Höfða mál gegn Facebook og vilja slíta Instagram og WhatsApp frá fyrirtækinu Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2020 09:11 AP/Jeff Chiu Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og yfirvöld 48 ríkja og héraða hafa höfðað mál gegn Facebook og saka fyrirtækið um brot á samkeppnislögum. Forsvarsmenn Facebook eru sakaðir um að hafa misnotað yfirráðandi markaðsstöðu fyrirtækisins til að berja niður alla samkeppni og fara fram á að fyrirtækið selji samfélagsmiðilinn Instagram og skilaboðaþjónustuna WhatsApp. Um er að ræða tvær lögsóknir. Eina á vegum FTC, sem stýrt er af Repúblikana, og eina á vegum ríkjanna, en sú lögsókn er leidd af dómsmálaráðherra New York og hún er Demókrati. Letita James, dómsmálaráðherra New York, sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að verið væri að senda Facebook og öðrum fyrirtækjum skilaboð um að viðleitni þeirra til að draga úr samkeppni og nýsköpun yrði ekki liðin. Í lögsóknunum segir að markaðsstaða fyrirtækisins hafi komið niður á valmöguleikum notenda og skaðað friðhelgi þeirra. Ráðamenn í Washington DC hafa að mestu látið Facebook og aðra tæknirisa Bandaríkjanna afskiptalausa um árabil. Það er að breytast og hefur í raun breyst. Nú vilja meðlimir beggja flokka í Bandaríkjunum og ráðamenn í Evrópu sömuleiðis koma böndum á þessi fyrirtæki. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar segir að litlar líkur séu á því að þessi þrýstingur gegn Facebook, Google, Amazon og Apple muni hætta á næstunni. Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur til að mynda sagt að skoða ætti af alvöru að skipta þessum fyrirtækjum í smærri hluta. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði sambærilegt mál gegn Google í síðasta mánuði. Facebook segir yfirlýsingar yfirvalda vera afbökun á sögunni og að til standi að refsa vel heppnuðum fyrirtækjum. Þá tók lögmaður fyrirtækisins fram í gærkvöldi að FTC hefði samþykkt kaup Facebook á bæði Instagram og WhatsApp á árum áður. Facebook er stærsti samfélagsmiðill heims með um 2,7 milljarða notenda á heimsvísu. Það notar persónuupplýsingar notenda til að beina auglýsingum að þeim og er auglýsingasala lang stærsta tekjulind fyrirtækisins. Í fyrra þénaði Facebook rúmlega 70 milljarða dala á sölu auglýsinga. Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Um er að ræða tvær lögsóknir. Eina á vegum FTC, sem stýrt er af Repúblikana, og eina á vegum ríkjanna, en sú lögsókn er leidd af dómsmálaráðherra New York og hún er Demókrati. Letita James, dómsmálaráðherra New York, sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að verið væri að senda Facebook og öðrum fyrirtækjum skilaboð um að viðleitni þeirra til að draga úr samkeppni og nýsköpun yrði ekki liðin. Í lögsóknunum segir að markaðsstaða fyrirtækisins hafi komið niður á valmöguleikum notenda og skaðað friðhelgi þeirra. Ráðamenn í Washington DC hafa að mestu látið Facebook og aðra tæknirisa Bandaríkjanna afskiptalausa um árabil. Það er að breytast og hefur í raun breyst. Nú vilja meðlimir beggja flokka í Bandaríkjunum og ráðamenn í Evrópu sömuleiðis koma böndum á þessi fyrirtæki. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar segir að litlar líkur séu á því að þessi þrýstingur gegn Facebook, Google, Amazon og Apple muni hætta á næstunni. Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur til að mynda sagt að skoða ætti af alvöru að skipta þessum fyrirtækjum í smærri hluta. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna höfðaði sambærilegt mál gegn Google í síðasta mánuði. Facebook segir yfirlýsingar yfirvalda vera afbökun á sögunni og að til standi að refsa vel heppnuðum fyrirtækjum. Þá tók lögmaður fyrirtækisins fram í gærkvöldi að FTC hefði samþykkt kaup Facebook á bæði Instagram og WhatsApp á árum áður. Facebook er stærsti samfélagsmiðill heims með um 2,7 milljarða notenda á heimsvísu. Það notar persónuupplýsingar notenda til að beina auglýsingum að þeim og er auglýsingasala lang stærsta tekjulind fyrirtækisins. Í fyrra þénaði Facebook rúmlega 70 milljarða dala á sölu auglýsinga.
Bandaríkin Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira