Póstpólitík Ólafur Stephensen skrifar 4. nóvember 2020 07:30 Það kom ekki sérstaklega á óvart að forstjóri Íslandspósts hefði sagt starfi sínu lausu, eins og tilkynnt var í byrjun vikunnar. Birgir Jónsson hefur gert marga nauðsynlega hluti hjá ríkisfyrirtækinu, eins og að fækka starfsmönnum, selja dótturfyrirtæki í samkeppnisrekstri og hætta ýmissi starfsemi sem ríkið átti alveg augljóslega ekki að vera að vasast í, eins og að selja leikföng, sælgæti og ritföng í samkeppni við einkaaðila. Það vakti klárlega vonir að forstjóri ríkisfyrirtækis væri valinn á faglegum forsendum, út frá reynslu og getu, en ekki einhver flokksjálkur. Það má segja að þar sem áður hafi ríkt algjört taktleysi hafi verið kominn ákveðinn taktur í reksturinn. Félag atvinnurekenda hefur undanfarin ár verið harðasti gagnrýnandi samkeppnisrekstrar Íslandspósts og þess fjárausturs úr sameiginlegum sjóði skattgreiðenda, sem kolrangar ákvarðanir stjórnenda fyrirtækisins á undanförnum árum hafa útheimt. Forveri Birgis í forstjórastóli þurfti að taka pokann sinn en minna hefur verið talað um að hinar vitlausu ákvarðanir voru allar samþykktar af stjórn fyrirtækisins, sem skipuð er fólki sem er valið pólitískt og nýtur trúnaðar stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Pólitíkin getur því ekki firrt sig ábyrgð á stöðu Íslandspósts. Pólitískar ákvarðanir um samkeppnisbrot? Ofangreindar ákvarðanir Birgis um að vinda ofan af vitleysunni í rekstri ríkisfyrirtækisins hafa verið réttar. Hins vegar hefur Íslandspóstur ekki hætt ósanngjarnri og ólögmætri samkeppni við einkafyrirtæki. Þar stendur líklega hnífurinn í kúnni þegar forstjórinn fráfarandi segir að hann telji sig hafa lítið að gefa í stöðu, þar sem pólitísk sjónarmið séu farin að skipta meginmáli. FA gagnrýndi það harðlega þegar ný gjaldskrá vegna pakkaflutninga tók gildi í byrjun ársins, en með henni lækkaði verð á ýmsum dreifingarsvæðum um tugi prósenta. Verð Póstsins fór þannig enn lengra en áður undir verð einkarekinna keppinauta. Engum blöðum er um það að fletta, að mati félagsins, að um ólögmæta undirverðlagningu er að ræða sem fer bæði gegn póstlögum og samkeppnislögum. Það er hins vegar ekki forstjóri Póstsins, sem ákveður gjaldskrána, heldur hin pólitískt skipaða stjórn félagsins. Umrædd gjaldskrá er sögð ákveðin með hliðsjón af ákvæði nýrra póstlaga, sem tóku gildi um síðustu áramót, um að gjaldskrá fyrir alþjónustu skuli vera sú sama um allt land. Í eldri póstlögum átti slíkt eingöngu við um bréfapóst, en með þessari breytingu á frumvarpi samgönguráðherra, sem var gerð að tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, á það líka við um gjaldskrá fyrir sendingar á pökkum allt að 10 kg. Með sömu lögum var einkaréttur Íslandspósts á dreifingu bréfapósts afnuminn og „opnað fyrir samkeppni“. Fyrirtækið hefur ekki fengið neina samkeppni í dreifingu bréfapósts, en það hafði hins vegar fyrir töluverða samkeppni í pakkadreifingu. Forstjórinn viðurkennir undirverðlagningu Afleiðing hinnar nýju gjaldskrár, sem fráfarandi forstjóri segir að tekin hafi verið pólitísk ákvörðun um, er undirverðlagning á þjónustu Póstsins, sem brýtur fyrir vikið á rétti einkarekinna keppinauta sem dreifa pökkum víða um land. Birgir Jónsson má eiga að hann reyndi ekki einu sinni að fara í felur með það að um undirverðlagningu væri að ræða, þegar blaðamaður mbl.is spurði hann út í gagnrýni Félags atvinnurekenda á gjaldskrána: „Þetta er hárrétt, það sem [Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA] er að segja, en það er ekki eins og þetta sé ákvörðun Íslandspósts,“ sagði Birgir í samtali við mbl.is 15. október sl. Hann hafnaði því hins vegar að fyrirtækið væri að brjóta lög: „„Þegar [Ólafur] segir að við höfum lækkað verðið úti á landi, þá er það alveg hárrétt hjá honum, það gerðist síðustu áramót. Það var bara vegna þess að annars hefðum við þurft að hækka það svo mikið hérna í Reykjavík að þá hefðum við einfaldlega kippt rekstrargrundvellinum undan fyrirtækinu.“ Svo þú ert þá sammála þessari staðhæfingu Ólafs um að þetta sé mismunun gagnvart einkaaðilum sem eru í samkeppni við Íslandspóst? „Já, það er bara pólitísk ákvörðun að ríkið ætlaði að borga með þessu eina ákvæði, „eitt land, eitt verð.““ Póstlögin banna undirverðlagningu Reyndar er ekkert í nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar sem bendir til að þingmenn hafi viljað að það yrði „borgað með“ ákvæðinu. Enda gengi það einfaldlega gegn sömu lögum, þar sem er kveðið skýrt á um að gjaldskrá fyrir alþjónustu skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna, að viðbættum hæfilegum hagnaði. Þetta er ákvæði sem á sér stoð í EES-reglum um póstþjónustu og er ætlað til að koma í veg fyrir undirverðlagningu og ósanngjarna samkeppni af hálfu alþjónustuveitanda. Ákvæðið, sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar fékk Alþingi til að bæta við lögin, var rökstutt með tilliti til „jafnræðis og byggðasjónarmiða“. Afleiðing þess virðist hins vegar vera skrýtnasta byggðastefna sem hefur verið praktíseruð og kalla þó Íslendingar ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Beinlínis er grafið undan rekstri einkafyrirtækja, sem hafa treyst sér til að halda úti neti pakkadreifingar til þéttbýlisstaða um allt land án ríkisstyrkja, með því að undirverðleggja þjónustu hins ríkisrekna póstfyrirtækis, sem svo biður um framlög frá skattgreiðendum upp á hundruð milljóna til að mæta tapinu, á þeim grundvelli að um kostnað vegna alþjónustu sé að ræða. Hvað segja lögin um kostnað vegna alþjónustu? Nauðsynlegt er að rifja upp að í viðauka II við póstlögin segir að kostnaður vegna alþjónustu geti átt við um „tiltekna notendur eða hópa notenda sem aðeins er hægt að þjóna með tapi eða með meiri kostnaði en eðlilegt getur talist í viðskiptum, að teknu tilliti til kostnaðar og tekna af starfrækslu viðkomandi þjónustu og viðeigandi samræmdra gjalda. Undir þennan flokk falla notendur og hópar notenda sem fengju enga þjónustu hjá póstrekanda sem starfaði á viðskiptagrundvelli og væri ekki skylt að veita alþjónustu.“ Þetta gæti átt við um t.d. pakkasendingar í dreifbýli, en ekki um virk markaðssvæði eins og þéttbýlisstaði landsins, sem er langflestum þjónað af einkareknum flutningafyrirtækjum. Var það virkilega vilji Alþingis að skattgreiðendur niðurgreiddu stórlega pakkadreifingu á virkum markaðssvæðum? Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fór fram á það við Íslandspóst í febrúar, eftir að FA hafði vakið athygli á undirverðlagningunni, að fyrirtækið sýndi fram á að pakkagjaldskráin stæðist lög. Miðað við stöðuskjal, sem stofnunin birti á vef sínum 16. október, daginn eftir að greinarhöfundur kvartaði undan því að hún hefði ekkert birt um niðurstöðu málsins og ekki svarað fyrirspurnum, hefur PFS enn ekki myndað sér skoðun á því hvort gjaldskráin sé lögmæt. Í ljósi þess, sem á undan er rakið, er allt eins líklegt að stofnunin komist að þeirri niðurstöðu að Íslandspóstur eigi ekki rétt á neinum greiðslum vegna taps á pakkadreifingu og þurfi að endurgreiða „varúðarframlag“ upp á 250 milljónir króna sem fyrirtækið fékk úr ríkissjóði í byrjun ársins. Og hvar er Íslandspóstur þá staddur? Fylgist með næsta þætti Staðan er því þessi, samandregið: Í meira en tíu mánuði hefur Íslandspóstur grafið undan keppinautum sínum með undirverðlagningu á pakkadreifingu. Stofnunin sem á að hafa eftirlit með viðskiptaháttum Póstsins hefur enn ekki myndað sér skoðun á því hvort verðlagningin sé í samræmi við lög. Pólitíkin, sem setti í lög ákvæði um sama verð um allt land, virðist telja sig stikkfrí af útfærslu Íslandspósts á ákvæðinu, þótt hún brjóti beinlínis gegn öðrum ákvæðum laganna. Hinir pólitískt völdu stjórnarmenn Íslandspósts hafa alltént ekki verið beðnir að rétta kúrsinn. Fyrirtækið biður um hundruð milljóna króna úr ríkissjóði, sem það á lögum samkvæmt ekki rétt á. Það gæti endað með öðru greiðsluþroti ríkisfyrirtækisins. Stjórnandi, sem reyndi að koma viti í reksturinn hjá Íslandspósti, er hættur af því að „pólitísk sjónarmið“ ráða. Hér skal settur fram sá spádómur að sorgarsögunni af Íslandspósti sé hvergi nærri lokið. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Pósturinn Samkeppnismál Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Það kom ekki sérstaklega á óvart að forstjóri Íslandspósts hefði sagt starfi sínu lausu, eins og tilkynnt var í byrjun vikunnar. Birgir Jónsson hefur gert marga nauðsynlega hluti hjá ríkisfyrirtækinu, eins og að fækka starfsmönnum, selja dótturfyrirtæki í samkeppnisrekstri og hætta ýmissi starfsemi sem ríkið átti alveg augljóslega ekki að vera að vasast í, eins og að selja leikföng, sælgæti og ritföng í samkeppni við einkaaðila. Það vakti klárlega vonir að forstjóri ríkisfyrirtækis væri valinn á faglegum forsendum, út frá reynslu og getu, en ekki einhver flokksjálkur. Það má segja að þar sem áður hafi ríkt algjört taktleysi hafi verið kominn ákveðinn taktur í reksturinn. Félag atvinnurekenda hefur undanfarin ár verið harðasti gagnrýnandi samkeppnisrekstrar Íslandspósts og þess fjárausturs úr sameiginlegum sjóði skattgreiðenda, sem kolrangar ákvarðanir stjórnenda fyrirtækisins á undanförnum árum hafa útheimt. Forveri Birgis í forstjórastóli þurfti að taka pokann sinn en minna hefur verið talað um að hinar vitlausu ákvarðanir voru allar samþykktar af stjórn fyrirtækisins, sem skipuð er fólki sem er valið pólitískt og nýtur trúnaðar stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Pólitíkin getur því ekki firrt sig ábyrgð á stöðu Íslandspósts. Pólitískar ákvarðanir um samkeppnisbrot? Ofangreindar ákvarðanir Birgis um að vinda ofan af vitleysunni í rekstri ríkisfyrirtækisins hafa verið réttar. Hins vegar hefur Íslandspóstur ekki hætt ósanngjarnri og ólögmætri samkeppni við einkafyrirtæki. Þar stendur líklega hnífurinn í kúnni þegar forstjórinn fráfarandi segir að hann telji sig hafa lítið að gefa í stöðu, þar sem pólitísk sjónarmið séu farin að skipta meginmáli. FA gagnrýndi það harðlega þegar ný gjaldskrá vegna pakkaflutninga tók gildi í byrjun ársins, en með henni lækkaði verð á ýmsum dreifingarsvæðum um tugi prósenta. Verð Póstsins fór þannig enn lengra en áður undir verð einkarekinna keppinauta. Engum blöðum er um það að fletta, að mati félagsins, að um ólögmæta undirverðlagningu er að ræða sem fer bæði gegn póstlögum og samkeppnislögum. Það er hins vegar ekki forstjóri Póstsins, sem ákveður gjaldskrána, heldur hin pólitískt skipaða stjórn félagsins. Umrædd gjaldskrá er sögð ákveðin með hliðsjón af ákvæði nýrra póstlaga, sem tóku gildi um síðustu áramót, um að gjaldskrá fyrir alþjónustu skuli vera sú sama um allt land. Í eldri póstlögum átti slíkt eingöngu við um bréfapóst, en með þessari breytingu á frumvarpi samgönguráðherra, sem var gerð að tillögu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, á það líka við um gjaldskrá fyrir sendingar á pökkum allt að 10 kg. Með sömu lögum var einkaréttur Íslandspósts á dreifingu bréfapósts afnuminn og „opnað fyrir samkeppni“. Fyrirtækið hefur ekki fengið neina samkeppni í dreifingu bréfapósts, en það hafði hins vegar fyrir töluverða samkeppni í pakkadreifingu. Forstjórinn viðurkennir undirverðlagningu Afleiðing hinnar nýju gjaldskrár, sem fráfarandi forstjóri segir að tekin hafi verið pólitísk ákvörðun um, er undirverðlagning á þjónustu Póstsins, sem brýtur fyrir vikið á rétti einkarekinna keppinauta sem dreifa pökkum víða um land. Birgir Jónsson má eiga að hann reyndi ekki einu sinni að fara í felur með það að um undirverðlagningu væri að ræða, þegar blaðamaður mbl.is spurði hann út í gagnrýni Félags atvinnurekenda á gjaldskrána: „Þetta er hárrétt, það sem [Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA] er að segja, en það er ekki eins og þetta sé ákvörðun Íslandspósts,“ sagði Birgir í samtali við mbl.is 15. október sl. Hann hafnaði því hins vegar að fyrirtækið væri að brjóta lög: „„Þegar [Ólafur] segir að við höfum lækkað verðið úti á landi, þá er það alveg hárrétt hjá honum, það gerðist síðustu áramót. Það var bara vegna þess að annars hefðum við þurft að hækka það svo mikið hérna í Reykjavík að þá hefðum við einfaldlega kippt rekstrargrundvellinum undan fyrirtækinu.“ Svo þú ert þá sammála þessari staðhæfingu Ólafs um að þetta sé mismunun gagnvart einkaaðilum sem eru í samkeppni við Íslandspóst? „Já, það er bara pólitísk ákvörðun að ríkið ætlaði að borga með þessu eina ákvæði, „eitt land, eitt verð.““ Póstlögin banna undirverðlagningu Reyndar er ekkert í nefndaráliti meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar sem bendir til að þingmenn hafi viljað að það yrði „borgað með“ ákvæðinu. Enda gengi það einfaldlega gegn sömu lögum, þar sem er kveðið skýrt á um að gjaldskrá fyrir alþjónustu skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna, að viðbættum hæfilegum hagnaði. Þetta er ákvæði sem á sér stoð í EES-reglum um póstþjónustu og er ætlað til að koma í veg fyrir undirverðlagningu og ósanngjarna samkeppni af hálfu alþjónustuveitanda. Ákvæðið, sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar fékk Alþingi til að bæta við lögin, var rökstutt með tilliti til „jafnræðis og byggðasjónarmiða“. Afleiðing þess virðist hins vegar vera skrýtnasta byggðastefna sem hefur verið praktíseruð og kalla þó Íslendingar ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Beinlínis er grafið undan rekstri einkafyrirtækja, sem hafa treyst sér til að halda úti neti pakkadreifingar til þéttbýlisstaða um allt land án ríkisstyrkja, með því að undirverðleggja þjónustu hins ríkisrekna póstfyrirtækis, sem svo biður um framlög frá skattgreiðendum upp á hundruð milljóna til að mæta tapinu, á þeim grundvelli að um kostnað vegna alþjónustu sé að ræða. Hvað segja lögin um kostnað vegna alþjónustu? Nauðsynlegt er að rifja upp að í viðauka II við póstlögin segir að kostnaður vegna alþjónustu geti átt við um „tiltekna notendur eða hópa notenda sem aðeins er hægt að þjóna með tapi eða með meiri kostnaði en eðlilegt getur talist í viðskiptum, að teknu tilliti til kostnaðar og tekna af starfrækslu viðkomandi þjónustu og viðeigandi samræmdra gjalda. Undir þennan flokk falla notendur og hópar notenda sem fengju enga þjónustu hjá póstrekanda sem starfaði á viðskiptagrundvelli og væri ekki skylt að veita alþjónustu.“ Þetta gæti átt við um t.d. pakkasendingar í dreifbýli, en ekki um virk markaðssvæði eins og þéttbýlisstaði landsins, sem er langflestum þjónað af einkareknum flutningafyrirtækjum. Var það virkilega vilji Alþingis að skattgreiðendur niðurgreiddu stórlega pakkadreifingu á virkum markaðssvæðum? Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fór fram á það við Íslandspóst í febrúar, eftir að FA hafði vakið athygli á undirverðlagningunni, að fyrirtækið sýndi fram á að pakkagjaldskráin stæðist lög. Miðað við stöðuskjal, sem stofnunin birti á vef sínum 16. október, daginn eftir að greinarhöfundur kvartaði undan því að hún hefði ekkert birt um niðurstöðu málsins og ekki svarað fyrirspurnum, hefur PFS enn ekki myndað sér skoðun á því hvort gjaldskráin sé lögmæt. Í ljósi þess, sem á undan er rakið, er allt eins líklegt að stofnunin komist að þeirri niðurstöðu að Íslandspóstur eigi ekki rétt á neinum greiðslum vegna taps á pakkadreifingu og þurfi að endurgreiða „varúðarframlag“ upp á 250 milljónir króna sem fyrirtækið fékk úr ríkissjóði í byrjun ársins. Og hvar er Íslandspóstur þá staddur? Fylgist með næsta þætti Staðan er því þessi, samandregið: Í meira en tíu mánuði hefur Íslandspóstur grafið undan keppinautum sínum með undirverðlagningu á pakkadreifingu. Stofnunin sem á að hafa eftirlit með viðskiptaháttum Póstsins hefur enn ekki myndað sér skoðun á því hvort verðlagningin sé í samræmi við lög. Pólitíkin, sem setti í lög ákvæði um sama verð um allt land, virðist telja sig stikkfrí af útfærslu Íslandspósts á ákvæðinu, þótt hún brjóti beinlínis gegn öðrum ákvæðum laganna. Hinir pólitískt völdu stjórnarmenn Íslandspósts hafa alltént ekki verið beðnir að rétta kúrsinn. Fyrirtækið biður um hundruð milljóna króna úr ríkissjóði, sem það á lögum samkvæmt ekki rétt á. Það gæti endað með öðru greiðsluþroti ríkisfyrirtækisins. Stjórnandi, sem reyndi að koma viti í reksturinn hjá Íslandspósti, er hættur af því að „pólitísk sjónarmið“ ráða. Hér skal settur fram sá spádómur að sorgarsögunni af Íslandspósti sé hvergi nærri lokið. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun