Hverjir tapa á tollasvindli? Sigurður Páll Jónsson skrifar 22. október 2020 15:00 Landbúnaður hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri, verð á flestum afurðum, einkum kjöti hefur ekki haldið í við almenna verðlagsþróun eða beinlínis lækkað. Markaður fyrir búvöru hefur minnkað vegna samdráttar í ferðaþjónustu af völdum covid-19 faraldursins. Í ágústsl. dróst sala á kjöti t.d. saman um tæp 14% frá fyrra ári. Íslenskur markaður er lítill í alþjóðlegum samanburði. Landbúnaður innan ESB hefur víðtækar heimildir til að starfa í skipulögðum samtökum framleiðenda og afurðastöðva til að ná markmiðum um afkomu bænda. í Lissabon sáttmálanum eru viðtækar heimildir til að skapa sérstakar reglur um landbúnað til að tryggja afkomu þeirra sem hann stunda og framboð á matvælum. Ólögmæt mismunun Það er ólögmæt mismunun gagnvart atvinnugreinum að ekki séu innheimt tollar og gjöld með lögboðnum hætti af innfluttum vörum. Slíkt getur varðað skuldbindingar íslenska ríkisin að EES rétti og einstaklingar og fyrirtæki geta átt möguleika á að senda kvartanir til ESA. Í ljós hefur komið að mismunur og í mörgum tilvikum stórfelldur mismunur er á því sem skráð er innflutt af mörgum landbúnaðarvörum sem bera tolla og því sem flutt er út frá einkum löndum ESB af sömu vörum. Brot á tollalögum Misræmið felst í því að meira magn vara virðist fara út úr Evrópusambandinu á útflutningsskýrslum frá tollayfirvöldum þar, heldur en er tollaafgreitt hingað inn í landið í tollflokkum sem bera tolla. Á hinn bóginn virðast streyma inn vörur á tollskrárnúmerum sem eru tollalaus og engin leið er að vita hvaðan þær koma eða hvaða vörur er um að ræða. Vörurnar eru sem sagt tollafgreiddar á ákveðnum alþjóðlegum tollnúmerum frá viðkomandi landi en síðan eru vörurnar tollafgreiddar inn í Ísland á öðru tollnúmeri. Það má velta fyrir sér hver tilgangurinn er með slíkum vinnubrögðum. Það er allt sem bendir til þess að hér sé ekki um neitt annað að ræða en STÓRFELLT tollasvindl. Tollasvindl er lögbrot en ekki „misræmi í framkvæmd samninga“ eins og gjörningurinn hefur jafnvel verið nefndur í ræðupúlti alþingis. Ætlað lögbrot kært Héraðssaksóknari hefur að minnsta kosti einu sinni á þessu ári kært fyrir brot af þessu tagi. Í því tilviki var kært fyrir brot á tollalögum og lögum um peningaþvætti og varnir gegn hryðjuverkum. Hér um að ræða lögbrot sem hefur verið bent á árum saman og Skatturinn raunar gert tímabundin átök til að uppræta í afmörkuðum vöruflokkum. Því miður virðist hins vegar svo að brot sem þessi kunni að hafa staðið árum saman í einhverjum tilvikum. Það eru sem betur fer heimildir í lögum til þess að skoða gögn 6 ár aftur í tímann. Vonandi verður það gert. Íslenska ríkinu ber að fylgja alþjóðlegri tollskrá Íslenska ríkið þarf að taka það alvarlega að fylgja alþjóðlegri samræmdri tollskrá. Um lögmæti hennar hér á landi eru þegar skýrar réttarheimildir og Ísland skuldbundið að fylgja henni. Misræmi í tollaframkvæmd hér á landi miðað við t.d. tollaframkvæmd ESB skekkir opinberar inn og úflutningstölur sem gerir alla hagskýrslugerð ónákvæma. Rangar eða ónákvæmar hagtölur hafa ennfremur áhrif á samningagerð Íslands við önnur ríki, enda eru trausta hagskýrslur ein grundvallarforsenda fyrir gerð viðskiptasamninga, s.s. fríverslunarsamninga, og mati á hagsmunum innlendra aðila í því sambandi. Hagskýrslur í þessu tilviki verslunarskýrslur eru enn fremur mikilvægar til að greina stærð og gerð markaða, til hagrannsókna o. s. frv. Mikilvægt er að halda til haga að á gögnum sem fylgja vörunum frá seljenda t. d. í ESB kemur fram á hvaða tollnúmeri varan er flutt út frá ESB. Álitamál um flokkun við gerð innflutningsskýrslu hér á landi snúa því einvörðungu að skráningu í tollflokk. Tjón vegna athafnaleysis Fjörmargir aðilar hafa orðið fyrir tjóni vegna athafnaleysis stjórnvalda í þessu máli. Í fyrsta lagi ríkið fyrir að verða fyrir mögulegum tekjum af tollum á vörum sem fluttar eru til landsins og hefðu verið fluttar inn á tollum að öllu eðlilegu. Hér kunna að vera á ferðinni sem hlaupa á hundruðum miljóna. Í öðru lagi hafa bændur orðið af markaði sem hleypur á miljónum lítra mjólkur og hundruðum eða þúsundum tonna af kjöti. Hafi slíkt verið ætlun stjórnvalda hefði verið nær að segja slíkt berum orðum en halda ekki samtímis uppi fagurgala um mikilvægi landbúnaðar. Tekjutap bænda er tilsvarandi. Allir aðrir aðilar á markaði sem hafa fylgt settum leikreglum réttarríkisins hafa sömuleiðis setið við skertan hlut vegna þeirrar ólögmætu mismununar sem felst í því að innheimta ekki lögboðna tolla af innheimtum vörum. Neytendur verða sömuleiðis fyrir tjóni af því að lög og reglur séu ekki virt. þó mögulega hafi innkaupsvara af þessum ástæðum verið lægra en ella er í fyrsta lagi engin trygging fyrir því að það hafi skilað sé á nokkurn hátt í vöruverði auk þess sem þar er vitanlega ólögmætur ávinningur sem felst í að selja vöru með að leggja á hana til jafns við það að hún hafi verið flutt inn sem tolluð væri. Það er ekkert sem bendir til þess að neytendur hafi haft hag af heldur einungis þeir sem flytja inn á röngu tollnúmeri. Ákæra fyrir brot sem þetta á grundvelli laga um peningaþvætti endurspeglar þetta. Samfélagið í heild tapar á stjórnarháttum sem þessum, traust á stjórnsýslunni er brostið sem og traust til stjórnvalda við að innleiða og standa við alþjóðlega samninga. Í þessu tilviki samræmdu tollskrána samkvæmt aðild okkar að Alþjóðlegu tollastofnuninni. Þá er það svo að allir viðskiptasamningar sem íslenska ríkið gerir við önnur ríki hvíla á þeirri grundvallarreglu að haga skuli inn og útflutningi á grundvelli viðskiptasamninganna en í því felst að tollafgreiðslu skuli haga með svipuðum hætti til að viðskiptasamningar nái fram tilgangi sínum. Um þetta efni vísast m. a. til 2. mgr. 21 gr. EES samningsins sem mælir fyrir um að samningsaðilar skuli aðstoða hvern annan í tollamálum til þess að tryggja rétta beitingu tollalöggjafar, sbr. bókun 11 við EES samninginn. Auk framangreinds vísast til 7. gr. Hins almenna samninga um tolla og vöruviðskipti (GATT samningurinn) frá 1994 en ákvæðið gerir ráð fyrir því að samráð sé haft við töku ákvarðana tengdum tollafgreiðslu. Þá vísast ennfremur til fríverslunarsamninga Íslands við önnur ríki í þessu sambandi. Af öllu framansögðu leiðir að breyta verður tollaframkvæmd, tollskánni sjálfri og auka tolleftirlit. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Landbúnaður Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Landbúnaður hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri, verð á flestum afurðum, einkum kjöti hefur ekki haldið í við almenna verðlagsþróun eða beinlínis lækkað. Markaður fyrir búvöru hefur minnkað vegna samdráttar í ferðaþjónustu af völdum covid-19 faraldursins. Í ágústsl. dróst sala á kjöti t.d. saman um tæp 14% frá fyrra ári. Íslenskur markaður er lítill í alþjóðlegum samanburði. Landbúnaður innan ESB hefur víðtækar heimildir til að starfa í skipulögðum samtökum framleiðenda og afurðastöðva til að ná markmiðum um afkomu bænda. í Lissabon sáttmálanum eru viðtækar heimildir til að skapa sérstakar reglur um landbúnað til að tryggja afkomu þeirra sem hann stunda og framboð á matvælum. Ólögmæt mismunun Það er ólögmæt mismunun gagnvart atvinnugreinum að ekki séu innheimt tollar og gjöld með lögboðnum hætti af innfluttum vörum. Slíkt getur varðað skuldbindingar íslenska ríkisin að EES rétti og einstaklingar og fyrirtæki geta átt möguleika á að senda kvartanir til ESA. Í ljós hefur komið að mismunur og í mörgum tilvikum stórfelldur mismunur er á því sem skráð er innflutt af mörgum landbúnaðarvörum sem bera tolla og því sem flutt er út frá einkum löndum ESB af sömu vörum. Brot á tollalögum Misræmið felst í því að meira magn vara virðist fara út úr Evrópusambandinu á útflutningsskýrslum frá tollayfirvöldum þar, heldur en er tollaafgreitt hingað inn í landið í tollflokkum sem bera tolla. Á hinn bóginn virðast streyma inn vörur á tollskrárnúmerum sem eru tollalaus og engin leið er að vita hvaðan þær koma eða hvaða vörur er um að ræða. Vörurnar eru sem sagt tollafgreiddar á ákveðnum alþjóðlegum tollnúmerum frá viðkomandi landi en síðan eru vörurnar tollafgreiddar inn í Ísland á öðru tollnúmeri. Það má velta fyrir sér hver tilgangurinn er með slíkum vinnubrögðum. Það er allt sem bendir til þess að hér sé ekki um neitt annað að ræða en STÓRFELLT tollasvindl. Tollasvindl er lögbrot en ekki „misræmi í framkvæmd samninga“ eins og gjörningurinn hefur jafnvel verið nefndur í ræðupúlti alþingis. Ætlað lögbrot kært Héraðssaksóknari hefur að minnsta kosti einu sinni á þessu ári kært fyrir brot af þessu tagi. Í því tilviki var kært fyrir brot á tollalögum og lögum um peningaþvætti og varnir gegn hryðjuverkum. Hér um að ræða lögbrot sem hefur verið bent á árum saman og Skatturinn raunar gert tímabundin átök til að uppræta í afmörkuðum vöruflokkum. Því miður virðist hins vegar svo að brot sem þessi kunni að hafa staðið árum saman í einhverjum tilvikum. Það eru sem betur fer heimildir í lögum til þess að skoða gögn 6 ár aftur í tímann. Vonandi verður það gert. Íslenska ríkinu ber að fylgja alþjóðlegri tollskrá Íslenska ríkið þarf að taka það alvarlega að fylgja alþjóðlegri samræmdri tollskrá. Um lögmæti hennar hér á landi eru þegar skýrar réttarheimildir og Ísland skuldbundið að fylgja henni. Misræmi í tollaframkvæmd hér á landi miðað við t.d. tollaframkvæmd ESB skekkir opinberar inn og úflutningstölur sem gerir alla hagskýrslugerð ónákvæma. Rangar eða ónákvæmar hagtölur hafa ennfremur áhrif á samningagerð Íslands við önnur ríki, enda eru trausta hagskýrslur ein grundvallarforsenda fyrir gerð viðskiptasamninga, s.s. fríverslunarsamninga, og mati á hagsmunum innlendra aðila í því sambandi. Hagskýrslur í þessu tilviki verslunarskýrslur eru enn fremur mikilvægar til að greina stærð og gerð markaða, til hagrannsókna o. s. frv. Mikilvægt er að halda til haga að á gögnum sem fylgja vörunum frá seljenda t. d. í ESB kemur fram á hvaða tollnúmeri varan er flutt út frá ESB. Álitamál um flokkun við gerð innflutningsskýrslu hér á landi snúa því einvörðungu að skráningu í tollflokk. Tjón vegna athafnaleysis Fjörmargir aðilar hafa orðið fyrir tjóni vegna athafnaleysis stjórnvalda í þessu máli. Í fyrsta lagi ríkið fyrir að verða fyrir mögulegum tekjum af tollum á vörum sem fluttar eru til landsins og hefðu verið fluttar inn á tollum að öllu eðlilegu. Hér kunna að vera á ferðinni sem hlaupa á hundruðum miljóna. Í öðru lagi hafa bændur orðið af markaði sem hleypur á miljónum lítra mjólkur og hundruðum eða þúsundum tonna af kjöti. Hafi slíkt verið ætlun stjórnvalda hefði verið nær að segja slíkt berum orðum en halda ekki samtímis uppi fagurgala um mikilvægi landbúnaðar. Tekjutap bænda er tilsvarandi. Allir aðrir aðilar á markaði sem hafa fylgt settum leikreglum réttarríkisins hafa sömuleiðis setið við skertan hlut vegna þeirrar ólögmætu mismununar sem felst í því að innheimta ekki lögboðna tolla af innheimtum vörum. Neytendur verða sömuleiðis fyrir tjóni af því að lög og reglur séu ekki virt. þó mögulega hafi innkaupsvara af þessum ástæðum verið lægra en ella er í fyrsta lagi engin trygging fyrir því að það hafi skilað sé á nokkurn hátt í vöruverði auk þess sem þar er vitanlega ólögmætur ávinningur sem felst í að selja vöru með að leggja á hana til jafns við það að hún hafi verið flutt inn sem tolluð væri. Það er ekkert sem bendir til þess að neytendur hafi haft hag af heldur einungis þeir sem flytja inn á röngu tollnúmeri. Ákæra fyrir brot sem þetta á grundvelli laga um peningaþvætti endurspeglar þetta. Samfélagið í heild tapar á stjórnarháttum sem þessum, traust á stjórnsýslunni er brostið sem og traust til stjórnvalda við að innleiða og standa við alþjóðlega samninga. Í þessu tilviki samræmdu tollskrána samkvæmt aðild okkar að Alþjóðlegu tollastofnuninni. Þá er það svo að allir viðskiptasamningar sem íslenska ríkið gerir við önnur ríki hvíla á þeirri grundvallarreglu að haga skuli inn og útflutningi á grundvelli viðskiptasamninganna en í því felst að tollafgreiðslu skuli haga með svipuðum hætti til að viðskiptasamningar nái fram tilgangi sínum. Um þetta efni vísast m. a. til 2. mgr. 21 gr. EES samningsins sem mælir fyrir um að samningsaðilar skuli aðstoða hvern annan í tollamálum til þess að tryggja rétta beitingu tollalöggjafar, sbr. bókun 11 við EES samninginn. Auk framangreinds vísast til 7. gr. Hins almenna samninga um tolla og vöruviðskipti (GATT samningurinn) frá 1994 en ákvæðið gerir ráð fyrir því að samráð sé haft við töku ákvarðana tengdum tollafgreiðslu. Þá vísast ennfremur til fríverslunarsamninga Íslands við önnur ríki í þessu sambandi. Af öllu framansögðu leiðir að breyta verður tollaframkvæmd, tollskánni sjálfri og auka tolleftirlit. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun