Baráttan við að ná heilsu: Sjúkraþjálfun eftir Covid-19 Unnur Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2020 09:30 Baráttan við Covid-19 er eitt stærsta verkefni þjóðarinnar og verður enn um sinn. Við fögnum öll fréttum af því að bóluefni séu á leiðinni, sem vonir standa til að veiti góðar varnir gegn veirunni. En jafnvel þó að faraldrinum fari að linna og að lífið færist smám saman í eðlilegt horf á ný þurfum við að takast áfram á við afleiðingar hans. Það er þungbært að hugsa til þess hversu marga veiran hefur lagt að velli og að enn fleiri þurfi að kljást við flókin einkenni og eftirköst þessa sjúkdóms. Við erum að læra hvernig veiran hagar sér – hvaða áhrif hún hefur á fólk. Þó margt hafi lærst og áunnist eigum við enn langa leið fyrir höndum. Að vera skugginn af sjálfum sér Það sem við vitum nú þegar er að þeir sem veikst hafa af Covid-19 geta þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins og þær verið af ýmsum toga. Leiðin til betri heilsu getur orðið löng en þá er mikilvægt að njóta stuðnings og sérþekkingar fagstétta. Í nýjum hlaðvarpsþætti „Frá toppi til táar,“ sem Félag sjúkraþjálfara hefur gert, lýsir kraftmikil kona á besta aldri, Margrét Gauja Magnúsdóttir, hvernig hún veiktist snemma í fyrstu bylgju faraldursins og baráttunni fyrir endurheimt heilsunnar. „Ofvirka mamman og fertugi jöklaleiðsögumaðurinn er bara skugginn af sjálfri sér í dag,“ segir Margrét Gauja, sem hefur allan þennan tíma tekist á við flókin einkenni sjúkdómsins. Hún lýsir því hvernig hún fer yfir einhver óskýr mörk í daglegu lífi, verður óskaplega þreytt og missir allt þrek. Fram kemur í viðtalinu að þeir sem eru að takast á við afleiðingar Covid-19 hafi myndað samfélag á Facebook og miðli þar af reynslu sinni. Margrét Gauja segir þennan jafningjastuðning mikilvægan, engar töfralausnir séu komnar, en hún lýsir um leið eftir leiðsögn, eftirfylgni og stuðningi samfélagsins við þá sem hafa veikst og takast nú á við snúnar afleiðingar sjúkdómsins. Það er erfitt að berjast einn Lýsingar fólks á afleiðingum Covid-19 eru ólíkar eftir einstaklingum. Því er mikilvægt að skrá þær sögur, safna upplýsingum um einkennin og fylgjast vel með árangri markvissrar þjálfunar. Þessu lýsir Garðar Guðnason, sjúkraþjálfari á Reykjalundi, vel í áðurnefndum hlaðvarpsþætti. Á Reykjalundi hefur þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsmanna haldið utan um endurhæfingu Covid-sjúklinga. Staða hvers og eins er metin, spurt um einkenni, mælt þol og styrkur kannaður. Verkefnið er vandasamt og bataferlið getur tekið langan tíma. Fólk lýsir mæði og andþrengslum, mikilli þreytu, svima, vöðva- og liðverkjum. Einkennin breytast frá einum tíma til annars og enn vitum við ekki hver áhrifin verða til lengri tíma. Það verður að gefa sér að þetta taki tíma, segir Garðar. Mikilvægt sé að leita aðstoðar fagaðila. „Það er erfitt að standa í þessu einn.“ Endurhæfing skilar árangri Þó að við séum enn að læra á veiruna og um áhrif hennar getum við fagnað því að árangur hefur náðst. Bóluefni eru á leiðinni og stöðugt verður til ný þekking sem nýtist við endurhæfingu sjúklinga. Þar gegnir markviss sjúkraþjálfun stóru hlutverki. Sérþekking sjúkraþjálfara og ekki síður reynsla af nánd við sjúklinga og bataferil þeirra, er dýrmæt í þessu sambandi. Miðað er við að endurhæfing geti hafist um hálfu ári eftir að viðkomandi veikist. Margir sem hafa veikst lenda á vegg þegar þeir hefja bataferilinn, hafa farið of geyst af stað og ofreynt sig. Þá kemur bakslag, bæði líkamlegt og andlegt. Við þessu vara sjúkraþjálfarar og hvetja fólk til að byrja rólega, byggja upp þrek smám saman undir góðri og faglegri leiðsögn. Mikilvægt er að mæla árangurinn: Svona var ástandið. Nú get ég þetta. Þá öðlast maður trú á að heilsan komi aftur og lífið færist í eðlilegt horf. Slóð á hlaðvarpsþáttinn „Frá toppi til táar“. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Unnur Pétursdóttir Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Baráttan við Covid-19 er eitt stærsta verkefni þjóðarinnar og verður enn um sinn. Við fögnum öll fréttum af því að bóluefni séu á leiðinni, sem vonir standa til að veiti góðar varnir gegn veirunni. En jafnvel þó að faraldrinum fari að linna og að lífið færist smám saman í eðlilegt horf á ný þurfum við að takast áfram á við afleiðingar hans. Það er þungbært að hugsa til þess hversu marga veiran hefur lagt að velli og að enn fleiri þurfi að kljást við flókin einkenni og eftirköst þessa sjúkdóms. Við erum að læra hvernig veiran hagar sér – hvaða áhrif hún hefur á fólk. Þó margt hafi lærst og áunnist eigum við enn langa leið fyrir höndum. Að vera skugginn af sjálfum sér Það sem við vitum nú þegar er að þeir sem veikst hafa af Covid-19 geta þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins og þær verið af ýmsum toga. Leiðin til betri heilsu getur orðið löng en þá er mikilvægt að njóta stuðnings og sérþekkingar fagstétta. Í nýjum hlaðvarpsþætti „Frá toppi til táar,“ sem Félag sjúkraþjálfara hefur gert, lýsir kraftmikil kona á besta aldri, Margrét Gauja Magnúsdóttir, hvernig hún veiktist snemma í fyrstu bylgju faraldursins og baráttunni fyrir endurheimt heilsunnar. „Ofvirka mamman og fertugi jöklaleiðsögumaðurinn er bara skugginn af sjálfri sér í dag,“ segir Margrét Gauja, sem hefur allan þennan tíma tekist á við flókin einkenni sjúkdómsins. Hún lýsir því hvernig hún fer yfir einhver óskýr mörk í daglegu lífi, verður óskaplega þreytt og missir allt þrek. Fram kemur í viðtalinu að þeir sem eru að takast á við afleiðingar Covid-19 hafi myndað samfélag á Facebook og miðli þar af reynslu sinni. Margrét Gauja segir þennan jafningjastuðning mikilvægan, engar töfralausnir séu komnar, en hún lýsir um leið eftir leiðsögn, eftirfylgni og stuðningi samfélagsins við þá sem hafa veikst og takast nú á við snúnar afleiðingar sjúkdómsins. Það er erfitt að berjast einn Lýsingar fólks á afleiðingum Covid-19 eru ólíkar eftir einstaklingum. Því er mikilvægt að skrá þær sögur, safna upplýsingum um einkennin og fylgjast vel með árangri markvissrar þjálfunar. Þessu lýsir Garðar Guðnason, sjúkraþjálfari á Reykjalundi, vel í áðurnefndum hlaðvarpsþætti. Á Reykjalundi hefur þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsmanna haldið utan um endurhæfingu Covid-sjúklinga. Staða hvers og eins er metin, spurt um einkenni, mælt þol og styrkur kannaður. Verkefnið er vandasamt og bataferlið getur tekið langan tíma. Fólk lýsir mæði og andþrengslum, mikilli þreytu, svima, vöðva- og liðverkjum. Einkennin breytast frá einum tíma til annars og enn vitum við ekki hver áhrifin verða til lengri tíma. Það verður að gefa sér að þetta taki tíma, segir Garðar. Mikilvægt sé að leita aðstoðar fagaðila. „Það er erfitt að standa í þessu einn.“ Endurhæfing skilar árangri Þó að við séum enn að læra á veiruna og um áhrif hennar getum við fagnað því að árangur hefur náðst. Bóluefni eru á leiðinni og stöðugt verður til ný þekking sem nýtist við endurhæfingu sjúklinga. Þar gegnir markviss sjúkraþjálfun stóru hlutverki. Sérþekking sjúkraþjálfara og ekki síður reynsla af nánd við sjúklinga og bataferil þeirra, er dýrmæt í þessu sambandi. Miðað er við að endurhæfing geti hafist um hálfu ári eftir að viðkomandi veikist. Margir sem hafa veikst lenda á vegg þegar þeir hefja bataferilinn, hafa farið of geyst af stað og ofreynt sig. Þá kemur bakslag, bæði líkamlegt og andlegt. Við þessu vara sjúkraþjálfarar og hvetja fólk til að byrja rólega, byggja upp þrek smám saman undir góðri og faglegri leiðsögn. Mikilvægt er að mæla árangurinn: Svona var ástandið. Nú get ég þetta. Þá öðlast maður trú á að heilsan komi aftur og lífið færist í eðlilegt horf. Slóð á hlaðvarpsþáttinn „Frá toppi til táar“. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun