Ofbeldissambandi lýkur… hvað svo? Hulda Sædís Bryngeirsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 08:01 Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis á heimsvísu. Mikil og þörf umræða hefur farið fram undanfarið um vaxandi tíðni og alvarleika ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi sem og annarsstaðar. Þolendur glíma oft við fjölþættar, neikvæðar afleiðingar ofbeldisins sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra og heilsufar jafnvel til æviloka. Hér á landi vinna ýmsir aðilar, samtök og stofnanir ómetanlegt starf við að styðja þolendur ofbeldis til betra lífs og virðist sú vinna sem betur fer vera sífellt meira metin af samfélaginu, að minnsta kosti nú á Covid tímum. En gerir samfélagið okkar almennt ráð fyrir því að þolendur ofbeldis þurfi stuðning og jafnvel heildræna endurhæfingu til lengri tíma? Eitt ár eða tvö? Þolendur ofbeldis í nánum samböndum hafa oft á tíðum búið við langvarandi ofbeldi, árum og jafnvel áratugum saman sem hefur haft neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra, áhrif sem sitja eftir þó ofbeldissambandinu ljúki. Það eru fjölmargar hindranir sem geta staðið í vegi fyrir þeirri ákvörðun að yfirgefa ofbeldissamband, s.s.: Hvert get ég farið, hversu lengi er hægt að vera þar og hvað svo eftir það? Hvernig verður með börnin mín, verður þeirra líf nógu gott, munu þau höndla það að þurfa að umgangast ofbeldismanninn (hitt foreldrið) án þess að ég sé með til að verja þau? Mun ég hafa efni á að sjá fyrir fjölskyldu, mun ég ná/halda heilsu til að vinna og mun ég fá vinnu? Húsnæði? Hvað heldur fólk eiginlega um mig, ætli vinirnir séu búnir að gleyma mér? Hvað var ég eiginlega að hugsa? Mun ég einhverntímann fá frið fyrir ofbeldismanninum? Mun kerfið styðja mig og vernda börnin mín? Verður lífið kannski bara alltaf svona, endalaust basl og niðurbrot? Undirrituð rannsakar nú hvort og þá hvernig konur á Íslandi ná að eflast þrátt fyrir að hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi og var rannsóknin hýst af Jafnréttisstofu og m.a. styrkt af Jafnréttissjóði. Skilgreining á hugtakinu “efling í kjölfar áfalla” (e. Posttraumatic Growth) er eftirfarandi: Jákvæð sálfræðileg breyting eftir mikla erfiðleika og áföll; aukinn persónulegur styrkur; aukin ánægja í samböndum; jákvæð breyting á lífssýn; kemur auga á nýja möguleika. Lífsreynslan, þrátt fyrir að vera neikvæð í sjálfu sér, hefur þegar upp er staðið haft ákveðinn tilgang fyrir mig sem manneskju. Sjálfsvinna, uppbygging og úrvinnsla með aðstoð fagfólks sem viðkomandi treystir, öruggur samastaður til lengri tíma, endurhæfing til lengri tíma og stöðugt fjárhagslegt öryggi eru meðal þeirra þátta sem líklegir eru til að gera þolendum ofbeldis í nánu sambandi kleift að eflast þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Þarna virðist lýsingin “til lengri tíma” gegna mikilvægu hlutverki. Flestir eiga ástvini og margir eiga börn sem eiga á hættu að erfa áföll foreldranna sé ekkert að gert til að rjúfa vítahring vanlíðunar. Langvarandi stuðningur við þolendur ofbeldis í nánum samböndum er mikilvægur svo þær nái að eflast og sinna persónulegum og samfélagslegum hlutverkum sínum á jákvæðan og uppbyggjandi hátt. Þar er ekki aðeins mikið í húfi fyrir þolandann, ástvini hennar og börn heldur íslenskt samfélag í heild sinni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur MSc, fyrrverandi ráðgjafi í starfsendurhæfingu og doktorsnemi við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis á heimsvísu. Mikil og þörf umræða hefur farið fram undanfarið um vaxandi tíðni og alvarleika ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi sem og annarsstaðar. Þolendur glíma oft við fjölþættar, neikvæðar afleiðingar ofbeldisins sem hefur neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra og heilsufar jafnvel til æviloka. Hér á landi vinna ýmsir aðilar, samtök og stofnanir ómetanlegt starf við að styðja þolendur ofbeldis til betra lífs og virðist sú vinna sem betur fer vera sífellt meira metin af samfélaginu, að minnsta kosti nú á Covid tímum. En gerir samfélagið okkar almennt ráð fyrir því að þolendur ofbeldis þurfi stuðning og jafnvel heildræna endurhæfingu til lengri tíma? Eitt ár eða tvö? Þolendur ofbeldis í nánum samböndum hafa oft á tíðum búið við langvarandi ofbeldi, árum og jafnvel áratugum saman sem hefur haft neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra, áhrif sem sitja eftir þó ofbeldissambandinu ljúki. Það eru fjölmargar hindranir sem geta staðið í vegi fyrir þeirri ákvörðun að yfirgefa ofbeldissamband, s.s.: Hvert get ég farið, hversu lengi er hægt að vera þar og hvað svo eftir það? Hvernig verður með börnin mín, verður þeirra líf nógu gott, munu þau höndla það að þurfa að umgangast ofbeldismanninn (hitt foreldrið) án þess að ég sé með til að verja þau? Mun ég hafa efni á að sjá fyrir fjölskyldu, mun ég ná/halda heilsu til að vinna og mun ég fá vinnu? Húsnæði? Hvað heldur fólk eiginlega um mig, ætli vinirnir séu búnir að gleyma mér? Hvað var ég eiginlega að hugsa? Mun ég einhverntímann fá frið fyrir ofbeldismanninum? Mun kerfið styðja mig og vernda börnin mín? Verður lífið kannski bara alltaf svona, endalaust basl og niðurbrot? Undirrituð rannsakar nú hvort og þá hvernig konur á Íslandi ná að eflast þrátt fyrir að hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi og var rannsóknin hýst af Jafnréttisstofu og m.a. styrkt af Jafnréttissjóði. Skilgreining á hugtakinu “efling í kjölfar áfalla” (e. Posttraumatic Growth) er eftirfarandi: Jákvæð sálfræðileg breyting eftir mikla erfiðleika og áföll; aukinn persónulegur styrkur; aukin ánægja í samböndum; jákvæð breyting á lífssýn; kemur auga á nýja möguleika. Lífsreynslan, þrátt fyrir að vera neikvæð í sjálfu sér, hefur þegar upp er staðið haft ákveðinn tilgang fyrir mig sem manneskju. Sjálfsvinna, uppbygging og úrvinnsla með aðstoð fagfólks sem viðkomandi treystir, öruggur samastaður til lengri tíma, endurhæfing til lengri tíma og stöðugt fjárhagslegt öryggi eru meðal þeirra þátta sem líklegir eru til að gera þolendum ofbeldis í nánu sambandi kleift að eflast þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Þarna virðist lýsingin “til lengri tíma” gegna mikilvægu hlutverki. Flestir eiga ástvini og margir eiga börn sem eiga á hættu að erfa áföll foreldranna sé ekkert að gert til að rjúfa vítahring vanlíðunar. Langvarandi stuðningur við þolendur ofbeldis í nánum samböndum er mikilvægur svo þær nái að eflast og sinna persónulegum og samfélagslegum hlutverkum sínum á jákvæðan og uppbyggjandi hátt. Þar er ekki aðeins mikið í húfi fyrir þolandann, ástvini hennar og börn heldur íslenskt samfélag í heild sinni. Höfundur er hjúkrunarfræðingur MSc, fyrrverandi ráðgjafi í starfsendurhæfingu og doktorsnemi við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun