Álögur á autt atvinnuhúsnæði Ólafur Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2020 10:45 Þau áföll sem kórónuveiran hefur fellt á atvinnurekstur landsmanna og þá einkum alla starfsemi sem tengist ferðaþjónustu eru stórfelld og alvarleg. Tugir þúsunda launamanna hafa ýmist misst atvinnu sína eða búa við verulegan tekjusamdrátt af völdum verkefnaskorts. Ein birtingarmynd áhrifa farsóttarinnar er sú, að fasteignir sem að jafnaði eru nýttar í atvinnustarfsemi sem nú hefur tímabundið lagst af eða laskast verulega standa ónýttar um lengri eða skemmri tíma. Áhrif faraldursins komu snögglega og gætti fyrst í marsmánuði sl. og varð víða verulegur tekjusamdráttur frá þeim tíma. Fasteignaskattur vegur þungt Fasteignaskattur er verulegur hluti af kostnaði við rekstur atvinnuhúsnæðis. Hlutfall skattsins í leiguverði getur numið 15-20%. Fasteignaskattur ársins er ákvarðaður á grunni fasteignamats, sem ætlað er að endurspegla verðmæti eignanna í febrúarmánuði árið áður og þá miðað við gangverð þeirra í viðskiptum miðað við heimila og mögulega nýtingu. Af þessari viðmiðun leiddi að fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði sem innheimtur var í ár hækkaði um 6,9% frá því sem var á síðasta ári. Fyrir árið 2021 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 1,7% að meðaltali. Því veldur að matið miðast við aðstæður eins og þær voru í febrúar sl. og tekur ekkert tillit til þess að nýting fjölmargra tegunda fasteigna hrundi mánuði síðar. Við blasir að fráleitt er að leggja á og innheimta fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði, þar sem litlar sem engar tekjur hafa komið inn frá því marsmánuði og horfur eru á að það ástand vari fram á sumar 2021. Höfundur hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi sem ætlað að koma til móts við fyrirtækin og þá um leið starfsfólk þeirra við að bregðast við áhrifum farsóttarinnar. Fyrirtæki lifi veiruna af Nauðsynlegt er að hlutast til um sjálfsagðar og einfaldar lagabreytingar til að tryggja að fasteignamatið og gjöldin sem á því eru byggð verði ekki reist á ímynduðum verðmætum eins og þau voru fáeinum dögum fyrir hrun ferðamannaþjónustunnar. Er því lagt til að aukið verði við lög um skráningu og mat fasteigna ákvæði til bráðabirgða, þar sem lagt er fyrir Þjóðskrá að haga mati á atvinnuhúsnæði að þessu sinni miðað við aðstæður í aprílmánuði sl. og taka þegar útgefið mat, sem byggði á aðstæðum í febrúarmánuði upp og endurútgefa að teknu tilliti til breyttra markaðsaðstæðna. Frumvarpinu er ætlað opna leið til að ekki verði innheimtir fasteignaskattar af t.d. hótelum og veitingastöðum og annarri ferðatengdri þjónustu eins og að hér þrífist blómleg starfsemi á því sviði. Tímabundin ákvæði til að verja fyrirtæki og störf Endurskoðað mat samkvæmt þessu verður þá gjaldstofn fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði á árinu 2021. Þetta stuðlar að því að halda fyrirtækjum á lífi og verði í aðstöðu til að endurráða til sín starfsfólk þegar áhrifa veirunnar gætir ekki lengur og draga atvinnuleysi hratt niður. Í annan stað er gerð tillaga um að tímabundið ákvæði til bráðabirgða sem heimili sveitarfélögum að lækka eða fella niður fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði þar sem starfsemi hefur lagst af um lengri eða skemmri tíma af völdum farsóttarinnar. Sveitarfélögin hafa hafnað lækkun skattsins við þessar aðstæður og borið því við að þau hafi ekki til þess lagaheimild. Hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfest þá lagatúlkun. Atvinnuhagsmunir fyrirtækja og starfsfólks Stjórnvöld hafa beint því til allra sem hagsmuna eiga að gæta að sameinast um að liðka fyrir rekstraraðilum sem berjast við að halda fyrirtækjum lifandi og tilbúnum til að taka upp fulla starfsemi á ný þegar faraldrinum linnir. Óhjákvæmilegt er að greiða fyrir því að sveitarfélögin geti tekið í því eðlilegan þátt og séu ekki að lögum bundin við að innheimta fullan fasteignaskatt rétt eins og heimsfaraldur veirunnar hafi engin áhrif haft á atvinnulíf og efnahag. Áréttað skal að ekki er gerð tillaga um neina skyldu á sveitarfélög en opnar þeim hins vegar heimild til að koma til móts við atvinnufyrirtæki í sveitarfélaginu sem sitja uppi með ónýttar fasteignir af völdum veirunnar. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Húsnæðismál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þau áföll sem kórónuveiran hefur fellt á atvinnurekstur landsmanna og þá einkum alla starfsemi sem tengist ferðaþjónustu eru stórfelld og alvarleg. Tugir þúsunda launamanna hafa ýmist misst atvinnu sína eða búa við verulegan tekjusamdrátt af völdum verkefnaskorts. Ein birtingarmynd áhrifa farsóttarinnar er sú, að fasteignir sem að jafnaði eru nýttar í atvinnustarfsemi sem nú hefur tímabundið lagst af eða laskast verulega standa ónýttar um lengri eða skemmri tíma. Áhrif faraldursins komu snögglega og gætti fyrst í marsmánuði sl. og varð víða verulegur tekjusamdráttur frá þeim tíma. Fasteignaskattur vegur þungt Fasteignaskattur er verulegur hluti af kostnaði við rekstur atvinnuhúsnæðis. Hlutfall skattsins í leiguverði getur numið 15-20%. Fasteignaskattur ársins er ákvarðaður á grunni fasteignamats, sem ætlað er að endurspegla verðmæti eignanna í febrúarmánuði árið áður og þá miðað við gangverð þeirra í viðskiptum miðað við heimila og mögulega nýtingu. Af þessari viðmiðun leiddi að fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði sem innheimtur var í ár hækkaði um 6,9% frá því sem var á síðasta ári. Fyrir árið 2021 hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 1,7% að meðaltali. Því veldur að matið miðast við aðstæður eins og þær voru í febrúar sl. og tekur ekkert tillit til þess að nýting fjölmargra tegunda fasteigna hrundi mánuði síðar. Við blasir að fráleitt er að leggja á og innheimta fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði, þar sem litlar sem engar tekjur hafa komið inn frá því marsmánuði og horfur eru á að það ástand vari fram á sumar 2021. Höfundur hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi sem ætlað að koma til móts við fyrirtækin og þá um leið starfsfólk þeirra við að bregðast við áhrifum farsóttarinnar. Fyrirtæki lifi veiruna af Nauðsynlegt er að hlutast til um sjálfsagðar og einfaldar lagabreytingar til að tryggja að fasteignamatið og gjöldin sem á því eru byggð verði ekki reist á ímynduðum verðmætum eins og þau voru fáeinum dögum fyrir hrun ferðamannaþjónustunnar. Er því lagt til að aukið verði við lög um skráningu og mat fasteigna ákvæði til bráðabirgða, þar sem lagt er fyrir Þjóðskrá að haga mati á atvinnuhúsnæði að þessu sinni miðað við aðstæður í aprílmánuði sl. og taka þegar útgefið mat, sem byggði á aðstæðum í febrúarmánuði upp og endurútgefa að teknu tilliti til breyttra markaðsaðstæðna. Frumvarpinu er ætlað opna leið til að ekki verði innheimtir fasteignaskattar af t.d. hótelum og veitingastöðum og annarri ferðatengdri þjónustu eins og að hér þrífist blómleg starfsemi á því sviði. Tímabundin ákvæði til að verja fyrirtæki og störf Endurskoðað mat samkvæmt þessu verður þá gjaldstofn fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði á árinu 2021. Þetta stuðlar að því að halda fyrirtækjum á lífi og verði í aðstöðu til að endurráða til sín starfsfólk þegar áhrifa veirunnar gætir ekki lengur og draga atvinnuleysi hratt niður. Í annan stað er gerð tillaga um að tímabundið ákvæði til bráðabirgða sem heimili sveitarfélögum að lækka eða fella niður fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði þar sem starfsemi hefur lagst af um lengri eða skemmri tíma af völdum farsóttarinnar. Sveitarfélögin hafa hafnað lækkun skattsins við þessar aðstæður og borið því við að þau hafi ekki til þess lagaheimild. Hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið staðfest þá lagatúlkun. Atvinnuhagsmunir fyrirtækja og starfsfólks Stjórnvöld hafa beint því til allra sem hagsmuna eiga að gæta að sameinast um að liðka fyrir rekstraraðilum sem berjast við að halda fyrirtækjum lifandi og tilbúnum til að taka upp fulla starfsemi á ný þegar faraldrinum linnir. Óhjákvæmilegt er að greiða fyrir því að sveitarfélögin geti tekið í því eðlilegan þátt og séu ekki að lögum bundin við að innheimta fullan fasteignaskatt rétt eins og heimsfaraldur veirunnar hafi engin áhrif haft á atvinnulíf og efnahag. Áréttað skal að ekki er gerð tillaga um neina skyldu á sveitarfélög en opnar þeim hins vegar heimild til að koma til móts við atvinnufyrirtæki í sveitarfélaginu sem sitja uppi með ónýttar fasteignir af völdum veirunnar. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar