Samhugur, samstaða og samvera í heimsfaraldri Elfa Dögg S. Leifsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir, Agnes Björg Tryggvadóttir, Guðrún Jóhannesdóttir og María Ingibjörg Kristjánsdóttir skrifa 18. desember 2020 15:00 Það er ljóst að þessi jóla og áramótahátíð verður öðruvísi en oft áður. Reyndar hafa margir eflaust upplifað jólahátíðina í skugga erfiðleika, sorgar og söknuðar vegna ýmissa ástæðna svo sem ástvinamississ, skilnaða og fjárhagserfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Faraldurinn hefur reynt verulega á þolmörk okkar og heilsu í víðum skilningi og margir velta fyrir sér hvernig haga skuli málum nú. Mörg eigum við jólahefðir, sem við fylgjum ár eftir ár og við viljum halda fast í. Þessar hefðir tengjum við sterkt við jólin og jólaandann og okkur finnst erfið tilhugsun að geta ekki haldið í þessar hefðir nú þegar takmarkanir eru vegna COVID-19. Breytingar geta verið erfiðar og við sem höfum átt svipuð eða sambærileg jól ár eftir ár ættum að skoða hug okkar. Nú fáum við tækifæri upp í hendurnar til að skoða hvað skiptir okkur mestu máli á þessum tímum og þá getum við forgangsraðað í samræmi við það. Kannski er hægt að skapa nýjar hefðir og uppgötva eitthvað nýtt. Við höfum þurft að breyta mörgu þetta árið, mörg okkar hafa umgengist færri en venjulega og mikilvægt að halda því aðeins áfram. Við skulum líta í kringum okkur og beina athygli að fólkinu í kringum okkur. Er einhver í okkar umhverfi sem þyrfti stuðning í kringum hátíðarnar? Er einhver utan „jólakúlu“ sem við getum verið til staðar fyrir? Getum við veitt stuðning og verið til staðar, hvort sem það er í eigin persónu, síma eða í fjarbúnaði ? Þetta ár hefur kennt okkur að hugsa í lausnum og sýnt fram á mikla aðlögunarhæfni okkar. Getum við átt samverustundir með fólkinu okkar öðruvísi en að hittast? Getum við eytt meiri tíma en vanalega með þeim sem við þó getum hitt (í okkar „jólakúlu“). Getum við verslað með öðrum hætti en venjulega eða jafnvel lagt minni áherslu á gjafir? Það er nefnilega hægt að velja sér viðhorf, reynum að hugsa um það sem er mögulegt í stöðunni frekar en það sem er ekki mögulegt. Munum að það koma jól eftir þessi jól og tækifæri til að hittast seinna. Að þurfa að vera í einangrun vegna veikinda reynist flestum áskorun en búast má við því að fólki finnist það enn erfiðara um sjálf jólin. Hætt er við að fólk í slíkri stöðu missi hreinlega af jólahaldi þetta árið, a.m.k. með þeim hætti sem það átti von á að geta haldið jól. Sama á við um sóttkví nema kannski ef öll fjölskyldan er saman í sóttkví. Mikilvægt er að huga sérstaklega að ástvinum okkar í þessari stöðu, vera til staðar, hittast í fjarbúnaði (ef heilsa viðkomandi leyfir) og tryggja að viðkomandi skorti ekkert. Einangrun/sóttkví yfir hátíðarnar getur ýtt undir einmanaleika fólks. Eins og á öðrum tímum er mikilvægt að hlúa vel að sér, sinna grunnþörfum sínum, halda uppi virkni í samræmi við heilsuna og nýta félagslegan stuðning í kringum sig. Reynum að stuðla að vellíðan, góðvild og samhyggð í kringum okkur. Við vitum hvers vegna við þurfum að fara varlega, leiðum hugann að markmiðinu og leyfum okkur að hlakka til næsta árs þar sem von er um að við vinnum bug á veirunni og öðlumst meira frelsi á ný. Með ósk um gleðileg rólyndis jól og gæfuríks nýs árs Samráðshópur um áfallahjálp og sálrænan stuðning á landsvísu Elfa Dögg S. Leifsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir, Agnes Björg Tryggvadóttir, Guðrún Jóhannesdóttir og María Ingibjörg Kristjánsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að þessi jóla og áramótahátíð verður öðruvísi en oft áður. Reyndar hafa margir eflaust upplifað jólahátíðina í skugga erfiðleika, sorgar og söknuðar vegna ýmissa ástæðna svo sem ástvinamississ, skilnaða og fjárhagserfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Faraldurinn hefur reynt verulega á þolmörk okkar og heilsu í víðum skilningi og margir velta fyrir sér hvernig haga skuli málum nú. Mörg eigum við jólahefðir, sem við fylgjum ár eftir ár og við viljum halda fast í. Þessar hefðir tengjum við sterkt við jólin og jólaandann og okkur finnst erfið tilhugsun að geta ekki haldið í þessar hefðir nú þegar takmarkanir eru vegna COVID-19. Breytingar geta verið erfiðar og við sem höfum átt svipuð eða sambærileg jól ár eftir ár ættum að skoða hug okkar. Nú fáum við tækifæri upp í hendurnar til að skoða hvað skiptir okkur mestu máli á þessum tímum og þá getum við forgangsraðað í samræmi við það. Kannski er hægt að skapa nýjar hefðir og uppgötva eitthvað nýtt. Við höfum þurft að breyta mörgu þetta árið, mörg okkar hafa umgengist færri en venjulega og mikilvægt að halda því aðeins áfram. Við skulum líta í kringum okkur og beina athygli að fólkinu í kringum okkur. Er einhver í okkar umhverfi sem þyrfti stuðning í kringum hátíðarnar? Er einhver utan „jólakúlu“ sem við getum verið til staðar fyrir? Getum við veitt stuðning og verið til staðar, hvort sem það er í eigin persónu, síma eða í fjarbúnaði ? Þetta ár hefur kennt okkur að hugsa í lausnum og sýnt fram á mikla aðlögunarhæfni okkar. Getum við átt samverustundir með fólkinu okkar öðruvísi en að hittast? Getum við eytt meiri tíma en vanalega með þeim sem við þó getum hitt (í okkar „jólakúlu“). Getum við verslað með öðrum hætti en venjulega eða jafnvel lagt minni áherslu á gjafir? Það er nefnilega hægt að velja sér viðhorf, reynum að hugsa um það sem er mögulegt í stöðunni frekar en það sem er ekki mögulegt. Munum að það koma jól eftir þessi jól og tækifæri til að hittast seinna. Að þurfa að vera í einangrun vegna veikinda reynist flestum áskorun en búast má við því að fólki finnist það enn erfiðara um sjálf jólin. Hætt er við að fólk í slíkri stöðu missi hreinlega af jólahaldi þetta árið, a.m.k. með þeim hætti sem það átti von á að geta haldið jól. Sama á við um sóttkví nema kannski ef öll fjölskyldan er saman í sóttkví. Mikilvægt er að huga sérstaklega að ástvinum okkar í þessari stöðu, vera til staðar, hittast í fjarbúnaði (ef heilsa viðkomandi leyfir) og tryggja að viðkomandi skorti ekkert. Einangrun/sóttkví yfir hátíðarnar getur ýtt undir einmanaleika fólks. Eins og á öðrum tímum er mikilvægt að hlúa vel að sér, sinna grunnþörfum sínum, halda uppi virkni í samræmi við heilsuna og nýta félagslegan stuðning í kringum sig. Reynum að stuðla að vellíðan, góðvild og samhyggð í kringum okkur. Við vitum hvers vegna við þurfum að fara varlega, leiðum hugann að markmiðinu og leyfum okkur að hlakka til næsta árs þar sem von er um að við vinnum bug á veirunni og öðlumst meira frelsi á ný. Með ósk um gleðileg rólyndis jól og gæfuríks nýs árs Samráðshópur um áfallahjálp og sálrænan stuðning á landsvísu Elfa Dögg S. Leifsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir, Agnes Björg Tryggvadóttir, Guðrún Jóhannesdóttir og María Ingibjörg Kristjánsdóttir.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun