Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 22:30 Páll Kristjánsson er formaður knattspyrnudeildar KR. Vísir/Baldur Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur Knattspyrnusamband Íslands ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. Fyrr í kvöld tilkynnti KSÍ að Íslandsmóti karla og kvenna yrði hætt. Þá yrði bikarkeppnin ekki kláruð. Páll, sem er hæstaréttarlögmaður, er mjög ósáttur við ákvörðun KSÍ og telur sambandið ekki hafa haft heimild til að setja þá reglugerð sem á endanum var miðað við. „Ég var í flugi frá Akureyri þegar tilkynningin kom og því með svona 500 ósvöruð símtöl þegar ég lenti,“ sagði Páll þegar Vísir heyrði í honum og hélt svo áfram. „Þessi ákvörðun kom mér verulega á óvart þar sem ég ræddi við KSÍ í dag og gerði þeim ljóst að við teldum ekki að stjórnin hefði heimild til að taka þessa ákvörðun. Reglugerðin væri einfaldlega ekki í samræmi við lög knattspyrnusambandsins. Því teljum við einfaldlega að þessi ákvörðun standist ekki skoðun, allavega að okkar mati,“ sagði Páll enn fremur. Þar á hann við þá reglugerð sem KSÍ setti um að mótinu yrði að vera lokið fyrir 1. desember. í sömu reglugerð kom fram að ef það væri búið að leika tvo þriðju hluta mótsins [2/3] þá mætti hætta leik. Páll vill meina að KSÍ hafi hlaupið á sig með því að setja reglugerð þess efnis að mótin yrði að klára fyrir 1. desember á þessu ári. „Ég hef sagt það áður að þetta sé vandamál sem KSÍ skapaði sér sjálft með þessu 1. desember viðmiði sínu. Við erum þar af leiðandi búin að setja óþarfa pressu á stjórnvöld að það verði að klára mótin fyrir ákveðinn tíma. Fyrir mér er algjörlega óskiljanlegt af hverju þessi 1. desember dagsetning varð jafn heilög og raun ber vitni.“ „Þarna ratar einhver dagsetning inn í reglur án þess að neinn í stjórn KSÍ geti svarað fyrir það,“ sagði Páll jafnframt. „Við mundum funda í fyrramálið og ákveða hver næstu skref okkar KR-inga verða. Þetta er eflaust ekki það síðasta sem gerist í þessu máli,“ sagði Páll um framhaldið. Kvennalið KR situr á botni Pepsi Max deildar kvenna og er þar af leiðandi fallið. Liðið á hins vegar fjóra leiki eftir í deildinni á meðan önnur lið eiga flest aðeins tvo leiki eftir. Þá á karlalið KR inni leik gegn Stjörnunni og myndi hann vinnast væri ljóst að KR kæmist í Evrópukeppni. Miðað við ákvörðun KSÍ er ljóst að svo verður ekki. Páll viðurkenndi að þetta væri mikið áfall fyrir KR, sem og íslenska knattspyrnu. Þá telur hann að það sé verið að gengisfella bikarkeppni KSÍ. „Ég skil ekki hvaða hagsmunir liggja þarna að leiðarljósi. Ég væri til í að sjá hvernig einstaka stjórnarmenn kusu í málinu. Það eru allir þreyttir á ástandinu í þjóðfélaginu en hér tel ég að það sé verið að fórna stærri hagsmunum fyrir minni. Hér er verið að fórna bæði félags- og fjárhagslegum hagsmunum fyrir minni hagsmuni sem eiga ekki að stjórna för,“ sagði Páll að endingu við Vísi nú síðla kvölds. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max-deild kvenna Reykjavík Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur Knattspyrnusamband Íslands ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. Fyrr í kvöld tilkynnti KSÍ að Íslandsmóti karla og kvenna yrði hætt. Þá yrði bikarkeppnin ekki kláruð. Páll, sem er hæstaréttarlögmaður, er mjög ósáttur við ákvörðun KSÍ og telur sambandið ekki hafa haft heimild til að setja þá reglugerð sem á endanum var miðað við. „Ég var í flugi frá Akureyri þegar tilkynningin kom og því með svona 500 ósvöruð símtöl þegar ég lenti,“ sagði Páll þegar Vísir heyrði í honum og hélt svo áfram. „Þessi ákvörðun kom mér verulega á óvart þar sem ég ræddi við KSÍ í dag og gerði þeim ljóst að við teldum ekki að stjórnin hefði heimild til að taka þessa ákvörðun. Reglugerðin væri einfaldlega ekki í samræmi við lög knattspyrnusambandsins. Því teljum við einfaldlega að þessi ákvörðun standist ekki skoðun, allavega að okkar mati,“ sagði Páll enn fremur. Þar á hann við þá reglugerð sem KSÍ setti um að mótinu yrði að vera lokið fyrir 1. desember. í sömu reglugerð kom fram að ef það væri búið að leika tvo þriðju hluta mótsins [2/3] þá mætti hætta leik. Páll vill meina að KSÍ hafi hlaupið á sig með því að setja reglugerð þess efnis að mótin yrði að klára fyrir 1. desember á þessu ári. „Ég hef sagt það áður að þetta sé vandamál sem KSÍ skapaði sér sjálft með þessu 1. desember viðmiði sínu. Við erum þar af leiðandi búin að setja óþarfa pressu á stjórnvöld að það verði að klára mótin fyrir ákveðinn tíma. Fyrir mér er algjörlega óskiljanlegt af hverju þessi 1. desember dagsetning varð jafn heilög og raun ber vitni.“ „Þarna ratar einhver dagsetning inn í reglur án þess að neinn í stjórn KSÍ geti svarað fyrir það,“ sagði Páll jafnframt. „Við mundum funda í fyrramálið og ákveða hver næstu skref okkar KR-inga verða. Þetta er eflaust ekki það síðasta sem gerist í þessu máli,“ sagði Páll um framhaldið. Kvennalið KR situr á botni Pepsi Max deildar kvenna og er þar af leiðandi fallið. Liðið á hins vegar fjóra leiki eftir í deildinni á meðan önnur lið eiga flest aðeins tvo leiki eftir. Þá á karlalið KR inni leik gegn Stjörnunni og myndi hann vinnast væri ljóst að KR kæmist í Evrópukeppni. Miðað við ákvörðun KSÍ er ljóst að svo verður ekki. Páll viðurkenndi að þetta væri mikið áfall fyrir KR, sem og íslenska knattspyrnu. Þá telur hann að það sé verið að gengisfella bikarkeppni KSÍ. „Ég skil ekki hvaða hagsmunir liggja þarna að leiðarljósi. Ég væri til í að sjá hvernig einstaka stjórnarmenn kusu í málinu. Það eru allir þreyttir á ástandinu í þjóðfélaginu en hér tel ég að það sé verið að fórna stærri hagsmunum fyrir minni. Hér er verið að fórna bæði félags- og fjárhagslegum hagsmunum fyrir minni hagsmuni sem eiga ekki að stjórna för,“ sagði Páll að endingu við Vísi nú síðla kvölds.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max-deild kvenna Reykjavík Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50
Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30
Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01