Lögmaður talar fyrir valdaráni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 27. október 2020 10:31 Athyglisvert að heyra „virtan“ lögmann, að eigin sögn baráttumann fyrir lýðræði, tala í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir valdaráni til þess að koma tillögum stjórnlagaráðs í gegnum þingið. Það sé aldrei beinlínis kosið um stjórnarskrá í almennum þingkosningum, heldur um pyngju fólks. Þess vegna muni seint eða illa ganga að kjósa saman þing með meirihluta fyrir tillögum stjórnlagaráðs. En það er þó kannski helsti Akkilesarhæll þeirra sem tala fyrir tillögum stjórnlagaráðs, að þeir eru í takmörkuðu sambandi við þarfir almennings og fyrirtækja í landinu til þess að hér ríki hér eftir sem hingað blómlegt atvinnu og mannlíf. Væri slíkt sambandi fyrir hendi hjá þessu fólki, má alveg gera ráð fyrir því að í einhverjum af þeim þremur þingkosningum sem haldnar hafa verið frá því að tillögur stjórnlagaráðs voru lagðar fram væri kominn flokkur í forystu landsmála sem byggi bæði yfir skilningi á þörfum almennings og fyrirtækja í landinu ásamt því að brenna fyrir tillögum stjórnlagaráðs. Einhverra hluta vegna virðist hins vegar afar djúpt á slíkum flokki. Eða kannski er það bara svo að í stóra samhenginu skipti tillögur stjórnlagaráðs landsmenn afar takmörkuðu máli. Lögmaðurinn gerir sér væntanlega grein fyrir því að sá meirihluti sem skipaður yrði af valdaræningjunum til þess að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs þyrfti að lifa næstu þingkosningar af svo seinna samþykkið sem bundið er í stjórnarskrá nái í gegn. Þá er spurning hvort að staðan verði þá þannig að loknu því kjörtímabili sem valdaræningjarnir samþykkja tillögurnar að þeir þurfi að hunsa almennar þingkosningar þ.e. að ræna völdum aftur svo seinna samþykkið á tillögum stjórnlagaráðs nái í gegn. Nema auðvitað að lögmaðurinn sé að tala fyrir því að valdaráninu fylgi Venesúelskt stjórnskipulag sem leiða muni tillögur stjórnlagaráðs í lög með andlýðræðislegum tilskipunum byltingarforingjans eða byltingarráðsins. En þá er auðvitað þetta lýðræði og þau mannréttindi sem lögmaðurinn segist brenna fyrir löngu komin út í skurð. Höfundur er 2. varaformaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Sjá meira
Athyglisvert að heyra „virtan“ lögmann, að eigin sögn baráttumann fyrir lýðræði, tala í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir valdaráni til þess að koma tillögum stjórnlagaráðs í gegnum þingið. Það sé aldrei beinlínis kosið um stjórnarskrá í almennum þingkosningum, heldur um pyngju fólks. Þess vegna muni seint eða illa ganga að kjósa saman þing með meirihluta fyrir tillögum stjórnlagaráðs. En það er þó kannski helsti Akkilesarhæll þeirra sem tala fyrir tillögum stjórnlagaráðs, að þeir eru í takmörkuðu sambandi við þarfir almennings og fyrirtækja í landinu til þess að hér ríki hér eftir sem hingað blómlegt atvinnu og mannlíf. Væri slíkt sambandi fyrir hendi hjá þessu fólki, má alveg gera ráð fyrir því að í einhverjum af þeim þremur þingkosningum sem haldnar hafa verið frá því að tillögur stjórnlagaráðs voru lagðar fram væri kominn flokkur í forystu landsmála sem byggi bæði yfir skilningi á þörfum almennings og fyrirtækja í landinu ásamt því að brenna fyrir tillögum stjórnlagaráðs. Einhverra hluta vegna virðist hins vegar afar djúpt á slíkum flokki. Eða kannski er það bara svo að í stóra samhenginu skipti tillögur stjórnlagaráðs landsmenn afar takmörkuðu máli. Lögmaðurinn gerir sér væntanlega grein fyrir því að sá meirihluti sem skipaður yrði af valdaræningjunum til þess að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs þyrfti að lifa næstu þingkosningar af svo seinna samþykkið sem bundið er í stjórnarskrá nái í gegn. Þá er spurning hvort að staðan verði þá þannig að loknu því kjörtímabili sem valdaræningjarnir samþykkja tillögurnar að þeir þurfi að hunsa almennar þingkosningar þ.e. að ræna völdum aftur svo seinna samþykkið á tillögum stjórnlagaráðs nái í gegn. Nema auðvitað að lögmaðurinn sé að tala fyrir því að valdaráninu fylgi Venesúelskt stjórnskipulag sem leiða muni tillögur stjórnlagaráðs í lög með andlýðræðislegum tilskipunum byltingarforingjans eða byltingarráðsins. En þá er auðvitað þetta lýðræði og þau mannréttindi sem lögmaðurinn segist brenna fyrir löngu komin út í skurð. Höfundur er 2. varaformaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar