Hagfræði launaþjófnaðar Nanna Hermannsdóttir skrifar 25. október 2020 09:00 Ár hvert verður fjöldi fólks á íslenskum vinnumarkaði fyrir launaþjófnaði af hálfu atvinnurekenda sinna. Umræða um launaþjófnað hefur reglulega skotið upp kollinum á síðustu misserum. Því miður hefur hún helst einkennst af deilum milli samtaka launafólks og atvinnurekenda í stað þess að aðilar taki höndum saman um að binda enda á þennan þjófnað. Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að þau styðji að innleiddar verði refsingar við launaþjófnaði en eyða engu að síður mestu púðri í að véfengja málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Á sama tíma hafa þau reynt að fría sig ábyrgð með því að halda því fram að þau séu „ekki málsvari þeirra sem gerast sekir um refsivert athæfi“. Aðildarsamtök SA, samtök ferðaþjónustunnar, hafaborið svipað fyrir sig. Með launaþjófnaði er átt við kjarasamningsbrot í þeim tilvikum sem gengið er á rétt einstaklings til launa eða annarra starfskjara og réttinda. Launaþjófnaði má skipta í grófum dráttum í lágmarkslaunabrot, ráðningarsamningsbrot og réttindabrot (svo sem að veikinda- og vinnuslysaréttur sé ekki virtur, brot á orlofsrétti, uppsagnarfrestur ekki virtur, brot á reglum um vinnutíma og gerviverktöku). Hér á eftir verður farið yfir nokkrar ástæður þess að launaþjófnaður varðar ekki bara þau sem verða fyrir honum heldur okkur öll og af hverju það ætti að vera forgangsmál hjá samtökum atvinnurekenda og stjórnvöldum að gera hann refsiverðan. Tekjur hins opinbera Árið 2019 var meðalupphæð krafna vegna vangoldinna launa sem Efling sendi fyrir sína félagsmenn 492 þúsund krónur og hefur heildarupphæð krafna félagsins aukist um 40% á ári síðustu 5 ár. Á árunum 2015-2019 nam heildarupphæð krafna frá félaginu vegna þessa yfir milljarði króna. Það ber að nefna að þetta eru aðeins kröfur eins stéttafélags og gera má ráð fyrir að hluti vangoldinna launa sé þarna undanskilinn því langt frá því allir leita réttar síns. Í Ástralíu hefur verið áætlað að upphæð launaþjófnaðar nemi um 3,6 milljörðum ástralskra dollara árlega (áætlun fyrir Bandaríkin nemur 40-60 milljörðum Bandaríkjadala). Ef við leyfum okkur að yfirfæra þessar tölur á Ísland miðað við höfðatölu væri um að ræða rúma 5 milljarða íslenskra króna árlega (7,3 milljarðar kr. miðað við bandarísku tölurnar). Ef við leyfum okkur enn frekara frelsi og miðum við að 25% af launum skili sér til hins opinbera myndi það þýða að ríki og sveitarfélög verði af um 1,3 milljörðum árlega (1,8 milljörðum m.v. tölurnar frá Bandaríkjunum). Það er auðvitað ekki svona auðvelt að heimfæra þessar tölur á Ísland. Taka þarf tillit til fleiri þátta eins og atvinnuþátttöku (sem myndi hækka upphæðina) og fjölda innflytjenda (sem myndi lækka upphæðina). Hér er eingöngu gerð tilraun til að námunda stærðargráðuna til að sýna hversu háar upphæðir gæti verið um að ræða. Þó ákjósanlegast sé að leggja frekar kraft í að útrýma launaþjófnaði alveg sýnir þessi námundun að þörf er á að leggja raunverulegt mat á umfang launaþjófnaðar á Íslandi. Kaupmáttur og samkeppnisstaða Þrátt fyrir að launaþjófnaður hafi kannski ekki teljandi áhrif á heildarráðstöfunartekjur íbúa Íslands gæti hann skipt nokkru máli í minni samfélögum eða á ákveðnum svæðum. Ítrekað hefur verið fjallað um umfang launaþjófnaðar í ferðaþjónustu. Það er því ekki úr vegi að taka einfalt sýnidæmi um smábæ þar sem er t.d. eitt hótel og ein verslun. Ef starfsmenn hótelsins verða fyrir launaþjófnaði liggur í augum uppi að kaupmáttur þeirra er minni en ella (höfum í huga að meðalkrafa Eflingar eru tæpar 500.000 kr). Það hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á afkomu verslunarinnar enda ljóst að á svo litlum markaði skiptir hver króna máli. Ímyndum okkur nú að annað hótel opni á sama svæði. Eigendur nýja hótelsins spila eftir lögum og reglum og borga því starfsmönnum sínum laun samkvæmt kjarasamningum. Rekstrarkostnaður þess hótels sem fyrir var er augljóslega minni (gefum okkur að þau séu eins að öðru leyti) þar sem launakostnaður, sem er stór kostnaðarþáttur í slíkum rekstri, er minni. Það fyrirtæki getur á grundvelli lægri launakostnaðar boðið lægri verð, aukið arðgreiðslur eða haldið uppi rekstri sem annars gæti ekki staðið undir sér. Samkeppnisstaða hótelanna tveggja er því ójöfn. Barátta okkar allra Það er vafalaust hægt að finna fleiri hagrænar ástæður fyrir mikilvægi þess að bregðast við og koma í veg fyrir launaþjófnað. Að því sögðu er þó alltaf mikilvægt að hafa í huga að á bakvið þessar tölur er fólk. Fólk í viðkvæmri stöðu sem er rænt. Brotin geta haft áhrif á fjárhagsstöðu þeirra, sjálfsmat og andlega heilsu. Þrátt fyrir að gott sé að geta talað um peninga snýst þetta þó þegar öllu er á botninn hvolft um það hvernig við ætlum að koma fram við fólk. Ég hvet því samtök atvinnurekenda til þess að sýna orð sín í verki og styðja verkalýðshreyfinguna í baráttunni gegn launaþjófnaði. Ég hvet atvinnurekendur til þess að nýta krafta sína til þess að koma málinu á dagskrá enda eru hagsmunir þeirra í húfi. Ég hvet að lokum stjórnvöld til þess að standa við gefin loforð. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Nanna Hermannsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ár hvert verður fjöldi fólks á íslenskum vinnumarkaði fyrir launaþjófnaði af hálfu atvinnurekenda sinna. Umræða um launaþjófnað hefur reglulega skotið upp kollinum á síðustu misserum. Því miður hefur hún helst einkennst af deilum milli samtaka launafólks og atvinnurekenda í stað þess að aðilar taki höndum saman um að binda enda á þennan þjófnað. Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að þau styðji að innleiddar verði refsingar við launaþjófnaði en eyða engu að síður mestu púðri í að véfengja málflutning verkalýðshreyfingarinnar. Á sama tíma hafa þau reynt að fría sig ábyrgð með því að halda því fram að þau séu „ekki málsvari þeirra sem gerast sekir um refsivert athæfi“. Aðildarsamtök SA, samtök ferðaþjónustunnar, hafaborið svipað fyrir sig. Með launaþjófnaði er átt við kjarasamningsbrot í þeim tilvikum sem gengið er á rétt einstaklings til launa eða annarra starfskjara og réttinda. Launaþjófnaði má skipta í grófum dráttum í lágmarkslaunabrot, ráðningarsamningsbrot og réttindabrot (svo sem að veikinda- og vinnuslysaréttur sé ekki virtur, brot á orlofsrétti, uppsagnarfrestur ekki virtur, brot á reglum um vinnutíma og gerviverktöku). Hér á eftir verður farið yfir nokkrar ástæður þess að launaþjófnaður varðar ekki bara þau sem verða fyrir honum heldur okkur öll og af hverju það ætti að vera forgangsmál hjá samtökum atvinnurekenda og stjórnvöldum að gera hann refsiverðan. Tekjur hins opinbera Árið 2019 var meðalupphæð krafna vegna vangoldinna launa sem Efling sendi fyrir sína félagsmenn 492 þúsund krónur og hefur heildarupphæð krafna félagsins aukist um 40% á ári síðustu 5 ár. Á árunum 2015-2019 nam heildarupphæð krafna frá félaginu vegna þessa yfir milljarði króna. Það ber að nefna að þetta eru aðeins kröfur eins stéttafélags og gera má ráð fyrir að hluti vangoldinna launa sé þarna undanskilinn því langt frá því allir leita réttar síns. Í Ástralíu hefur verið áætlað að upphæð launaþjófnaðar nemi um 3,6 milljörðum ástralskra dollara árlega (áætlun fyrir Bandaríkin nemur 40-60 milljörðum Bandaríkjadala). Ef við leyfum okkur að yfirfæra þessar tölur á Ísland miðað við höfðatölu væri um að ræða rúma 5 milljarða íslenskra króna árlega (7,3 milljarðar kr. miðað við bandarísku tölurnar). Ef við leyfum okkur enn frekara frelsi og miðum við að 25% af launum skili sér til hins opinbera myndi það þýða að ríki og sveitarfélög verði af um 1,3 milljörðum árlega (1,8 milljörðum m.v. tölurnar frá Bandaríkjunum). Það er auðvitað ekki svona auðvelt að heimfæra þessar tölur á Ísland. Taka þarf tillit til fleiri þátta eins og atvinnuþátttöku (sem myndi hækka upphæðina) og fjölda innflytjenda (sem myndi lækka upphæðina). Hér er eingöngu gerð tilraun til að námunda stærðargráðuna til að sýna hversu háar upphæðir gæti verið um að ræða. Þó ákjósanlegast sé að leggja frekar kraft í að útrýma launaþjófnaði alveg sýnir þessi námundun að þörf er á að leggja raunverulegt mat á umfang launaþjófnaðar á Íslandi. Kaupmáttur og samkeppnisstaða Þrátt fyrir að launaþjófnaður hafi kannski ekki teljandi áhrif á heildarráðstöfunartekjur íbúa Íslands gæti hann skipt nokkru máli í minni samfélögum eða á ákveðnum svæðum. Ítrekað hefur verið fjallað um umfang launaþjófnaðar í ferðaþjónustu. Það er því ekki úr vegi að taka einfalt sýnidæmi um smábæ þar sem er t.d. eitt hótel og ein verslun. Ef starfsmenn hótelsins verða fyrir launaþjófnaði liggur í augum uppi að kaupmáttur þeirra er minni en ella (höfum í huga að meðalkrafa Eflingar eru tæpar 500.000 kr). Það hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á afkomu verslunarinnar enda ljóst að á svo litlum markaði skiptir hver króna máli. Ímyndum okkur nú að annað hótel opni á sama svæði. Eigendur nýja hótelsins spila eftir lögum og reglum og borga því starfsmönnum sínum laun samkvæmt kjarasamningum. Rekstrarkostnaður þess hótels sem fyrir var er augljóslega minni (gefum okkur að þau séu eins að öðru leyti) þar sem launakostnaður, sem er stór kostnaðarþáttur í slíkum rekstri, er minni. Það fyrirtæki getur á grundvelli lægri launakostnaðar boðið lægri verð, aukið arðgreiðslur eða haldið uppi rekstri sem annars gæti ekki staðið undir sér. Samkeppnisstaða hótelanna tveggja er því ójöfn. Barátta okkar allra Það er vafalaust hægt að finna fleiri hagrænar ástæður fyrir mikilvægi þess að bregðast við og koma í veg fyrir launaþjófnað. Að því sögðu er þó alltaf mikilvægt að hafa í huga að á bakvið þessar tölur er fólk. Fólk í viðkvæmri stöðu sem er rænt. Brotin geta haft áhrif á fjárhagsstöðu þeirra, sjálfsmat og andlega heilsu. Þrátt fyrir að gott sé að geta talað um peninga snýst þetta þó þegar öllu er á botninn hvolft um það hvernig við ætlum að koma fram við fólk. Ég hvet því samtök atvinnurekenda til þess að sýna orð sín í verki og styðja verkalýðshreyfinguna í baráttunni gegn launaþjófnaði. Ég hvet atvinnurekendur til þess að nýta krafta sína til þess að koma málinu á dagskrá enda eru hagsmunir þeirra í húfi. Ég hvet að lokum stjórnvöld til þess að standa við gefin loforð. Höfundur er hagfræðingur.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun