Foreldravaktin Bryndís Guðmundsdóttir skrifar 31. desember 2020 10:04 Í aðdraganda jóla var athyglisverð umræða í fjölmiðlum um „þriðju vaktina", vakt sem konur hafa gjarna staðið í gegnum tíðina. Í kringum umfjöllunina varð mér hugsað til annarrar vaktar sem er ekki síður mikilvæg og foreldrar þurfa báðir að standa. Foreldrar eru oft aðframkomnir af þreytu í lok langra vinnudaga og brýnt að við sköpum samfélag sem gefur færi á auknum samverustundum fjölskyldunnar. Foreldrahlutverkið eða „foreldravaktin” er stærsta verkefni allra foreldra og samfélags. Sú vakt felur m.a. í sér ábyrgð foreldra á málörvun og eftirfylgni í læsi og þroska barna sinna. Rannsóknir sýna að það skiptir mjög miklu máli hversu mikið við tölum við börnin okkar og hversu innihaldsrík samskiptin eru svo stöðugt bætist í orðaforða og hugtakaskilning þeirra. Tungumálið okkar, íslenskan, á undir högg að sækja. Oft hefur slíkt verið fullyrt áður en nú þegar tungumálið, oftast enska, er orðið gagnvirkt á mörgum miðlum, þyngist höggið! Foreldrar þurfa að standa vaktina með skólasamfélaginu í að efla málþroska barna sinna. Það eru margar leiðir til sem allir foreldrar geta framkvæmt án mikils tilkostnaðar. Bókasöfnin okkar eru gulls ígildi og íslenskir barnabókahöfundar eru í vaxandi mæli að skrifa vandað efni fyrir börn. Í því annríki sem ungar fjölskyldur upplifa er mikilvægt að fastsetja tíma sem fjölskyldan á saman. Þar eru tækifæri til að efla þroska barnanna okkar. Mig langar að deila nokkrum hugmyndum sem einfalt er að tileinka sér þegar fjölskyldan á samveru. Gæðastundirnar Þegar litið er yfir farinn veg og börn okkar hjóna komin til manns þá ylja ýmsar minningar sem við lögðum áherslu á í uppeldi barna okkar. Á þessum tíma gerðum við okkur ekki endilega grein fyrir mikilvægi þessara þátta fyrir málþroskann. Okkar aðaláhersla var að skapa gæðastundir og styrkja fjölskylduböndin. Við kvöldverðarborðið öll uppvaxtarár barnanna okkar fórum við „hringinn” þar sem hver og einn fjölskyldumeðlimur sagði frá deginum sínum. Frásagnirnar tóku mið af aldri og getu hvers og eins. Það var stórkostlegt að fylgjast með því hvernig tjáningin styrktist hjá hverju og einu barni. Getan til að segja frá er mikilvæg og þjálfast með hverri frásögn. Við lögðum kapp á að setja form á frásagnirnar þ.e. segja frá í atburðarröð. Stöðugt bættist í orðaforða og útskýringar, setningamyndun efldist og hæfileikinn til að kveikja áhuga og samkennd hinna systkinanna og foreldranna margfaldaðist. Systkinahópurinn vissi ýmislegt um litlu og stóru sigrana sem hvert og eitt þeirra upplifði á dýrmætum augnablikum í lífinu, daglegu áskoranirnar, sorgir og gleði bernskunnar. Allt til að læra af. Aldrei var skortur á umræðuefni og tengslin sem mynduðust fylgdu inn í framtíðina. Sú regla var viðhöfð að einn talaði í einu. Á stundum töluðu unglingsstúlkurnar svo lengi við matarborðið að yngsti fjölskyldumeðlimurinn sló í borðið, hræddur um að fá ekki tíma til að segja frá sínum degi og sagði með grátstafinn í kverkunum: „Ég er líka í þessari fjölskyldu, hvenær má ég tala?”. Hann var þá fjögurra ára. Fjölskyldukvöld Önnur hugmynd sem mig langar að varpa til foreldra eru „fjölskyldukvöld”. Við fjölskyldan tókum frá eitt kvöld í viku þar sem við elduðum saman, undirbjuggum spil, upplestur, tónlist, sýndum eigin skemmtiatriði eða höfðum bíókvöld. Þessi kvöld voru heilög og enginn mátti trufla. Fjölskyldukvöldin þróuðust í að við skiptumst á að skipuleggja og velja hvað átti að vera í matinn og hvernig kvöldinu skyldi varið. Í byrjun kom auðvitað fyrir að einhver taldi sig þurfa að gera eitthvað annað með vinunum. Umkvartanirnar hættu þó mjög fljótt því það var ekkert sem toppaði fjölskyldukvöldin! Þegar ég lít til baka er ég þess fullviss að fjölskyldukvöldin okkar voru gott veganesti fyrir okkur öll inn í framtíðina. Það krefst góðrar þjálfunar í orðaforða, lesskilningi, skipulagi og hugmyndaauðgi að lesa mataruppskriftir, mæla efnin í uppskriftina, skrifa og búa til matseðil og dagskrá fyrir kvöldið, lesa og kynna spilareglur, búa til skemmtiatriði, skipuleggja hver gerir hvað o.s.frv. Það eru margar leiðir til að efla málþroskann og íslenskuna. Við getum lagt áherslu á upplifanir sem eru fyrst og fremst fólgnar í innihaldsríkri samveru sem þarf ekki að kosta mikið. Gönguferðir geta verið mikið ævintýri fyrir lítið barn. Ef foreldrarnir gæta þess að lýsa því sem fyrir augu ber, eru meðvituð um að endurtaka og bæta við skemmtilegri frásögn eða sögu sem styrkir og kennir orðaforða, þá festir það nýja reynslu í minni og örvar rökhugsun barnanna. Á sama tíma bæta þau í málþroska og hugtakaskilning sinn. Á þessum sérstöku tímum vil ég hvetja sveitarfélög til að efla foreldra og minna á svæði, staði og upplifanir sem þeir geta notið með börnum sínum í heimabyggð. Þá hvet ég foreldra til að hugsa hvaða leiðir henta þeim til að standa Foreldravaktina. Nýju orðin sem barn lærir á hverjum degi í gegnum upplifun og reynslu, leggja grunn að framtíð þess. Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla var athyglisverð umræða í fjölmiðlum um „þriðju vaktina", vakt sem konur hafa gjarna staðið í gegnum tíðina. Í kringum umfjöllunina varð mér hugsað til annarrar vaktar sem er ekki síður mikilvæg og foreldrar þurfa báðir að standa. Foreldrar eru oft aðframkomnir af þreytu í lok langra vinnudaga og brýnt að við sköpum samfélag sem gefur færi á auknum samverustundum fjölskyldunnar. Foreldrahlutverkið eða „foreldravaktin” er stærsta verkefni allra foreldra og samfélags. Sú vakt felur m.a. í sér ábyrgð foreldra á málörvun og eftirfylgni í læsi og þroska barna sinna. Rannsóknir sýna að það skiptir mjög miklu máli hversu mikið við tölum við börnin okkar og hversu innihaldsrík samskiptin eru svo stöðugt bætist í orðaforða og hugtakaskilning þeirra. Tungumálið okkar, íslenskan, á undir högg að sækja. Oft hefur slíkt verið fullyrt áður en nú þegar tungumálið, oftast enska, er orðið gagnvirkt á mörgum miðlum, þyngist höggið! Foreldrar þurfa að standa vaktina með skólasamfélaginu í að efla málþroska barna sinna. Það eru margar leiðir til sem allir foreldrar geta framkvæmt án mikils tilkostnaðar. Bókasöfnin okkar eru gulls ígildi og íslenskir barnabókahöfundar eru í vaxandi mæli að skrifa vandað efni fyrir börn. Í því annríki sem ungar fjölskyldur upplifa er mikilvægt að fastsetja tíma sem fjölskyldan á saman. Þar eru tækifæri til að efla þroska barnanna okkar. Mig langar að deila nokkrum hugmyndum sem einfalt er að tileinka sér þegar fjölskyldan á samveru. Gæðastundirnar Þegar litið er yfir farinn veg og börn okkar hjóna komin til manns þá ylja ýmsar minningar sem við lögðum áherslu á í uppeldi barna okkar. Á þessum tíma gerðum við okkur ekki endilega grein fyrir mikilvægi þessara þátta fyrir málþroskann. Okkar aðaláhersla var að skapa gæðastundir og styrkja fjölskylduböndin. Við kvöldverðarborðið öll uppvaxtarár barnanna okkar fórum við „hringinn” þar sem hver og einn fjölskyldumeðlimur sagði frá deginum sínum. Frásagnirnar tóku mið af aldri og getu hvers og eins. Það var stórkostlegt að fylgjast með því hvernig tjáningin styrktist hjá hverju og einu barni. Getan til að segja frá er mikilvæg og þjálfast með hverri frásögn. Við lögðum kapp á að setja form á frásagnirnar þ.e. segja frá í atburðarröð. Stöðugt bættist í orðaforða og útskýringar, setningamyndun efldist og hæfileikinn til að kveikja áhuga og samkennd hinna systkinanna og foreldranna margfaldaðist. Systkinahópurinn vissi ýmislegt um litlu og stóru sigrana sem hvert og eitt þeirra upplifði á dýrmætum augnablikum í lífinu, daglegu áskoranirnar, sorgir og gleði bernskunnar. Allt til að læra af. Aldrei var skortur á umræðuefni og tengslin sem mynduðust fylgdu inn í framtíðina. Sú regla var viðhöfð að einn talaði í einu. Á stundum töluðu unglingsstúlkurnar svo lengi við matarborðið að yngsti fjölskyldumeðlimurinn sló í borðið, hræddur um að fá ekki tíma til að segja frá sínum degi og sagði með grátstafinn í kverkunum: „Ég er líka í þessari fjölskyldu, hvenær má ég tala?”. Hann var þá fjögurra ára. Fjölskyldukvöld Önnur hugmynd sem mig langar að varpa til foreldra eru „fjölskyldukvöld”. Við fjölskyldan tókum frá eitt kvöld í viku þar sem við elduðum saman, undirbjuggum spil, upplestur, tónlist, sýndum eigin skemmtiatriði eða höfðum bíókvöld. Þessi kvöld voru heilög og enginn mátti trufla. Fjölskyldukvöldin þróuðust í að við skiptumst á að skipuleggja og velja hvað átti að vera í matinn og hvernig kvöldinu skyldi varið. Í byrjun kom auðvitað fyrir að einhver taldi sig þurfa að gera eitthvað annað með vinunum. Umkvartanirnar hættu þó mjög fljótt því það var ekkert sem toppaði fjölskyldukvöldin! Þegar ég lít til baka er ég þess fullviss að fjölskyldukvöldin okkar voru gott veganesti fyrir okkur öll inn í framtíðina. Það krefst góðrar þjálfunar í orðaforða, lesskilningi, skipulagi og hugmyndaauðgi að lesa mataruppskriftir, mæla efnin í uppskriftina, skrifa og búa til matseðil og dagskrá fyrir kvöldið, lesa og kynna spilareglur, búa til skemmtiatriði, skipuleggja hver gerir hvað o.s.frv. Það eru margar leiðir til að efla málþroskann og íslenskuna. Við getum lagt áherslu á upplifanir sem eru fyrst og fremst fólgnar í innihaldsríkri samveru sem þarf ekki að kosta mikið. Gönguferðir geta verið mikið ævintýri fyrir lítið barn. Ef foreldrarnir gæta þess að lýsa því sem fyrir augu ber, eru meðvituð um að endurtaka og bæta við skemmtilegri frásögn eða sögu sem styrkir og kennir orðaforða, þá festir það nýja reynslu í minni og örvar rökhugsun barnanna. Á sama tíma bæta þau í málþroska og hugtakaskilning sinn. Á þessum sérstöku tímum vil ég hvetja sveitarfélög til að efla foreldra og minna á svæði, staði og upplifanir sem þeir geta notið með börnum sínum í heimabyggð. Þá hvet ég foreldra til að hugsa hvaða leiðir henta þeim til að standa Foreldravaktina. Nýju orðin sem barn lærir á hverjum degi í gegnum upplifun og reynslu, leggja grunn að framtíð þess. Höfundur er talmeinafræðingur.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar