Við erum öll Seyðfirðingar Gauti Jóhannesson skrifar 28. desember 2020 17:57 Mörg brýn verkefni bíða úrlausnar á Seyðisfirði í kjölfar náttúruhamfaranna sem þar urðu nú rétt fyrir jólin. Þessi verkefni eru af ýmsum toga, sum blasa við á meðan önnur, ekki síður mikilvæg, eru ekki jafn sýnileg. Hluti þessara verkefna eru á hendi sveitarfélagsins, önnur ríkisins og stofnana þess að ógleymdum þeim verkefnum sem íbúarnir sjálfir þurfa að leysa. Reynt hefur á íbúa undanfarna daga og ómögulegt fyrir aðra að setja sig í þeirra spor. Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað og erfitt að meta hvað framtíðin ber í skauti sér. Hluti íbúa er enn í óvissu um hvort og þá hvenær þeim verður heimilað að flytja aftur heim, aðrir eiga ekki að neinu að hverfa og nokkurra bíður mikið starf við endurbyggingu stórskemmdra húsa áður en þau verða íbúðarhæf að nýju. Hlutverk sveitarfélagsins í samstarfi við viðbragðsaðila við þessar aðstæður er margþætt. Í fyrsta lagi þarf að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru, tryggja öllum öruggt húsaskjól, hefja hreinsunarstarf og huga að grunnþörfum s.s. neysluvatni og fráveitu. Þá þarf strax að huga markvisst að þeim hópi sem þarf á áfallahjálp að halda og tryggja andlegan stuðning. Í kjölfar bráðaviðbragða skiptir svo miklu að lögð verði áhersla á að koma daglegu lífi í eins eðlilegt horf og kostur ekki síst skólum og þjónustu við börn og unglinga. Til lengri tíma þarf að huga að framtíðaruppbyggingu við Seyðisfjörð í víðum skilningi með það að markmiði að fjörðurinn fagri verði áfram vænlegur kostur til búsetu. Til að svo megi verða þurfum við að geta treyst því að vera þar óhult á ný. Við þurfum að komast til og frá Seyðisfirði á öllum árstímum. Við þurfum Fjarðarheiðargöng eins fljótt og mögulegt er. Við þurfum raunhæfar varnir, sama hvaða nafni þær nefnast, til að atburðarásin fyrir jól endurtaki sig ekki og það þarf að gerast sem fyrst. Það þarf að vinna nýtt hættumat og skipuleggja byggð út frá því. Íbúar sem misst hafa hús sín eða geta mögulega ekki flutt aftur heim þurfa afgreiðslu sinna mála eins fljótt og verða má. Múlaþing mun ekki láta sitt eftir liggja. Allir, kjörnir fulltrúar og starfsfólk, munu leggjast á eitt til að uppbygging geti hafist sem fyrst. Sveitarstjórn mun fylgja því eftir að opinberar stofnanir og ráðamenn standi við fyrirheit sem gefin hafa verið og leitast við að halda íbúum upplýstum um stöðu mála hverju sinni. Seyðisfjörður á bjarta framtíð fyrir höndum. Þar bíða ótal tækifæri á sviði atvinnulífs, menningar og lista. Síðast en ekki síst býr staðurinn að öflugu fólki, sögu og sérstöðu sem mun tryggja tilveru hans til framtíðar. Allir í Múlaþingi munu standa þétt að baki íbúunum. Við erum öll Seyðfirðingar. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Jóhannesson Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg brýn verkefni bíða úrlausnar á Seyðisfirði í kjölfar náttúruhamfaranna sem þar urðu nú rétt fyrir jólin. Þessi verkefni eru af ýmsum toga, sum blasa við á meðan önnur, ekki síður mikilvæg, eru ekki jafn sýnileg. Hluti þessara verkefna eru á hendi sveitarfélagsins, önnur ríkisins og stofnana þess að ógleymdum þeim verkefnum sem íbúarnir sjálfir þurfa að leysa. Reynt hefur á íbúa undanfarna daga og ómögulegt fyrir aðra að setja sig í þeirra spor. Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað og erfitt að meta hvað framtíðin ber í skauti sér. Hluti íbúa er enn í óvissu um hvort og þá hvenær þeim verður heimilað að flytja aftur heim, aðrir eiga ekki að neinu að hverfa og nokkurra bíður mikið starf við endurbyggingu stórskemmdra húsa áður en þau verða íbúðarhæf að nýju. Hlutverk sveitarfélagsins í samstarfi við viðbragðsaðila við þessar aðstæður er margþætt. Í fyrsta lagi þarf að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru, tryggja öllum öruggt húsaskjól, hefja hreinsunarstarf og huga að grunnþörfum s.s. neysluvatni og fráveitu. Þá þarf strax að huga markvisst að þeim hópi sem þarf á áfallahjálp að halda og tryggja andlegan stuðning. Í kjölfar bráðaviðbragða skiptir svo miklu að lögð verði áhersla á að koma daglegu lífi í eins eðlilegt horf og kostur ekki síst skólum og þjónustu við börn og unglinga. Til lengri tíma þarf að huga að framtíðaruppbyggingu við Seyðisfjörð í víðum skilningi með það að markmiði að fjörðurinn fagri verði áfram vænlegur kostur til búsetu. Til að svo megi verða þurfum við að geta treyst því að vera þar óhult á ný. Við þurfum að komast til og frá Seyðisfirði á öllum árstímum. Við þurfum Fjarðarheiðargöng eins fljótt og mögulegt er. Við þurfum raunhæfar varnir, sama hvaða nafni þær nefnast, til að atburðarásin fyrir jól endurtaki sig ekki og það þarf að gerast sem fyrst. Það þarf að vinna nýtt hættumat og skipuleggja byggð út frá því. Íbúar sem misst hafa hús sín eða geta mögulega ekki flutt aftur heim þurfa afgreiðslu sinna mála eins fljótt og verða má. Múlaþing mun ekki láta sitt eftir liggja. Allir, kjörnir fulltrúar og starfsfólk, munu leggjast á eitt til að uppbygging geti hafist sem fyrst. Sveitarstjórn mun fylgja því eftir að opinberar stofnanir og ráðamenn standi við fyrirheit sem gefin hafa verið og leitast við að halda íbúum upplýstum um stöðu mála hverju sinni. Seyðisfjörður á bjarta framtíð fyrir höndum. Þar bíða ótal tækifæri á sviði atvinnulífs, menningar og lista. Síðast en ekki síst býr staðurinn að öflugu fólki, sögu og sérstöðu sem mun tryggja tilveru hans til framtíðar. Allir í Múlaþingi munu standa þétt að baki íbúunum. Við erum öll Seyðfirðingar. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun