Samherji vill koma með fiskinn lifandi að landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2020 20:31 Gert er ráð fyrir að umrætt skipi líti nokkurn veginn svona út. Vísir/Tryggvi Samherji er nú að láta breyta uppsjávarskipi á þann hátt að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í tönkum. Um nýmæli er að ræða í íslenskum sjávarútvegi enda koma hefðbundin uppsjávarskip yfirleitt með aflann frystan að landi. „Við erum að horfa til þess að koma með hann lifandi að landi, og geta annað hvort afhent hann beint lifandi að landi eða geymt hann í kvíum, “segir Hjörvar Kristjánsson, verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja. Á vef Samherja er verkefnið útskýrt nánar. Aðferðin felst í því að fiskur er veiddur í hefðbundna botnvörpu en í staðin fyrir að taka poka inn á dekk og sturta úr honum sem veldur miklu álagi á fiskinn, þá er pokinn tekinn á síðuna og aflanum dælt um borð með sogdælu kerfi (vacuum). Unnið er að breytingum á skipinu í Danmörku þar sem verið er að lengja skipið og koma fyrir fleiri hólfum. Gert er ráð fyrir að í skipinu verði tvö frystihólf og fjögur hólf til þess að geyma lifandi fisk. Þannig sé hægt að blanda saman hefðbundnari veiðiaðferðum og þessari nýju, sem ruðið hefur sér til rúms í Noregi á undanförnum árum. Tilgangurinn er að jafna sveiflur og sækja á nýja markaði. „Með þeim sveiflum sem við eigum við að etja út á sjó í veiðum og veðrum og þess háttar og þeim sveiflum sem við eigum við að etja á markaði, með því að hafa möguleikann á því að geyma fisk lifandi þá höfum við tæki og tól til að jafna sveiflurnar í báða enda,“ segir Hjörvar. Fyrirmyndin kemur frá Noregi þar sem búið að þróa regluverk í kringum þessar tilteknu veiðar, „Þar eru reglurnar þannig að þú mátt halda fiskinum lifandi í kví upp við land í allt að tólf vikur án þess að lenda inn í þessum lagaramma sem nær yfir fiskeldi,“ segir Heiðdís Smáradóttir, verkefna- og gæðastjóri fiskeldis Samherja. Hér á landi eru menn hins vegar á byrjunarreit og vill Samherji ræða við stjórnvöld um framhaldið. „Við þurfum endilega að ná góðu samtali við þau til að geta byggt upp regluverk í kringum þetta.“ Sjávarútvegur Nýsköpun Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Sjá meira
Samherji er nú að láta breyta uppsjávarskipi á þann hátt að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í tönkum. Um nýmæli er að ræða í íslenskum sjávarútvegi enda koma hefðbundin uppsjávarskip yfirleitt með aflann frystan að landi. „Við erum að horfa til þess að koma með hann lifandi að landi, og geta annað hvort afhent hann beint lifandi að landi eða geymt hann í kvíum, “segir Hjörvar Kristjánsson, verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja. Á vef Samherja er verkefnið útskýrt nánar. Aðferðin felst í því að fiskur er veiddur í hefðbundna botnvörpu en í staðin fyrir að taka poka inn á dekk og sturta úr honum sem veldur miklu álagi á fiskinn, þá er pokinn tekinn á síðuna og aflanum dælt um borð með sogdælu kerfi (vacuum). Unnið er að breytingum á skipinu í Danmörku þar sem verið er að lengja skipið og koma fyrir fleiri hólfum. Gert er ráð fyrir að í skipinu verði tvö frystihólf og fjögur hólf til þess að geyma lifandi fisk. Þannig sé hægt að blanda saman hefðbundnari veiðiaðferðum og þessari nýju, sem ruðið hefur sér til rúms í Noregi á undanförnum árum. Tilgangurinn er að jafna sveiflur og sækja á nýja markaði. „Með þeim sveiflum sem við eigum við að etja út á sjó í veiðum og veðrum og þess háttar og þeim sveiflum sem við eigum við að etja á markaði, með því að hafa möguleikann á því að geyma fisk lifandi þá höfum við tæki og tól til að jafna sveiflurnar í báða enda,“ segir Hjörvar. Fyrirmyndin kemur frá Noregi þar sem búið að þróa regluverk í kringum þessar tilteknu veiðar, „Þar eru reglurnar þannig að þú mátt halda fiskinum lifandi í kví upp við land í allt að tólf vikur án þess að lenda inn í þessum lagaramma sem nær yfir fiskeldi,“ segir Heiðdís Smáradóttir, verkefna- og gæðastjóri fiskeldis Samherja. Hér á landi eru menn hins vegar á byrjunarreit og vill Samherji ræða við stjórnvöld um framhaldið. „Við þurfum endilega að ná góðu samtali við þau til að geta byggt upp regluverk í kringum þetta.“
Sjávarútvegur Nýsköpun Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Sjá meira