Myndir sýna heimsins stærsta ísjaka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2020 15:00 Gríðarlegt ísstál. BFSAI/CORPORAL PHILIP DYE Liðsmenn breska flughersins hafa náð myndum af heimsins stærsta ísjaka sem nú stefnir í átt að Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlandshafinu. Vísir hefur áður fjallað um ísjakann sem brotnaði úr Larsen C-ísbreiðunni á Suðurskautslandinu árið 2017. Gervihnettir hafa fylgst með reki ísjakans sem hlaut raðheitið A-68 og áætlað var að hann væri um 5.800 ferkílómetrar að flatarmáli. Til samanburðar mældist Vatnajökull um 7.700 ferkílómetrar að flatarmáli árið 2017. Liðsmenn breska flughersins flugu yfir jakann á dögunum sem sýnir ótrúlegt umfang hans. Er ísjakinn það stór að ómögulegt reyndist að ná honum öllum á eina mynd. Gervihnattamynd sem sjá má hér í fréttinni sýnir þó ágætlega umfang hans, í samanburði við eyjuna. Gríðarstór ísgöng virðast liggja undir jakanum.BFSAI/CORPORAL PHILIP DYE Stærstur hluti jakans rekur nú hratt norðaustur í átt að Suður-Georgíu. Er það nú aðeins um 350 kílómetra frá eyjunni. Talið er að jakinn gæti strandað á grunnsævi og valdið verulegum usla fyrir dýr á eyjunni og á hafsbotni Eins og sjá má er jakinn gríðarlega stór.BFSAI/CORPORAL PHILIP DYE Strandi ísjakinn við Suður-Georgíu gæti hann verið þar næstu tíu árin. Ísjaki sem rak að ströndum eyjarinnar árið 2004 olli dauða ungviðis bæði mörgæsa og sela. Enn er þó ekki útilokað að hafstraumar beri ísjakann fram hjá Suður-Georgíu til norðvesturs og hann brotni smám saman upp í minni borgarísjaka. Hér sést ísjakinn í samanburði við eyjuna sem hann stefnir á. Eyjan og jakinn eru álíka stórar.COPERNICUS SENTINEL DATA (2020)/PIERRE MARKUSE Suðurskautslandið Loftslagsmál Umhverfismál Bretland Tengdar fréttir Tröllaukinn ísjaki stefnir á breska eyju Risavaxinn ísjaki sem brotnaði úr Larsen C-ísbreiðunni á Suðurskautslandinu stefnir nú á Suður-Georgíu, breska eyju í Suður-Atlantshafinu. Jakinn er svipaður að stærð og eyjan og gæti valdið meiriháttar búsifjum fyrir dýrategundir sem þar þrífast. 10. nóvember 2020 23:35 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Vísir hefur áður fjallað um ísjakann sem brotnaði úr Larsen C-ísbreiðunni á Suðurskautslandinu árið 2017. Gervihnettir hafa fylgst með reki ísjakans sem hlaut raðheitið A-68 og áætlað var að hann væri um 5.800 ferkílómetrar að flatarmáli. Til samanburðar mældist Vatnajökull um 7.700 ferkílómetrar að flatarmáli árið 2017. Liðsmenn breska flughersins flugu yfir jakann á dögunum sem sýnir ótrúlegt umfang hans. Er ísjakinn það stór að ómögulegt reyndist að ná honum öllum á eina mynd. Gervihnattamynd sem sjá má hér í fréttinni sýnir þó ágætlega umfang hans, í samanburði við eyjuna. Gríðarstór ísgöng virðast liggja undir jakanum.BFSAI/CORPORAL PHILIP DYE Stærstur hluti jakans rekur nú hratt norðaustur í átt að Suður-Georgíu. Er það nú aðeins um 350 kílómetra frá eyjunni. Talið er að jakinn gæti strandað á grunnsævi og valdið verulegum usla fyrir dýr á eyjunni og á hafsbotni Eins og sjá má er jakinn gríðarlega stór.BFSAI/CORPORAL PHILIP DYE Strandi ísjakinn við Suður-Georgíu gæti hann verið þar næstu tíu árin. Ísjaki sem rak að ströndum eyjarinnar árið 2004 olli dauða ungviðis bæði mörgæsa og sela. Enn er þó ekki útilokað að hafstraumar beri ísjakann fram hjá Suður-Georgíu til norðvesturs og hann brotni smám saman upp í minni borgarísjaka. Hér sést ísjakinn í samanburði við eyjuna sem hann stefnir á. Eyjan og jakinn eru álíka stórar.COPERNICUS SENTINEL DATA (2020)/PIERRE MARKUSE
Suðurskautslandið Loftslagsmál Umhverfismál Bretland Tengdar fréttir Tröllaukinn ísjaki stefnir á breska eyju Risavaxinn ísjaki sem brotnaði úr Larsen C-ísbreiðunni á Suðurskautslandinu stefnir nú á Suður-Georgíu, breska eyju í Suður-Atlantshafinu. Jakinn er svipaður að stærð og eyjan og gæti valdið meiriháttar búsifjum fyrir dýrategundir sem þar þrífast. 10. nóvember 2020 23:35 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Tröllaukinn ísjaki stefnir á breska eyju Risavaxinn ísjaki sem brotnaði úr Larsen C-ísbreiðunni á Suðurskautslandinu stefnir nú á Suður-Georgíu, breska eyju í Suður-Atlantshafinu. Jakinn er svipaður að stærð og eyjan og gæti valdið meiriháttar búsifjum fyrir dýrategundir sem þar þrífast. 10. nóvember 2020 23:35