Kínversk tæknifyrirtæki gerð útlæg í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 08:29 Bandaríkjastjórn hefur gengið fast eftir því að Evrópuríki banni búnað frá Huawei við uppbyggingu 5G-farnets. Bretar og Svíar hafa orðið við því. Vísir/EPA Sænsk fjarskiptayfirvöld ætla ekki að leyfa búnað frá kínversku tæknifyrirtækjunum Huawei og ZTE við uppbyggingu á 5G-farneti og vísa í áhættumat hersins og leyniþjónustunnar. Útboð á tíðnisviðum vegna 5G fer fram í Svíþjóð í næsta mánuði. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á Evrópuríki að úthýsa kínverskum tæknifyrirtækjum og heldur því fram að af þeim stafi öryggisógn þar sem þeim beri skylda til að aðstoða kommúnistastjórnina við njósnir. Fyrirtækin hafa hafnað því að þau séu handbendi kínverskra stjórnvalda. Fjarskiptastofnun Svíþjóðar tilkynnti í dag að fyrirtæki sem taka þátt í tíðnisviðsútboðinu verði að losa sig við búnað frá Huawei og ZTE úr meginkerfum sínum fyrir 1. janúar árið 2025, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Huawei og ZTE hafa enn ekki brugðist við ákvörðuninni. Bretar urðu fyrsta Evrópuþjóðin til þess að banna Huawei-búnað við uppbyggingu 5G-netsins í júlí. Þar þurfa fyrirtæki að losa sig við kínverskan búnað fyrir árið 2027. Íslensku fjarskiptafyrirtækin Vodafone og Nova sem vinna að uppbyggingu 5G-nets á Íslandi notast bæði við búnað frá Huawei. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig Vodafone. Huawei Kína Svíþjóð Tækni Fjarskipti Tengdar fréttir Kommúnistaflokkurinn þjarmar að einkafyrirtækjum Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa að undanförnu verið að þjarma að einkafyrirtækjum landsins og krafist hollustu frá þeim. Flokkurinn hefur reynt að herða tökin á fyrirtækjum með því að eignast hluta í þeim eða koma útsendurum fyrir í æðstu stöðum þeirra. 16. september 2020 11:10 Forstjóri Huawei segir 5G ekki opna leið til njósna Forstjóri Huawei á Norðurlöndum segir engar bakdyr í 5G búnaði fyrirtækisins sem kínversk stjónvöld geti notað til að njósna um stjórnvöld annarra landa. 5. ágúst 2020 18:52 Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sænsk fjarskiptayfirvöld ætla ekki að leyfa búnað frá kínversku tæknifyrirtækjunum Huawei og ZTE við uppbyggingu á 5G-farneti og vísa í áhættumat hersins og leyniþjónustunnar. Útboð á tíðnisviðum vegna 5G fer fram í Svíþjóð í næsta mánuði. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á Evrópuríki að úthýsa kínverskum tæknifyrirtækjum og heldur því fram að af þeim stafi öryggisógn þar sem þeim beri skylda til að aðstoða kommúnistastjórnina við njósnir. Fyrirtækin hafa hafnað því að þau séu handbendi kínverskra stjórnvalda. Fjarskiptastofnun Svíþjóðar tilkynnti í dag að fyrirtæki sem taka þátt í tíðnisviðsútboðinu verði að losa sig við búnað frá Huawei og ZTE úr meginkerfum sínum fyrir 1. janúar árið 2025, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Huawei og ZTE hafa enn ekki brugðist við ákvörðuninni. Bretar urðu fyrsta Evrópuþjóðin til þess að banna Huawei-búnað við uppbyggingu 5G-netsins í júlí. Þar þurfa fyrirtæki að losa sig við kínverskan búnað fyrir árið 2027. Íslensku fjarskiptafyrirtækin Vodafone og Nova sem vinna að uppbyggingu 5G-nets á Íslandi notast bæði við búnað frá Huawei. Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á einnig Vodafone.
Huawei Kína Svíþjóð Tækni Fjarskipti Tengdar fréttir Kommúnistaflokkurinn þjarmar að einkafyrirtækjum Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa að undanförnu verið að þjarma að einkafyrirtækjum landsins og krafist hollustu frá þeim. Flokkurinn hefur reynt að herða tökin á fyrirtækjum með því að eignast hluta í þeim eða koma útsendurum fyrir í æðstu stöðum þeirra. 16. september 2020 11:10 Forstjóri Huawei segir 5G ekki opna leið til njósna Forstjóri Huawei á Norðurlöndum segir engar bakdyr í 5G búnaði fyrirtækisins sem kínversk stjónvöld geti notað til að njósna um stjórnvöld annarra landa. 5. ágúst 2020 18:52 Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Kommúnistaflokkurinn þjarmar að einkafyrirtækjum Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa að undanförnu verið að þjarma að einkafyrirtækjum landsins og krafist hollustu frá þeim. Flokkurinn hefur reynt að herða tökin á fyrirtækjum með því að eignast hluta í þeim eða koma útsendurum fyrir í æðstu stöðum þeirra. 16. september 2020 11:10
Forstjóri Huawei segir 5G ekki opna leið til njósna Forstjóri Huawei á Norðurlöndum segir engar bakdyr í 5G búnaði fyrirtækisins sem kínversk stjónvöld geti notað til að njósna um stjórnvöld annarra landa. 5. ágúst 2020 18:52
Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent