Samhugur, samstaða og samvera í heimsfaraldri Elfa Dögg S. Leifsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir, Agnes Björg Tryggvadóttir, Guðrún Jóhannesdóttir og María Ingibjörg Kristjánsdóttir skrifa 18. desember 2020 15:00 Það er ljóst að þessi jóla og áramótahátíð verður öðruvísi en oft áður. Reyndar hafa margir eflaust upplifað jólahátíðina í skugga erfiðleika, sorgar og söknuðar vegna ýmissa ástæðna svo sem ástvinamississ, skilnaða og fjárhagserfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Faraldurinn hefur reynt verulega á þolmörk okkar og heilsu í víðum skilningi og margir velta fyrir sér hvernig haga skuli málum nú. Mörg eigum við jólahefðir, sem við fylgjum ár eftir ár og við viljum halda fast í. Þessar hefðir tengjum við sterkt við jólin og jólaandann og okkur finnst erfið tilhugsun að geta ekki haldið í þessar hefðir nú þegar takmarkanir eru vegna COVID-19. Breytingar geta verið erfiðar og við sem höfum átt svipuð eða sambærileg jól ár eftir ár ættum að skoða hug okkar. Nú fáum við tækifæri upp í hendurnar til að skoða hvað skiptir okkur mestu máli á þessum tímum og þá getum við forgangsraðað í samræmi við það. Kannski er hægt að skapa nýjar hefðir og uppgötva eitthvað nýtt. Við höfum þurft að breyta mörgu þetta árið, mörg okkar hafa umgengist færri en venjulega og mikilvægt að halda því aðeins áfram. Við skulum líta í kringum okkur og beina athygli að fólkinu í kringum okkur. Er einhver í okkar umhverfi sem þyrfti stuðning í kringum hátíðarnar? Er einhver utan „jólakúlu“ sem við getum verið til staðar fyrir? Getum við veitt stuðning og verið til staðar, hvort sem það er í eigin persónu, síma eða í fjarbúnaði ? Þetta ár hefur kennt okkur að hugsa í lausnum og sýnt fram á mikla aðlögunarhæfni okkar. Getum við átt samverustundir með fólkinu okkar öðruvísi en að hittast? Getum við eytt meiri tíma en vanalega með þeim sem við þó getum hitt (í okkar „jólakúlu“). Getum við verslað með öðrum hætti en venjulega eða jafnvel lagt minni áherslu á gjafir? Það er nefnilega hægt að velja sér viðhorf, reynum að hugsa um það sem er mögulegt í stöðunni frekar en það sem er ekki mögulegt. Munum að það koma jól eftir þessi jól og tækifæri til að hittast seinna. Að þurfa að vera í einangrun vegna veikinda reynist flestum áskorun en búast má við því að fólki finnist það enn erfiðara um sjálf jólin. Hætt er við að fólk í slíkri stöðu missi hreinlega af jólahaldi þetta árið, a.m.k. með þeim hætti sem það átti von á að geta haldið jól. Sama á við um sóttkví nema kannski ef öll fjölskyldan er saman í sóttkví. Mikilvægt er að huga sérstaklega að ástvinum okkar í þessari stöðu, vera til staðar, hittast í fjarbúnaði (ef heilsa viðkomandi leyfir) og tryggja að viðkomandi skorti ekkert. Einangrun/sóttkví yfir hátíðarnar getur ýtt undir einmanaleika fólks. Eins og á öðrum tímum er mikilvægt að hlúa vel að sér, sinna grunnþörfum sínum, halda uppi virkni í samræmi við heilsuna og nýta félagslegan stuðning í kringum sig. Reynum að stuðla að vellíðan, góðvild og samhyggð í kringum okkur. Við vitum hvers vegna við þurfum að fara varlega, leiðum hugann að markmiðinu og leyfum okkur að hlakka til næsta árs þar sem von er um að við vinnum bug á veirunni og öðlumst meira frelsi á ný. Með ósk um gleðileg rólyndis jól og gæfuríks nýs árs Samráðshópur um áfallahjálp og sálrænan stuðning á landsvísu Elfa Dögg S. Leifsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir, Agnes Björg Tryggvadóttir, Guðrún Jóhannesdóttir og María Ingibjörg Kristjánsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að þessi jóla og áramótahátíð verður öðruvísi en oft áður. Reyndar hafa margir eflaust upplifað jólahátíðina í skugga erfiðleika, sorgar og söknuðar vegna ýmissa ástæðna svo sem ástvinamississ, skilnaða og fjárhagserfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Faraldurinn hefur reynt verulega á þolmörk okkar og heilsu í víðum skilningi og margir velta fyrir sér hvernig haga skuli málum nú. Mörg eigum við jólahefðir, sem við fylgjum ár eftir ár og við viljum halda fast í. Þessar hefðir tengjum við sterkt við jólin og jólaandann og okkur finnst erfið tilhugsun að geta ekki haldið í þessar hefðir nú þegar takmarkanir eru vegna COVID-19. Breytingar geta verið erfiðar og við sem höfum átt svipuð eða sambærileg jól ár eftir ár ættum að skoða hug okkar. Nú fáum við tækifæri upp í hendurnar til að skoða hvað skiptir okkur mestu máli á þessum tímum og þá getum við forgangsraðað í samræmi við það. Kannski er hægt að skapa nýjar hefðir og uppgötva eitthvað nýtt. Við höfum þurft að breyta mörgu þetta árið, mörg okkar hafa umgengist færri en venjulega og mikilvægt að halda því aðeins áfram. Við skulum líta í kringum okkur og beina athygli að fólkinu í kringum okkur. Er einhver í okkar umhverfi sem þyrfti stuðning í kringum hátíðarnar? Er einhver utan „jólakúlu“ sem við getum verið til staðar fyrir? Getum við veitt stuðning og verið til staðar, hvort sem það er í eigin persónu, síma eða í fjarbúnaði ? Þetta ár hefur kennt okkur að hugsa í lausnum og sýnt fram á mikla aðlögunarhæfni okkar. Getum við átt samverustundir með fólkinu okkar öðruvísi en að hittast? Getum við eytt meiri tíma en vanalega með þeim sem við þó getum hitt (í okkar „jólakúlu“). Getum við verslað með öðrum hætti en venjulega eða jafnvel lagt minni áherslu á gjafir? Það er nefnilega hægt að velja sér viðhorf, reynum að hugsa um það sem er mögulegt í stöðunni frekar en það sem er ekki mögulegt. Munum að það koma jól eftir þessi jól og tækifæri til að hittast seinna. Að þurfa að vera í einangrun vegna veikinda reynist flestum áskorun en búast má við því að fólki finnist það enn erfiðara um sjálf jólin. Hætt er við að fólk í slíkri stöðu missi hreinlega af jólahaldi þetta árið, a.m.k. með þeim hætti sem það átti von á að geta haldið jól. Sama á við um sóttkví nema kannski ef öll fjölskyldan er saman í sóttkví. Mikilvægt er að huga sérstaklega að ástvinum okkar í þessari stöðu, vera til staðar, hittast í fjarbúnaði (ef heilsa viðkomandi leyfir) og tryggja að viðkomandi skorti ekkert. Einangrun/sóttkví yfir hátíðarnar getur ýtt undir einmanaleika fólks. Eins og á öðrum tímum er mikilvægt að hlúa vel að sér, sinna grunnþörfum sínum, halda uppi virkni í samræmi við heilsuna og nýta félagslegan stuðning í kringum sig. Reynum að stuðla að vellíðan, góðvild og samhyggð í kringum okkur. Við vitum hvers vegna við þurfum að fara varlega, leiðum hugann að markmiðinu og leyfum okkur að hlakka til næsta árs þar sem von er um að við vinnum bug á veirunni og öðlumst meira frelsi á ný. Með ósk um gleðileg rólyndis jól og gæfuríks nýs árs Samráðshópur um áfallahjálp og sálrænan stuðning á landsvísu Elfa Dögg S. Leifsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir, Agnes Björg Tryggvadóttir, Guðrún Jóhannesdóttir og María Ingibjörg Kristjánsdóttir.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun