Nýtt sjúkrahús á Keldum Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 13. nóvember 2020 17:10 Undanfarið hefur verið aukinn þungi í umræðu um að reisa eigi nýtt sjúkrahús á besta stað. Í dag lagði ég fram tillögu þess efnis að fela heilbrigðisráðherra að hefja undirbúning að framtíðaruppbyggingu þjóðarsjúkrahúss á Keldum í Reykjavík. Fyrir því eru nokkrar ástæður en einna helst má taka til þeirrar staðreyndar að núverandi staðsetning Landspítala við Hringbraut er ekki annað en skipulagsslys, ekkert þeirra umferðar- og skipulagsúrræða sem þar er reiknað með er í gildi núna. Aðgengi að sjúkrahúsinu er óviðunandi, sérstaklega vegna bráðatilvika. Einnig er nauðsynlegt að nefna að ekki er gert ráð fyrir að í núverandi viðbyggingu við Hringbraut verði ný geðdeild, heldur á að lagfæra það húsnæði sem fyrir er. Með tillögunni er heilbrigðisráðherra ætlað að leggja fram þarfa- og kostnaðargreiningu, m.a. með tilliti til gæða-, samgöngu-, umferðar- og öryggismála, og hafi samráð við fagaðila við vinnslu hennar. Að þessu sögðu er mikilvægt að hafa í huga að núverandi staðsetning þjóðarsjúkrahússins mun ekki geta sinnt sínu hlutverki svo vel sé vegna staðsetningar og sérstaklega vegna þess að Hringbraut er ekki lengur miðja höfuðborgarsvæðisins þó sú staðsetning hafi þótt hentug fyrir einhverjum árum síðan en þessi tillaga sem nú er um að ræða kveður á um að samhliða undirbúningi á framtíðarstaðsetningu nýs þjóðarsjúkrahúss verði kannaður fýsileiki þess að nýta byggingar við Hringbraut undir umdæmissjúkrahús eða hérðassjúkrahús, jafnvel mætti nýta húsnæðið undir heimili fyrir aldraða. Á árunum 2001 – 2008 voru skrifaðar nokkrar álitsgerðir af íslenskum og erlendum aðilum og í flestum þeirra var komist að þeirri niðurstöðu að best væri að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús frá grunni á nýjum stað. Sérfræðingarnir sem sömdu álitin töldu hins vegar að ef ekki væri hægt að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni á nýjum stað væri best að byggja við sjúkrahúsið í Fossvogi eða við gamla Landspítalann við Hringbraut, semsagt valinn var næst besti eða þriðji bestu kosturinn til uppbyggingar og niðurstaðan, að byggja við Landspítalann við Hringbraut, var byggð á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001–2024 en allar forsendur skipulagsins virðast brostnar og það verður ekki litið framhjá því að aðgengi að Hringbraut getur skapað óöryggi hjá þeim sem þurfa á bráðaþjónustu að halda. Auk þessara álitsgerða var gefin út skýrsla sem unnin var af Háskólanum á Bifröst og Rannsóknastofnun atvinnulífsins fyrir Samtök atvinnulífsins, þessi skýrsla kom fram í nóvember 2015 og þar kom fram, m.a. fram að Hringbraut hentaði ekki sem framtíðarstaðsetning þjóðarsjúkrahúss og að fjárhagslegur ávinningur annarrar staðsetningar væri töluverður. Á þessi sjónarmið hafa stjórnvöld ekki hlustað, þau hlustuðu heldur ekki á Samtökin um betri spítala á betri stað þegar þau gáfu út skýrslu sama ár sem tók til að hagkvæmast væri að reisa nýjan spítala á öðrum stað og sérstaklega var tekið til þess að búsetumiðja höfuðborgarsvæðisins skipti máli ásamt aðgengi að meginumferðaræðum. Atburðir síðustu misserin hafa auk þess kallað á endurskoðun þess efnis að hafa bæði 2. stigs þjónustu og 3. stigs þjónustu á sama stað með tilheyrandi truflun á gangverkinu. Staðsetning sjúkrahússins snýst því ekki aðeins um skipulag og byggingar, sjúkrahús snúast líka um tilfinningar, líf og dauða, gleði og sorg og þess vegna er mikilvægt að vandað verði til verka. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið aukinn þungi í umræðu um að reisa eigi nýtt sjúkrahús á besta stað. Í dag lagði ég fram tillögu þess efnis að fela heilbrigðisráðherra að hefja undirbúning að framtíðaruppbyggingu þjóðarsjúkrahúss á Keldum í Reykjavík. Fyrir því eru nokkrar ástæður en einna helst má taka til þeirrar staðreyndar að núverandi staðsetning Landspítala við Hringbraut er ekki annað en skipulagsslys, ekkert þeirra umferðar- og skipulagsúrræða sem þar er reiknað með er í gildi núna. Aðgengi að sjúkrahúsinu er óviðunandi, sérstaklega vegna bráðatilvika. Einnig er nauðsynlegt að nefna að ekki er gert ráð fyrir að í núverandi viðbyggingu við Hringbraut verði ný geðdeild, heldur á að lagfæra það húsnæði sem fyrir er. Með tillögunni er heilbrigðisráðherra ætlað að leggja fram þarfa- og kostnaðargreiningu, m.a. með tilliti til gæða-, samgöngu-, umferðar- og öryggismála, og hafi samráð við fagaðila við vinnslu hennar. Að þessu sögðu er mikilvægt að hafa í huga að núverandi staðsetning þjóðarsjúkrahússins mun ekki geta sinnt sínu hlutverki svo vel sé vegna staðsetningar og sérstaklega vegna þess að Hringbraut er ekki lengur miðja höfuðborgarsvæðisins þó sú staðsetning hafi þótt hentug fyrir einhverjum árum síðan en þessi tillaga sem nú er um að ræða kveður á um að samhliða undirbúningi á framtíðarstaðsetningu nýs þjóðarsjúkrahúss verði kannaður fýsileiki þess að nýta byggingar við Hringbraut undir umdæmissjúkrahús eða hérðassjúkrahús, jafnvel mætti nýta húsnæðið undir heimili fyrir aldraða. Á árunum 2001 – 2008 voru skrifaðar nokkrar álitsgerðir af íslenskum og erlendum aðilum og í flestum þeirra var komist að þeirri niðurstöðu að best væri að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús frá grunni á nýjum stað. Sérfræðingarnir sem sömdu álitin töldu hins vegar að ef ekki væri hægt að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni á nýjum stað væri best að byggja við sjúkrahúsið í Fossvogi eða við gamla Landspítalann við Hringbraut, semsagt valinn var næst besti eða þriðji bestu kosturinn til uppbyggingar og niðurstaðan, að byggja við Landspítalann við Hringbraut, var byggð á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001–2024 en allar forsendur skipulagsins virðast brostnar og það verður ekki litið framhjá því að aðgengi að Hringbraut getur skapað óöryggi hjá þeim sem þurfa á bráðaþjónustu að halda. Auk þessara álitsgerða var gefin út skýrsla sem unnin var af Háskólanum á Bifröst og Rannsóknastofnun atvinnulífsins fyrir Samtök atvinnulífsins, þessi skýrsla kom fram í nóvember 2015 og þar kom fram, m.a. fram að Hringbraut hentaði ekki sem framtíðarstaðsetning þjóðarsjúkrahúss og að fjárhagslegur ávinningur annarrar staðsetningar væri töluverður. Á þessi sjónarmið hafa stjórnvöld ekki hlustað, þau hlustuðu heldur ekki á Samtökin um betri spítala á betri stað þegar þau gáfu út skýrslu sama ár sem tók til að hagkvæmast væri að reisa nýjan spítala á öðrum stað og sérstaklega var tekið til þess að búsetumiðja höfuðborgarsvæðisins skipti máli ásamt aðgengi að meginumferðaræðum. Atburðir síðustu misserin hafa auk þess kallað á endurskoðun þess efnis að hafa bæði 2. stigs þjónustu og 3. stigs þjónustu á sama stað með tilheyrandi truflun á gangverkinu. Staðsetning sjúkrahússins snýst því ekki aðeins um skipulag og byggingar, sjúkrahús snúast líka um tilfinningar, líf og dauða, gleði og sorg og þess vegna er mikilvægt að vandað verði til verka. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar