Látum raddir barna heyrast! Arnar Snær, Finnur Ricart og Pétur Már skrifa 20. nóvember 2020 13:00 Í dag, 20. nóvember, er alþjóðlegi dagur barna sem og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þessi dagur er mikilvægur meðal annars vegna þess að við fögnum því að 193 lönd hafa undirritað Barnasáttmálann sem gerir hann að þeim mannréttindasáttmála sem hefur verið samþykktur af flestum ríkjum í heiminum. Á þessum degi er þess vegna tilvalið að vekja athygli á mikilvægi þess að það sé hlustað á raddir ungs fólks, eins og kveður á um í 12. grein sáttmálans, sérstaklega þegar stórar breytingar eiga sér stað sem varða börn og annað ungt fólk. Síðan sáttmálinn var samþykktur árið 1989 hefur miklum árangri verið náð í málum réttinda barna, og tilvalið dæmi um þetta er að við, sem skrifum þessa grein, erum í Ungmennaráði heimsmarkmiðanna. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum ungmennaráðum á Íslandi, sem eru samkvæmt okkar rannsóknum 295 talsins. Þessi ráð eru kjörinn vettvangur til að börn fái að tjá sig um mál sem þau varða. Hins vegar er enn margt sem hægt er að bæta svo sem það sem er tekið fram í 2. grein sáttmálans sem segir að öll börn, óháð kyni, litarhætti, trúar og öðrum persónulegum sérkennum, eigi að njóta réttinda Barnasáttmálans. Þrátt fyrir að Ísland sé að standa sig vel, þurfum við líka að vera meðvituð um það sem er að gerast í öðrum löndum varðandi réttindi barna. Með því að halda góðu starfi gangandi hér á Íslandi getum við veitt öðrum löndum innblástur til að vinna að bjartri framtíð barna um allan heim. Annað sem við Íslendingar getum gert til að hjálpa til við að uppfylla réttindi barna allstaðar í heiminum er að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þessi markmið eru leiðbeiningar sem hjálpa okkur að vinna að sjálfbærri framtíð þannig að þeir sem eru börn í dag geti lifað heilbrigðu og hamingjusömu lífi til frambúðar. Með því að minka kolefnissporið okkar þegar kemur að því hvað við borðum eða hvernig við ferðumst vinnum við að heimsmarkmiði 13 og getum þannig haft bein jákvæð áhrif á lífsástand barna í öðrum löndum í heiminum þar sem náttúruhamfarir eru að versna vegna hamfarahlýnunar. Svona má tengja öll 17 heimsmarkmiðin við réttindi barna og ættu allir að leggja sig fram um að vinna að þeim. Á tímum sem þessum er sérstaklega mikilvægt að við stöndum saman og gætum að lýð- og geðheilsu barna. Covid-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á börn og unglinga. Til dæmis hafa fjöldatakmarkanir komið í veg fyrir að börn geti hisst án grímu og spjallað eða tekið þátt í tómstundum. Okkur finnst að meira gæti verið gert til að upplýsa börn, á jákvæðan og hvetjandi hátt, um hvað þau geti gert til að viðhalda góðri heilsu svo sem að hreyfa sig reglulega eða njóta útivistar. Einnig er mikilvægt að vera ekki dómharður við börn og leifa þeim að læra af eigin mistökum þar sem þau verða miklu þroskaðar og heilbrigðari einstaklingar þannig. Við viljum óska öllum börnum til hamingju með þennan dag og hvetja börnin sem eru að lesa þetta til að kynna sér réttindi sín og láta skoðanir ykkar heyrast. Nýtum okkur þau réttindi sem við höfum til að tjá okkur um mikilvæg málefni sem varða okkur nú og munu varða okkur í farmtíðinni, það er ekki sjálfgefið. Lesa má barnasáttmálann í heild sinni inni á vefsíðu Umboðsmanns barna (barn.is). Fyrir hönd Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna, Arnar Snær, Finnur Ricart og Pétur Már. Skrifað af meðlimum Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna í tilefni af degi mannréttinda barna 20. nóvember. Dagurinn er haldinn til heiðurs undirritunar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á allsherjarþingi SÞ þennan dag árið 1989. Ný íslensk heimasíða um Barnasáttmálann opnaði í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Finnur Ricart Andrason Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Í dag, 20. nóvember, er alþjóðlegi dagur barna sem og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þessi dagur er mikilvægur meðal annars vegna þess að við fögnum því að 193 lönd hafa undirritað Barnasáttmálann sem gerir hann að þeim mannréttindasáttmála sem hefur verið samþykktur af flestum ríkjum í heiminum. Á þessum degi er þess vegna tilvalið að vekja athygli á mikilvægi þess að það sé hlustað á raddir ungs fólks, eins og kveður á um í 12. grein sáttmálans, sérstaklega þegar stórar breytingar eiga sér stað sem varða börn og annað ungt fólk. Síðan sáttmálinn var samþykktur árið 1989 hefur miklum árangri verið náð í málum réttinda barna, og tilvalið dæmi um þetta er að við, sem skrifum þessa grein, erum í Ungmennaráði heimsmarkmiðanna. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum ungmennaráðum á Íslandi, sem eru samkvæmt okkar rannsóknum 295 talsins. Þessi ráð eru kjörinn vettvangur til að börn fái að tjá sig um mál sem þau varða. Hins vegar er enn margt sem hægt er að bæta svo sem það sem er tekið fram í 2. grein sáttmálans sem segir að öll börn, óháð kyni, litarhætti, trúar og öðrum persónulegum sérkennum, eigi að njóta réttinda Barnasáttmálans. Þrátt fyrir að Ísland sé að standa sig vel, þurfum við líka að vera meðvituð um það sem er að gerast í öðrum löndum varðandi réttindi barna. Með því að halda góðu starfi gangandi hér á Íslandi getum við veitt öðrum löndum innblástur til að vinna að bjartri framtíð barna um allan heim. Annað sem við Íslendingar getum gert til að hjálpa til við að uppfylla réttindi barna allstaðar í heiminum er að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þessi markmið eru leiðbeiningar sem hjálpa okkur að vinna að sjálfbærri framtíð þannig að þeir sem eru börn í dag geti lifað heilbrigðu og hamingjusömu lífi til frambúðar. Með því að minka kolefnissporið okkar þegar kemur að því hvað við borðum eða hvernig við ferðumst vinnum við að heimsmarkmiði 13 og getum þannig haft bein jákvæð áhrif á lífsástand barna í öðrum löndum í heiminum þar sem náttúruhamfarir eru að versna vegna hamfarahlýnunar. Svona má tengja öll 17 heimsmarkmiðin við réttindi barna og ættu allir að leggja sig fram um að vinna að þeim. Á tímum sem þessum er sérstaklega mikilvægt að við stöndum saman og gætum að lýð- og geðheilsu barna. Covid-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á börn og unglinga. Til dæmis hafa fjöldatakmarkanir komið í veg fyrir að börn geti hisst án grímu og spjallað eða tekið þátt í tómstundum. Okkur finnst að meira gæti verið gert til að upplýsa börn, á jákvæðan og hvetjandi hátt, um hvað þau geti gert til að viðhalda góðri heilsu svo sem að hreyfa sig reglulega eða njóta útivistar. Einnig er mikilvægt að vera ekki dómharður við börn og leifa þeim að læra af eigin mistökum þar sem þau verða miklu þroskaðar og heilbrigðari einstaklingar þannig. Við viljum óska öllum börnum til hamingju með þennan dag og hvetja börnin sem eru að lesa þetta til að kynna sér réttindi sín og láta skoðanir ykkar heyrast. Nýtum okkur þau réttindi sem við höfum til að tjá okkur um mikilvæg málefni sem varða okkur nú og munu varða okkur í farmtíðinni, það er ekki sjálfgefið. Lesa má barnasáttmálann í heild sinni inni á vefsíðu Umboðsmanns barna (barn.is). Fyrir hönd Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna, Arnar Snær, Finnur Ricart og Pétur Már. Skrifað af meðlimum Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna í tilefni af degi mannréttinda barna 20. nóvember. Dagurinn er haldinn til heiðurs undirritunar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á allsherjarþingi SÞ þennan dag árið 1989. Ný íslensk heimasíða um Barnasáttmálann opnaði í dag.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun