Vanþekking eða popúlismi? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 15. desember 2020 13:31 Umræðan um hálendisþjóðgarð hefur verið afhjúpandi því í henni er að koma í ljós hverjir ætla að standa með náttúruvernd þegar á reynir. Ekki treysta öll sér til að lýsa beinlínis andstöðu við frumvarpið, þó sum geri það vissulega, en andstaða þeirra birtist í formi fyrirsláttar, gagnrýni sem byggir á vanþekkingu eða snýr að auðleysanlegum tæknilegum atriðum. Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort Smári McCarthy þingmaður Pírata sé að leika þann leik í grein sem hann birti í dag. Látum vera að Smári grípi til þess að uppnefna þau sem hann er ósammála. Það er vissulega óheppilegt að gera það í grein þar sem meðal annars er kvartað yfir uppnefnum, en ég kippi mér ekki upp við það. Hitt er öllu verra að þingmaðurinn virðist ekki þekkja núgildandi lagaumhverfi. Þannig tiltekur hann átta dæmi til merkis um þá miklu stjórnsemi og íhald sem hann telur birtast í frumvarpi um Hálendisþjóðgarð. Býsna mikið, ekki satt? Þegar nánar er að gáð eru allar tilvitnanirnar í tvær greinar frumvarpsins, ein í 5. grein og sjö í 18. grein. Það er því ekki úr vegi að skoða þessar tilvitnanir nánar, nokkuð sem þingmaðurinn hefði kannski átt að gera sjálfur. Smári telur ákvæði 5. greinar um heimild til eignarnáms dæmi um stjórnsemina og hve úr takti ráðherrann sé með frumvarpi sínu. Þá er kannski ágætt að geta þess að þau ákvæði eru algjörlega sambærileg núverandi ákvæðum í náttúruverndarlögum og þeim sem birtast í ákvæðum laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum, að samræmis sé gætt í sambærilegri löggjöf. Kemur þá að 18. greininni, sem Smári tiltekur sjö dæmi úr sem eigi að sanna stjórnsemi frumvarpssemjenda. Sú grein fjallar um dvöl umgengni og umferð í þjóðgarðinum. Ákvæði hennar byggja að miklu leyti á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, sem eru þau lög sem gilda nú þegar um stóran hluta fyrirhugaðs þjóðgarðs, og lögum um náttúruvernd. Þá er horft til þjóðgarðsins á Þingvöllum þegar nýtt ákvæði kemur inn varðandi köfun í þjóðgarði og nauðsyn þess að setja reglur þar um. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi? Og þá á Þingvöllum líka? Ákvæði um vetrarakstur er breytt frá lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og gert eins og í lögum um náttúruvernd um akstur utan vega. Þannig er fellt út ákvæði um vetraraksturssvæði, sem er í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Reyndin hefur orðið sú að slík svæði hafa ekki verið skilgreind heldur hefur verið skilgreint hvar óheimilt er að aka að vetri til vegna verndarsjónarmiða. Það eru fá dæmi um slík svæði. Annars staðar má aka má þá aka, s.s. á jöklum og snævi þakinni jörð utan vega, svo fremi sem jörð sé frosin eða snjóþekjan traust og augljóst að ekki sé hætta á náttúruspjöllum. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi? Smári kvartar líka yfir ákvæðum um að leyfi þurfi fyrir því að lenda flugvél og þyrlu utan skilgreindra flugvalla. Nú veit ég ekki hvort það er óþarfa stjórnsemi, en sannast sagna hef ég alltaf talið að gott væri að hafa reglur um hvar mætti lenda slík um loftförum. Það þarf svo ekki að taka það fram að í neyðartilfellum er öllum slíkum reglum ýtt til hliðar. Hvað flygildin varðar er kveðið á um í stjórnunar- og verndaráætlun sé hægt að áskilja svæði þar sem þurfi heimild þjóðgarðsvarðar til að nota þau. Það er því í höndum umdæmisráðs hvers svæðis að skilgreina það ef þörf er talin á því. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi að fulltrúar sveitarfélaganna, sem eru í meirihluta umdæmisráða, geti sett slíkar reglur? Þá neita ég að trúa því að Smára finnist það í raun og veru óþarfa stjórnsemi að hægt sé að takmarka umferð á einstökum vegum og slóðum, ef það er talið nauðsynlegt vegna verndunar viðkomandi landsvæðis. Það er þá í það minnsta gott að fá það skýrt fram ef hann er þeirrar skoðunar. Mér finnst einboðið að annað hvort hafi Smári ekki kynnt sér það lagaumhverfi sem ríkir í dag og frumvarpið byggir að miklu leyti á, eða hann veit betur og ákvað að stökkva á vagn popúlista og slá ryki í augu fólks varðandi málið. Uppnefninganotkun hans bendir til hins síðarnefnda, en ég trúi því samt varla upp á jafn vandaðan mann og þess vegna fyndist mér að hann ætti að tiltaka það nákvæmlega hvað það er sem hann telur óþarfa að setja reglur um. Er það utanvegaakstur? Flugvélalendingar utan flugvalla? Heimild til að loka svæðum vegna verndarsjónarmiða? Eða er þetta allt fyrirsláttur og hann er á móti því að þjóðin fái þjóðgarð? Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Hálendisþjóðgarður Skoðun: Kosningar 2021 Þjóðgarðar Alþingi Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um hálendisþjóðgarð hefur verið afhjúpandi því í henni er að koma í ljós hverjir ætla að standa með náttúruvernd þegar á reynir. Ekki treysta öll sér til að lýsa beinlínis andstöðu við frumvarpið, þó sum geri það vissulega, en andstaða þeirra birtist í formi fyrirsláttar, gagnrýni sem byggir á vanþekkingu eða snýr að auðleysanlegum tæknilegum atriðum. Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvort Smári McCarthy þingmaður Pírata sé að leika þann leik í grein sem hann birti í dag. Látum vera að Smári grípi til þess að uppnefna þau sem hann er ósammála. Það er vissulega óheppilegt að gera það í grein þar sem meðal annars er kvartað yfir uppnefnum, en ég kippi mér ekki upp við það. Hitt er öllu verra að þingmaðurinn virðist ekki þekkja núgildandi lagaumhverfi. Þannig tiltekur hann átta dæmi til merkis um þá miklu stjórnsemi og íhald sem hann telur birtast í frumvarpi um Hálendisþjóðgarð. Býsna mikið, ekki satt? Þegar nánar er að gáð eru allar tilvitnanirnar í tvær greinar frumvarpsins, ein í 5. grein og sjö í 18. grein. Það er því ekki úr vegi að skoða þessar tilvitnanir nánar, nokkuð sem þingmaðurinn hefði kannski átt að gera sjálfur. Smári telur ákvæði 5. greinar um heimild til eignarnáms dæmi um stjórnsemina og hve úr takti ráðherrann sé með frumvarpi sínu. Þá er kannski ágætt að geta þess að þau ákvæði eru algjörlega sambærileg núverandi ákvæðum í náttúruverndarlögum og þeim sem birtast í ákvæðum laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum, að samræmis sé gætt í sambærilegri löggjöf. Kemur þá að 18. greininni, sem Smári tiltekur sjö dæmi úr sem eigi að sanna stjórnsemi frumvarpssemjenda. Sú grein fjallar um dvöl umgengni og umferð í þjóðgarðinum. Ákvæði hennar byggja að miklu leyti á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, sem eru þau lög sem gilda nú þegar um stóran hluta fyrirhugaðs þjóðgarðs, og lögum um náttúruvernd. Þá er horft til þjóðgarðsins á Þingvöllum þegar nýtt ákvæði kemur inn varðandi köfun í þjóðgarði og nauðsyn þess að setja reglur þar um. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi? Og þá á Þingvöllum líka? Ákvæði um vetrarakstur er breytt frá lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og gert eins og í lögum um náttúruvernd um akstur utan vega. Þannig er fellt út ákvæði um vetraraksturssvæði, sem er í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Reyndin hefur orðið sú að slík svæði hafa ekki verið skilgreind heldur hefur verið skilgreint hvar óheimilt er að aka að vetri til vegna verndarsjónarmiða. Það eru fá dæmi um slík svæði. Annars staðar má aka má þá aka, s.s. á jöklum og snævi þakinni jörð utan vega, svo fremi sem jörð sé frosin eða snjóþekjan traust og augljóst að ekki sé hætta á náttúruspjöllum. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi? Smári kvartar líka yfir ákvæðum um að leyfi þurfi fyrir því að lenda flugvél og þyrlu utan skilgreindra flugvalla. Nú veit ég ekki hvort það er óþarfa stjórnsemi, en sannast sagna hef ég alltaf talið að gott væri að hafa reglur um hvar mætti lenda slík um loftförum. Það þarf svo ekki að taka það fram að í neyðartilfellum er öllum slíkum reglum ýtt til hliðar. Hvað flygildin varðar er kveðið á um í stjórnunar- og verndaráætlun sé hægt að áskilja svæði þar sem þurfi heimild þjóðgarðsvarðar til að nota þau. Það er því í höndum umdæmisráðs hvers svæðis að skilgreina það ef þörf er talin á því. Telur Smári það óþarfa stjórnsemi að fulltrúar sveitarfélaganna, sem eru í meirihluta umdæmisráða, geti sett slíkar reglur? Þá neita ég að trúa því að Smára finnist það í raun og veru óþarfa stjórnsemi að hægt sé að takmarka umferð á einstökum vegum og slóðum, ef það er talið nauðsynlegt vegna verndunar viðkomandi landsvæðis. Það er þá í það minnsta gott að fá það skýrt fram ef hann er þeirrar skoðunar. Mér finnst einboðið að annað hvort hafi Smári ekki kynnt sér það lagaumhverfi sem ríkir í dag og frumvarpið byggir að miklu leyti á, eða hann veit betur og ákvað að stökkva á vagn popúlista og slá ryki í augu fólks varðandi málið. Uppnefninganotkun hans bendir til hins síðarnefnda, en ég trúi því samt varla upp á jafn vandaðan mann og þess vegna fyndist mér að hann ætti að tiltaka það nákvæmlega hvað það er sem hann telur óþarfa að setja reglur um. Er það utanvegaakstur? Flugvélalendingar utan flugvalla? Heimild til að loka svæðum vegna verndarsjónarmiða? Eða er þetta allt fyrirsláttur og hann er á móti því að þjóðin fái þjóðgarð? Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun