Taumlaus græðgi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 13. nóvember 2020 10:01 Nú eru háværar raddir innan bankakerfisins að vextir á íbúðalánum verði að hækka. Nú þegar hefur Íslandsbanki hækkað vexti. En er nauðsynlegt að hækka vexti? Við nánari skoðun og samanburð á þróun vaxtaálags bankanna, í samanburði við fjármögnunarkostnað, sést að svo er alls ekki. Hvert fór lækkun bankaskattsins? Bankarnir hafa í raun margfaldað álagningu sína síðustu ár. Svo mikið að það nemur mörg hundruð prósentum. Þrátt fyrir lækkun bankaskatts hafa lægri vextir og lægri fjármögnunarkostnaður bankanna að mestu farið í vasa þeirra sjálfra. Það má því álykta sem svo bankarnir hafa tekið til sín mesta ávinning vaxtalækkana síðustu ára. Einnig má spyrja um samfélagslega ábyrgð og eigendastefnu stjórnvalda. Hvernig má það vera í árferði sem nú er þar sem óvissa er mikil, og tekjufall einstaklinga og fyrirtækja án fordæma, að bankarnir fari fram með þessum hætti? Þarf græðgin og hagnaðardrifin eigendastefna alltaf að vera í forgrunni? Alveg sama hvernig árar í samfélaginu? Væri til of mikils ætlast að bankarnir og eigendur þeirra (Ríkið) gæfu þau fyrirmæli að vegna stöðunnar, sem hjá mörgum er skelfileg, sé nauðsynlegt að ýta til hliðar arðsemissjónarmiðum og dusta rykið af samfélagslegu ábyrgðinni og taka þannig þátt í að hlífa viðskiptavinum sínum og samfélaginu við hugmyndafræði sem drepur mögulega viðspyrnu þegar birta fer til hagkerfinu? Væri það heimsendir fyrir fjármálakerfið að vera rekið á núlli, eða tapi, í eitt til tvö ár á meðan varnarbáráttan og viðspyrnan á sér stað? Hér má sjá hvernig bankarnir hafa skilað ávinningi samfélagsins af vaxtalækkunum til neytenda. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent á tveimur íbúðalánaflokkum. Hér er samanburður húsnæðisvaxta þriggja stóru íslensku bankanna og þeir settir í samhengi við fjármögnunarkostnað. Með því má fá mat á vaxtaálagi bankanna. Fyrir verðtryggð fasteignalán er stuðst við ávöxtunarkröfu á sértryggðum skuldabréfum bankanna. Fyrir óverðtryggð lán er stuðst við bæði sértryggð skuldabréf en einnig þriggja mánaða REIBOR vexti. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru háværar raddir innan bankakerfisins að vextir á íbúðalánum verði að hækka. Nú þegar hefur Íslandsbanki hækkað vexti. En er nauðsynlegt að hækka vexti? Við nánari skoðun og samanburð á þróun vaxtaálags bankanna, í samanburði við fjármögnunarkostnað, sést að svo er alls ekki. Hvert fór lækkun bankaskattsins? Bankarnir hafa í raun margfaldað álagningu sína síðustu ár. Svo mikið að það nemur mörg hundruð prósentum. Þrátt fyrir lækkun bankaskatts hafa lægri vextir og lægri fjármögnunarkostnaður bankanna að mestu farið í vasa þeirra sjálfra. Það má því álykta sem svo bankarnir hafa tekið til sín mesta ávinning vaxtalækkana síðustu ára. Einnig má spyrja um samfélagslega ábyrgð og eigendastefnu stjórnvalda. Hvernig má það vera í árferði sem nú er þar sem óvissa er mikil, og tekjufall einstaklinga og fyrirtækja án fordæma, að bankarnir fari fram með þessum hætti? Þarf græðgin og hagnaðardrifin eigendastefna alltaf að vera í forgrunni? Alveg sama hvernig árar í samfélaginu? Væri til of mikils ætlast að bankarnir og eigendur þeirra (Ríkið) gæfu þau fyrirmæli að vegna stöðunnar, sem hjá mörgum er skelfileg, sé nauðsynlegt að ýta til hliðar arðsemissjónarmiðum og dusta rykið af samfélagslegu ábyrgðinni og taka þannig þátt í að hlífa viðskiptavinum sínum og samfélaginu við hugmyndafræði sem drepur mögulega viðspyrnu þegar birta fer til hagkerfinu? Væri það heimsendir fyrir fjármálakerfið að vera rekið á núlli, eða tapi, í eitt til tvö ár á meðan varnarbáráttan og viðspyrnan á sér stað? Hér má sjá hvernig bankarnir hafa skilað ávinningi samfélagsins af vaxtalækkunum til neytenda. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent á tveimur íbúðalánaflokkum. Hér er samanburður húsnæðisvaxta þriggja stóru íslensku bankanna og þeir settir í samhengi við fjármögnunarkostnað. Með því má fá mat á vaxtaálagi bankanna. Fyrir verðtryggð fasteignalán er stuðst við ávöxtunarkröfu á sértryggðum skuldabréfum bankanna. Fyrir óverðtryggð lán er stuðst við bæði sértryggð skuldabréf en einnig þriggja mánaða REIBOR vexti. Höfundur er formaður VR.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun