vel. Framlínuteymi almannavarna, sóttvarnarlæknir, landlæknir og lögregla una sér ekki hvíldar og áherslan hefur verið að vernda þá sem eru viðkvæmastir fyrir og fá almenning með í þær aðgerðir. Við höfum öll gert það sem við getum. Þá hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðir sem skipta miklu máli og áhersla okkar á sveitarstjórnarstiginu hefur verið að tryggja grunnþjónustu fyrir þá sem þurfa aðstoð ásamt því að skipuleggja mikilvægt starf leik- og grunnskóla. Þróttmikið atvinnulíf er forsenda velferðar og þróun launa og kaupmáttar byggist á vexti og viðgangi þess. Ef hægir á hjólum atvinnulífsins, til dæmis með því að eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar mjög skarpt, fækkar störfum og það viljum við koma í veg fyrir. Hvernig gerum við það þegar vá er fyrir dyrum og við hættum okkur helst ekki út fyrir hússins dyr? Við höfum verið dugleg að fara að fyrirmælum síðustu daga, þvegið hendur og sótthreinsað, gætt að fjarlægð á milli fólks og fylgt samkomubanni. Þessum fyrirmælum hefur líka fylgt mikilvæg hvatning, hvatning til að halda áfram. Og á meðan við getum eigum við ekki að hætta að gera venjulega hluti og njóta þess að vera til. Það skiptir máli að við gerum ekki hlé á lífinu, við eigum að fara út að borða, kíkja aðeins í verslanir og kaupa nauðsynjar og jafnvel sitthvað fleira. Ef ferðalög til útlanda verða áfram háð miklum takmörkunum, er ekkert því til fyrirstöðu að ferðast innanlands og njóta heima. Hegðun okkar og neysla hefur áhrif á samfélagið, atvinnulífið og störfin í landinu. Í sinni einföldustu mynd er þetta svona: Við kaupum hluti sem okkur vantar og langar í og í staðinn látum við fólkið, sem bjó þá til og selur, fá peninga sem það notar svo til að kaupa hluti sem það vantar og langar í og svo endalaust framvegis. Stíflum ekki þetta kerfi með því að skríða inn í skel. Garðabær er vel í sveit settur og mun ekki draga lappirnar í þessum efnum frekar en öðrum og mun halda áfram að kaupa og veita þjónustu hér eftir sem hingað til. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun