Tinni vildi kannski aldrei vera í Kongo Gunnar Dan Wiium skrifar 24. nóvember 2020 13:00 Þetta var athyglisvert örferðarlag. Ferðarlagið byrjar á því að ég fyrir tilviljun finn bók í ruslatunnu þar sem ég vinn. Nánar tiltekið í grunnskóla. Bókin sem um ræðir er bókin Tinni í Kongo. Þarna lá hún innan um ruslapoka eins og aðskotahlutur. Mín fyrstu viðbrögð voru hneykslun því ég vissi undir eins hvað bjó að baki. Það hafði einhver fundið þessa bók í einhverjum af húsakynnum skólans og ákveðið á rétttrúnaðar, pólitískan hátt að koma henni fyrir kattanef. Koma henni úr augsýn saklausra barna ef til vill. Þarna fór mótþróarröskun mín á fullt. Ég hugsaði eins og skot, þessir vinstri sinnuðu veganistar, ég urlast, má ekkert lengur!! Ég tek bókina upp úr ruslinu eins og ég sé að bjarga miklum menningarverðmætum. Fer með hana heim í öruggt skjól frá feministunum. Þar liggur hún í einhvern tíma þar til ég heyri að ný þýðing þessara bókar sé verið að taka niður úr hillum hér og þar. Enn hugsa ég, má ekkert eiginlega?!? Mér dettur svo í hug að kannski væri gott að lesa þessa blessuðu bók. Málið er nefnilega að það er tvennt sem stundum einkennir mína hegðun og mína raunveru. Númer eitt, ég á það til að bera með mér fullmótaða skoðun á einhverju áður en ég almennilega kynni mér til hlítar. Líklega er ástæðan einhver djúpur ótti við að hafa ekki stjórn á aðstæðum, þá stjórn meint að einfaldlega ekki vita. Númer tvö er sú staðreynd sem líklega er fylgifiskur þess ég lauk við að lýsa að ég upplifi oft að ég hafi rangt fyrir mér. Ég sem sagt ber með mér skoðun eða viðhorf í mislangan tíma sem svo ég kemst að við frekari rýni að voru ekki réttar heldur óígrundaðar. En aftur að því að mér dettur svo í hug að lesa þessa blessuðu bók sem mér finnst svo mikið um. Ég sest niður í stofunni eftir að konan mín og barn voru farin að sofa. Svona svolítið eins og ég væri að laumast með subbulegt klámblað í skjóli nætur. Bókin, sem er 62 blaðsíður af teiknimyndasögu var fljótlesin. Í grófum dráttum og í fyrstu bara frekar barnaleg og saklaus saga af Tinna og hundinum hans Tobba í háskalegri svaðilför til og um Kongo. Ástæða ferðarinnar er aldeilis óljós en allt bendir til að Tinni sé á leiðinni á ljónaveiðar. Hann lendir í klemmeríi við gangster sem reynist vera í vinnu fyrir Al Capone frá Chicago. Sá mega ganster hafði augastað á að arðræna gjöfular demantsnámur í Afríku, engar frettir þar. Til að gera langa sögu stutta þá lendir Tinni og Tobbi í miklum hremmingum við dýr og innfædda. Hann drepur talsvert af dýrum þó yfirleitt í sjálfvörn nema kannski apan sem hann drepur til að getað klæðst í feldinn sem dulargerfi í björgunarleiðangri síns ástkæra hundspots.Hann drepur heila hjörð af antilópum, ristir stóra kyrkislöngu á hol, fær apa til að skjóta stóran fíl milli augnana en sjálfur sagar hann tennurnar af. Svokölluð dýraníðs veisla. Í fyrstu virðist hann Tinni ekki koma fram á niðrandi hátt í garð frumbyggja sem eru kynntir sem einfaldir, barnslegir og latir. En ef betur er af gáð og rýnt er aðeins í söguna þá kemur í ljós nýlenduáróðurinn sem skín þarna í gegn. Hvíti maðurinn er teiknaður sem bjargvættur hinna heimsku frumbyggja. Hvíti maðurinn er kynntur sem sá sem kennir blökkumanninum einfalda stærðfræði, ásakar þá um leti og dugleysi. Það virðist á yfirborðinu ekki vera neinn rasismi í gangi en undir niðri er það greinilegt enda bókin skrifuð að ég held um 1930 á hátindi evrópskar nýlendukúgunar og fasisma. Ég hef myndað mér ígrundaða skoðun eftir lestur þessarar bókar. Skoðun mín er sú að bók sem þessi á alls ekki að enda í ruslinu eins og sú sem ég fann. Hana á að kynna fyrir börnum sem heimild. Kynna sem úrelt áróðursrit nýlendu ofbeldisafla. Það á benda á tíma alls ekki svo langt fyrir löngu og bera saman við hvar við erum stödd í dag svo hægt sé fyrir ungmennin að stilla sinn eigin kompás hvað varðar framtíðarsýn. Spyrja okkur hvar við vorum út frá heimildum. Hvar erum við í dag út frá reynslu og svo hvert við stefnum í ósk um betra og kærleiksríkara samfélag manna, óháð húðlit, trú og menningu. Svo þessa bók mun ég ekki fela frá barninu mínu heldur kynna ef áhugi er fyrir hendi og fyrir vikið skila þeirri skömm sem annars dafnar í þögn og myrkri. Þögn og myrkri sem annars þessi bók hefði endað í ef ég ekki hefði fyrir tilviljun fundið hana innan um poka fulla af óhreinum handþurkum. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Gunnar Dan Wiium Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta var athyglisvert örferðarlag. Ferðarlagið byrjar á því að ég fyrir tilviljun finn bók í ruslatunnu þar sem ég vinn. Nánar tiltekið í grunnskóla. Bókin sem um ræðir er bókin Tinni í Kongo. Þarna lá hún innan um ruslapoka eins og aðskotahlutur. Mín fyrstu viðbrögð voru hneykslun því ég vissi undir eins hvað bjó að baki. Það hafði einhver fundið þessa bók í einhverjum af húsakynnum skólans og ákveðið á rétttrúnaðar, pólitískan hátt að koma henni fyrir kattanef. Koma henni úr augsýn saklausra barna ef til vill. Þarna fór mótþróarröskun mín á fullt. Ég hugsaði eins og skot, þessir vinstri sinnuðu veganistar, ég urlast, má ekkert lengur!! Ég tek bókina upp úr ruslinu eins og ég sé að bjarga miklum menningarverðmætum. Fer með hana heim í öruggt skjól frá feministunum. Þar liggur hún í einhvern tíma þar til ég heyri að ný þýðing þessara bókar sé verið að taka niður úr hillum hér og þar. Enn hugsa ég, má ekkert eiginlega?!? Mér dettur svo í hug að kannski væri gott að lesa þessa blessuðu bók. Málið er nefnilega að það er tvennt sem stundum einkennir mína hegðun og mína raunveru. Númer eitt, ég á það til að bera með mér fullmótaða skoðun á einhverju áður en ég almennilega kynni mér til hlítar. Líklega er ástæðan einhver djúpur ótti við að hafa ekki stjórn á aðstæðum, þá stjórn meint að einfaldlega ekki vita. Númer tvö er sú staðreynd sem líklega er fylgifiskur þess ég lauk við að lýsa að ég upplifi oft að ég hafi rangt fyrir mér. Ég sem sagt ber með mér skoðun eða viðhorf í mislangan tíma sem svo ég kemst að við frekari rýni að voru ekki réttar heldur óígrundaðar. En aftur að því að mér dettur svo í hug að lesa þessa blessuðu bók sem mér finnst svo mikið um. Ég sest niður í stofunni eftir að konan mín og barn voru farin að sofa. Svona svolítið eins og ég væri að laumast með subbulegt klámblað í skjóli nætur. Bókin, sem er 62 blaðsíður af teiknimyndasögu var fljótlesin. Í grófum dráttum og í fyrstu bara frekar barnaleg og saklaus saga af Tinna og hundinum hans Tobba í háskalegri svaðilför til og um Kongo. Ástæða ferðarinnar er aldeilis óljós en allt bendir til að Tinni sé á leiðinni á ljónaveiðar. Hann lendir í klemmeríi við gangster sem reynist vera í vinnu fyrir Al Capone frá Chicago. Sá mega ganster hafði augastað á að arðræna gjöfular demantsnámur í Afríku, engar frettir þar. Til að gera langa sögu stutta þá lendir Tinni og Tobbi í miklum hremmingum við dýr og innfædda. Hann drepur talsvert af dýrum þó yfirleitt í sjálfvörn nema kannski apan sem hann drepur til að getað klæðst í feldinn sem dulargerfi í björgunarleiðangri síns ástkæra hundspots.Hann drepur heila hjörð af antilópum, ristir stóra kyrkislöngu á hol, fær apa til að skjóta stóran fíl milli augnana en sjálfur sagar hann tennurnar af. Svokölluð dýraníðs veisla. Í fyrstu virðist hann Tinni ekki koma fram á niðrandi hátt í garð frumbyggja sem eru kynntir sem einfaldir, barnslegir og latir. En ef betur er af gáð og rýnt er aðeins í söguna þá kemur í ljós nýlenduáróðurinn sem skín þarna í gegn. Hvíti maðurinn er teiknaður sem bjargvættur hinna heimsku frumbyggja. Hvíti maðurinn er kynntur sem sá sem kennir blökkumanninum einfalda stærðfræði, ásakar þá um leti og dugleysi. Það virðist á yfirborðinu ekki vera neinn rasismi í gangi en undir niðri er það greinilegt enda bókin skrifuð að ég held um 1930 á hátindi evrópskar nýlendukúgunar og fasisma. Ég hef myndað mér ígrundaða skoðun eftir lestur þessarar bókar. Skoðun mín er sú að bók sem þessi á alls ekki að enda í ruslinu eins og sú sem ég fann. Hana á að kynna fyrir börnum sem heimild. Kynna sem úrelt áróðursrit nýlendu ofbeldisafla. Það á benda á tíma alls ekki svo langt fyrir löngu og bera saman við hvar við erum stödd í dag svo hægt sé fyrir ungmennin að stilla sinn eigin kompás hvað varðar framtíðarsýn. Spyrja okkur hvar við vorum út frá heimildum. Hvar erum við í dag út frá reynslu og svo hvert við stefnum í ósk um betra og kærleiksríkara samfélag manna, óháð húðlit, trú og menningu. Svo þessa bók mun ég ekki fela frá barninu mínu heldur kynna ef áhugi er fyrir hendi og fyrir vikið skila þeirri skömm sem annars dafnar í þögn og myrkri. Þögn og myrkri sem annars þessi bók hefði endað í ef ég ekki hefði fyrir tilviljun fundið hana innan um poka fulla af óhreinum handþurkum. Höfundur er smíðakennari.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar