„Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 18:16 Andy Robertson er í stórhlutverki hjá Liverpool en hann er líka fyrirliði skoska landsliðsins sem gæti komist á EM í kvöld. Getty/Andrew Powell Liverpool bakvörðurinn Andy Robertson mun reyna að leiða skoska landsliðið á Evrópumótið í kvöld en á sama tíma og Íslands mætir Ungverjalandi þá spila Skotar einnig um EM sæti þegar þeir mæta Serbum. Liverpool maðurinn Andy Robertson er fyrirliði skoska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem í kvöld getur tryggt sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Leikur Serbíu og Skotlands fer fram í Belgrad klukkan 19.45 í kvöld en það verða engir áhorfendur leyfðir á leiknum. Andy Robertson hefur spilað marga stóra leiki með Liverpool á síðustu árum en hann segir að leikurinn í kvöld sé í hópi með þeim stærstu á hans ferli. ""I was four when Scotland last got to a tournament and my whole generation has missed out ."Scotland captain Andy Robertson has issued a rallying cry ahead of Scotland's Euro 2020 play-off with Serbia. https://t.co/EGyycjyzLL#bbcfootball pic.twitter.com/PrUHypSEGs— BBC Sport (@BBCSport) November 11, 2020 „Við þráum það að komast á stórmót. Við viljum komast þangað og við finnum vel fyrir því hversu mikið þjóðin vill það líka. Auðvitað er pressa en við ætlum að nýta okkur hana á jákvæðan hátt,“ sagði Andy Robertson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skotar hafa beðið í 23 ár eftir að komast á stórmót í fótbolta en síðasta stórmót skoska landsliðsins var HM í Frakklandi sumarið 1998. Skotar komust á sex af sjö heimsmeistarakeppnum frá 1974 til 1998 en einu Evrópumót þjóðarinnar eru EM 1992 í Svíþjóð og EM 1996 í Englandi. „Ég var bara fjögurra ára þegar Skotland komst síðast á stórmót og heil kynslóð er búin að missa af því að sjá landsliðið sitt á stórmóti. Það er auka hvatningu fyrir okkur að geta gefið fimm milljónum manna ástæðu til að brosa heima í Skotland,“ sagði Robertson. „Við viljum líka ná þessu fyrir knattspyrnustjórann okkar. Við vitum hversu miklu hann missti af sem leikmaður og hversu miklu máli þetta myndi skipta hann,“ sagði Robertson. Steve Clarke er þjálfari skoska landsliðsins og undir hans stjórn hefur liðið ekki tapað í átta leikjum í röð. Það var tæpt í undanúrslitunum á móti Ísrael þar sem Skotar þurftu á endanum vítaspyrnukeppni til að landa sigri eftir markalaust jafntefli. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.35 í kvöld. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Liverpool bakvörðurinn Andy Robertson mun reyna að leiða skoska landsliðið á Evrópumótið í kvöld en á sama tíma og Íslands mætir Ungverjalandi þá spila Skotar einnig um EM sæti þegar þeir mæta Serbum. Liverpool maðurinn Andy Robertson er fyrirliði skoska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem í kvöld getur tryggt sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Leikur Serbíu og Skotlands fer fram í Belgrad klukkan 19.45 í kvöld en það verða engir áhorfendur leyfðir á leiknum. Andy Robertson hefur spilað marga stóra leiki með Liverpool á síðustu árum en hann segir að leikurinn í kvöld sé í hópi með þeim stærstu á hans ferli. ""I was four when Scotland last got to a tournament and my whole generation has missed out ."Scotland captain Andy Robertson has issued a rallying cry ahead of Scotland's Euro 2020 play-off with Serbia. https://t.co/EGyycjyzLL#bbcfootball pic.twitter.com/PrUHypSEGs— BBC Sport (@BBCSport) November 11, 2020 „Við þráum það að komast á stórmót. Við viljum komast þangað og við finnum vel fyrir því hversu mikið þjóðin vill það líka. Auðvitað er pressa en við ætlum að nýta okkur hana á jákvæðan hátt,“ sagði Andy Robertson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skotar hafa beðið í 23 ár eftir að komast á stórmót í fótbolta en síðasta stórmót skoska landsliðsins var HM í Frakklandi sumarið 1998. Skotar komust á sex af sjö heimsmeistarakeppnum frá 1974 til 1998 en einu Evrópumót þjóðarinnar eru EM 1992 í Svíþjóð og EM 1996 í Englandi. „Ég var bara fjögurra ára þegar Skotland komst síðast á stórmót og heil kynslóð er búin að missa af því að sjá landsliðið sitt á stórmóti. Það er auka hvatningu fyrir okkur að geta gefið fimm milljónum manna ástæðu til að brosa heima í Skotland,“ sagði Robertson. „Við viljum líka ná þessu fyrir knattspyrnustjórann okkar. Við vitum hversu miklu hann missti af sem leikmaður og hversu miklu máli þetta myndi skipta hann,“ sagði Robertson. Steve Clarke er þjálfari skoska landsliðsins og undir hans stjórn hefur liðið ekki tapað í átta leikjum í röð. Það var tæpt í undanúrslitunum á móti Ísrael þar sem Skotar þurftu á endanum vítaspyrnukeppni til að landa sigri eftir markalaust jafntefli. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.35 í kvöld.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti