Skiptir þverun Grunnafjarðar máli? Guðjón S. Brjánsson skrifar 15. nóvember 2020 13:27 Fyrr á árinu lagði ég fram fyrirspurn í nokkrum liðum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á Alþingi um þverun Grunnafjarðar og hvaða möguleikar standi þar til boða. Í svari ráðherra kom fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall hafi ekkert verið skoðuð á vegum Vegagerðarinnar síðasta áratug en nú stæði til að skoða málin í ljósi tvöföldunar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem eru á samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Aukið umferðaröryggi og færri gatnamót Fram kemur í svari ráðherra, að mat Vegagerðarinnar sé að miklar líkur séu á að veglína um mynni Grunnafjarðar sé þjóðhagslega hagkvæm, sérstaklega vegna styttingar milli Akraness og Borgarness. Enn fremur eru miklar líkur á að umferðaröryggi verði meira á nýrri leið heldur en á breikkuðum núverandi vegi. Það er bæði vegna hagstæðari legu, áhrifa á umferðaröryggi og færri tenginga. Sem dæmi yrðu um þrjátíu vegslóðar og varasöm gatnamót á leiðinni upp í Borgarnes úr sögunni. Grunnafjarðarleiðin getur þannig stytt hringveginn mest um einn kílómetra. Stytting milli stóru þéttbýlisstaðanna Akraness og Borgarness er hins vegar um sjö kílómetrar. Í greinargerð VSÓ-ráðgjafar frá árinu 2009 er auk þess sett fram sú niðurstaða veðurfræðings að veðurfar á nýju vegstæði muni að öllum líkindum stuðla að auknu öryggi. Það er helst vegna þess að þau tilfelli þar sem saman fara ofsaveður og hálka verða færri. Lauslega áætlaður kostnaður við þverun Grunnafjarðar og færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall er metinn á 9.000 millj. kr. Kostnaður við breikkun vegarins í núverandi vegstæði hefur hins vegar verið metinn á 8.000 millj. kr. Horft til framtíðar Í fyrirspurninni kemur skýrt fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall er framkvæmd sem er bæði möguleg og hefur ákveðna kosti. Akranes hefði betri möguleika á auknum viðskiptum ef þjóðvegurinn færi skammt hjá sveitarfélaginu, bæði ferðamenn og aðra gesti sem verslun og fyrirtæki nytu góðs af. Á móti er klárt mál að skoða þarf þessar hugsanlegu framkvæmdir með tilliti til umhverfissjónarmiða og náttúruverndar og fram þarf að fara heildstætt umhverfismat. Ekki má slá af kröfum hvað það varðar en niðurstöður Vegagerðarinnar benda til að þær megi uppfylla með mjög ásættanlegum hætti. Þetta yrðu umfangsmiklar framkvæmdir sem þarf að vinna mjög vel að. Tökum umræðuna Þessari grein er ætlað að opna á mikilvægu umræðu og hvetja fólk til þess að ræða um þetta álitamál og meta fjölþætta hagsmuni. Öll umræða er af hinu góða og til þess fallin að virkja fólk til þátttöku um hagsmunamál í sínu nærumhverfi. Umfangsmiklar framkvæmdir eru þegar á teikniborði Vegagerðarinnar á þeirri samgönguleið sem um ræðir. Því er það einmitt tímabært nú að fjalla um þessa valkosti sem falla raunar mjög vel að stefnu stjórnvalda um stækkun og eflingu sveitastjórnarstigsins sem líka er mikið hagsmunamál íbúanna á svæðinu. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Akranes Borgarbyggð Samgöngur Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu lagði ég fram fyrirspurn í nokkrum liðum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á Alþingi um þverun Grunnafjarðar og hvaða möguleikar standi þar til boða. Í svari ráðherra kom fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall hafi ekkert verið skoðuð á vegum Vegagerðarinnar síðasta áratug en nú stæði til að skoða málin í ljósi tvöföldunar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem eru á samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Aukið umferðaröryggi og færri gatnamót Fram kemur í svari ráðherra, að mat Vegagerðarinnar sé að miklar líkur séu á að veglína um mynni Grunnafjarðar sé þjóðhagslega hagkvæm, sérstaklega vegna styttingar milli Akraness og Borgarness. Enn fremur eru miklar líkur á að umferðaröryggi verði meira á nýrri leið heldur en á breikkuðum núverandi vegi. Það er bæði vegna hagstæðari legu, áhrifa á umferðaröryggi og færri tenginga. Sem dæmi yrðu um þrjátíu vegslóðar og varasöm gatnamót á leiðinni upp í Borgarnes úr sögunni. Grunnafjarðarleiðin getur þannig stytt hringveginn mest um einn kílómetra. Stytting milli stóru þéttbýlisstaðanna Akraness og Borgarness er hins vegar um sjö kílómetrar. Í greinargerð VSÓ-ráðgjafar frá árinu 2009 er auk þess sett fram sú niðurstaða veðurfræðings að veðurfar á nýju vegstæði muni að öllum líkindum stuðla að auknu öryggi. Það er helst vegna þess að þau tilfelli þar sem saman fara ofsaveður og hálka verða færri. Lauslega áætlaður kostnaður við þverun Grunnafjarðar og færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall er metinn á 9.000 millj. kr. Kostnaður við breikkun vegarins í núverandi vegstæði hefur hins vegar verið metinn á 8.000 millj. kr. Horft til framtíðar Í fyrirspurninni kemur skýrt fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall er framkvæmd sem er bæði möguleg og hefur ákveðna kosti. Akranes hefði betri möguleika á auknum viðskiptum ef þjóðvegurinn færi skammt hjá sveitarfélaginu, bæði ferðamenn og aðra gesti sem verslun og fyrirtæki nytu góðs af. Á móti er klárt mál að skoða þarf þessar hugsanlegu framkvæmdir með tilliti til umhverfissjónarmiða og náttúruverndar og fram þarf að fara heildstætt umhverfismat. Ekki má slá af kröfum hvað það varðar en niðurstöður Vegagerðarinnar benda til að þær megi uppfylla með mjög ásættanlegum hætti. Þetta yrðu umfangsmiklar framkvæmdir sem þarf að vinna mjög vel að. Tökum umræðuna Þessari grein er ætlað að opna á mikilvægu umræðu og hvetja fólk til þess að ræða um þetta álitamál og meta fjölþætta hagsmuni. Öll umræða er af hinu góða og til þess fallin að virkja fólk til þátttöku um hagsmunamál í sínu nærumhverfi. Umfangsmiklar framkvæmdir eru þegar á teikniborði Vegagerðarinnar á þeirri samgönguleið sem um ræðir. Því er það einmitt tímabært nú að fjalla um þessa valkosti sem falla raunar mjög vel að stefnu stjórnvalda um stækkun og eflingu sveitastjórnarstigsins sem líka er mikið hagsmunamál íbúanna á svæðinu. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun