Hinn grenjandi minnihluti Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 9. desember 2020 13:30 Í umræðum um stofnun hálendisþjóðgarðs á Alþingi í gær voru flestir þingmenn sem tóku til máls andvígir stofnun hálendisþjóðgarðsins eða höfðu uppi verulega fyrirvara við stofnun garðsins. Á meðan umræðunni stóð fengum við þingmenn bæði tölvupósta og skilaboð sem öll hvöttu okkur til þess að hafna skertu frelsi landsmanna til aðgengis um hálendi landsins. Við vorum vöruð við að semja ekki af okkur þau réttindi sem fylgt hafa landsmönnum um aldir og tilheyra kynslóðum framtíðar. Varasamt er að takmarka aðgengi almennings að landsvæðum innan þjóðgarðs með gjaldtöku og aukinni stýringu. Margar umsagnir bárust einnig í samráðsgátt stjórnvalda eða 72 talsins, sem gefur til kynna mikinn áhuga á málefninu. Við megum ekki mistúlka hugtakið um sjálfbærni á þann hátt að þróun samtímans dragi úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta grunnþörfum sínum. Þær geta verið ýmsar eins og þörf fyrir vistvæna orku og dreifingu hennar með arðbærum hætti. Skiptar skoðanir eru innan sveitarfélaga um stofnun þjóðgarðsins og umsagnir þeirra til bera vott um að andstaða þeirra er hörð þar sem skipulagsvald þeirra verður skert til muna innan þess svæðis sem fellur undir fyrirhugað svæði. Auk þess kemur það skýrt fram að að ekki hefur náðst viðunnandi niðurstaða um heimildir til orkunýtingar innan svæðisins og ljóst að umræða um rammaáætlun þarf að eiga sér stað áður. Umræðu um þriðja áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða er ólokið og án niðurstöðu er stofnun hálendisþjóðgarðs ótímabær. Áhyggjur af sama meiði má lesa í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sama stef má lesa í umsögn Bændasamtaka Íslands þar sem þau segja að umræðu um rammaáætlun verði að ljúka áður. Í hátíðarræðum eru bændur oft, að sönnu, sagðir vörslumenn landsins, í einni slíkri frá árinu 1998 sagði þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands við setningu Búnaðarþings að bændur stæðu landinu næst, væru þar með hæfastir til þess að standa vörð um landið og auðlindir þess. En fræðimenn teldu hins vegar landið allt og nýting þess ætti að vera undir ströngu fræðilegu eftirliti, þó svo að kostnaðar við eftirlitið drægi úr möguleikum til nýtingar landsins. Þetta hefur ekkert breyst, okkur ber að finna leið að því hvernig við öll getum notið þess að fara um landið gæta hagsmuna komandi kynslóða og standa vörð um þann rétt sem við höfum til skynsamlegrar nýtingar auðlinda. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Þjóðgarðar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Hálendisþjóðgarður Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Í umræðum um stofnun hálendisþjóðgarðs á Alþingi í gær voru flestir þingmenn sem tóku til máls andvígir stofnun hálendisþjóðgarðsins eða höfðu uppi verulega fyrirvara við stofnun garðsins. Á meðan umræðunni stóð fengum við þingmenn bæði tölvupósta og skilaboð sem öll hvöttu okkur til þess að hafna skertu frelsi landsmanna til aðgengis um hálendi landsins. Við vorum vöruð við að semja ekki af okkur þau réttindi sem fylgt hafa landsmönnum um aldir og tilheyra kynslóðum framtíðar. Varasamt er að takmarka aðgengi almennings að landsvæðum innan þjóðgarðs með gjaldtöku og aukinni stýringu. Margar umsagnir bárust einnig í samráðsgátt stjórnvalda eða 72 talsins, sem gefur til kynna mikinn áhuga á málefninu. Við megum ekki mistúlka hugtakið um sjálfbærni á þann hátt að þróun samtímans dragi úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta grunnþörfum sínum. Þær geta verið ýmsar eins og þörf fyrir vistvæna orku og dreifingu hennar með arðbærum hætti. Skiptar skoðanir eru innan sveitarfélaga um stofnun þjóðgarðsins og umsagnir þeirra til bera vott um að andstaða þeirra er hörð þar sem skipulagsvald þeirra verður skert til muna innan þess svæðis sem fellur undir fyrirhugað svæði. Auk þess kemur það skýrt fram að að ekki hefur náðst viðunnandi niðurstaða um heimildir til orkunýtingar innan svæðisins og ljóst að umræða um rammaáætlun þarf að eiga sér stað áður. Umræðu um þriðja áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða er ólokið og án niðurstöðu er stofnun hálendisþjóðgarðs ótímabær. Áhyggjur af sama meiði má lesa í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sama stef má lesa í umsögn Bændasamtaka Íslands þar sem þau segja að umræðu um rammaáætlun verði að ljúka áður. Í hátíðarræðum eru bændur oft, að sönnu, sagðir vörslumenn landsins, í einni slíkri frá árinu 1998 sagði þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands við setningu Búnaðarþings að bændur stæðu landinu næst, væru þar með hæfastir til þess að standa vörð um landið og auðlindir þess. En fræðimenn teldu hins vegar landið allt og nýting þess ætti að vera undir ströngu fræðilegu eftirliti, þó svo að kostnaðar við eftirlitið drægi úr möguleikum til nýtingar landsins. Þetta hefur ekkert breyst, okkur ber að finna leið að því hvernig við öll getum notið þess að fara um landið gæta hagsmuna komandi kynslóða og standa vörð um þann rétt sem við höfum til skynsamlegrar nýtingar auðlinda. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar