Eitthvað er rotið í Danaveldi Ólafur Ísleifsson skrifar 13. desember 2020 10:01 Þingmenn Miðflokksins hafa á Alþingi lagt fram tillögu til þingsályktunar um að dómsmálaráðherra flytji frumvarp um breytingu á útlendingalögum með það að markmiði að hemja útgjöld ríkissjóðs til málefna hælisleitenda og auka skilvirkni í málsmeðferð. Tryggt verði að ákvörðun um hvort umsókn fái efnislega meðferð taki að hámarki 48 klukkustundir og að niðurstaða málsmeðferðar liggi fyrir innan sex mánaða. Greinarhöfundur er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Skilvirkni Tillagan snýst um sparnað fyrir ríkissjóð, skilvirkni í stjórnsýslu og bætta nýtingu fjármuna sem veittir eru til að styðja fólk í nauðum statt úti í heimi. Tillaga Miðflokksins er sett fram með hliðsjón af reynslu nágrannaþjóða með áherslu á nýlega norræna stefnumörkun. Tillagan styðst við mannúðarsjónarmið en er flutt án leyfis frá þeim sem slegið hafa múr- og naglföstu eignarhaldi á mannúð og góðmennsku. Ábyrg stefna á grundvelli mannúðarsjónarmiða Af ítarlegri stefnuskrá danska jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingar, og einörðum málflutningi Mette Fredriksen forsætisráðherra, má ráða að danskir kratar telji Danmörku nánast í nauðvörn vegna mistaka í stefnu liðinna ára í málefnum hælisleitenda. Jafnaðarmannaflokkurinn hafnar gildandi stefnu í málaflokknum. Fólk á flótta setji sig í lífshættu þar sem menn af misjöfnu sauðahúsi græði stórfé á ógæfu annarra. Á þremur síðustu árum hafi tíu þúsund börn, konur og karlar farist eða týnst í Miðjarðarhafinu. Þessi harmleikur kalli á réttlátara hælisleitendakerfi. Hér eru borin fram mannúðleg sjónarmið án þeirrar sýndarmennsku sem stundum gætir í þeim efnum. Móttökustöð utan Evrópu Í þessu ljósi setja danskir jafnaðarmenn fram aðalstefnumál sitt í málaflokknum: Að sett verði á laggirnar, helst í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir, móttökustöð hælisleitenda utan Evrópu. Komi hælisleitendur á danska grundu skuli senda þá í móttökustöðina. Danmörk muni taka við ákveðnum fjölda kvótaflóttamanna í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þannig fáist stjórn á hve mörgum flóttamönnum sé hjálpað í Danmörku. Mistök fortíðar Í stefnuræðu sinni við setningu danska þjóðþingsins 6. október sl. fylgdi Mette Fredriksen forsætisráðherra, þessari stefnu eftir. Hún sagði útlendingastefnu fortíðar hafa verið mistök. Ríkisstjórnin myndi halda áfram strangri stefnu, en meira þyrfti að koma til. Evrópska hælisleitendakerfið væri í raun hrunið. Breyttar áherslur í málefnum hælisleitenda Í ræðunni sagði forsætisráðherra: Eins og komið er bregðumst við bæði þeim sem flýja með milligöngu smyglara og þeim sem eftir sitja og hafa mesta þörf fyrir hjálp. Aðstoð Dana hljóti að beinast að því fólki. Við viljum meðhöndla hælisumsóknir utan Danmerkur í þriðju löndum, sem veitt geta þeim öryggi sem þurfa á vernd að halda. Frá sínum bæjardyrum væri þetta eina raunhæfa framtíðarlausnin og boðaði hún lagafrumvarp í framhaldinu. Nauðsyn á landamæraeftirliti Stefna jafnaðarmanna og ræður danska forsætisráðherrans bera því glöggt vitni í hvílíkar ógöngur Danir hafa ratað í málefnum hælisleitenda. Orð Shakespeares úr leikritinu um danska prinsinn Hamlet í fyrirsögn þessarar greinar sýnast eiga við. Í stefnu jafnaðarmanna er að finna tillögur um eftirlit á landamærum, breytingar á Schengen-samkomulaginu og sendingu hælisleitenda til heimalands. Meðan ekki er stjórn á ytri landamærum Evrópusambandsins og hætta á óhæfuverkum vofi yfir skuli Danmörk viðhalda landamæraeftirliti. Umbætur þurfi á Schengen-samkomulaginu þannig að einstök aðildarríki ES ákveði stjórn á eigin landamærum. Með því ráði Danir hverjir komi inn í landið. Þetta sé grundvallaratriði til að tryggja öryggi dönsku þjóðarinnar. Norska ríkisstjórnin hefur uppi áþekk sjónarmið. Flóttamenn eða farandfólk? Í stefnu danskra jafnaðarmanna segir að margt af því fólki sem komið hafi til Danmerkur og Evrópu á síðustu árum séu ekki flóttamenn heldur farandfólk í leit að betra lífi. Verði samþykkt að slíkir fái vist í Danmörku muni margir leita þangað. Þetta ráði danskt samfélag ekki við. Samfélagið sjálft, velferðarkerfið og hlutskipti launafólks eru undir í málinu. Samfélag, velferðarkerfi og kjör launafólks Í stefnuskjali jafnaðarmanna segir að áætlað sé að um 20 þúsund manns dvelji ólöglega í Danmörku. Til dæmis geti verið um að ræða hælisleitendur sem fengið hafi afsvar og sem yfirvöld viti ekki hvar haldi til. Þeir hafi horfið undir yfirborð jarðar og lifi skuggalífi í Danmörku. Þeir framfleyti sér til dæmis með afbrotum og svartri vinnu sem hafi skapað ólögmætan vinnumarkað í Danmörku. Skilyrði öflugs velferðarsamfélags sé vel starfandi vinnumarkaður þar sem fólk geti lifað af tekjum sínum. Það grafi undan dönsku samfélagi ef við lýði er ólöglegur hliðarvinnumarkaður þar sem fólk á ólögmætum forsendum starfi á mjög lágum launum og við óviðunandi skilyrði. Jafnaðarmenn sætta sig ekki við ólögmætan vinnumarkað og slíka meðferð á fólki og ekki að réttindi launafólks séu fótum troðin. Tillaga okkar Miðflokksmanna styðst við sjónarmið af ofangreindu tagi. Leggjum við hlustir og afstýrum alvarlegum vanda Stefna danskra jafnaðarmanna og málflutningur Mette Fredriksen forsætisráðherra sýnir að eitthvað hefur farið alvarlega úrskeiðis í landi okkar dönsku vinaþjóðar. Við hljótum að leggja við hlustir og afstýra því að hið sama gerist hér áður en það er orðið of seint. Við getum ekki látið sem við tökum ekki eftir að eitthvað er rotið í Danaveldi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins hafa á Alþingi lagt fram tillögu til þingsályktunar um að dómsmálaráðherra flytji frumvarp um breytingu á útlendingalögum með það að markmiði að hemja útgjöld ríkissjóðs til málefna hælisleitenda og auka skilvirkni í málsmeðferð. Tryggt verði að ákvörðun um hvort umsókn fái efnislega meðferð taki að hámarki 48 klukkustundir og að niðurstaða málsmeðferðar liggi fyrir innan sex mánaða. Greinarhöfundur er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Skilvirkni Tillagan snýst um sparnað fyrir ríkissjóð, skilvirkni í stjórnsýslu og bætta nýtingu fjármuna sem veittir eru til að styðja fólk í nauðum statt úti í heimi. Tillaga Miðflokksins er sett fram með hliðsjón af reynslu nágrannaþjóða með áherslu á nýlega norræna stefnumörkun. Tillagan styðst við mannúðarsjónarmið en er flutt án leyfis frá þeim sem slegið hafa múr- og naglföstu eignarhaldi á mannúð og góðmennsku. Ábyrg stefna á grundvelli mannúðarsjónarmiða Af ítarlegri stefnuskrá danska jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingar, og einörðum málflutningi Mette Fredriksen forsætisráðherra, má ráða að danskir kratar telji Danmörku nánast í nauðvörn vegna mistaka í stefnu liðinna ára í málefnum hælisleitenda. Jafnaðarmannaflokkurinn hafnar gildandi stefnu í málaflokknum. Fólk á flótta setji sig í lífshættu þar sem menn af misjöfnu sauðahúsi græði stórfé á ógæfu annarra. Á þremur síðustu árum hafi tíu þúsund börn, konur og karlar farist eða týnst í Miðjarðarhafinu. Þessi harmleikur kalli á réttlátara hælisleitendakerfi. Hér eru borin fram mannúðleg sjónarmið án þeirrar sýndarmennsku sem stundum gætir í þeim efnum. Móttökustöð utan Evrópu Í þessu ljósi setja danskir jafnaðarmenn fram aðalstefnumál sitt í málaflokknum: Að sett verði á laggirnar, helst í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir, móttökustöð hælisleitenda utan Evrópu. Komi hælisleitendur á danska grundu skuli senda þá í móttökustöðina. Danmörk muni taka við ákveðnum fjölda kvótaflóttamanna í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þannig fáist stjórn á hve mörgum flóttamönnum sé hjálpað í Danmörku. Mistök fortíðar Í stefnuræðu sinni við setningu danska þjóðþingsins 6. október sl. fylgdi Mette Fredriksen forsætisráðherra, þessari stefnu eftir. Hún sagði útlendingastefnu fortíðar hafa verið mistök. Ríkisstjórnin myndi halda áfram strangri stefnu, en meira þyrfti að koma til. Evrópska hælisleitendakerfið væri í raun hrunið. Breyttar áherslur í málefnum hælisleitenda Í ræðunni sagði forsætisráðherra: Eins og komið er bregðumst við bæði þeim sem flýja með milligöngu smyglara og þeim sem eftir sitja og hafa mesta þörf fyrir hjálp. Aðstoð Dana hljóti að beinast að því fólki. Við viljum meðhöndla hælisumsóknir utan Danmerkur í þriðju löndum, sem veitt geta þeim öryggi sem þurfa á vernd að halda. Frá sínum bæjardyrum væri þetta eina raunhæfa framtíðarlausnin og boðaði hún lagafrumvarp í framhaldinu. Nauðsyn á landamæraeftirliti Stefna jafnaðarmanna og ræður danska forsætisráðherrans bera því glöggt vitni í hvílíkar ógöngur Danir hafa ratað í málefnum hælisleitenda. Orð Shakespeares úr leikritinu um danska prinsinn Hamlet í fyrirsögn þessarar greinar sýnast eiga við. Í stefnu jafnaðarmanna er að finna tillögur um eftirlit á landamærum, breytingar á Schengen-samkomulaginu og sendingu hælisleitenda til heimalands. Meðan ekki er stjórn á ytri landamærum Evrópusambandsins og hætta á óhæfuverkum vofi yfir skuli Danmörk viðhalda landamæraeftirliti. Umbætur þurfi á Schengen-samkomulaginu þannig að einstök aðildarríki ES ákveði stjórn á eigin landamærum. Með því ráði Danir hverjir komi inn í landið. Þetta sé grundvallaratriði til að tryggja öryggi dönsku þjóðarinnar. Norska ríkisstjórnin hefur uppi áþekk sjónarmið. Flóttamenn eða farandfólk? Í stefnu danskra jafnaðarmanna segir að margt af því fólki sem komið hafi til Danmerkur og Evrópu á síðustu árum séu ekki flóttamenn heldur farandfólk í leit að betra lífi. Verði samþykkt að slíkir fái vist í Danmörku muni margir leita þangað. Þetta ráði danskt samfélag ekki við. Samfélagið sjálft, velferðarkerfið og hlutskipti launafólks eru undir í málinu. Samfélag, velferðarkerfi og kjör launafólks Í stefnuskjali jafnaðarmanna segir að áætlað sé að um 20 þúsund manns dvelji ólöglega í Danmörku. Til dæmis geti verið um að ræða hælisleitendur sem fengið hafi afsvar og sem yfirvöld viti ekki hvar haldi til. Þeir hafi horfið undir yfirborð jarðar og lifi skuggalífi í Danmörku. Þeir framfleyti sér til dæmis með afbrotum og svartri vinnu sem hafi skapað ólögmætan vinnumarkað í Danmörku. Skilyrði öflugs velferðarsamfélags sé vel starfandi vinnumarkaður þar sem fólk geti lifað af tekjum sínum. Það grafi undan dönsku samfélagi ef við lýði er ólöglegur hliðarvinnumarkaður þar sem fólk á ólögmætum forsendum starfi á mjög lágum launum og við óviðunandi skilyrði. Jafnaðarmenn sætta sig ekki við ólögmætan vinnumarkað og slíka meðferð á fólki og ekki að réttindi launafólks séu fótum troðin. Tillaga okkar Miðflokksmanna styðst við sjónarmið af ofangreindu tagi. Leggjum við hlustir og afstýrum alvarlegum vanda Stefna danskra jafnaðarmanna og málflutningur Mette Fredriksen forsætisráðherra sýnir að eitthvað hefur farið alvarlega úrskeiðis í landi okkar dönsku vinaþjóðar. Við hljótum að leggja við hlustir og afstýra því að hið sama gerist hér áður en það er orðið of seint. Við getum ekki látið sem við tökum ekki eftir að eitthvað er rotið í Danaveldi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun