Loftslagsváin er neyðarástand Aldís Mjöll Geirsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 07:16 Í síðustu viku tók ég þátt í umræðum á viðburðinum „Choosing Green“, stafrænum leiðtogafundi Norðurlandaráðs í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26. Þar var helsta áskorun samtímans, loftslagsváin, rædd og ýmsum spurningum velt upp í tengslum við hana en einnig kom fram skýrt ákall um aðgerðir. Eins og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði erum við komin langt út af sporinu („way off track“). Þau sem leitt hafa vitundarvakningu um hættuástandið og baráttuna fyrir aðgerðum er ungt fólk. Á það ber að hlusta og veita í auknum mæli sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Um allan heim sér ungt fólk ekki ákall sitt endurspeglast í forgangsröðun stjórnvalda. Ein af ástæðunum gæti verið sú að fólkið við stjórnvölinn tilheyrir kynslóð sem þarf ekki að glíma við áföllin og hætturnar sem steðja að sökum hamfarahlýnunar í framtíðinni. Það séu einfaldlega aðrar kynslóðir og því sé ekki tekið á þessu af þeim þunga sem nauðsynlegt er. Af þessum sökum er því enn brýnna að ungt fólk fái aukið pláss ekki einungis í umræðunni heldur einnig þar sem ákvarðanir eru teknar um framtíð þess. Við höfum séð í heimsfaraldrinum sem nú geisar vegna COVID-19 hversu mikilvægt það er að hlusta á sérfræðinga. Þar sem það er gert hefur glíman við veiruna gengið best. Litið er á farsóttina sem neyðarástand sem útheimti markvissar og umfangsmiklar aðgerðir en einhverra hluta vegna eru viðbrögðin við loftslagsvánni allt önnur og minni. Hvers vegna? Hérlendis hefur okkur tekist að hefta útbreiðslu veirunnar, „fletja kúrfuna“ með umfangsmiklum en markvissum aðgerðum. Í ljósi þess stöndum við frammi fyrir öðrum veruleika í dag og höfum þurft að aðlaga okkur að honum með ýmsu móti. Þessir tímar hafa verið krefjandi og erfiðir, en árangurinn hér og annars staðar er þó til marks um aðlögunarhæfni og getu samfélaga til að takast skjótt og vel á við stór og krefjandi verkefni. Við gerum okkur flest grein fyrir því að breytinga á lífsstíl og neysluhegðun okkar er þörf til að takast á við loftslagsvána en einstaklingsbundnar aðgerðir duga skammt og ekki er hægt að leggja alla ábyrgðina á herðar einstaklinga. Þetta er samfélagslegt verkefni sem kallar á markvissa og skynsamlega beitingu ríkisvaldsins. Þörf er á stórtækum kerfisbreytingum í framleiðslu, samgönguvenjum, landnýtingu og lifnaðarháttum. Skapa þarf umhverfi þar sem fólk á auðvelt með að breyta neyslu- og ferðavenjum sínum. Strax í upphafi kórónufaraldursins var mikil áhersla lögð á að fræða almenning um smitvarnir og upplýsa um gang mála með reglulegum blaðamannafundum. Væri ekki ráð að sambærilegt átak yrði útfært vegna loftslagsvárinnar? Að fræðsla eigi sér stað um orsök og afleiðingar loftslagsbreytinga og hvað hægt sé að gera til að draga úr þeim? Og að stjórnvöldum sé haldið við efnið með reglulegri upplýsingagjöf til almennings um það hvernig við stöndum okkur í að „fletja loftslags-kúrfuna“? Í aðgerðaáætlun Íslands er markmið sett um 40% samdrátt í losun til ársins 2030. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setti markmið um 55% samdrátt fyrir árið 2030 og Evrópuþingið bætti um betur með 60% markmiði fyrir árið 2030. Frá árinu 1990 hefur losun þriggja Norðurlanda dregist verulega saman; losun Finnlands um 21%, Svíþjóðar um 27% og Danmerkur um 30%. Losun Noregs hefur á þessum tíma aukist um 1%.[i] Á sama tímabili jókst hins vegar losun Íslands umtalsvert, eða um 30% á þessu sama tímabili. Norðurlöndin hafa öll sett sér markmið um að verða kolefnishlutlaus; Noregur fyrir árið 2030, Finnland fyrir 2035, Ísland fyrir 2040, Svíþjóð fyrir 2045 og Danmörk fyrir 2050.[ii] Í erindi sínu á fyrrnefndum leiðtogafundi benti Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ, á að Ísland hefur ekki enn lagt fram útfærða áætlun um það hvernig við náum þessu markmiði ólíkt Noregi, Danmörku og Finnlandi. Það er sorglegt að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi hvorki sett metnaðarfyllri markmið né lagt fram skýra áætlun um hvernig markmiðunum verði náð.[iii] Þá er sláandi hve litlum fjármunum er varið til málaflokksins, minna en 1% af vergri landsframleiðslu. Það nægir nefnilega ekki að skreyta sig með háleitum markmiðum og tali um græna byltingu í ræðustól Alþingis, heldur þarf líka sannfærandi áætlun, markvissar aðgerðir og fjármagn að fylgja til að uppfylla markmiðin. Það er ekki síður mikilvægt að hafa skýra framtíðarsýn. Við stefnum á kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 en vitum við hvernig slíkt samfélag lítur út? Hvaða breytinga er þörf til þess að slíkt samfélag líti dagsins ljós? Svörin við þessum spurningum kunna að vera óskýr enn en eitt er þó víst; gæta þarf að því að jöfnuður sé tryggður í breytingunum þannig að þau sem hafa minnstu burði beri ekki mestan þungann. Huga þarf að öllum hópum samfélagsins og passa að enginn sé skilinn útundan. Þó svo að við stöndum frammi fyrir breyttum og ófyrirsjáanlegum veruleika núna vegna kórónufaraldursins höfum við einnig einstakt tækifæri til að þrýsta á um loftslagsvænni framleiðsluhætti og hafa jákvæð áhrif á þróun í loftslagsmálum. Slíkar lausnir gætu sem dæmi verið að ríkisstuðningur til fyrirtækja sé þeim skilyrðum bundinn að stefna, ákvarðanir og fjárfestingar fyrirtækis minnki kolefnisfótspor þess. Loftslagsváin er ekki einangrað vandamál heldur liggur það þvert á landamæri og þvert á alla málaflokka. Meta þarf áhrif á loftslagið í sífellu og þarf slíkt mat að vera fléttað inn í alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Í erindi António Guterres kom fram að hann treystir á Norðurlöndin í þessum efnum – að þau haldi áfram að beita sér af festu. Norðurlöndin standa nefnilega framarlega á þessu sviði sem öðrum, en það nægir einfaldlega ekki. Það er ekki nóg að standa sig vel í einhverjum samanburði ef það skilar ekki árangri – og þetta er upp á líf og dauða. Það sem ungt fólk kallar eftir eru aðgerðir strax! Höfundur er forseti Norðurlandaráðs æskunnar og alþjóðaritari og málefnastýra Ungra jafnaðarmanna. [i] Erindi Brynhildar Davíðsdóttur, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ á leiðtogafundinum „Choosing Green“. [ii] Úttekt á stjórnsýslu loftslagsmála og tillögur um framtíðarfyrirkomulag stjórnsýslu loftslagsmála, bls 24. [iii] Úttekt á stjórnsýslu loftslagsmála og tillögur um framtíðarfyrirkomulag stjórnsýslu loftslagsmála, bls 12. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Hamfarahlýnun Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í síðustu viku tók ég þátt í umræðum á viðburðinum „Choosing Green“, stafrænum leiðtogafundi Norðurlandaráðs í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26. Þar var helsta áskorun samtímans, loftslagsváin, rædd og ýmsum spurningum velt upp í tengslum við hana en einnig kom fram skýrt ákall um aðgerðir. Eins og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði erum við komin langt út af sporinu („way off track“). Þau sem leitt hafa vitundarvakningu um hættuástandið og baráttuna fyrir aðgerðum er ungt fólk. Á það ber að hlusta og veita í auknum mæli sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Um allan heim sér ungt fólk ekki ákall sitt endurspeglast í forgangsröðun stjórnvalda. Ein af ástæðunum gæti verið sú að fólkið við stjórnvölinn tilheyrir kynslóð sem þarf ekki að glíma við áföllin og hætturnar sem steðja að sökum hamfarahlýnunar í framtíðinni. Það séu einfaldlega aðrar kynslóðir og því sé ekki tekið á þessu af þeim þunga sem nauðsynlegt er. Af þessum sökum er því enn brýnna að ungt fólk fái aukið pláss ekki einungis í umræðunni heldur einnig þar sem ákvarðanir eru teknar um framtíð þess. Við höfum séð í heimsfaraldrinum sem nú geisar vegna COVID-19 hversu mikilvægt það er að hlusta á sérfræðinga. Þar sem það er gert hefur glíman við veiruna gengið best. Litið er á farsóttina sem neyðarástand sem útheimti markvissar og umfangsmiklar aðgerðir en einhverra hluta vegna eru viðbrögðin við loftslagsvánni allt önnur og minni. Hvers vegna? Hérlendis hefur okkur tekist að hefta útbreiðslu veirunnar, „fletja kúrfuna“ með umfangsmiklum en markvissum aðgerðum. Í ljósi þess stöndum við frammi fyrir öðrum veruleika í dag og höfum þurft að aðlaga okkur að honum með ýmsu móti. Þessir tímar hafa verið krefjandi og erfiðir, en árangurinn hér og annars staðar er þó til marks um aðlögunarhæfni og getu samfélaga til að takast skjótt og vel á við stór og krefjandi verkefni. Við gerum okkur flest grein fyrir því að breytinga á lífsstíl og neysluhegðun okkar er þörf til að takast á við loftslagsvána en einstaklingsbundnar aðgerðir duga skammt og ekki er hægt að leggja alla ábyrgðina á herðar einstaklinga. Þetta er samfélagslegt verkefni sem kallar á markvissa og skynsamlega beitingu ríkisvaldsins. Þörf er á stórtækum kerfisbreytingum í framleiðslu, samgönguvenjum, landnýtingu og lifnaðarháttum. Skapa þarf umhverfi þar sem fólk á auðvelt með að breyta neyslu- og ferðavenjum sínum. Strax í upphafi kórónufaraldursins var mikil áhersla lögð á að fræða almenning um smitvarnir og upplýsa um gang mála með reglulegum blaðamannafundum. Væri ekki ráð að sambærilegt átak yrði útfært vegna loftslagsvárinnar? Að fræðsla eigi sér stað um orsök og afleiðingar loftslagsbreytinga og hvað hægt sé að gera til að draga úr þeim? Og að stjórnvöldum sé haldið við efnið með reglulegri upplýsingagjöf til almennings um það hvernig við stöndum okkur í að „fletja loftslags-kúrfuna“? Í aðgerðaáætlun Íslands er markmið sett um 40% samdrátt í losun til ársins 2030. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setti markmið um 55% samdrátt fyrir árið 2030 og Evrópuþingið bætti um betur með 60% markmiði fyrir árið 2030. Frá árinu 1990 hefur losun þriggja Norðurlanda dregist verulega saman; losun Finnlands um 21%, Svíþjóðar um 27% og Danmerkur um 30%. Losun Noregs hefur á þessum tíma aukist um 1%.[i] Á sama tímabili jókst hins vegar losun Íslands umtalsvert, eða um 30% á þessu sama tímabili. Norðurlöndin hafa öll sett sér markmið um að verða kolefnishlutlaus; Noregur fyrir árið 2030, Finnland fyrir 2035, Ísland fyrir 2040, Svíþjóð fyrir 2045 og Danmörk fyrir 2050.[ii] Í erindi sínu á fyrrnefndum leiðtogafundi benti Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ, á að Ísland hefur ekki enn lagt fram útfærða áætlun um það hvernig við náum þessu markmiði ólíkt Noregi, Danmörku og Finnlandi. Það er sorglegt að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi hvorki sett metnaðarfyllri markmið né lagt fram skýra áætlun um hvernig markmiðunum verði náð.[iii] Þá er sláandi hve litlum fjármunum er varið til málaflokksins, minna en 1% af vergri landsframleiðslu. Það nægir nefnilega ekki að skreyta sig með háleitum markmiðum og tali um græna byltingu í ræðustól Alþingis, heldur þarf líka sannfærandi áætlun, markvissar aðgerðir og fjármagn að fylgja til að uppfylla markmiðin. Það er ekki síður mikilvægt að hafa skýra framtíðarsýn. Við stefnum á kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 en vitum við hvernig slíkt samfélag lítur út? Hvaða breytinga er þörf til þess að slíkt samfélag líti dagsins ljós? Svörin við þessum spurningum kunna að vera óskýr enn en eitt er þó víst; gæta þarf að því að jöfnuður sé tryggður í breytingunum þannig að þau sem hafa minnstu burði beri ekki mestan þungann. Huga þarf að öllum hópum samfélagsins og passa að enginn sé skilinn útundan. Þó svo að við stöndum frammi fyrir breyttum og ófyrirsjáanlegum veruleika núna vegna kórónufaraldursins höfum við einnig einstakt tækifæri til að þrýsta á um loftslagsvænni framleiðsluhætti og hafa jákvæð áhrif á þróun í loftslagsmálum. Slíkar lausnir gætu sem dæmi verið að ríkisstuðningur til fyrirtækja sé þeim skilyrðum bundinn að stefna, ákvarðanir og fjárfestingar fyrirtækis minnki kolefnisfótspor þess. Loftslagsváin er ekki einangrað vandamál heldur liggur það þvert á landamæri og þvert á alla málaflokka. Meta þarf áhrif á loftslagið í sífellu og þarf slíkt mat að vera fléttað inn í alla stefnumótun og ákvarðanatöku. Í erindi António Guterres kom fram að hann treystir á Norðurlöndin í þessum efnum – að þau haldi áfram að beita sér af festu. Norðurlöndin standa nefnilega framarlega á þessu sviði sem öðrum, en það nægir einfaldlega ekki. Það er ekki nóg að standa sig vel í einhverjum samanburði ef það skilar ekki árangri – og þetta er upp á líf og dauða. Það sem ungt fólk kallar eftir eru aðgerðir strax! Höfundur er forseti Norðurlandaráðs æskunnar og alþjóðaritari og málefnastýra Ungra jafnaðarmanna. [i] Erindi Brynhildar Davíðsdóttur, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ á leiðtogafundinum „Choosing Green“. [ii] Úttekt á stjórnsýslu loftslagsmála og tillögur um framtíðarfyrirkomulag stjórnsýslu loftslagsmála, bls 24. [iii] Úttekt á stjórnsýslu loftslagsmála og tillögur um framtíðarfyrirkomulag stjórnsýslu loftslagsmála, bls 12.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar