Kerfisvandamál en ekki tölvuárás Sylvía Hall skrifar 10. desember 2020 20:24 Bilunin náði til fleiri kerfa hjá forritum Facebook. Getty/Hakan Nural Bilun í skilaboðaforritum Facebook í morgun er ekki vegna tölvuárásar. Þetta segir Atli Stefán Yngvason hjá tæknivarpinu, sem ræddi þessa umtöluðu bilun í Reykjavík síðdegis í dag. Það fór ekki fram hjá mörgum þegar Facebook Messenger lá niðri í morgun. Notendur gátu ekki sent skilaboð sín á milli og virtist sem internetið lægi niðri. Bilunin náði þó ekki einungis til Facebook Messenger, heldur var hún einnig í skilaboðum Instagram og Whatsapp. „Það hefur ekki komið neitt opinbert frá Facebook, en það er vitað að Facebook er að vinna að því innanhúss að sameina undirliggjandi kerfi fyrir skilaboðakerfin sín, sem eru ekki bara Facebook Messenger. Það var ekki bara Facebook Messenger sem datt niður í morgun upp úr 9:30, heldur voru það líka Instagram og Whatsapp skilaboðin sem lentu öll í vandræðum,“ segir Atli Stefán. „Tilgátan í mínum geira er að það sé vegna þessarar sameiningar, að það sé verið að sameina þjónustuna í eitt kerfi í staðinn fyrir að vera með mörg kerfi.“ Hann segir ljóst að ekki sé um árás að ræða, enda væri slíkt atvik tilkynningarskylt. Engin tilkynning hefur komið frá Facebook og þó fátt sé um skýringar sé greinilegt að mikil vinna sé í gangi í kerfum fyrirtækisins. „Það er búið að vera slatti af útföllum núna í tvær vikur þannig það er greinilega einhver þung vinna í gangi sem hefur áhrif á öll kerfin,“ segir Atli Stefán. „Þetta er einungis kerfisvandamál.“ Hlusta má á viðtalið við Atla Stefán hér að neðan. Samfélagsmiðlar Facebook Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Messenger virðist kominn í samt lag eftir „sambandsleysi“ Samskiptaforritið Facebook Messenger á nú að vera komið í samt lag eftir að hafa legið niðri framan af degi. 10. desember 2020 16:18 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Það fór ekki fram hjá mörgum þegar Facebook Messenger lá niðri í morgun. Notendur gátu ekki sent skilaboð sín á milli og virtist sem internetið lægi niðri. Bilunin náði þó ekki einungis til Facebook Messenger, heldur var hún einnig í skilaboðum Instagram og Whatsapp. „Það hefur ekki komið neitt opinbert frá Facebook, en það er vitað að Facebook er að vinna að því innanhúss að sameina undirliggjandi kerfi fyrir skilaboðakerfin sín, sem eru ekki bara Facebook Messenger. Það var ekki bara Facebook Messenger sem datt niður í morgun upp úr 9:30, heldur voru það líka Instagram og Whatsapp skilaboðin sem lentu öll í vandræðum,“ segir Atli Stefán. „Tilgátan í mínum geira er að það sé vegna þessarar sameiningar, að það sé verið að sameina þjónustuna í eitt kerfi í staðinn fyrir að vera með mörg kerfi.“ Hann segir ljóst að ekki sé um árás að ræða, enda væri slíkt atvik tilkynningarskylt. Engin tilkynning hefur komið frá Facebook og þó fátt sé um skýringar sé greinilegt að mikil vinna sé í gangi í kerfum fyrirtækisins. „Það er búið að vera slatti af útföllum núna í tvær vikur þannig það er greinilega einhver þung vinna í gangi sem hefur áhrif á öll kerfin,“ segir Atli Stefán. „Þetta er einungis kerfisvandamál.“ Hlusta má á viðtalið við Atla Stefán hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Facebook Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Messenger virðist kominn í samt lag eftir „sambandsleysi“ Samskiptaforritið Facebook Messenger á nú að vera komið í samt lag eftir að hafa legið niðri framan af degi. 10. desember 2020 16:18 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Messenger virðist kominn í samt lag eftir „sambandsleysi“ Samskiptaforritið Facebook Messenger á nú að vera komið í samt lag eftir að hafa legið niðri framan af degi. 10. desember 2020 16:18