Það sem ég veit er að ég veit ekki Guðbrandur Einarsson skrifar 2. desember 2020 20:29 Bæjarfulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fór mikinn í bókun sem hún lagði fram á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 1. desember. Þar eyddi hún miklu púðri í að upplýsa okkur sem lítið vitum, um að við værum að leggja fram bandvitlausa fjárhagsáætlun sem byggði á úreltri þjóðhagshagspá. Bæjarfulltrúinn segir jafnframt í bókuninni að meirihlutinn geti ekki lagt fram fjárhagsáætlun byggða á röngum forsendum um hagvöxt og atvinnuleysi. Fjármálareglur teknar úr gildi Því er til að svara að bæjarfulltrúanum er greinilega ekki kunnugt um að búið sé að afnema fjármálareglur sveitarfélaga vegna faraldursins og sveitarfélögum því heimilt að leggja fram áætlanir sem sýna neikvæða niðurstöðu rekstrar. Það hafa þau reyndar getað gert svo fremi að svokölluð 3ja ára regla sé virt. Reykjavík hefur t.d. lagt fram áætlun með 11 milljarða halla. Ef Reykjanesbær myndi leggja fram áætlun í hlutfalli við Reykjavík væri hallinn hjá sveitarfélaginu 1,1 milljarður, en skv. framlagðri áætlun er halli Reykjanesbæjar 1,9 milljarðar. Það er vegna þess að við erum að taka tillit til þess atvinnuleysis sem er til staðar hér á svæðinu, langt umfram þessa þjóðhagsspá sem bæjarfulltrúi Miðflokksins er að vísa til, hvort sem stuðst er við gamla eða nýja þjóðhagsspá. En eitt er víst, það veit enginn hvað verður. Hagspár, hvorki nýjar né gamlar, breyta nokkru þar um. Hvað þýðir 10% niðurskurður? Bæjarfulltrúinn leggur einnig til í þessari bókun að farið verði í 10% niðurskurð í stjórnsýslu bæjarins án þess að útfæra það eitthvað frekar. Reyndar undanskilur hún velferðarsviðið í þessari tillögu sinni. Skoðum þetta aðeins. 10% niðurskurður á fræðslusviði væri rúmar 800 milljónir. Það er svipuð tala og sviðið fékk til að mæta launabreytingum sem hafa orðið vegna kjarasamninga. Til að mæta þessu gætum við kannski lokað eins og tveimur leikskólum og kannski tónlistarskólanum líka. Hvorki leikskólar né tónlistarskólar teljast til lögbundinnar starfsemi sveitarfélaga. Þetta væri kannski tækifæri. Ef við skoðum íþróttasviðið aðeins, þá værum við að tala um u.þ.b. 115 milljónir. Við gætum auðvitað mætt því með því að leggja af hvatagreiðslur til barnanna okkar og hætt með samstarfssamninga við íþróttafélögin sem gerðir voru á síðasta ári. Stuðningur við íþróttastarf telst heldur ekki til lögbundinnar starfsemi sveitarfélaga. Svo gætum við líka skoðað það að hætta við að leggja gervigras fyrir ofan Reykjaneshöllina svo að eitthvað sé nefnt. En er þetta eitthvað sem bæjarbúar vilja nú þegar stormar geysa og nauðsynlegt er að allir innviðir virki? Held ekki. Ég mun alla vega ekki taka þátt í því. Báknið Bæjarfulltrúinn endar þetta svo með tilhæfulausum fullyrðingum um að stjórnsýslan hafi blásið út í tíð núverandi meirihluta. Vissulega hefur starfsmönnum sveitarfélagsins fjölgað en það er að stærstum hluta vegna þess að með mikilli fjölgun íbúa hefur þurft að ráða fleiri starfsmenn í skólana til þess að sveitarfélagið geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Kannski sér bæjarfulltrúinn ofsjónum yfir hækkun á stjórnsýslusviði sem rekja má til þess að þar er geymdur pottur sem nýttur hefur verið til verkefna sem ekki hefur verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þessum potti hefur mest megnis verið ráðstafað til að auka þjónustu við fötluð börn í sveitarfélaginu og kaupa úrræði fyrir börn og unglinga sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Ekki er bæjarfulltrúinn að leggja til að það verði skorið niður? Við aðstæður sem þessar reynir á og mikilvægt að pólitík gangi ekki út á að kaupa sér prik og slá einhverjar pólitískar keilur til þess að koma sér á framfæri. Núverandi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur tekið þá ákvörðun að bæjarsjóður dragi hvergi úr þjónustu við íbúa þrátt fyrir hallarekstur og haldi áfram fjárfestingum af fullum krafti. Það mun skila okkur sterkara samfélagi til framtíðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Beinnar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Reykjanesbær Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Bæjarfulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fór mikinn í bókun sem hún lagði fram á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 1. desember. Þar eyddi hún miklu púðri í að upplýsa okkur sem lítið vitum, um að við værum að leggja fram bandvitlausa fjárhagsáætlun sem byggði á úreltri þjóðhagshagspá. Bæjarfulltrúinn segir jafnframt í bókuninni að meirihlutinn geti ekki lagt fram fjárhagsáætlun byggða á röngum forsendum um hagvöxt og atvinnuleysi. Fjármálareglur teknar úr gildi Því er til að svara að bæjarfulltrúanum er greinilega ekki kunnugt um að búið sé að afnema fjármálareglur sveitarfélaga vegna faraldursins og sveitarfélögum því heimilt að leggja fram áætlanir sem sýna neikvæða niðurstöðu rekstrar. Það hafa þau reyndar getað gert svo fremi að svokölluð 3ja ára regla sé virt. Reykjavík hefur t.d. lagt fram áætlun með 11 milljarða halla. Ef Reykjanesbær myndi leggja fram áætlun í hlutfalli við Reykjavík væri hallinn hjá sveitarfélaginu 1,1 milljarður, en skv. framlagðri áætlun er halli Reykjanesbæjar 1,9 milljarðar. Það er vegna þess að við erum að taka tillit til þess atvinnuleysis sem er til staðar hér á svæðinu, langt umfram þessa þjóðhagsspá sem bæjarfulltrúi Miðflokksins er að vísa til, hvort sem stuðst er við gamla eða nýja þjóðhagsspá. En eitt er víst, það veit enginn hvað verður. Hagspár, hvorki nýjar né gamlar, breyta nokkru þar um. Hvað þýðir 10% niðurskurður? Bæjarfulltrúinn leggur einnig til í þessari bókun að farið verði í 10% niðurskurð í stjórnsýslu bæjarins án þess að útfæra það eitthvað frekar. Reyndar undanskilur hún velferðarsviðið í þessari tillögu sinni. Skoðum þetta aðeins. 10% niðurskurður á fræðslusviði væri rúmar 800 milljónir. Það er svipuð tala og sviðið fékk til að mæta launabreytingum sem hafa orðið vegna kjarasamninga. Til að mæta þessu gætum við kannski lokað eins og tveimur leikskólum og kannski tónlistarskólanum líka. Hvorki leikskólar né tónlistarskólar teljast til lögbundinnar starfsemi sveitarfélaga. Þetta væri kannski tækifæri. Ef við skoðum íþróttasviðið aðeins, þá værum við að tala um u.þ.b. 115 milljónir. Við gætum auðvitað mætt því með því að leggja af hvatagreiðslur til barnanna okkar og hætt með samstarfssamninga við íþróttafélögin sem gerðir voru á síðasta ári. Stuðningur við íþróttastarf telst heldur ekki til lögbundinnar starfsemi sveitarfélaga. Svo gætum við líka skoðað það að hætta við að leggja gervigras fyrir ofan Reykjaneshöllina svo að eitthvað sé nefnt. En er þetta eitthvað sem bæjarbúar vilja nú þegar stormar geysa og nauðsynlegt er að allir innviðir virki? Held ekki. Ég mun alla vega ekki taka þátt í því. Báknið Bæjarfulltrúinn endar þetta svo með tilhæfulausum fullyrðingum um að stjórnsýslan hafi blásið út í tíð núverandi meirihluta. Vissulega hefur starfsmönnum sveitarfélagsins fjölgað en það er að stærstum hluta vegna þess að með mikilli fjölgun íbúa hefur þurft að ráða fleiri starfsmenn í skólana til þess að sveitarfélagið geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Kannski sér bæjarfulltrúinn ofsjónum yfir hækkun á stjórnsýslusviði sem rekja má til þess að þar er geymdur pottur sem nýttur hefur verið til verkefna sem ekki hefur verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þessum potti hefur mest megnis verið ráðstafað til að auka þjónustu við fötluð börn í sveitarfélaginu og kaupa úrræði fyrir börn og unglinga sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Ekki er bæjarfulltrúinn að leggja til að það verði skorið niður? Við aðstæður sem þessar reynir á og mikilvægt að pólitík gangi ekki út á að kaupa sér prik og slá einhverjar pólitískar keilur til þess að koma sér á framfæri. Núverandi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur tekið þá ákvörðun að bæjarsjóður dragi hvergi úr þjónustu við íbúa þrátt fyrir hallarekstur og haldi áfram fjárfestingum af fullum krafti. Það mun skila okkur sterkara samfélagi til framtíðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Beinnar leiðar og forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun