Getur loftræsing dregið úr smithættu? Björgvin Rúnar Þórhallsson, Harpa Sif Gísladóttir og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifa 18. desember 2020 13:31 Mikilvægi loftgæða í byggingum eru reglulega áberandi í samfélagsumræðunni. Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um loftgæði í tengslum við myglu og rakavandamál í byggingum en nú hafa smitleiðir Covid-19 komið inn í umræðuna. Í kjölfarið hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort góð loftræsing dragi úr smithættu. Smitleiðir Covid-19 eru einkum taldar vera af þrennum toga; úða-, dropa- eða snertismit. Svo virðist sem veiran geti borist frá smituðum einstaklingi í langan tíma ef viðkomandi hóstar, hnerrar eða jafnvel gegnum eðlilegan andardrátt og tal. Talið er að góð loftskipti geti dregið úr úðasmiti milli einstaklinga. Þess vegna er talið að góð loftskipti geti takmarkað úðasmit þar sem styrkur veirunnar í innilofti er þannig minnkaður kerfisbundið í stað þess að hann hlaðist upp í rýminu og auki þannig smithættu. Síðustu vikur bárust fréttir af því að smit á heilbrigðisstofnunum megi að hluta til rekja til ónægrar loftræsingar í rýmum og þar af leiðandi er talið að veiran dvelji lengur við og nái að smita fleiri. Rannsóknir og hermanir hafa gefið til kynna að ef rými eru vel og rétt loftræst dregur það úr líkum á smiti umtalsvert. Það er því mikilvægt að rannsaka og mæla gæði innilofts og tíðni loftskipta til að hægt sé að segja til um hvort úrbóta sé þörf. Mynd 1. Mikilvægt er að huga að góðri loftræsingu hvort sem er á vinnustöðum eða á heimilinu.EFLA Úreltar loftræsingar og breyttar þarfir Framundan er jólahátíðin þar sem hefð er fyrir því að fólk komi saman í boðum og öðrum fjölskyldusamkomum. Sóttvarnarlæknir hefur tjáð töluverðar áhyggjur af slíkri hópamyndun og vert er að benda á mikilvægi þess að virða samkomutakmarkanir og "jólakúlu" tillögu yfirvalda. Einnig hefur komið upp umræða um prófatíð og viðveru ungs fólks í skólum. Fjölmargar skólabyggingar, líkt og heilbrigðisstofnanir, eru margar hverjar komnar til ára sinna og eru lítið eða ekki loftræstar. Þetta vandamál er ekki sér íslenskt fyrirbæri og eru sambærileg vandamál til staðar í Evrópu og Norður Ameríku. Margar opinberar byggingar voru byggðar fyrir tíma byggingareglugerða og tilurð staðla um mikilvægi loftgæða. Ekki hefur markmisst verið ráðist í að betrumbæta kerfi í eldri skólum eða opinberum byggingum. Gluggaloftræsing í stórum byggingum er ekki næg ein og sér. Í eldri húsum, opinberum byggingum og skólabyggingum er ekki vélræn loftræsing heldur treyst á náttúrulega loftræsingu í gegnum opnanleg fög sem eru ekki alltaf aðgengileg né afkastamikil. Slík loftræsing er alls ekki fullnægjandi og sérstaklega ekki hér á norðurslóðum þar sem ekki er hægt að vera með opna glugga í slagviðri, kuldaköstum né allan sólarhringinn. Þar sem gömul loftræsikerfi eru til staðar þarf að hafa í huga að forsendur hönnunar þeirra voru allt aðrar heldur en gerðar eru kröfur um í dag. Þá hefur notkun og umgengni rýma breyst í gegnum tíðina og lofræsikerfin ekki hönnuð með það í huga. Það er því ljóst að í mörgum byggingum þarf að bæta loftræsikerfin eða mögulega skipta þeim út þó svo þau séu ekki ónýt. Hvað er til ráða? Hvernig er hægt að bæta loftgæði í eldri byggingum, auka vellíðan notenda og mögulega draga úr smithættu? Það eru nokkrar leiðir færar, en þó þarf að hafa í huga að meta þarf hvert tilfelli fyrir sig. Við bendum sérstaklega á eftirfarandi atriði: Heildstæð úttekt. Nauðsynlegt er að framkvæma úttekt á byggingunni, gera þarfagreiningu miðað við núverandi notkun og meta ástand núverandi búnaðar, sé hann til staðar. Þannig er hægt að meta með skýrum hætti hvort og og þá hvaða úrbóta er þörf áður en hafist er handa. Reglubundið viðhald. Tryggja þarf að loftræsikerfi og búnaður sé reglulega yfirfarinn, viðhald sé í góðu lagi, kerfið hreinsað reglulega, skipt um síur til þess að minnka smithættu og til þess að tryggja betri loftgæði almennt. Skoða hvert rými fyrir sig. Framleiðendur loftræsibúnaðar bjóða upp á margvíslegar lausnir sem hægt er að bæta við eldri byggingar án þess að fara í stórvirkar framkvæmdir með tilheyrandi raski og kostnaði. Það er þó ekki nóg að blása bara inn eins miklu lofti og mögulegt er heldur skoða þarf hvert rými fyrir sig til að velja hentugustu lausnina og tryggja gott loftflæði og góða innivist. Stakar loftræsieiningar í rými. Mögulegt er að setja stakar loftræsieiningar í skólastofur eða sjúkrastofur sem myndu sjá um loftskipti í stofunni. Þannig einingar blása bæði inn fersku lofti og sjúga út eldra loft, ásamt því að vera búnar varmaendurvinnslu sem bætir orkunýtingu byggingarinnar og tekur út þörfina fyrir tengingu við pípulagnir. Dæmi um svona búnað má sjá á mynd 2. Mynd 2. Loftræsikerfi sem blæs inn fersku lofti og sýgur út eldra loft. Heimild: www.flowair.com Hvernig á að haga rekstri á loftræsikerfum sem eru þegar til staðar m.t.t. Covid-19? Þekking á faraldrinum eykst með hverjum deginum. Gefin hafa verið út tilmæli, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, um það hvernig eigi að standa að loftræsingu í faraldrinum. Sýnt hefur verið fram á að aukin loftskipti og takmörkun á uppblöndun minnki líkur á smiti í þröngum rýmum. Loftræsikerfi geta verið mjög ólík að uppsetningu og þarf því að skoða hvert tilfelli fyrir sig þegar ráðstafanir vegna Covid-19 eru skoðaðar. Hægt er að ná fram auknum loftskiptum á nokkra vegu: Auka blásturshraða. Í sumum tilfellum er hægt að auka blásturshraða umfram það sem kerfið er hannað fyrir. Takmörkun á uppblöndun. Oftast liggja mestu tækifærin í takmörkun á uppblöndun í kerfum. Yfirleitt kemur þó fljótt í ljós að hitunargeta er takmarkandi þáttur sérstaklega á veturna. Keyrsla kerfis yfir nótt. Bent hefur verið á að hægt er að draga úr smithættu með því að keyra kerfin lengur, bæði fyrir og eftir notkun í stað þess að slökkva á þeim á næturna. Hverju má huga að yfir jólahátíðirnar til þess að draga úr smithættu? Höfum eftirfarandi atriði í huga: Loftgæði og sóttvarnir. Loftræsing og loftskipti koma aldrei í staðinn fyrir hefðbundnar sóttvarnir sem eru kynntar á vef Landlæknis en aukin meðvitund um uppsöfnun agna, rýmisstærð og loftskipti getur mögulega dregið úr smithættu. Virðum samkomutakmarkanir. Yfir jólahátíðina þá virðum við samkomutakmarkanir líkt og sóttvarnarráðstafanir gera ráð fyrir hverju sinni Hugum að loftræsingu innanhúss. Hugum jafnframt að því að vera í vel loftræstu rými, opna glugga og jafnvel auka viðveru utandyra. Þannig bætum við loftgæðin, drögum úr uppsöfnun á raka í innilofti og takmörkum mögulega smithættu. Höfundar starfa hjá EFLU við ráðgjöf á byggingarsviði við verkefni tengdum loftræsingu og innivist. Greinin birtist einnig á efla.is/blogg. Heimildir EPA, (2020) Indoor Air and Coronavirus (COVID-19) ECDC (2020)Heating, ventilation and air-conditioning systems in the context of COVID-19 Lidia Morawska, Donald K Milton, (2019) It Is Time to Address Airborne Transmission of Coronavirus Disease WHO (2020) Coronavirusdisease (COVID-19): Ventilation and air conditioning Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi loftgæða í byggingum eru reglulega áberandi í samfélagsumræðunni. Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um loftgæði í tengslum við myglu og rakavandamál í byggingum en nú hafa smitleiðir Covid-19 komið inn í umræðuna. Í kjölfarið hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort góð loftræsing dragi úr smithættu. Smitleiðir Covid-19 eru einkum taldar vera af þrennum toga; úða-, dropa- eða snertismit. Svo virðist sem veiran geti borist frá smituðum einstaklingi í langan tíma ef viðkomandi hóstar, hnerrar eða jafnvel gegnum eðlilegan andardrátt og tal. Talið er að góð loftskipti geti dregið úr úðasmiti milli einstaklinga. Þess vegna er talið að góð loftskipti geti takmarkað úðasmit þar sem styrkur veirunnar í innilofti er þannig minnkaður kerfisbundið í stað þess að hann hlaðist upp í rýminu og auki þannig smithættu. Síðustu vikur bárust fréttir af því að smit á heilbrigðisstofnunum megi að hluta til rekja til ónægrar loftræsingar í rýmum og þar af leiðandi er talið að veiran dvelji lengur við og nái að smita fleiri. Rannsóknir og hermanir hafa gefið til kynna að ef rými eru vel og rétt loftræst dregur það úr líkum á smiti umtalsvert. Það er því mikilvægt að rannsaka og mæla gæði innilofts og tíðni loftskipta til að hægt sé að segja til um hvort úrbóta sé þörf. Mynd 1. Mikilvægt er að huga að góðri loftræsingu hvort sem er á vinnustöðum eða á heimilinu.EFLA Úreltar loftræsingar og breyttar þarfir Framundan er jólahátíðin þar sem hefð er fyrir því að fólk komi saman í boðum og öðrum fjölskyldusamkomum. Sóttvarnarlæknir hefur tjáð töluverðar áhyggjur af slíkri hópamyndun og vert er að benda á mikilvægi þess að virða samkomutakmarkanir og "jólakúlu" tillögu yfirvalda. Einnig hefur komið upp umræða um prófatíð og viðveru ungs fólks í skólum. Fjölmargar skólabyggingar, líkt og heilbrigðisstofnanir, eru margar hverjar komnar til ára sinna og eru lítið eða ekki loftræstar. Þetta vandamál er ekki sér íslenskt fyrirbæri og eru sambærileg vandamál til staðar í Evrópu og Norður Ameríku. Margar opinberar byggingar voru byggðar fyrir tíma byggingareglugerða og tilurð staðla um mikilvægi loftgæða. Ekki hefur markmisst verið ráðist í að betrumbæta kerfi í eldri skólum eða opinberum byggingum. Gluggaloftræsing í stórum byggingum er ekki næg ein og sér. Í eldri húsum, opinberum byggingum og skólabyggingum er ekki vélræn loftræsing heldur treyst á náttúrulega loftræsingu í gegnum opnanleg fög sem eru ekki alltaf aðgengileg né afkastamikil. Slík loftræsing er alls ekki fullnægjandi og sérstaklega ekki hér á norðurslóðum þar sem ekki er hægt að vera með opna glugga í slagviðri, kuldaköstum né allan sólarhringinn. Þar sem gömul loftræsikerfi eru til staðar þarf að hafa í huga að forsendur hönnunar þeirra voru allt aðrar heldur en gerðar eru kröfur um í dag. Þá hefur notkun og umgengni rýma breyst í gegnum tíðina og lofræsikerfin ekki hönnuð með það í huga. Það er því ljóst að í mörgum byggingum þarf að bæta loftræsikerfin eða mögulega skipta þeim út þó svo þau séu ekki ónýt. Hvað er til ráða? Hvernig er hægt að bæta loftgæði í eldri byggingum, auka vellíðan notenda og mögulega draga úr smithættu? Það eru nokkrar leiðir færar, en þó þarf að hafa í huga að meta þarf hvert tilfelli fyrir sig. Við bendum sérstaklega á eftirfarandi atriði: Heildstæð úttekt. Nauðsynlegt er að framkvæma úttekt á byggingunni, gera þarfagreiningu miðað við núverandi notkun og meta ástand núverandi búnaðar, sé hann til staðar. Þannig er hægt að meta með skýrum hætti hvort og og þá hvaða úrbóta er þörf áður en hafist er handa. Reglubundið viðhald. Tryggja þarf að loftræsikerfi og búnaður sé reglulega yfirfarinn, viðhald sé í góðu lagi, kerfið hreinsað reglulega, skipt um síur til þess að minnka smithættu og til þess að tryggja betri loftgæði almennt. Skoða hvert rými fyrir sig. Framleiðendur loftræsibúnaðar bjóða upp á margvíslegar lausnir sem hægt er að bæta við eldri byggingar án þess að fara í stórvirkar framkvæmdir með tilheyrandi raski og kostnaði. Það er þó ekki nóg að blása bara inn eins miklu lofti og mögulegt er heldur skoða þarf hvert rými fyrir sig til að velja hentugustu lausnina og tryggja gott loftflæði og góða innivist. Stakar loftræsieiningar í rými. Mögulegt er að setja stakar loftræsieiningar í skólastofur eða sjúkrastofur sem myndu sjá um loftskipti í stofunni. Þannig einingar blása bæði inn fersku lofti og sjúga út eldra loft, ásamt því að vera búnar varmaendurvinnslu sem bætir orkunýtingu byggingarinnar og tekur út þörfina fyrir tengingu við pípulagnir. Dæmi um svona búnað má sjá á mynd 2. Mynd 2. Loftræsikerfi sem blæs inn fersku lofti og sýgur út eldra loft. Heimild: www.flowair.com Hvernig á að haga rekstri á loftræsikerfum sem eru þegar til staðar m.t.t. Covid-19? Þekking á faraldrinum eykst með hverjum deginum. Gefin hafa verið út tilmæli, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, um það hvernig eigi að standa að loftræsingu í faraldrinum. Sýnt hefur verið fram á að aukin loftskipti og takmörkun á uppblöndun minnki líkur á smiti í þröngum rýmum. Loftræsikerfi geta verið mjög ólík að uppsetningu og þarf því að skoða hvert tilfelli fyrir sig þegar ráðstafanir vegna Covid-19 eru skoðaðar. Hægt er að ná fram auknum loftskiptum á nokkra vegu: Auka blásturshraða. Í sumum tilfellum er hægt að auka blásturshraða umfram það sem kerfið er hannað fyrir. Takmörkun á uppblöndun. Oftast liggja mestu tækifærin í takmörkun á uppblöndun í kerfum. Yfirleitt kemur þó fljótt í ljós að hitunargeta er takmarkandi þáttur sérstaklega á veturna. Keyrsla kerfis yfir nótt. Bent hefur verið á að hægt er að draga úr smithættu með því að keyra kerfin lengur, bæði fyrir og eftir notkun í stað þess að slökkva á þeim á næturna. Hverju má huga að yfir jólahátíðirnar til þess að draga úr smithættu? Höfum eftirfarandi atriði í huga: Loftgæði og sóttvarnir. Loftræsing og loftskipti koma aldrei í staðinn fyrir hefðbundnar sóttvarnir sem eru kynntar á vef Landlæknis en aukin meðvitund um uppsöfnun agna, rýmisstærð og loftskipti getur mögulega dregið úr smithættu. Virðum samkomutakmarkanir. Yfir jólahátíðina þá virðum við samkomutakmarkanir líkt og sóttvarnarráðstafanir gera ráð fyrir hverju sinni Hugum að loftræsingu innanhúss. Hugum jafnframt að því að vera í vel loftræstu rými, opna glugga og jafnvel auka viðveru utandyra. Þannig bætum við loftgæðin, drögum úr uppsöfnun á raka í innilofti og takmörkum mögulega smithættu. Höfundar starfa hjá EFLU við ráðgjöf á byggingarsviði við verkefni tengdum loftræsingu og innivist. Greinin birtist einnig á efla.is/blogg. Heimildir EPA, (2020) Indoor Air and Coronavirus (COVID-19) ECDC (2020)Heating, ventilation and air-conditioning systems in the context of COVID-19 Lidia Morawska, Donald K Milton, (2019) It Is Time to Address Airborne Transmission of Coronavirus Disease WHO (2020) Coronavirusdisease (COVID-19): Ventilation and air conditioning
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun