Tinni vildi kannski aldrei vera í Kongo Gunnar Dan Wiium skrifar 24. nóvember 2020 13:00 Þetta var athyglisvert örferðarlag. Ferðarlagið byrjar á því að ég fyrir tilviljun finn bók í ruslatunnu þar sem ég vinn. Nánar tiltekið í grunnskóla. Bókin sem um ræðir er bókin Tinni í Kongo. Þarna lá hún innan um ruslapoka eins og aðskotahlutur. Mín fyrstu viðbrögð voru hneykslun því ég vissi undir eins hvað bjó að baki. Það hafði einhver fundið þessa bók í einhverjum af húsakynnum skólans og ákveðið á rétttrúnaðar, pólitískan hátt að koma henni fyrir kattanef. Koma henni úr augsýn saklausra barna ef til vill. Þarna fór mótþróarröskun mín á fullt. Ég hugsaði eins og skot, þessir vinstri sinnuðu veganistar, ég urlast, má ekkert lengur!! Ég tek bókina upp úr ruslinu eins og ég sé að bjarga miklum menningarverðmætum. Fer með hana heim í öruggt skjól frá feministunum. Þar liggur hún í einhvern tíma þar til ég heyri að ný þýðing þessara bókar sé verið að taka niður úr hillum hér og þar. Enn hugsa ég, má ekkert eiginlega?!? Mér dettur svo í hug að kannski væri gott að lesa þessa blessuðu bók. Málið er nefnilega að það er tvennt sem stundum einkennir mína hegðun og mína raunveru. Númer eitt, ég á það til að bera með mér fullmótaða skoðun á einhverju áður en ég almennilega kynni mér til hlítar. Líklega er ástæðan einhver djúpur ótti við að hafa ekki stjórn á aðstæðum, þá stjórn meint að einfaldlega ekki vita. Númer tvö er sú staðreynd sem líklega er fylgifiskur þess ég lauk við að lýsa að ég upplifi oft að ég hafi rangt fyrir mér. Ég sem sagt ber með mér skoðun eða viðhorf í mislangan tíma sem svo ég kemst að við frekari rýni að voru ekki réttar heldur óígrundaðar. En aftur að því að mér dettur svo í hug að lesa þessa blessuðu bók sem mér finnst svo mikið um. Ég sest niður í stofunni eftir að konan mín og barn voru farin að sofa. Svona svolítið eins og ég væri að laumast með subbulegt klámblað í skjóli nætur. Bókin, sem er 62 blaðsíður af teiknimyndasögu var fljótlesin. Í grófum dráttum og í fyrstu bara frekar barnaleg og saklaus saga af Tinna og hundinum hans Tobba í háskalegri svaðilför til og um Kongo. Ástæða ferðarinnar er aldeilis óljós en allt bendir til að Tinni sé á leiðinni á ljónaveiðar. Hann lendir í klemmeríi við gangster sem reynist vera í vinnu fyrir Al Capone frá Chicago. Sá mega ganster hafði augastað á að arðræna gjöfular demantsnámur í Afríku, engar frettir þar. Til að gera langa sögu stutta þá lendir Tinni og Tobbi í miklum hremmingum við dýr og innfædda. Hann drepur talsvert af dýrum þó yfirleitt í sjálfvörn nema kannski apan sem hann drepur til að getað klæðst í feldinn sem dulargerfi í björgunarleiðangri síns ástkæra hundspots.Hann drepur heila hjörð af antilópum, ristir stóra kyrkislöngu á hol, fær apa til að skjóta stóran fíl milli augnana en sjálfur sagar hann tennurnar af. Svokölluð dýraníðs veisla. Í fyrstu virðist hann Tinni ekki koma fram á niðrandi hátt í garð frumbyggja sem eru kynntir sem einfaldir, barnslegir og latir. En ef betur er af gáð og rýnt er aðeins í söguna þá kemur í ljós nýlenduáróðurinn sem skín þarna í gegn. Hvíti maðurinn er teiknaður sem bjargvættur hinna heimsku frumbyggja. Hvíti maðurinn er kynntur sem sá sem kennir blökkumanninum einfalda stærðfræði, ásakar þá um leti og dugleysi. Það virðist á yfirborðinu ekki vera neinn rasismi í gangi en undir niðri er það greinilegt enda bókin skrifuð að ég held um 1930 á hátindi evrópskar nýlendukúgunar og fasisma. Ég hef myndað mér ígrundaða skoðun eftir lestur þessarar bókar. Skoðun mín er sú að bók sem þessi á alls ekki að enda í ruslinu eins og sú sem ég fann. Hana á að kynna fyrir börnum sem heimild. Kynna sem úrelt áróðursrit nýlendu ofbeldisafla. Það á benda á tíma alls ekki svo langt fyrir löngu og bera saman við hvar við erum stödd í dag svo hægt sé fyrir ungmennin að stilla sinn eigin kompás hvað varðar framtíðarsýn. Spyrja okkur hvar við vorum út frá heimildum. Hvar erum við í dag út frá reynslu og svo hvert við stefnum í ósk um betra og kærleiksríkara samfélag manna, óháð húðlit, trú og menningu. Svo þessa bók mun ég ekki fela frá barninu mínu heldur kynna ef áhugi er fyrir hendi og fyrir vikið skila þeirri skömm sem annars dafnar í þögn og myrkri. Þögn og myrkri sem annars þessi bók hefði endað í ef ég ekki hefði fyrir tilviljun fundið hana innan um poka fulla af óhreinum handþurkum. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Gunnar Dan Wiium Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Þetta var athyglisvert örferðarlag. Ferðarlagið byrjar á því að ég fyrir tilviljun finn bók í ruslatunnu þar sem ég vinn. Nánar tiltekið í grunnskóla. Bókin sem um ræðir er bókin Tinni í Kongo. Þarna lá hún innan um ruslapoka eins og aðskotahlutur. Mín fyrstu viðbrögð voru hneykslun því ég vissi undir eins hvað bjó að baki. Það hafði einhver fundið þessa bók í einhverjum af húsakynnum skólans og ákveðið á rétttrúnaðar, pólitískan hátt að koma henni fyrir kattanef. Koma henni úr augsýn saklausra barna ef til vill. Þarna fór mótþróarröskun mín á fullt. Ég hugsaði eins og skot, þessir vinstri sinnuðu veganistar, ég urlast, má ekkert lengur!! Ég tek bókina upp úr ruslinu eins og ég sé að bjarga miklum menningarverðmætum. Fer með hana heim í öruggt skjól frá feministunum. Þar liggur hún í einhvern tíma þar til ég heyri að ný þýðing þessara bókar sé verið að taka niður úr hillum hér og þar. Enn hugsa ég, má ekkert eiginlega?!? Mér dettur svo í hug að kannski væri gott að lesa þessa blessuðu bók. Málið er nefnilega að það er tvennt sem stundum einkennir mína hegðun og mína raunveru. Númer eitt, ég á það til að bera með mér fullmótaða skoðun á einhverju áður en ég almennilega kynni mér til hlítar. Líklega er ástæðan einhver djúpur ótti við að hafa ekki stjórn á aðstæðum, þá stjórn meint að einfaldlega ekki vita. Númer tvö er sú staðreynd sem líklega er fylgifiskur þess ég lauk við að lýsa að ég upplifi oft að ég hafi rangt fyrir mér. Ég sem sagt ber með mér skoðun eða viðhorf í mislangan tíma sem svo ég kemst að við frekari rýni að voru ekki réttar heldur óígrundaðar. En aftur að því að mér dettur svo í hug að lesa þessa blessuðu bók sem mér finnst svo mikið um. Ég sest niður í stofunni eftir að konan mín og barn voru farin að sofa. Svona svolítið eins og ég væri að laumast með subbulegt klámblað í skjóli nætur. Bókin, sem er 62 blaðsíður af teiknimyndasögu var fljótlesin. Í grófum dráttum og í fyrstu bara frekar barnaleg og saklaus saga af Tinna og hundinum hans Tobba í háskalegri svaðilför til og um Kongo. Ástæða ferðarinnar er aldeilis óljós en allt bendir til að Tinni sé á leiðinni á ljónaveiðar. Hann lendir í klemmeríi við gangster sem reynist vera í vinnu fyrir Al Capone frá Chicago. Sá mega ganster hafði augastað á að arðræna gjöfular demantsnámur í Afríku, engar frettir þar. Til að gera langa sögu stutta þá lendir Tinni og Tobbi í miklum hremmingum við dýr og innfædda. Hann drepur talsvert af dýrum þó yfirleitt í sjálfvörn nema kannski apan sem hann drepur til að getað klæðst í feldinn sem dulargerfi í björgunarleiðangri síns ástkæra hundspots.Hann drepur heila hjörð af antilópum, ristir stóra kyrkislöngu á hol, fær apa til að skjóta stóran fíl milli augnana en sjálfur sagar hann tennurnar af. Svokölluð dýraníðs veisla. Í fyrstu virðist hann Tinni ekki koma fram á niðrandi hátt í garð frumbyggja sem eru kynntir sem einfaldir, barnslegir og latir. En ef betur er af gáð og rýnt er aðeins í söguna þá kemur í ljós nýlenduáróðurinn sem skín þarna í gegn. Hvíti maðurinn er teiknaður sem bjargvættur hinna heimsku frumbyggja. Hvíti maðurinn er kynntur sem sá sem kennir blökkumanninum einfalda stærðfræði, ásakar þá um leti og dugleysi. Það virðist á yfirborðinu ekki vera neinn rasismi í gangi en undir niðri er það greinilegt enda bókin skrifuð að ég held um 1930 á hátindi evrópskar nýlendukúgunar og fasisma. Ég hef myndað mér ígrundaða skoðun eftir lestur þessarar bókar. Skoðun mín er sú að bók sem þessi á alls ekki að enda í ruslinu eins og sú sem ég fann. Hana á að kynna fyrir börnum sem heimild. Kynna sem úrelt áróðursrit nýlendu ofbeldisafla. Það á benda á tíma alls ekki svo langt fyrir löngu og bera saman við hvar við erum stödd í dag svo hægt sé fyrir ungmennin að stilla sinn eigin kompás hvað varðar framtíðarsýn. Spyrja okkur hvar við vorum út frá heimildum. Hvar erum við í dag út frá reynslu og svo hvert við stefnum í ósk um betra og kærleiksríkara samfélag manna, óháð húðlit, trú og menningu. Svo þessa bók mun ég ekki fela frá barninu mínu heldur kynna ef áhugi er fyrir hendi og fyrir vikið skila þeirri skömm sem annars dafnar í þögn og myrkri. Þögn og myrkri sem annars þessi bók hefði endað í ef ég ekki hefði fyrir tilviljun fundið hana innan um poka fulla af óhreinum handþurkum. Höfundur er smíðakennari.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar