Ofbeldissambandi lýkur… hvað svo? Hulda Sædís Bryngeirsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 08:01 Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis á heimsvísu. Mikil og þörf umræða hefur farið fram undanfarið um vaxandi tíðni og alvarleika ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi sem og annarsstaðar. Þolendur glíma oft við fjölþættar, neikvæðar afleiðingar ofbeldisins sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra og heilsufar jafnvel til æviloka. Hér á landi vinna ýmsir aðilar, samtök og stofnanir ómetanlegt starf við að styðja þolendur ofbeldis til betra lífs og virðist sú vinna sem betur fer vera sífellt meira metin af samfélaginu, að minnsta kosti nú á Covid tímum. En gerir samfélagið okkar almennt ráð fyrir því að þolendur ofbeldis þurfi stuðning og jafnvel heildræna endurhæfingu til lengri tíma? Eitt ár eða tvö? Þolendur ofbeldis í nánum samböndum hafa oft á tíðum búið við langvarandi ofbeldi, árum og jafnvel áratugum saman sem hefur haft neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra, áhrif sem sitja eftir þó ofbeldissambandinu ljúki. Það eru fjölmargar hindranir sem geta staðið í vegi fyrir þeirri ákvörðun að yfirgefa ofbeldissamband, s.s.: Hvert get ég farið, hversu lengi er hægt að vera þar og hvað svo eftir það? Hvernig verður með börnin mín, verður þeirra líf nógu gott, munu þau höndla það að þurfa að umgangast ofbeldismanninn (hitt foreldrið) án þess að ég sé með til að verja þau? Mun ég hafa efni á að sjá fyrir fjölskyldu, mun ég ná/halda heilsu til að vinna og mun ég fá vinnu? Húsnæði? Hvað heldur fólk eiginlega um mig, ætli vinirnir séu búnir að gleyma mér? Hvað var ég eiginlega að hugsa? Mun ég einhverntímann fá frið fyrir ofbeldismanninum? Mun kerfið styðja mig og vernda börnin mín? Verður lífið kannski bara alltaf svona, endalaust basl og niðurbrot? Undirrituð rannsakar nú hvort og þá hvernig konur á Íslandi ná að eflast þrátt fyrir að hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi og var rannsóknin hýst af Jafnréttisstofu og m.a. styrkt af Jafnréttissjóði. Skilgreining á hugtakinu “efling í kjölfar áfalla” (e. Posttraumatic Growth) er eftirfarandi: Jákvæð sálfræðileg breyting eftir mikla erfiðleika og áföll; aukinn persónulegur styrkur; aukin ánægja í samböndum; jákvæð breyting á lífssýn; kemur auga á nýja möguleika. Lífsreynslan, þrátt fyrir að vera neikvæð í sjálfu sér, hefur þegar upp er staðið haft ákveðinn tilgang fyrir mig sem manneskju. Sjálfsvinna, uppbygging og úrvinnsla með aðstoð fagfólks sem viðkomandi treystir, öruggur samastaður til lengri tíma, endurhæfing til lengri tíma og stöðugt fjárhagslegt öryggi eru meðal þeirra þátta sem líklegir eru til að gera þolendum ofbeldis í nánu sambandi kleift að eflast þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Þarna virðist lýsingin “til lengri tíma” gegna mikilvægu hlutverki. Flestir eiga ástvini og margir eiga börn sem eiga á hættu að erfa áföll foreldranna sé ekkert að gert til að rjúfa vítahring vanlíðunar. Langvarandi stuðningur við þolendur ofbeldis í nánum samböndum er mikilvægur svo þær nái að eflast og sinna persónulegum og samfélagslegum hlutverkum sínum á jákvæðan og uppbyggjandi hátt. Þar er ekki aðeins mikið í húfi fyrir þolandann, ástvini hennar og börn heldur íslenskt samfélag í heild sinni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur MSc, fyrrverandi ráðgjafi í starfsendurhæfingu og doktorsnemi við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis á heimsvísu. Mikil og þörf umræða hefur farið fram undanfarið um vaxandi tíðni og alvarleika ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi sem og annarsstaðar. Þolendur glíma oft við fjölþættar, neikvæðar afleiðingar ofbeldisins sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra og heilsufar jafnvel til æviloka. Hér á landi vinna ýmsir aðilar, samtök og stofnanir ómetanlegt starf við að styðja þolendur ofbeldis til betra lífs og virðist sú vinna sem betur fer vera sífellt meira metin af samfélaginu, að minnsta kosti nú á Covid tímum. En gerir samfélagið okkar almennt ráð fyrir því að þolendur ofbeldis þurfi stuðning og jafnvel heildræna endurhæfingu til lengri tíma? Eitt ár eða tvö? Þolendur ofbeldis í nánum samböndum hafa oft á tíðum búið við langvarandi ofbeldi, árum og jafnvel áratugum saman sem hefur haft neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra, áhrif sem sitja eftir þó ofbeldissambandinu ljúki. Það eru fjölmargar hindranir sem geta staðið í vegi fyrir þeirri ákvörðun að yfirgefa ofbeldissamband, s.s.: Hvert get ég farið, hversu lengi er hægt að vera þar og hvað svo eftir það? Hvernig verður með börnin mín, verður þeirra líf nógu gott, munu þau höndla það að þurfa að umgangast ofbeldismanninn (hitt foreldrið) án þess að ég sé með til að verja þau? Mun ég hafa efni á að sjá fyrir fjölskyldu, mun ég ná/halda heilsu til að vinna og mun ég fá vinnu? Húsnæði? Hvað heldur fólk eiginlega um mig, ætli vinirnir séu búnir að gleyma mér? Hvað var ég eiginlega að hugsa? Mun ég einhverntímann fá frið fyrir ofbeldismanninum? Mun kerfið styðja mig og vernda börnin mín? Verður lífið kannski bara alltaf svona, endalaust basl og niðurbrot? Undirrituð rannsakar nú hvort og þá hvernig konur á Íslandi ná að eflast þrátt fyrir að hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi og var rannsóknin hýst af Jafnréttisstofu og m.a. styrkt af Jafnréttissjóði. Skilgreining á hugtakinu “efling í kjölfar áfalla” (e. Posttraumatic Growth) er eftirfarandi: Jákvæð sálfræðileg breyting eftir mikla erfiðleika og áföll; aukinn persónulegur styrkur; aukin ánægja í samböndum; jákvæð breyting á lífssýn; kemur auga á nýja möguleika. Lífsreynslan, þrátt fyrir að vera neikvæð í sjálfu sér, hefur þegar upp er staðið haft ákveðinn tilgang fyrir mig sem manneskju. Sjálfsvinna, uppbygging og úrvinnsla með aðstoð fagfólks sem viðkomandi treystir, öruggur samastaður til lengri tíma, endurhæfing til lengri tíma og stöðugt fjárhagslegt öryggi eru meðal þeirra þátta sem líklegir eru til að gera þolendum ofbeldis í nánu sambandi kleift að eflast þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Þarna virðist lýsingin “til lengri tíma” gegna mikilvægu hlutverki. Flestir eiga ástvini og margir eiga börn sem eiga á hættu að erfa áföll foreldranna sé ekkert að gert til að rjúfa vítahring vanlíðunar. Langvarandi stuðningur við þolendur ofbeldis í nánum samböndum er mikilvægur svo þær nái að eflast og sinna persónulegum og samfélagslegum hlutverkum sínum á jákvæðan og uppbyggjandi hátt. Þar er ekki aðeins mikið í húfi fyrir þolandann, ástvini hennar og börn heldur íslenskt samfélag í heild sinni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur MSc, fyrrverandi ráðgjafi í starfsendurhæfingu og doktorsnemi við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun