Icelandair gæti átt erfitt með að manna vélar ef eftirspurn eykst Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 16:22 Flugáætlun Icelandair var skorin verulega niður í ljósi áhrifa kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn á nýju ári að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ástæðan sé sú að félagið verði að óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun nýs árs að því er fram kemur í frétt á vef Túrista. Félagið geti aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót. Í frétt Túrista kemur fram að Icelandair hafi í vetur skorið niður flugáætlun sína meira en önnur flugfélög á Norðurlöndum. Uppsagnir um það bil helmings þeirra 139 flugmanna sem nú eru á launaskrá hjá félaginu taka gildi um áramótin og að sögn Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags Íslenskra atvinnuflugmanna er ekkert að frétta af endurráðningu eða afturköllun uppsagna þeirra 68 flugmanna sem að óbreyttu missa vinnuna um áramótin. Jón Þór segir í samtali við Túrista að endanleg ákvörðun þurfi að liggja fyrir á allra næstu dögum en gefa þurfi út vinnuskrá flugmanna fyrir janúarmánuð fimmtán dögum fyrir mánaðamót. Ef ekkert verði að gert verði tæplega sjötíu flugmenn í vinnu eftir áramót sem þýði að flugfélagið geti aðeins mannað nokkrar vélar. „Svigrúmið er lítið sem ekkert til að bregðast við aukinni eftirspurn og það tekur tíma að þjálfa upp flugmenn sem hafa misst vinnuna og þurfa að fara í sí- og endurmenntun. Nýþjálfanir eins og á Boeing 737 Max taka mun lengri tíma eða um 60 daga pr áhöfn þrátt fyrir að menn hafi reynslu af þotuflugi,“ segir Jón Þór í samtali við Túrista. Ferðahugur í Íslendingum Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að bókunum væri farið að fjölga, bæði í byrjun nýs árs og ekki síst frá apríl og til loka næsta árs. Jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis virðist hafa haft jákvæð áhrif á eftirspurnina. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Sjá meira
Í frétt Túrista kemur fram að Icelandair hafi í vetur skorið niður flugáætlun sína meira en önnur flugfélög á Norðurlöndum. Uppsagnir um það bil helmings þeirra 139 flugmanna sem nú eru á launaskrá hjá félaginu taka gildi um áramótin og að sögn Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags Íslenskra atvinnuflugmanna er ekkert að frétta af endurráðningu eða afturköllun uppsagna þeirra 68 flugmanna sem að óbreyttu missa vinnuna um áramótin. Jón Þór segir í samtali við Túrista að endanleg ákvörðun þurfi að liggja fyrir á allra næstu dögum en gefa þurfi út vinnuskrá flugmanna fyrir janúarmánuð fimmtán dögum fyrir mánaðamót. Ef ekkert verði að gert verði tæplega sjötíu flugmenn í vinnu eftir áramót sem þýði að flugfélagið geti aðeins mannað nokkrar vélar. „Svigrúmið er lítið sem ekkert til að bregðast við aukinni eftirspurn og það tekur tíma að þjálfa upp flugmenn sem hafa misst vinnuna og þurfa að fara í sí- og endurmenntun. Nýþjálfanir eins og á Boeing 737 Max taka mun lengri tíma eða um 60 daga pr áhöfn þrátt fyrir að menn hafi reynslu af þotuflugi,“ segir Jón Þór í samtali við Túrista. Ferðahugur í Íslendingum Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að bókunum væri farið að fjölga, bæði í byrjun nýs árs og ekki síst frá apríl og til loka næsta árs. Jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis virðist hafa haft jákvæð áhrif á eftirspurnina.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Sjá meira