Fullkomin óreiða Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 28. desember 2020 06:00 Við þingmenn Miðflokksins fórum fram á að Alþingi væri kallað saman milli jóla- og nýárs til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við vegna bólusetningar gegn Covid 19. Forsætisráðherra hefur talað mikið gegn upplýsingaóreiðu en enginn hefur skotið sig jafn oft í fótinn en hennar eigin ráðherra undanfarið. Forsætisráðherra neyddist til að yfirtaka forræði bóluefnasamnings, örugglega að kröfu Sjálfstæðisflokksins, sem líður afar illa í eigin skinni. Óþolinmæði sjálfstæðismanna er orðin áþreifanleg. Þjóðin á það skilið að fá réttar upplýsingar, góðar eða slæmar. Hnökrarnir Það er rétt að vekja athygli á því að fyrstu fréttir um hnökra í ferlinu komu fram þann 15. desember. Þá sagði heilbrigðisráðherra skort vera á hráefnum hjá framleiðanda Pfizer. Þann 17. desember staðfesti sóttvarnarlæknir að mun minna af bóluefni kæmi til landsins á næstunni en búist hafði verið við og jók við það óvissu um hvenær hjarðónæmi yrði náð. Búið var að auka væntingar verulega, væntingar sem urðu að engu. Tilkynnt var að áfram yrðu kórónuveiruaðgerðir í gildi fram á mitt ár 2021 að minnsta kosti. Næstu daga fengum við fréttir um að þetta væri ekki svona óljóst, að allt væri á áætlun en mikilvægast væri að ná að bólusetja forgangshópana, framlínufólkið og viðkvæmu hópana. Á þriðja degi jóla var það svo sagt að við þyrftum að bíða eftir bóluefni fram eftir ári, vissulega væri búið að tryggja okkur nægt bóluefni en aldrei var tryggt að það kæmi fljótt og örugglega. Að auki var sagt að fylgjast þurfi með verkun bóluefnisins en vissulega hefði verið betra að hafa tryggt bóluefni til landsins fyrr en útlit er fyrir núna. Fullkomin upplýsingaóreiða. Engar áhyggjur Óreiðan er svo mikil að til þess að lægja öldur hafa tveir menn lagt í þann leiðangur að tryggja kaup á meira bóluefni fyrir landsmenn. Þeir funda með lyfjaframleiðendum á næstu dögum með það í huga að Íslendingar verði hluti af rannsókn lyfjaframleiðandans. Ef allt gengur eftir væri hægt að bólusetja fyrr, aflétta takmörkunum og fylgjast með hugsanlegum aukaverkunum. Engar áhyggjur þurfi að hafa, allt miði að því sama – nema hraðar. Þetta skal ákveða án umræðu og út frá þeirri forsendu að allflestir muni taka þátt í rannsókninni til þess að eiga kost á nokkuð eðlilegu lífi sem fyrst. Biðin langa Það er ljóst að mikið er í húfi, auðvitað heilsa landsmanna, samvera með ættingjum og ástvinum, líðan fjölskyldna, framfærsla einstaklinga, rekstur fyrirtækja, ferðaþjónustan eins og hún leggur sig, heilbrigðiskerfið, efnahagur landsins og margt fleira. Mikið er undir. Ef viðræður bera ekki árangur þá þarf fólk að bíða fram á mitt næsta sumar með að heimsækja ástvini og ættingja á hjúkrunarheimili landsins. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma, bæði ungir og aldnir þurfa áfram einangrun, sama fólk og hefur nánast lokað sig af síðustu níu mánuði. Enn verður að kveðja ástvini í gegnum tölvubúnað, engin snerting engin nánd. Engin áætlun hefur komið fram um hvernig eigi að halda áfram ef landsmenn þurfa að bíða fram á mitt næsta ár eftir hjarðónæmi, hvernig og hvenær á að aflétta takmörkunum og hvort sama fyrirkomulag verði um land allt. Atvinnulífið verður áfram í óvissu og mun sæta takmörkunum. Ferðaþjónustan sem riðar til falls er við það að missa þolinmæðina, enda voru gefin fyrirheit um að nú fari senn að birta og að ferðamenn komi til landsins á ný eins og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í fréttum „fólk er aftur farið að láta sig dreyma um ferðalög eftir að fréttir um bóluefnið bárust fyrir um tveimur mánuðum síðan“. En það var jú áður en óreiðan komst upp á yfirborðið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Við þingmenn Miðflokksins fórum fram á að Alþingi væri kallað saman milli jóla- og nýárs til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við vegna bólusetningar gegn Covid 19. Forsætisráðherra hefur talað mikið gegn upplýsingaóreiðu en enginn hefur skotið sig jafn oft í fótinn en hennar eigin ráðherra undanfarið. Forsætisráðherra neyddist til að yfirtaka forræði bóluefnasamnings, örugglega að kröfu Sjálfstæðisflokksins, sem líður afar illa í eigin skinni. Óþolinmæði sjálfstæðismanna er orðin áþreifanleg. Þjóðin á það skilið að fá réttar upplýsingar, góðar eða slæmar. Hnökrarnir Það er rétt að vekja athygli á því að fyrstu fréttir um hnökra í ferlinu komu fram þann 15. desember. Þá sagði heilbrigðisráðherra skort vera á hráefnum hjá framleiðanda Pfizer. Þann 17. desember staðfesti sóttvarnarlæknir að mun minna af bóluefni kæmi til landsins á næstunni en búist hafði verið við og jók við það óvissu um hvenær hjarðónæmi yrði náð. Búið var að auka væntingar verulega, væntingar sem urðu að engu. Tilkynnt var að áfram yrðu kórónuveiruaðgerðir í gildi fram á mitt ár 2021 að minnsta kosti. Næstu daga fengum við fréttir um að þetta væri ekki svona óljóst, að allt væri á áætlun en mikilvægast væri að ná að bólusetja forgangshópana, framlínufólkið og viðkvæmu hópana. Á þriðja degi jóla var það svo sagt að við þyrftum að bíða eftir bóluefni fram eftir ári, vissulega væri búið að tryggja okkur nægt bóluefni en aldrei var tryggt að það kæmi fljótt og örugglega. Að auki var sagt að fylgjast þurfi með verkun bóluefnisins en vissulega hefði verið betra að hafa tryggt bóluefni til landsins fyrr en útlit er fyrir núna. Fullkomin upplýsingaóreiða. Engar áhyggjur Óreiðan er svo mikil að til þess að lægja öldur hafa tveir menn lagt í þann leiðangur að tryggja kaup á meira bóluefni fyrir landsmenn. Þeir funda með lyfjaframleiðendum á næstu dögum með það í huga að Íslendingar verði hluti af rannsókn lyfjaframleiðandans. Ef allt gengur eftir væri hægt að bólusetja fyrr, aflétta takmörkunum og fylgjast með hugsanlegum aukaverkunum. Engar áhyggjur þurfi að hafa, allt miði að því sama – nema hraðar. Þetta skal ákveða án umræðu og út frá þeirri forsendu að allflestir muni taka þátt í rannsókninni til þess að eiga kost á nokkuð eðlilegu lífi sem fyrst. Biðin langa Það er ljóst að mikið er í húfi, auðvitað heilsa landsmanna, samvera með ættingjum og ástvinum, líðan fjölskyldna, framfærsla einstaklinga, rekstur fyrirtækja, ferðaþjónustan eins og hún leggur sig, heilbrigðiskerfið, efnahagur landsins og margt fleira. Mikið er undir. Ef viðræður bera ekki árangur þá þarf fólk að bíða fram á mitt næsta sumar með að heimsækja ástvini og ættingja á hjúkrunarheimili landsins. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma, bæði ungir og aldnir þurfa áfram einangrun, sama fólk og hefur nánast lokað sig af síðustu níu mánuði. Enn verður að kveðja ástvini í gegnum tölvubúnað, engin snerting engin nánd. Engin áætlun hefur komið fram um hvernig eigi að halda áfram ef landsmenn þurfa að bíða fram á mitt næsta ár eftir hjarðónæmi, hvernig og hvenær á að aflétta takmörkunum og hvort sama fyrirkomulag verði um land allt. Atvinnulífið verður áfram í óvissu og mun sæta takmörkunum. Ferðaþjónustan sem riðar til falls er við það að missa þolinmæðina, enda voru gefin fyrirheit um að nú fari senn að birta og að ferðamenn komi til landsins á ný eins og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í fréttum „fólk er aftur farið að láta sig dreyma um ferðalög eftir að fréttir um bóluefnið bárust fyrir um tveimur mánuðum síðan“. En það var jú áður en óreiðan komst upp á yfirborðið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar