Skimun fyrir ofbeldi og illri meðferð meðal ungmenna, ACE og áfallamiðuð nálgun Sigrún Sigurðardóttir skrifar 10. desember 2020 07:30 Árið er 1983, ég 15 ára, í 9. bekk á landsbyggðinni. Vinkona mín kom til mín og sagði mér og annarri vinkonu okkar að henni hafi verið nauðgað í partýi. Það höfðu nokkrir orðið varir við að eitthvað hafi verið í gangi, en enginn gert neitt. Við vinkonurnar horfðum á hana, hlustuðum og reyndum að hughreysta hana. Það voru engin úrræði í boði, við höfðum aldrei fengið fræðslu um slíkt og vissum því ekki hvað við áttum að gera. Þessi atburður var síðan ekki ræddur fyrr en um 30 árum síðar, þegar atvik átti sér stað og sár vinkonu minnar opnaðist upp á gátt. En við bara vissum ekki betur. Árið er 1986, ég 18 ára, nemandi í MÍ. Vinur minn sagði mér að hann hafi búið við mikið heimilisofbeldi í mörg ár. Aftur horfði ég og hlustaði og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég vissi þá ekki um úrræði, búandi á landsbyggðinni og hafði enn ekki fengið fræðslu um slíkt. Á þeim tíma voru strákar heldur ekki að opna sig um slíka reynslu og mátti ég alls engum segja frá. Árið er 2020, ég fékk tækifæri til að fara í alla 9. bekki í grunnskólum á Akureyri með fræðslu um ofbeldi. Þar kynnti ég fyrir nemendum ACE listann, sem skimar fyrir ofbeldi og illri meðferð og sagði þeim frá afleiðingum ofbeldis og úrræðum. Ég trúi og veit að þessi ungmenni eru mun betur upplýst um afleiðingar og úrræði fyrir þolendur ofbeldis en þegar ég var á þeirra aldri og þurfa ekki að bíða í 30 ár með að leita sér aðstoðar. ACE listinn er líklega einn einfaldasti skimunarlistinn fyrir ofbeldi og illri meðferð. Þar eru nú spurðar 12 spurningar, sem áður áður voru 10. Meðal annars er spurt um andlegt, líkamlegt, kynferðislegt og heimilisofbeldi og það sem hefur nýlega verið bætt inn í listann hjá WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin), einelti og reynsla af því að alast upp í stríðshrjáðu landi, þar sem vissulega er að finna alls kyns ofbeldi. Hafi einstaklingur upplifað eina tegund af ofbeldi eða illri meðferð, svarar hann „já“ við þeirri spurningu. Eitt „já“ er eitt ACE stig, tvö „já“ eru tvö ACE stig o.s.frv.. Því fleiri sem ACE stigin eru hjá einstaklingi, því meiri líkur eru á því að hann glími við fíknisjúkdóma, geðræn vandamál, krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma ásamt því að að vera í aukinni hættu á sjálfskaðandi hegðun, endurteknu ofbeldi og áföllum seinna á lífsleiðinni og sjálfsvíghugsanir. Ég hef einnig fengið tækifæri til að fræða nemendur í Háskólanum á Akureyri um áföll og ofbeldi, einkenni, afleiðingar og úrræði. Ásamt því að hafa síðustu 10 ár boðið upp á framhaldsnám í þeim fræðum. Ég trúi því að það geri fagfólk betur í stakk búið að takast á við slík mál í starfi. Þegar undirbúningur hófst fyrir opnun Bergsins headspace, úrræði fyrir ungt fólk að 25 ára aldri, var áfallamiðuð nálgun valin og ákveðið að ACE listinn yrði lagður fyrir ungmenni sem þangað leita. Þannig er hægt að sjá í fljótu bragði, hvað ungt fólk er glíma við, í stað þess að bíða eftir þjónustu til að fá greiningu til að komast í þjónustu, til að vinna með afleiðingar áfalla og ofbeldis. Áfallamiðuð nálgun gengur út á að átta sig á hversu algengt það er að einstaklingar verði fyrir áfalli eins og t.d. ofbeldi. Að gera sér grein fyrir hversu víðtæk áhrif áfalla geta verið og hvaða úrræði eru í boði. Að koma þeirri þekkingu inn í kerfin og á vinnustaði, ásamt því að koma í veg fyrir endurtekin áföll. Einstaklingur sem hefur einu sinni orðið fyrir ofbeldi er í meiri hættu á að verða fyrir endurteknum áföllum. Að fara frá því að segja „hvað er að þér?“ yfir í „hvað gerðist?“ eða „hvað kom fyrir?“. Þar sem við göngum út frá því að við verðum öll fyrir áföllum á lífsleiðinni og að það sé eðlilegt að tala um þau og segja frá. Í stað þess að sjúkdómsvæða alla líðan og tilfinningar. Við horfum á rót vandans í stað þess að einblína eingöngu á afleiðingarnar, „sjúkdóminn“. Ásmundur Einar var einn af þeim ráðherrum sem studdi opnun Bergsins og hefur nú stigið fram og sagt sína sögu af áföllum og mikilvægi þess að börn og ungmenni hafi greiðan aðgang að lágþröskulda úrræðum. Þar sem ekki er biðlisti og er ungu fólki að kostnaðarlausu, á þeirra forsendum. Þannig er Bergið headspace og er eitt af fyrstu úrræðum hér á landi sem markvisst nota ACE listann í skimun. Fimm ráðuneyti studdu opnun Bergsins headspace, við höfum séð að ráðherrar geta breytt miklu í samfélaginu með því að taka ákvarðanir sem skipta máli fyrir börn og ungmenni, til að koma í veg fyrir ofbeldi og standa fyrir opnun úrræða fyrir þolendur. Það höfum við sé upp á síðkastið með opnun Bjarmahlíðar og Kvennaathvarfs á Akureyri, til viðbótar við Aflið, sem dæmi. Ég væri til í að sjá þá ráðherra sem settust niður og skrifuðu undir samkomulag fyrir opnun Bergsins á sínum tíma, fimm ráðuneyti, taki höndum saman og styðji það að áfallmiðuð nálgun verði innleidd í öll kerfi hér á landi, ásamt því að nota ACE listann markvisst. Setjum sama kraft í baráttuna gegn ofbeldi eins og sett hefur verið í baráttuna gegn Covid, það virkar. Margt hefur breyst til hins betra frá því ég var 15 ára og horfði orðlaus á vinkonu mína, sem burðaðist með áfallið í 30 ár án þess að gera sér grein fyrir áhrifum þess. Í dag veit 15 ára dóttir mín hvað hún á að gera ef vinkona leitar til hennar í svipuðum vanda. Sonur minn 18 ára veit líka hvað hann á að gera ef vinur hans leitar til hans, hann veit að strákar verða líka fyrir ofbeldi og það á ekki að vera leyndarmál. Þökk sé aukinni vitundarvakningu, eins og 16 daga átakið er og fleiri slíkum herferðum, með fræðslu og bættum úrræðum. Höfundur er móðir með doktorspróf í hjúkrunarfræði með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi, afleiðingar og úrræði. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið er 1983, ég 15 ára, í 9. bekk á landsbyggðinni. Vinkona mín kom til mín og sagði mér og annarri vinkonu okkar að henni hafi verið nauðgað í partýi. Það höfðu nokkrir orðið varir við að eitthvað hafi verið í gangi, en enginn gert neitt. Við vinkonurnar horfðum á hana, hlustuðum og reyndum að hughreysta hana. Það voru engin úrræði í boði, við höfðum aldrei fengið fræðslu um slíkt og vissum því ekki hvað við áttum að gera. Þessi atburður var síðan ekki ræddur fyrr en um 30 árum síðar, þegar atvik átti sér stað og sár vinkonu minnar opnaðist upp á gátt. En við bara vissum ekki betur. Árið er 1986, ég 18 ára, nemandi í MÍ. Vinur minn sagði mér að hann hafi búið við mikið heimilisofbeldi í mörg ár. Aftur horfði ég og hlustaði og vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég vissi þá ekki um úrræði, búandi á landsbyggðinni og hafði enn ekki fengið fræðslu um slíkt. Á þeim tíma voru strákar heldur ekki að opna sig um slíka reynslu og mátti ég alls engum segja frá. Árið er 2020, ég fékk tækifæri til að fara í alla 9. bekki í grunnskólum á Akureyri með fræðslu um ofbeldi. Þar kynnti ég fyrir nemendum ACE listann, sem skimar fyrir ofbeldi og illri meðferð og sagði þeim frá afleiðingum ofbeldis og úrræðum. Ég trúi og veit að þessi ungmenni eru mun betur upplýst um afleiðingar og úrræði fyrir þolendur ofbeldis en þegar ég var á þeirra aldri og þurfa ekki að bíða í 30 ár með að leita sér aðstoðar. ACE listinn er líklega einn einfaldasti skimunarlistinn fyrir ofbeldi og illri meðferð. Þar eru nú spurðar 12 spurningar, sem áður áður voru 10. Meðal annars er spurt um andlegt, líkamlegt, kynferðislegt og heimilisofbeldi og það sem hefur nýlega verið bætt inn í listann hjá WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin), einelti og reynsla af því að alast upp í stríðshrjáðu landi, þar sem vissulega er að finna alls kyns ofbeldi. Hafi einstaklingur upplifað eina tegund af ofbeldi eða illri meðferð, svarar hann „já“ við þeirri spurningu. Eitt „já“ er eitt ACE stig, tvö „já“ eru tvö ACE stig o.s.frv.. Því fleiri sem ACE stigin eru hjá einstaklingi, því meiri líkur eru á því að hann glími við fíknisjúkdóma, geðræn vandamál, krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma ásamt því að að vera í aukinni hættu á sjálfskaðandi hegðun, endurteknu ofbeldi og áföllum seinna á lífsleiðinni og sjálfsvíghugsanir. Ég hef einnig fengið tækifæri til að fræða nemendur í Háskólanum á Akureyri um áföll og ofbeldi, einkenni, afleiðingar og úrræði. Ásamt því að hafa síðustu 10 ár boðið upp á framhaldsnám í þeim fræðum. Ég trúi því að það geri fagfólk betur í stakk búið að takast á við slík mál í starfi. Þegar undirbúningur hófst fyrir opnun Bergsins headspace, úrræði fyrir ungt fólk að 25 ára aldri, var áfallamiðuð nálgun valin og ákveðið að ACE listinn yrði lagður fyrir ungmenni sem þangað leita. Þannig er hægt að sjá í fljótu bragði, hvað ungt fólk er glíma við, í stað þess að bíða eftir þjónustu til að fá greiningu til að komast í þjónustu, til að vinna með afleiðingar áfalla og ofbeldis. Áfallamiðuð nálgun gengur út á að átta sig á hversu algengt það er að einstaklingar verði fyrir áfalli eins og t.d. ofbeldi. Að gera sér grein fyrir hversu víðtæk áhrif áfalla geta verið og hvaða úrræði eru í boði. Að koma þeirri þekkingu inn í kerfin og á vinnustaði, ásamt því að koma í veg fyrir endurtekin áföll. Einstaklingur sem hefur einu sinni orðið fyrir ofbeldi er í meiri hættu á að verða fyrir endurteknum áföllum. Að fara frá því að segja „hvað er að þér?“ yfir í „hvað gerðist?“ eða „hvað kom fyrir?“. Þar sem við göngum út frá því að við verðum öll fyrir áföllum á lífsleiðinni og að það sé eðlilegt að tala um þau og segja frá. Í stað þess að sjúkdómsvæða alla líðan og tilfinningar. Við horfum á rót vandans í stað þess að einblína eingöngu á afleiðingarnar, „sjúkdóminn“. Ásmundur Einar var einn af þeim ráðherrum sem studdi opnun Bergsins og hefur nú stigið fram og sagt sína sögu af áföllum og mikilvægi þess að börn og ungmenni hafi greiðan aðgang að lágþröskulda úrræðum. Þar sem ekki er biðlisti og er ungu fólki að kostnaðarlausu, á þeirra forsendum. Þannig er Bergið headspace og er eitt af fyrstu úrræðum hér á landi sem markvisst nota ACE listann í skimun. Fimm ráðuneyti studdu opnun Bergsins headspace, við höfum séð að ráðherrar geta breytt miklu í samfélaginu með því að taka ákvarðanir sem skipta máli fyrir börn og ungmenni, til að koma í veg fyrir ofbeldi og standa fyrir opnun úrræða fyrir þolendur. Það höfum við sé upp á síðkastið með opnun Bjarmahlíðar og Kvennaathvarfs á Akureyri, til viðbótar við Aflið, sem dæmi. Ég væri til í að sjá þá ráðherra sem settust niður og skrifuðu undir samkomulag fyrir opnun Bergsins á sínum tíma, fimm ráðuneyti, taki höndum saman og styðji það að áfallmiðuð nálgun verði innleidd í öll kerfi hér á landi, ásamt því að nota ACE listann markvisst. Setjum sama kraft í baráttuna gegn ofbeldi eins og sett hefur verið í baráttuna gegn Covid, það virkar. Margt hefur breyst til hins betra frá því ég var 15 ára og horfði orðlaus á vinkonu mína, sem burðaðist með áfallið í 30 ár án þess að gera sér grein fyrir áhrifum þess. Í dag veit 15 ára dóttir mín hvað hún á að gera ef vinkona leitar til hennar í svipuðum vanda. Sonur minn 18 ára veit líka hvað hann á að gera ef vinur hans leitar til hans, hann veit að strákar verða líka fyrir ofbeldi og það á ekki að vera leyndarmál. Þökk sé aukinni vitundarvakningu, eins og 16 daga átakið er og fleiri slíkum herferðum, með fræðslu og bættum úrræðum. Höfundur er móðir með doktorspróf í hjúkrunarfræði með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi, afleiðingar og úrræði. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun