Er biðinni eftir réttlæti lokið? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2020 14:01 Nú um nokkurt skeið hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, talað mikið um þann árangur sem ríkisstjórn hennar hefur náð til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa milli handanna. Katrín hefur komið sér upp gagnmerku ríkissvari, spurð um þennan árangur, og ekki síst, út í ummæli hennar frá því fyrir síðustu kosningar, að við eigum ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlæti. En hefur ríkisstjórn hennar deilt út réttlæti eða kökumylsnu? Fyrir nokkrum dögum greip hún til þessa ríkissvars þegar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra hvort hún væri sammála þeim orðum fjármálaráðherra að talsmenn öryrkja grafi undan getu okkar til að styðja við þá sem eru í mestri þörf, og hvort hún komi ekki með í þá vinnu að bretta upp ermar og draga úr skerðingum og tryggja að lífeyrir almannatrygginga fylgi þróun lægstu launa samkvæmt lífskjara samningi. Katrín þakkaði Loga fyrir að vekja athygli á kjörum þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu, og sagðist enn standa við orð sín frá 2017, um að við eigum ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu, „enda hafa fjölmargar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili endurspeglað nákvæmlega þessa áherslu“. Og svo hófst upptalningin. Katrínu talar gjarnan fyrst um lækkun tekjuskatts. Og þá að sú lækkun komi sér nú best fyrir þá lægst launuðu. Það er rétt, svo langt sem það nær. Því miður er lækkunin þannig að þegar tekjur fara niður fyrir 300 þúsund krónur, eru áhrif hennar nánast horfin. Fyrir öryrkja, sem fær fyrir skatt, 265 þúsund og einhverjar krónur, færir skattalækkunin honum 2.951 krónu í auknar ráðstöfunartekjur á mánuði. Þessar upphæðir eiga við nú eftir áramót, þegar skattalækkunin hefur komið að fullu til framkvæmda, og örorkulífeyrir hækkað um 3.6%. Til að setja þessa tölu í samhengi er rétt að benda á að nú um stundir auglýsir veitingastaður nokkur sérstakt tilboð, stór pizza og 2 lítrar af gosi á 2.900. Barnabætur hafa hækkað segir forsætisráðherra. Er það rétt? Stutta svarið er nei. Í fjárlögum ársins 2021 er sama upphæð ætluð til barnabóta og í ár. Í umsögn BSRB við fjárlagafrumvarpið segir að þrátt fyrir að í texta með frumvarpinu sé talað um að hækka barnabætur sjást engin töluleg merki þess, og ekki er lögð til breyting á lögum um tekjuskatt. Skerðingarmörk barnabóta eru áfram 325 þúsund krónur á mánuði, það er aðeins þeir sem hafa lægri laun en 325 þúsund krónur, fá óskertar barnabætur. Nú um áramótin hækka lægstu laun upp í 351 þúsund krónur. Það þýðir að ekki einu sinni þeir sem eru á lægstu launum í þjóðfélaginu fá óskertar barnabætur. Það er nú aldeilis hækkunin. Ráðherra nefnir að skerðing krónu á móti krónu hafi verið minnkuð í 65 aura gegn hverri krónu. Það er, öryrki sem nýtur einhverra atvinnutekna, fær þá heila 35 aura af hverri krónu sem hann vinnur sér inn. En forsætisráðherra er ánægð með árangurinn. Rétt er hér að minna á að öll viðmiðunarmörk í almannatryggingakerfinu, frítekjumörk og eignamörk, hafa verið óbreytt í 10 ár. Frítekjumörk sem eiga að tryggja að eitthvað af tekjum sem öryrkjar vinna sér inn sitji eftir, ættu að hafa tvöfaldast ef þau hefðu fylgt launaþróun. Afleiðingin er því í raun enn harðari skerðingar en voru þegar króna á móti krónu var komið