Leghálskrabbamein heyri sögunni til (með gjaldfrjálsri skimun) Ágúst Ingi Ágústsson og Halla Þorvaldsdóttir skrifa 17. nóvember 2020 15:01 Í dag, þann 17. nóvember 2020 hefst átak WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, til þess að útrýma leghálskrabbameini. Átakið markar tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem sett er það markmið að útrýma ákveðinni tegund krabbameins alls staðar í heiminum og var samþykkt á World Health Assembly í ágúst sl. Markmið WHO er vissulega háleitt en góðu fréttirnar eru ekki langt undan; þetta markmið er nefnilega raunhæft og mun hafa stórkostlega þýðingu fyrir heilsu kvenna um allan heim. Einn besti árangurinn á Íslandi Á Íslandi búum við svo vel að vera í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að árangri skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Dánartíðni á Íslandi er 2 dauðsföll á ári, á hverjar 100.000 konur, sem er sambærilegt við það besta í Evrópu og Norður-Ameríku. Nýgengi á Íslandi eru nú 9,3 tilfelli á hverjar 100.000 konur, sem er ögn lægra hlutfall en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki um skimun fyrir leghálskrabbameini hjá konum en Krabbameinsskráin áætlar að skimun Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands hafi komið í veg fyrir um 500 dauðsföll af völdum leghálskrabbameins frá því skimun hófst árið 1964. Skipulögð bólusetning 12 ára stúlkna fyrir HPV-veirum, sem valda leghálskrabbameini, hófst á Íslandi árið 2011 og mun draga enn frekar úr nýgengi leghálskrabbameins. Á sumum Norðurlöndunum eru drengir einnig bólusettir fyrir HPV-veirum, svo er ekki hér á landi. Gjaldfrjáls skimun skiptir máli Það er staðreynd að þátttaka kvenna í skimunum fyrir leghálskrabbameinum hefur lækkað nokkuð hér á landi allt frá upphafi. Breyting varð á því, frá og með seinni hluta árs 2018 þegar Krabbameinsfélagið greip til sérstakra aðgerða til að auka þátttöku kvenna. Sú aukning hefur viðhaldist, ef frá eru talin áhrif af Covid-19. Komum 23 – 65 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini fjölgaði um 15% milli áranna 2018 og 2019. Afar mikilvægt er að tryggja jafnt aðgengi kvenna að skimun fyrir leghálskrabbameinum. Á Norðurlöndunum, að Íslandi og Noregi undanskildum, er skimun gjaldfrjáls, einmitt til að tryggja að allar konur geti nýtt sér skimunina, óháð efnahag. Krabbameinsfélagið ákvað að gera könnun á því hvort gjaldfrjáls skimun skipti máli, á árinu 2019 og bauð 23 ára konum gjaldfrjálsa skimun. Árangurinn var augljós. Komum þeirra fjölgaði um 36% milli áranna 2018 og 2019. Vegna þess hve árangurinn var mikill ákvað félagið að endurtaka leikinn árið 2020. Það var mögulegt fyrir tilstilli erfðagjafar frá innanhússarkitektinum Láru Vigfúsdóttur frá Vestmannaeyjum. Ástæða er til að staldra við og þakka innilega fyrir gjöfina, sem hefur heldur betur skilað sér beint til ungra kvenna í landinu. Könnun sem gerð var meðal þessara kvenna leiddi í ljós að 95% þeirra sögðu ókeypis skimun hafa hvatt þær sérstaklega til að mæta og 27% sögðust ekki hefðu nýtt sér boð um skimun nema af því að hún var ókeypis. Af þessu má draga þá ályktun að gjaldtaka fyrir skimun dregur verulega úr þátttöku, í það minnsta hjá yngsta hópnum. Enginn vafi leikur á að áframhaldandi skimun og HPV-bólusetning skiptir sköpum varðandi það að útrýma leghálskrabbameini. Tilraun Krabbameinsfélagsins undirstrikar mikilvægi þess að skimunin sé gjaldfrjáls. Skimun fyrir leghálskrabbameini færist til heilsugæslunnar um áramót. Forsvarsfólk hennar hafa lýst yfir að líklega verði hægt að hafa skimunina gjaldfrjálsa fyrir alla, verði fjárveitingar Alþingis til verkefnisins eins og hingað til. Það er í samræmi við tillögur skimunarráðs sem ráðherra hefur tekið undir. Það verður framfaraskref og færir Ísland í hóp með hinum Norðurlandanna sem tryggja jafnt aðgengi með gjaldfrjálsri skimun. Ágúst Ingi Ágústsson er sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Í dag, þann 17. nóvember 2020 hefst átak WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, til þess að útrýma leghálskrabbameini. Átakið markar tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem sett er það markmið að útrýma ákveðinni tegund krabbameins alls staðar í heiminum og var samþykkt á World Health Assembly í ágúst sl. Markmið WHO er vissulega háleitt en góðu fréttirnar eru ekki langt undan; þetta markmið er nefnilega raunhæft og mun hafa stórkostlega þýðingu fyrir heilsu kvenna um allan heim. Einn besti árangurinn á Íslandi Á Íslandi búum við svo vel að vera í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að árangri skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Dánartíðni á Íslandi er 2 dauðsföll á ári, á hverjar 100.000 konur, sem er sambærilegt við það besta í Evrópu og Norður-Ameríku. Nýgengi á Íslandi eru nú 9,3 tilfelli á hverjar 100.000 konur, sem er ögn lægra hlutfall en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki um skimun fyrir leghálskrabbameini hjá konum en Krabbameinsskráin áætlar að skimun Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands hafi komið í veg fyrir um 500 dauðsföll af völdum leghálskrabbameins frá því skimun hófst árið 1964. Skipulögð bólusetning 12 ára stúlkna fyrir HPV-veirum, sem valda leghálskrabbameini, hófst á Íslandi árið 2011 og mun draga enn frekar úr nýgengi leghálskrabbameins. Á sumum Norðurlöndunum eru drengir einnig bólusettir fyrir HPV-veirum, svo er ekki hér á landi. Gjaldfrjáls skimun skiptir máli Það er staðreynd að þátttaka kvenna í skimunum fyrir leghálskrabbameinum hefur lækkað nokkuð hér á landi allt frá upphafi. Breyting varð á því, frá og með seinni hluta árs 2018 þegar Krabbameinsfélagið greip til sérstakra aðgerða til að auka þátttöku kvenna. Sú aukning hefur viðhaldist, ef frá eru talin áhrif af Covid-19. Komum 23 – 65 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini fjölgaði um 15% milli áranna 2018 og 2019. Afar mikilvægt er að tryggja jafnt aðgengi kvenna að skimun fyrir leghálskrabbameinum. Á Norðurlöndunum, að Íslandi og Noregi undanskildum, er skimun gjaldfrjáls, einmitt til að tryggja að allar konur geti nýtt sér skimunina, óháð efnahag. Krabbameinsfélagið ákvað að gera könnun á því hvort gjaldfrjáls skimun skipti máli, á árinu 2019 og bauð 23 ára konum gjaldfrjálsa skimun. Árangurinn var augljós. Komum þeirra fjölgaði um 36% milli áranna 2018 og 2019. Vegna þess hve árangurinn var mikill ákvað félagið að endurtaka leikinn árið 2020. Það var mögulegt fyrir tilstilli erfðagjafar frá innanhússarkitektinum Láru Vigfúsdóttur frá Vestmannaeyjum. Ástæða er til að staldra við og þakka innilega fyrir gjöfina, sem hefur heldur betur skilað sér beint til ungra kvenna í landinu. Könnun sem gerð var meðal þessara kvenna leiddi í ljós að 95% þeirra sögðu ókeypis skimun hafa hvatt þær sérstaklega til að mæta og 27% sögðust ekki hefðu nýtt sér boð um skimun nema af því að hún var ókeypis. Af þessu má draga þá ályktun að gjaldtaka fyrir skimun dregur verulega úr þátttöku, í það minnsta hjá yngsta hópnum. Enginn vafi leikur á að áframhaldandi skimun og HPV-bólusetning skiptir sköpum varðandi það að útrýma leghálskrabbameini. Tilraun Krabbameinsfélagsins undirstrikar mikilvægi þess að skimunin sé gjaldfrjáls. Skimun fyrir leghálskrabbameini færist til heilsugæslunnar um áramót. Forsvarsfólk hennar hafa lýst yfir að líklega verði hægt að hafa skimunina gjaldfrjálsa fyrir alla, verði fjárveitingar Alþingis til verkefnisins eins og hingað til. Það er í samræmi við tillögur skimunarráðs sem ráðherra hefur tekið undir. Það verður framfaraskref og færir Ísland í hóp með hinum Norðurlandanna sem tryggja jafnt aðgengi með gjaldfrjálsri skimun. Ágúst Ingi Ágústsson er sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun