„Peningaleysi er ekki skýringin“ eða hvað? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. nóvember 2020 07:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fullyrti fyrir rétt rúmri viku síðan í þættinum Víglínunni að starfsmannaskort Landsspítalans væri ekki að rekja til skorts á fjármagni í heilbrigðiskerfinu. En hvers vegna er þá viðvarandi mannekla í heilbrigðiskerfinu? Byrjum á að setja upp forsendur til þess það sé auðveldara að fara yfir stöðuna. Segjum sem svo að heilbrigðiskerfið þurfi 100 starfsmenn til þess að ástandið sé „gott“ og til einföldunar skulum við bara tala um starfsmenn en ekki lækna, geislafræðinga, sjúkraliða o.fl. Staðan er þá þannig í dag og hefur verið í langan tíma að ekki er verið að manna þessar 100 stöður. Ef Svandís sagði satt og peningaleysi er ekki skýringin þá þýðir það með öðrum orðum að ríkið er að borga starfsmönnum nógu há laun til þess að það ætti að vera hægt að fylla þessar 100 stöður en samt gerist það ekki. Það hlýtur þá að tákna að hér innan lands eigum við einfaldlega ekki nógu mikið af rétt menntuðu starfsfólki til þess að sinna störfunum og við náum heldur ekki að fylla upp í það með erlendu vinnuafli. Það hefur vissulega verið skortur á t.d. hjúkrunarfræðingum um svo að segja allan heim, en miðað við það að síðast liðinn áratug hafa reglulega komið fréttir af íslenskum hjúkrunarfræðingum að fara til Noregs að vinna þá hljómar það ósennilega að peningana vanti ekki í kerfið hér á landi. Félag hjúkrunarfræðinga birti til að mynda grein árið 2016 í tímariti sínu með nafninu „Hjúkrunarfræðingar í Noregi – Færri komast að en vilja“ og ræddu þar um ótvíræðan fjárhagslegan ávinning þess að fara til Noregs að vinna. Hvort sem við eigum nógu mikið af fagmenntuðu fólki til þess að fylla í þessar 100 stöður eða ekki þá hljóta lág laun að vera meðal helstu skýringa á hvers vegna hluti þess fagmenntaða fólks sem við eigum leitar til annarra landa. Og þá má benda á að ef við eigum færri en 100 af slíku starfsfólki og ekki er að fjölga í þeim hóp þá er einfaldlega ekki verið að greiða nógu vel til þess að fólk sjái sér hag í því að mennta sig í þessum störfum. Peningar hljóta því sannanlega að vera vandinn. Eða lang stærsti hluti vandans. Almennt séð ættu starfsmenn sem mikil eftirspurn er eftir að hafa mikið vogar afl í samninga viðræðum, alveg óháð hvort það tók langt nám að fá starfsréttindin eða ekki. En þannig virðist staðan ekki vera í heilbrigðisgeiranum hérlendis. Þá liggur beinast við að spyrja hvort það sé í raun mikil eftirspurn eftir þessum heilbrigðisstarfsmönnum? Hér sé ég þrjú möguleg svör: Ríkið vill sannanlega ráða 100 starfsmenn en hefur ekki nægileg fjárráð til þess að geta ráðið það marga starfsmenn. Ef það væru aukin fjárútlát til heilbrigðiskerfisins þyrfti að skera niður annarstaðar og það er niðurstaða sem ríkið telur að komi verr niður á samfélaginu. Forsendan um að það sé eftirspurn eftir 100 starfsmönnum er röng. Eftirspurn ríkisins stemmir vel við þann fjölda starfsmanna sem eru nú þegar við störf. Störfin eru því passlega umbunuð og það væri óráð að hækka laun og/eða ráða fleiri inn. Það er því ekki mannekla frá ríkinu séð. Ríkið hugsar sem svo að 100 starfsmenn í vinnu myndu skila betri niðurstöðu fyrir samfélagið og hægt sé að fjármagna heilbrigðiskerfið þannig að öll 100 störfin séu mönnuð án þess að það krefjast mikill fórna annarstaðar. Hins vegar kjósi ríkið einhverra hluta vegna að gera það ekki. Ef möguleiki eitt er sá rétti var Svandís sannanlega ekki að segja satt og það er fjárskortur í kerfinu, ríkið vildi gera betur en á þess ekki kost. Ef möguleiki tvö er réttur er enginn vandi með fjármálin en hins vegar er þá ekki rétt að tala um manneklu heldur ætti að koma hreint til dyranna og segja að þannig lýti málin ekki út frá ríkinu séð, heilbrigðiskerfið sé í því horfi sem því er ætlað að vera. Hins vegar ef möguleiki þrjú er sannur er eitthvað einkennilegt á ferðinni. Sá möguleiki rímar raunar ansi vel við þær fullyrðingar sem fram hafa komið seinustu ár að það sé með ráðum gert að fjársvelta heilbrigðiskerfið til þess að búa til þörf fyrir einkareknar einingar í heilbrigðiskerfinu. Nú ætla ég ekki að leggja hér mat á hver þessara möguleika passar best við raunverulega afstöðu ríkisins. Ég tel þó að hér fari ráðherra vísvitandi með ósannindi á einn veg eða annan. Spurningin er svo af hverju ekki séu sett fleiri spurningarmerki við þegar okkar æðstu ráðamenn gefa svör og skýringar sem eru auðsjáanlega ekki í samræmi við hlutanna eðli. Sér í lagi þegar verið er að ræða um málefni sem eru svo mikilvæg að þau varða hverja og eina einustu manneskju sem býr hér á landi. Ef saga stjórnmála er eitthvað til að styðjast við má ætla að það sé ólíklegt að nema lítill hluti stjórnmálamanna komi alveg hreint til dyra og svari afdráttarlaust hvernig þeir sjái hlutina, hverju þeir stefni að og hvaða málamiðlanir þurfti að gera á vegferðinni. En það er svo hlutverk fjölmiðla að þrýsta fast á um raunveruleg svör og síðan hlutverk almennings að kjósa ekki yfir sig þingflokka sem þora ekki að koma hreint til dyra, nú eða í versta falli eru svo vitlausir að þeir sjái sjálfir ekki samhengi hlutanna. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fullyrti fyrir rétt rúmri viku síðan í þættinum Víglínunni að starfsmannaskort Landsspítalans væri ekki að rekja til skorts á fjármagni í heilbrigðiskerfinu. En hvers vegna er þá viðvarandi mannekla í heilbrigðiskerfinu? Byrjum á að setja upp forsendur til þess það sé auðveldara að fara yfir stöðuna. Segjum sem svo að heilbrigðiskerfið þurfi 100 starfsmenn til þess að ástandið sé „gott“ og til einföldunar skulum við bara tala um starfsmenn en ekki lækna, geislafræðinga, sjúkraliða o.fl. Staðan er þá þannig í dag og hefur verið í langan tíma að ekki er verið að manna þessar 100 stöður. Ef Svandís sagði satt og peningaleysi er ekki skýringin þá þýðir það með öðrum orðum að ríkið er að borga starfsmönnum nógu há laun til þess að það ætti að vera hægt að fylla þessar 100 stöður en samt gerist það ekki. Það hlýtur þá að tákna að hér innan lands eigum við einfaldlega ekki nógu mikið af rétt menntuðu starfsfólki til þess að sinna störfunum og við náum heldur ekki að fylla upp í það með erlendu vinnuafli. Það hefur vissulega verið skortur á t.d. hjúkrunarfræðingum um svo að segja allan heim, en miðað við það að síðast liðinn áratug hafa reglulega komið fréttir af íslenskum hjúkrunarfræðingum að fara til Noregs að vinna þá hljómar það ósennilega að peningana vanti ekki í kerfið hér á landi. Félag hjúkrunarfræðinga birti til að mynda grein árið 2016 í tímariti sínu með nafninu „Hjúkrunarfræðingar í Noregi – Færri komast að en vilja“ og ræddu þar um ótvíræðan fjárhagslegan ávinning þess að fara til Noregs að vinna. Hvort sem við eigum nógu mikið af fagmenntuðu fólki til þess að fylla í þessar 100 stöður eða ekki þá hljóta lág laun að vera meðal helstu skýringa á hvers vegna hluti þess fagmenntaða fólks sem við eigum leitar til annarra landa. Og þá má benda á að ef við eigum færri en 100 af slíku starfsfólki og ekki er að fjölga í þeim hóp þá er einfaldlega ekki verið að greiða nógu vel til þess að fólk sjái sér hag í því að mennta sig í þessum störfum. Peningar hljóta því sannanlega að vera vandinn. Eða lang stærsti hluti vandans. Almennt séð ættu starfsmenn sem mikil eftirspurn er eftir að hafa mikið vogar afl í samninga viðræðum, alveg óháð hvort það tók langt nám að fá starfsréttindin eða ekki. En þannig virðist staðan ekki vera í heilbrigðisgeiranum hérlendis. Þá liggur beinast við að spyrja hvort það sé í raun mikil eftirspurn eftir þessum heilbrigðisstarfsmönnum? Hér sé ég þrjú möguleg svör: Ríkið vill sannanlega ráða 100 starfsmenn en hefur ekki nægileg fjárráð til þess að geta ráðið það marga starfsmenn. Ef það væru aukin fjárútlát til heilbrigðiskerfisins þyrfti að skera niður annarstaðar og það er niðurstaða sem ríkið telur að komi verr niður á samfélaginu. Forsendan um að það sé eftirspurn eftir 100 starfsmönnum er röng. Eftirspurn ríkisins stemmir vel við þann fjölda starfsmanna sem eru nú þegar við störf. Störfin eru því passlega umbunuð og það væri óráð að hækka laun og/eða ráða fleiri inn. Það er því ekki mannekla frá ríkinu séð. Ríkið hugsar sem svo að 100 starfsmenn í vinnu myndu skila betri niðurstöðu fyrir samfélagið og hægt sé að fjármagna heilbrigðiskerfið þannig að öll 100 störfin séu mönnuð án þess að það krefjast mikill fórna annarstaðar. Hins vegar kjósi ríkið einhverra hluta vegna að gera það ekki. Ef möguleiki eitt er sá rétti var Svandís sannanlega ekki að segja satt og það er fjárskortur í kerfinu, ríkið vildi gera betur en á þess ekki kost. Ef möguleiki tvö er réttur er enginn vandi með fjármálin en hins vegar er þá ekki rétt að tala um manneklu heldur ætti að koma hreint til dyranna og segja að þannig lýti málin ekki út frá ríkinu séð, heilbrigðiskerfið sé í því horfi sem því er ætlað að vera. Hins vegar ef möguleiki þrjú er sannur er eitthvað einkennilegt á ferðinni. Sá möguleiki rímar raunar ansi vel við þær fullyrðingar sem fram hafa komið seinustu ár að það sé með ráðum gert að fjársvelta heilbrigðiskerfið til þess að búa til þörf fyrir einkareknar einingar í heilbrigðiskerfinu. Nú ætla ég ekki að leggja hér mat á hver þessara möguleika passar best við raunverulega afstöðu ríkisins. Ég tel þó að hér fari ráðherra vísvitandi með ósannindi á einn veg eða annan. Spurningin er svo af hverju ekki séu sett fleiri spurningarmerki við þegar okkar æðstu ráðamenn gefa svör og skýringar sem eru auðsjáanlega ekki í samræmi við hlutanna eðli. Sér í lagi þegar verið er að ræða um málefni sem eru svo mikilvæg að þau varða hverja og eina einustu manneskju sem býr hér á landi. Ef saga stjórnmála er eitthvað til að styðjast við má ætla að það sé ólíklegt að nema lítill hluti stjórnmálamanna komi alveg hreint til dyra og svari afdráttarlaust hvernig þeir sjái hlutina, hverju þeir stefni að og hvaða málamiðlanir þurfti að gera á vegferðinni. En það er svo hlutverk fjölmiðla að þrýsta fast á um raunveruleg svör og síðan hlutverk almennings að kjósa ekki yfir sig þingflokka sem þora ekki að koma hreint til dyra, nú eða í versta falli eru svo vitlausir að þeir sjái sjálfir ekki samhengi hlutanna. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun