Þetta kemur fram í tilkynningu, en þar segir að Swedbank sé stærsti banki Svíþjóðar með rúmlega sjö milljónir einstaklinga og 600 þúsund fyrirtæki í viðskiptum. Þá sé bankinn einnig með mikla hlutdeild á bankamarkaði í Eystrasaltslöndunum.
Haft er eftir Georgi Lúðvíkssyni, forstjóra og eins af stofnendum Meniga, að samstarfið styrki stöðu Meniga enn frekar sem markaðsleiðtoga á sviði netbankalausna í Evrópu.
Viðskiptavinir geti þannig séð tekju- og útgjaldaskýrslur, búið til fjárhagsáætlanir og sett sér útgjaldamarkmið. Eru lausnirnar sambærilegar við þær sem Íslendinga þekkja hér heima.