Icelandair gæti átt erfitt með að manna vélar ef eftirspurn eykst Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 16:22 Flugáætlun Icelandair var skorin verulega niður í ljósi áhrifa kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn á nýju ári að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ástæðan sé sú að félagið verði að óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun nýs árs að því er fram kemur í frétt á vef Túrista. Félagið geti aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót. Í frétt Túrista kemur fram að Icelandair hafi í vetur skorið niður flugáætlun sína meira en önnur flugfélög á Norðurlöndum. Uppsagnir um það bil helmings þeirra 139 flugmanna sem nú eru á launaskrá hjá félaginu taka gildi um áramótin og að sögn Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags Íslenskra atvinnuflugmanna er ekkert að frétta af endurráðningu eða afturköllun uppsagna þeirra 68 flugmanna sem að óbreyttu missa vinnuna um áramótin. Jón Þór segir í samtali við Túrista að endanleg ákvörðun þurfi að liggja fyrir á allra næstu dögum en gefa þurfi út vinnuskrá flugmanna fyrir janúarmánuð fimmtán dögum fyrir mánaðamót. Ef ekkert verði að gert verði tæplega sjötíu flugmenn í vinnu eftir áramót sem þýði að flugfélagið geti aðeins mannað nokkrar vélar. „Svigrúmið er lítið sem ekkert til að bregðast við aukinni eftirspurn og það tekur tíma að þjálfa upp flugmenn sem hafa misst vinnuna og þurfa að fara í sí- og endurmenntun. Nýþjálfanir eins og á Boeing 737 Max taka mun lengri tíma eða um 60 daga pr áhöfn þrátt fyrir að menn hafi reynslu af þotuflugi,“ segir Jón Þór í samtali við Túrista. Ferðahugur í Íslendingum Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að bókunum væri farið að fjölga, bæði í byrjun nýs árs og ekki síst frá apríl og til loka næsta árs. Jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis virðist hafa haft jákvæð áhrif á eftirspurnina. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Sjá meira
Í frétt Túrista kemur fram að Icelandair hafi í vetur skorið niður flugáætlun sína meira en önnur flugfélög á Norðurlöndum. Uppsagnir um það bil helmings þeirra 139 flugmanna sem nú eru á launaskrá hjá félaginu taka gildi um áramótin og að sögn Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags Íslenskra atvinnuflugmanna er ekkert að frétta af endurráðningu eða afturköllun uppsagna þeirra 68 flugmanna sem að óbreyttu missa vinnuna um áramótin. Jón Þór segir í samtali við Túrista að endanleg ákvörðun þurfi að liggja fyrir á allra næstu dögum en gefa þurfi út vinnuskrá flugmanna fyrir janúarmánuð fimmtán dögum fyrir mánaðamót. Ef ekkert verði að gert verði tæplega sjötíu flugmenn í vinnu eftir áramót sem þýði að flugfélagið geti aðeins mannað nokkrar vélar. „Svigrúmið er lítið sem ekkert til að bregðast við aukinni eftirspurn og það tekur tíma að þjálfa upp flugmenn sem hafa misst vinnuna og þurfa að fara í sí- og endurmenntun. Nýþjálfanir eins og á Boeing 737 Max taka mun lengri tíma eða um 60 daga pr áhöfn þrátt fyrir að menn hafi reynslu af þotuflugi,“ segir Jón Þór í samtali við Túrista. Ferðahugur í Íslendingum Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að bókunum væri farið að fjölga, bæði í byrjun nýs árs og ekki síst frá apríl og til loka næsta árs. Jákvæðar fréttir af þróun bóluefnis virðist hafa haft jákvæð áhrif á eftirspurnina.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Sjá meira