á árið 2010. Forsætisráðherra er vart ánægð með þann árangur. Katrín minnist svo á félagslegan viðbótarstuðning við aldraða. Það segir sig svolítið sjálft að öryrkjar fá ekkert út úr því. En er þó í anda þess sem við höfum barist fyrir. En það fá ekki allir að njóta. Forsætisráðherra fjallar svo um heilbrigðiskerfið, lækkun kostnaðar, bæði í heilsugæslu og tannlækningum. Það ber vissulega að hrósa ríkisstjórninni fyrir aukna niðurgreiðslu tannlækninga og þak á kostnað í heilbrigðisþjónustu. Ljóst er að margir öryrkjar hafa dregið það verulega við sig að fara til tannlæknis. Það er líka ljóst að flestir öryrkjar, heilsu sinnar vegna, þurfa frekar og oftar á þjónusu heilbrigðiskerfisins að halda. Þess vegna kemur lækkun gjalda á sjúklinga þessum hópi vel. Á sama tíma hefur þó verið opnað á það að aukagjöld séu tekin af sjúklingum, líka öryrkjum, aukagjöld sem falla utan greiðsluþátttöku ríkisins. Hér er hægri höndin að gefa en sú vinstri að taka. Þó svo að sjúkraþjálfun sé undir greiðsluþátttökukerfinu eru engir samningar við sjúkraþjálfara í gildi og þá er ónefnt að niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu, sem var samþykkt með lögum í sumar, er ófjármögnuð og engar áætlanir í sjónmáli. Allt er þetta samt mylsna af kökunni. Ekkert hefur verið gert til að leiðrétta þann mikla mun sem orðinn er á örorkulífeyri og lægstu launum. Hann heldur áfram að aukast. Því lengur sem við bíðum með að leiðrétta þessa mismunun, því erfiðara verður verkefnið. Það sem verst er þó, að svo virðist sem forsætisráðherra trúi því statt og stöðugt að réttlæti hafi verið útdeilt. Að fátækt fólk sé ekki lengur að bíða. Höfundur er formaður Örykjabandalagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú um nokkurt skeið hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, talað mikið um þann árangur sem ríkisstjórn hennar hefur náð til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa milli handanna. Katrín hefur komið sér upp gagnmerku ríkissvari, spurð um þennan árangur, og ekki síst, út í ummæli hennar frá því fyrir síðustu kosningar, að við eigum ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlæti. En hefur ríkisstjórn hennar deilt út réttlæti eða kökumylsnu? Fyrir nokkrum dögum greip hún til þessa ríkissvars þegar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði forsætisráðherra hvort hún væri sammála þeim orðum fjármálaráðherra að talsmenn öryrkja grafi undan getu okkar til að styðja við þá sem eru í mestri þörf, og hvort hún komi ekki með í þá vinnu að bretta upp ermar og draga úr skerðingum og tryggja að lífeyrir almannatrygginga fylgi þróun lægstu launa samkvæmt lífskjara samningi. Katrín þakkaði Loga fyrir að vekja athygli á kjörum þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu, og sagðist enn standa við orð sín frá 2017, um að við eigum ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu, „enda hafa fjölmargar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili endurspeglað nákvæmlega þessa áherslu“. Og svo hófst upptalningin. Katrínu talar gjarnan fyrst um lækkun tekjuskatts. Og þá að sú lækkun komi sér nú best fyrir þá lægst launuðu. Það er rétt, svo langt sem það nær. Því miður er lækkunin þannig að þegar tekjur fara niður fyrir 300 þúsund krónur, eru áhrif hennar nánast horfin. Fyrir öryrkja, sem fær fyrir skatt, 265 þúsund og einhverjar krónur, færir skattalækkunin honum 2.951 krónu í auknar ráðstöfunartekjur á mánuði. Þessar upphæðir eiga við nú eftir áramót, þegar skattalækkunin hefur komið að fullu til framkvæmda, og örorkulífeyrir hækkað um 3.6%. Til að setja þessa tölu í samhengi er rétt að benda á að nú um stundir auglýsir veitingastaður nokkur sérstakt tilboð, stór pizza og 2 lítrar af gosi á 2.900. Barnabætur hafa hækkað segir forsætisráðherra. Er það rétt? Stutta svarið er nei. Í fjárlögum ársins 2021 er sama upphæð ætluð til barnabóta og í ár. Í umsögn BSRB við fjárlagafrumvarpið segir að þrátt fyrir að í texta með frumvarpinu sé talað um að hækka barnabætur sjást engin töluleg merki þess, og ekki er lögð til breyting á lögum um tekjuskatt. Skerðingarmörk barnabóta eru áfram 325 þúsund krónur á mánuði, það er aðeins þeir sem hafa lægri laun en 325 þúsund krónur, fá óskertar barnabætur. Nú um áramótin hækka lægstu laun upp í 351 þúsund krónur. Það þýðir að ekki einu sinni þeir sem eru á lægstu launum í þjóðfélaginu fá óskertar barnabætur. Það er nú aldeilis hækkunin. Ráðherra nefnir að skerðing krónu á móti krónu hafi verið minnkuð í 65 aura gegn hverri krónu. Það er, öryrki sem nýtur einhverra atvinnutekna, fær þá heila 35 aura af hverri krónu sem hann vinnur sér inn. En forsætisráðherra er ánægð með árangurinn. Rétt er hér að minna á að öll viðmiðunarmörk í almannatryggingakerfinu, frítekjumörk og eignamörk, hafa verið óbreytt í 10 ár. Frítekjumörk sem eiga að tryggja að eitthvað af tekjum sem öryrkjar vinna sér inn sitji eftir, ættu að hafa tvöfaldast ef þau hefðu fylgt launaþróun. Afleiðingin er því í raun enn harðari skerðingar en voru þegar króna á móti krónu var komið á árið 2010. Forsætisráðherra er vart ánægð með þann árangur. Katrín minnist svo á félagslegan viðbótarstuðning við aldraða. Það segir sig svolítið sjálft að öryrkjar fá ekkert út úr því. En er þó í anda þess sem við höfum barist fyrir. En það fá ekki allir að njóta. Forsætisráðherra fjallar svo um heilbrigðiskerfið, lækkun kostnaðar, bæði í heilsugæslu og tannlækningum. Það ber vissulega að hrósa ríkisstjórninni fyrir aukna niðurgreiðslu tannlækninga og þak á kostnað í heilbrigðisþjónustu. Ljóst er að margir öryrkjar hafa dregið það verulega við sig að fara til tannlæknis. Það er líka ljóst að flestir öryrkjar, heilsu sinnar vegna, þurfa frekar og oftar á þjónusu heilbrigðiskerfisins að halda. Þess vegna kemur lækkun gjalda á sjúklinga þessum hópi vel. Á sama tíma hefur þó verið opnað á það að aukagjöld séu tekin af sjúklingum, líka öryrkjum, aukagjöld sem falla utan greiðsluþátttöku ríkisins. Hér er hægri höndin að gefa en sú vinstri að taka. Þó svo að sjúkraþjálfun sé undir greiðsluþátttökukerfinu eru engir samningar við sjúkraþjálfara í gildi og þá er ónefnt að niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu, sem var samþykkt með lögum í sumar, er ófjármögnuð og engar áætlanir í sjónmáli. Allt er þetta samt mylsna af kökunni. Ekkert hefur verið gert til að leiðrétta þann mikla mun sem orðinn er á örorkulífeyri og lægstu launum. Hann heldur áfram að aukast. Því lengur sem við bíðum með að leiðrétta þessa mismunun, því erfiðara verður verkefnið. Það sem verst er þó, að svo virðist sem forsætisráðherra trúi því statt og stöðugt að réttlæti hafi verið útdeilt. Að fátækt fólk sé ekki lengur að bíða. Höfundur er formaður Örykjabandalagsins.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun