Hvaða eldsneyti er á þínum tanki? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 11:00 Af gefinni reynslu hef ég lært að það eru tvær mismunandi tegundir af eldsneyti sem ég get haft á mínum tanki. Önnur tegundin er blanda af mikilli streitu, ótta við mistök og stöðugri hræðslu við að gera ekki nóg, hin tegundin er blanda af trú, jafnvægi, bjartsýni og dassi af kæruleysi. Munurinn á þessum tveimur tegundum er að önnur þeirra er endurnýjanleg og uppsrettan óendanleg, hin er meiðandi, takmarkandi og klárar þann sem nýtir sér hana oftast á stuttum tíma. Það er einfalt að setja þetta fram, drullu erfitt að tileinka sér þetta en ég lofa að uppskeran er ríkuleg. Okkur skortir hinsvegar oft á tíðum hugrekkið og kjarkinn til þess að leyfa okkur þessa leið, jafnvel teljum okkur linkindur. Við lifum í stöðugum ótta um afdrif okkar, má segja nei? hvað kemur næst, hvernig lifi ég af næstu mánaðarmót og næstu á eftir því, held ég húsinu, fyrirtækinu, starfsmönnum, starfinu mínu? Mun þessi veira vera endalaus, mun einhverntímann eitthvað verða gott aftur? Þetta eru allt hugsanir byggðar á skorti, hvað við erum að missa, hvernig við eigum að lifa af, alltaf á hlaupum í mikilli reiði vegna óréttlætis, ónógra aðgerða, skorti á skilningi og vöntun á leiðum til að minnka skaðann. Höfum hugfast að allt sem við veitum athygli vex, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Við breytum ekki þessum aðstæðum, við getum hinsvegar valið okkur viðhorf til þeirra og unnið með þær þannig að þær dragi ekki úr okkur lífsviljan eða síðustu orkudropana til að standa síðan keik þegar faraldrinum er lokið. Munum líka að auðvitað má vera einhver streita og margir boltar á lofti, þetta er krefjandi, en þetta á ekki að vera óbærilegt. Forðist það að „lifa af” of lengi, lífið er að líða og það mun ekki bíða eftir neinum, það þarf að gefa sér frí frá áhyggjum og reiði, gefa sér frí til að vera bara til, gefa sér rými til að skoða hvað maður raunverulega vill gera eftir að þessu öllu líkur. Treysta að framtíðin verði góð og að þar bíði gnægt tækifæra. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Af gefinni reynslu hef ég lært að það eru tvær mismunandi tegundir af eldsneyti sem ég get haft á mínum tanki. Önnur tegundin er blanda af mikilli streitu, ótta við mistök og stöðugri hræðslu við að gera ekki nóg, hin tegundin er blanda af trú, jafnvægi, bjartsýni og dassi af kæruleysi. Munurinn á þessum tveimur tegundum er að önnur þeirra er endurnýjanleg og uppsrettan óendanleg, hin er meiðandi, takmarkandi og klárar þann sem nýtir sér hana oftast á stuttum tíma. Það er einfalt að setja þetta fram, drullu erfitt að tileinka sér þetta en ég lofa að uppskeran er ríkuleg. Okkur skortir hinsvegar oft á tíðum hugrekkið og kjarkinn til þess að leyfa okkur þessa leið, jafnvel teljum okkur linkindur. Við lifum í stöðugum ótta um afdrif okkar, má segja nei? hvað kemur næst, hvernig lifi ég af næstu mánaðarmót og næstu á eftir því, held ég húsinu, fyrirtækinu, starfsmönnum, starfinu mínu? Mun þessi veira vera endalaus, mun einhverntímann eitthvað verða gott aftur? Þetta eru allt hugsanir byggðar á skorti, hvað við erum að missa, hvernig við eigum að lifa af, alltaf á hlaupum í mikilli reiði vegna óréttlætis, ónógra aðgerða, skorti á skilningi og vöntun á leiðum til að minnka skaðann. Höfum hugfast að allt sem við veitum athygli vex, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Við breytum ekki þessum aðstæðum, við getum hinsvegar valið okkur viðhorf til þeirra og unnið með þær þannig að þær dragi ekki úr okkur lífsviljan eða síðustu orkudropana til að standa síðan keik þegar faraldrinum er lokið. Munum líka að auðvitað má vera einhver streita og margir boltar á lofti, þetta er krefjandi, en þetta á ekki að vera óbærilegt. Forðist það að „lifa af” of lengi, lífið er að líða og það mun ekki bíða eftir neinum, það þarf að gefa sér frí frá áhyggjum og reiði, gefa sér frí til að vera bara til, gefa sér rými til að skoða hvað maður raunverulega vill gera eftir að þessu öllu líkur. Treysta að framtíðin verði góð og að þar bíði gnægt tækifæra. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun