Joey, Chandler og klámið Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar 4. desember 2020 08:00 Munið þið eftir Friends þættinum The One With The Free Porn? Fyrir ykkur sem ekki voruð ´90s unglingar eins og ég skal ég rifja upp söguþráðinn í örstuttu máli. Samleigjendurnir Joey og Chandler, menn á þrítugsaldri í New York, átta sig á því að þeir hafa óvart náð útsendingu sjónvarpsstöðvar sem sýnir klám allan sólarhringinn. Vá ókeypis klám! Af ótta við að glata þessum nýfengnu lífsgæðum þora þeir ekki fyrir sitt litla líf að skipta um stöð eða slökkva á sjónvarpinu svo klámið gengur viðstöðulaust í stofunni þeirra dögum saman. Það er tvennt í þessu sem mér finnst áhugavert. Í fyrsta lagi er ekki sett spurningamerki við að það sé fullkomlega eðlilegt að þeir vilji horfa á klám og í öðru lagi að þessir ungu menn árið 1998 höfðu ekkert aðgengi að fríu klámi. Í dag hefur önnur þessara staðreynda breyst en hin ekki. Klám er enn alveg normal fyrir alla unga menn til að horfa á en stóra breytingin er sú að nú er klám aðgengilegt allan sólarhringinn og ókeypis í litla tækinu sem fylgir þér út um allt. Þetta aukna aðgengi á ekki bara við um hálfþrítuga menn heldur hafa öll börn og unglingar sama aðgang séu tækin sem þau komast í ekki sérstaklega varin með öryggissíum. Þetta sést líka í könnunum sem eru gerðar meðal unglinga. Hér á Íslandi segist um helmingur stráka í 8.-10. bekk horfa á klám einu sinni í viku eða oftar. Þannig hafa þessir unglingspiltar margir hverjir horft á ótal klukkustundir af klámi áður en þeir stunda kynlíf í fyrsta sinn. Ég hélt fyrirlestur í grunnskóla fyrir nokkru síðan þar sem kennari þakkaði mér sérstaklega fyrir að tala um klám af því strákarnir í 9. bekk væru endalaust talandi um klámið á göngum skólans. Það hafði enginn annar gripið þessa umræðu með unglingunum. Við skuldum unglingum þessa lands að fræða þau um það sem þau vilja vita um kynlíf – því klám er í besta falli léleg kynfræðsla. En í versta falli – og oftar en ekki – er klám beinlínis skaðlegt. Það skaðar viðhorf ungmenna til kynlífs, nándar og samþykkis. Það elur á ranghugmyndum um hvernig líkamar líta út og hvernig samskipti í kynlífi fara fram. Það setur óraunhæfar kröfur á þau sjálf um frammistöðu og athafnir í kynlífi. Ekki nóg með þetta þá er kynlífi og ofbeldi óhikað spyrt saman í klámi – en ýmsar rannsóknir gefa til kynna að mikill meirihluti klámsena á stóru klámveitunum innihaldi ofbeldi gegn konum. Þessi eitraða blanda væntinga og krafna getur ekki verið gott veganesti út kynlífssambönd með öðru fólki. Það þarf sterkt mótvægi með fræðslu um mörk, samþykki, samskipti og valdamun. Stór hluti strákanna er að horfa á klám í hverri viku – fræðslan getur því ekki verið einu sinni á ári. Þetta verður vera gert af fólki í þeirra nærumhverfi – foreldrum, kennurum og frístundastarfsfólki. Á sama tíma þurfum við að skapa samfélag sem hættir að normalísera og upphefja það sem eðlilegan hluta karlmennsku að horfa á klám. Við getum aldrei sagt að við búum í jafnréttissamfélagi þegar stór hluti karlmanna horfir sér til nautnar á efni sem er uppfullt af ofbeldi gegn konum. Hér á Stígamótum greinum við vel áhrif klámsins í sögum þeirra ungu brotaþola sem hingað leita – það er oft eins og verið sé að lýsa einu af þessum fjölmörgu niðurlægjandi og ofbeldisfullu klámmyndböndum af netinu. Ef við viljum koma í veg fyrir frekari þróun í þessa hátt tökum við höndum saman um að fræða ungmenni og breyta viðhorfum samfélags sem þorir ekki að snerta á kláminu. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Munið þið eftir Friends þættinum The One With The Free Porn? Fyrir ykkur sem ekki voruð ´90s unglingar eins og ég skal ég rifja upp söguþráðinn í örstuttu máli. Samleigjendurnir Joey og Chandler, menn á þrítugsaldri í New York, átta sig á því að þeir hafa óvart náð útsendingu sjónvarpsstöðvar sem sýnir klám allan sólarhringinn. Vá ókeypis klám! Af ótta við að glata þessum nýfengnu lífsgæðum þora þeir ekki fyrir sitt litla líf að skipta um stöð eða slökkva á sjónvarpinu svo klámið gengur viðstöðulaust í stofunni þeirra dögum saman. Það er tvennt í þessu sem mér finnst áhugavert. Í fyrsta lagi er ekki sett spurningamerki við að það sé fullkomlega eðlilegt að þeir vilji horfa á klám og í öðru lagi að þessir ungu menn árið 1998 höfðu ekkert aðgengi að fríu klámi. Í dag hefur önnur þessara staðreynda breyst en hin ekki. Klám er enn alveg normal fyrir alla unga menn til að horfa á en stóra breytingin er sú að nú er klám aðgengilegt allan sólarhringinn og ókeypis í litla tækinu sem fylgir þér út um allt. Þetta aukna aðgengi á ekki bara við um hálfþrítuga menn heldur hafa öll börn og unglingar sama aðgang séu tækin sem þau komast í ekki sérstaklega varin með öryggissíum. Þetta sést líka í könnunum sem eru gerðar meðal unglinga. Hér á Íslandi segist um helmingur stráka í 8.-10. bekk horfa á klám einu sinni í viku eða oftar. Þannig hafa þessir unglingspiltar margir hverjir horft á ótal klukkustundir af klámi áður en þeir stunda kynlíf í fyrsta sinn. Ég hélt fyrirlestur í grunnskóla fyrir nokkru síðan þar sem kennari þakkaði mér sérstaklega fyrir að tala um klám af því strákarnir í 9. bekk væru endalaust talandi um klámið á göngum skólans. Það hafði enginn annar gripið þessa umræðu með unglingunum. Við skuldum unglingum þessa lands að fræða þau um það sem þau vilja vita um kynlíf – því klám er í besta falli léleg kynfræðsla. En í versta falli – og oftar en ekki – er klám beinlínis skaðlegt. Það skaðar viðhorf ungmenna til kynlífs, nándar og samþykkis. Það elur á ranghugmyndum um hvernig líkamar líta út og hvernig samskipti í kynlífi fara fram. Það setur óraunhæfar kröfur á þau sjálf um frammistöðu og athafnir í kynlífi. Ekki nóg með þetta þá er kynlífi og ofbeldi óhikað spyrt saman í klámi – en ýmsar rannsóknir gefa til kynna að mikill meirihluti klámsena á stóru klámveitunum innihaldi ofbeldi gegn konum. Þessi eitraða blanda væntinga og krafna getur ekki verið gott veganesti út kynlífssambönd með öðru fólki. Það þarf sterkt mótvægi með fræðslu um mörk, samþykki, samskipti og valdamun. Stór hluti strákanna er að horfa á klám í hverri viku – fræðslan getur því ekki verið einu sinni á ári. Þetta verður vera gert af fólki í þeirra nærumhverfi – foreldrum, kennurum og frístundastarfsfólki. Á sama tíma þurfum við að skapa samfélag sem hættir að normalísera og upphefja það sem eðlilegan hluta karlmennsku að horfa á klám. Við getum aldrei sagt að við búum í jafnréttissamfélagi þegar stór hluti karlmanna horfir sér til nautnar á efni sem er uppfullt af ofbeldi gegn konum. Hér á Stígamótum greinum við vel áhrif klámsins í sögum þeirra ungu brotaþola sem hingað leita – það er oft eins og verið sé að lýsa einu af þessum fjölmörgu niðurlægjandi og ofbeldisfullu klámmyndböndum af netinu. Ef við viljum koma í veg fyrir frekari þróun í þessa hátt tökum við höndum saman um að fræða ungmenni og breyta viðhorfum samfélags sem þorir ekki að snerta á kláminu. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun