Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða! Anke Prinsen og Lena Pshennikova skrifa 5. desember 2020 16:31 Hvernig hefur heimsfaraldur áhrif á sjálfboðaliðaverkefni? Árlega koma sjálfboðaliðar til Íslands í gegnum sjálfboðaliðaáætlunin European Solidarity Corps (ESC). Sjálfboðaliðarnir vinna fyrir ýmis félagasamtök eins og Veraldarvini, SEEDs, Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS), AFS á íslandi, Skógræktarfélag Íslands, Farfuglar, Hostel International, Rauða Krossinn, Klúbbinn Geysir svo eitthvað sé nefnt. Núna eru 28 sjálfboðaliðar ESC staðsettir á Íslandi sem dvelja frá 2 vikum upp í 12 mánuði. Auðvitað hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á, meðal annars vegna aukinna hafta og lokun landamæra, mörgum verkefnum hefur verið frestað. Lena frá Rússlandi (sjálfboðaliði hjá AUS) og Anke frá Hollandi (sjálfboðaliðastörf hjá AFS á Íslandi) deila hér reynslu sinni af sjálfboðaliðastarfi á tímum Covid. Komið til Íslands „Ég kom til Íslands um miðjan febrúar. Ég var mjög spennt fyrir því sem var framundan. Því miður fór fyrsta bylgjan af stað fljótlega eftir komu mína. Því fylgdi auðvitað mikil óvissa og ég byrjaði að vinna að heiman eftir að hafa verið á Íslandi í um það bil mánuð. Flestum viðburðum hafði verið aflýst eða frestað. Fyrir mig eins og aðra var það áskorunin að vinna verkefnin mín á netinu,“ segir Anke. Lena kom 8 mánuðum síðar og stóð einnig frammi fyrir töluverðum áskorunum. Hún ætlaði upphaflega að koma í mars. En vegna allra takmarkana var komu hennar frestað. „Um miðjan mars 2020 var ég svo spennt að koma til Íslands í sjálfboðavinnu. Ég hafði pantað miða á þremur vikum áður og var að undirbúa mig fyrir brottför. Þá sá ég ekki fyrir það sem koma skyldi, það sem var að gerast í Kína virtist svo fjarlægt en svo bara gerðist allt svo skyndilega - lokun. Fluginu mínu var aflýst,“ segir Lena. Lena fékk loksins tækifæri til að koma til Íslands í október 2020 þrátt fyrir aðra bylgju Covid. Eftir þriggja daga undirbúningsvinnu og samtal við landamæraþjónustu endaði hún á því að bóka rútu frá Moskvu til Riga og tók svo beint flug frá Riga til Reykjavíkur. Þetta var besti kosturinn þar sem Lettland heimilaði flug fyrir útlendinga ef það er gert innan 12 klukkustunda eftir að komið var yfir landamærin. Sjálfboðaliðareynslan Fyrsta bylgja Covid var heldur ekki sú auðveldasta fyrir Anke, hún var þegar á Íslandi. Upphaflegu verkefnin breyttust. Hún ákvað að setja upp netæfingar fyrir sjálfboðaliða AFS. Einnig tók hún að sér ýmis verkefni eins og markaðssetningu fyrir skrifstouna. „Ég lærði fljótt að aðlögunarhæfni mín er góð. Ég öðlaðist nýja færni sem ég bjó ekki yfir áður en ég kom til Íslands. Auðvitað voru erfiðir tímar. Að vinna heima og geta ekki hitt fólk getur verið ansi einmannalegt stundum. Ég er mjög þakklát fyrir að samtökin styðja mig svo mikið og að þau gefa mér tækifæri til að þroskast. Og auðvitað styður fjölskylda mín og vinir mig líka í öllu sem ég geri sem ég er mjög þakklát fyrir,“ segir Anke. Fyrir Lenu voru einnig breytingar af völdum COVID. Hún átti upphaflega að vinna að öðru verkefni – á Grund, dvalarheimili aldraðra - en því var frestað vegna þess að aldraða fólkið er hvað viðkvæmasti hópurinn í miðjum heimsfaraldri. Þar sem Lena var tilbúin að koma yfir bauð AUS henni kost á að starfa fyrir þau sem samskiptafulltrúi. „Ég var ánægð að fá þetta tækifæri því ég starfaði sem fréttaritari í Rússlandi þannig að starfið var mér kunnugt. AUS er hvetjandi og styður þær hugmyndir sem ég legg til og ég er þakklát fyrir tækifærið til að auka hæfileika mína á þessu sviði,“ segir Lena. Hlakka til Lena og Anke eru á mjög mismunandi stað í sínu sjálboðaliðaferli. Lena hefur verið hér í einungis einn mánuð og á ellefu mánuði eftir. Á meðan Anke á aðeins rúmlega 2 mánuði af sínu ári. „Tíminn flýgur svo hratt. Þessi reynslan hefur gefið mér mikið. Auk sjálfboðaliðastarfsins hef ég verið mikið á ferð um Ísland. Ég algjörlega elska þetta land. Einnig lærði ég að prjóna og bjó ég til nokkur pör af vettlingum, sokkum og prjónaði tvær lopapeysur sem ég er mjög stolt af. Tími minn hér hefur verið magnaður og ég hlakka til síðustu mánaða,“ segir Anke. Eins hefur Lena verið á ferð um helgar þennan fyrsta mánuðinn en auðvitað er fúlt að barir, sundlaugar, söfn séu lokuð. „Ég fór alla leið norður á Akureyri sem er einn yndislegasti bær sem ég hef séð. Allir vöruðu mig við veðrinu en ég myndi segja að þetta snýst ekki um slæmt veður heldur að velja rétt föt. Ég hlakka virkilega til að bæta íslensku kunnáttu mína. Mér líkar það hvernig hún hljómar og það er mjög freistandi að læra málið vegna þess hve fáir geta talað það. Eins og einn háskólakennarinn minn sagði - lærðu hið óvenjulega vegna þess að margir kunna venjulega hluti,“ segir Lena. Það er mjög mikilvægt að verkefni sjálfboðaliða séu ennþá í gangi þrátt fyrir skrítnar aðstæður. Sérstaklega nú á tímum þegar fólk gæti verið að glíma við skort á samskiptum. Sjálfboðaliðastarf á þessum tímum er krefjandi. En það er samt ótrúlegt tækifæri og reynsla þar sem þú gefur til samfélagsins og bætir um leið þína hæfni og öðast nýja reynslu. Upplýsingar um sjálfboðaliðaáætlunina eru hér: www.erasmusplus.is/european-solidarity-corps Anke Prinsen og Lena Pshennikova Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Góðverk Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Hvernig hefur heimsfaraldur áhrif á sjálfboðaliðaverkefni? Árlega koma sjálfboðaliðar til Íslands í gegnum sjálfboðaliðaáætlunin European Solidarity Corps (ESC). Sjálfboðaliðarnir vinna fyrir ýmis félagasamtök eins og Veraldarvini, SEEDs, Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS), AFS á íslandi, Skógræktarfélag Íslands, Farfuglar, Hostel International, Rauða Krossinn, Klúbbinn Geysir svo eitthvað sé nefnt. Núna eru 28 sjálfboðaliðar ESC staðsettir á Íslandi sem dvelja frá 2 vikum upp í 12 mánuði. Auðvitað hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á, meðal annars vegna aukinna hafta og lokun landamæra, mörgum verkefnum hefur verið frestað. Lena frá Rússlandi (sjálfboðaliði hjá AUS) og Anke frá Hollandi (sjálfboðaliðastörf hjá AFS á Íslandi) deila hér reynslu sinni af sjálfboðaliðastarfi á tímum Covid. Komið til Íslands „Ég kom til Íslands um miðjan febrúar. Ég var mjög spennt fyrir því sem var framundan. Því miður fór fyrsta bylgjan af stað fljótlega eftir komu mína. Því fylgdi auðvitað mikil óvissa og ég byrjaði að vinna að heiman eftir að hafa verið á Íslandi í um það bil mánuð. Flestum viðburðum hafði verið aflýst eða frestað. Fyrir mig eins og aðra var það áskorunin að vinna verkefnin mín á netinu,“ segir Anke. Lena kom 8 mánuðum síðar og stóð einnig frammi fyrir töluverðum áskorunum. Hún ætlaði upphaflega að koma í mars. En vegna allra takmarkana var komu hennar frestað. „Um miðjan mars 2020 var ég svo spennt að koma til Íslands í sjálfboðavinnu. Ég hafði pantað miða á þremur vikum áður og var að undirbúa mig fyrir brottför. Þá sá ég ekki fyrir það sem koma skyldi, það sem var að gerast í Kína virtist svo fjarlægt en svo bara gerðist allt svo skyndilega - lokun. Fluginu mínu var aflýst,“ segir Lena. Lena fékk loksins tækifæri til að koma til Íslands í október 2020 þrátt fyrir aðra bylgju Covid. Eftir þriggja daga undirbúningsvinnu og samtal við landamæraþjónustu endaði hún á því að bóka rútu frá Moskvu til Riga og tók svo beint flug frá Riga til Reykjavíkur. Þetta var besti kosturinn þar sem Lettland heimilaði flug fyrir útlendinga ef það er gert innan 12 klukkustunda eftir að komið var yfir landamærin. Sjálfboðaliðareynslan Fyrsta bylgja Covid var heldur ekki sú auðveldasta fyrir Anke, hún var þegar á Íslandi. Upphaflegu verkefnin breyttust. Hún ákvað að setja upp netæfingar fyrir sjálfboðaliða AFS. Einnig tók hún að sér ýmis verkefni eins og markaðssetningu fyrir skrifstouna. „Ég lærði fljótt að aðlögunarhæfni mín er góð. Ég öðlaðist nýja færni sem ég bjó ekki yfir áður en ég kom til Íslands. Auðvitað voru erfiðir tímar. Að vinna heima og geta ekki hitt fólk getur verið ansi einmannalegt stundum. Ég er mjög þakklát fyrir að samtökin styðja mig svo mikið og að þau gefa mér tækifæri til að þroskast. Og auðvitað styður fjölskylda mín og vinir mig líka í öllu sem ég geri sem ég er mjög þakklát fyrir,“ segir Anke. Fyrir Lenu voru einnig breytingar af völdum COVID. Hún átti upphaflega að vinna að öðru verkefni – á Grund, dvalarheimili aldraðra - en því var frestað vegna þess að aldraða fólkið er hvað viðkvæmasti hópurinn í miðjum heimsfaraldri. Þar sem Lena var tilbúin að koma yfir bauð AUS henni kost á að starfa fyrir þau sem samskiptafulltrúi. „Ég var ánægð að fá þetta tækifæri því ég starfaði sem fréttaritari í Rússlandi þannig að starfið var mér kunnugt. AUS er hvetjandi og styður þær hugmyndir sem ég legg til og ég er þakklát fyrir tækifærið til að auka hæfileika mína á þessu sviði,“ segir Lena. Hlakka til Lena og Anke eru á mjög mismunandi stað í sínu sjálboðaliðaferli. Lena hefur verið hér í einungis einn mánuð og á ellefu mánuði eftir. Á meðan Anke á aðeins rúmlega 2 mánuði af sínu ári. „Tíminn flýgur svo hratt. Þessi reynslan hefur gefið mér mikið. Auk sjálfboðaliðastarfsins hef ég verið mikið á ferð um Ísland. Ég algjörlega elska þetta land. Einnig lærði ég að prjóna og bjó ég til nokkur pör af vettlingum, sokkum og prjónaði tvær lopapeysur sem ég er mjög stolt af. Tími minn hér hefur verið magnaður og ég hlakka til síðustu mánaða,“ segir Anke. Eins hefur Lena verið á ferð um helgar þennan fyrsta mánuðinn en auðvitað er fúlt að barir, sundlaugar, söfn séu lokuð. „Ég fór alla leið norður á Akureyri sem er einn yndislegasti bær sem ég hef séð. Allir vöruðu mig við veðrinu en ég myndi segja að þetta snýst ekki um slæmt veður heldur að velja rétt föt. Ég hlakka virkilega til að bæta íslensku kunnáttu mína. Mér líkar það hvernig hún hljómar og það er mjög freistandi að læra málið vegna þess hve fáir geta talað það. Eins og einn háskólakennarinn minn sagði - lærðu hið óvenjulega vegna þess að margir kunna venjulega hluti,“ segir Lena. Það er mjög mikilvægt að verkefni sjálfboðaliða séu ennþá í gangi þrátt fyrir skrítnar aðstæður. Sérstaklega nú á tímum þegar fólk gæti verið að glíma við skort á samskiptum. Sjálfboðaliðastarf á þessum tímum er krefjandi. En það er samt ótrúlegt tækifæri og reynsla þar sem þú gefur til samfélagsins og bætir um leið þína hæfni og öðast nýja reynslu. Upplýsingar um sjálfboðaliðaáætlunina eru hér: www.erasmusplus.is/european-solidarity-corps Anke Prinsen og Lena Pshennikova
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun