Ranglát skattlagning við sölu sumarhúsa Ólafur Ísleifsson skrifar 18. október 2020 15:00 Á umliðnum árum hefur sumarbústaðaeign orðið almenn hér á Íslandi og þúsundir manna hafa reist eða keypt sumarbústaði. Þetta er almennt gert í því skyni að dvelja á friðsælum stað í næði frá amstri dagsins. Almennt er litið á slíka eign sem sjálfsagða framlengingu á íbúðareign. Algengt er að einstaklingur fari í gegnum tvenn til þrenn íbúðarkaup og -sölur um ævina en kaupi sér aðeins einu sinni sumarbústað. Sjaldnast er tilgangur sumarhúsakaupa að hafa fjárhagslegan ávinning af eigninni og flestir ætla sér að eiga sumarhúsið alla ævi. Stundum þarf þó að selja eignina. Þá rekst fólk á að um skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða (frístundahúsa samkvæmt skilgreiningu laga nr. 75/2008, um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús) gilda aðrar reglur en um söluhagnað af íbúðarhúsnæði. Samkvæmt gildandi lögum er hagnaður sem myndast af sölu á frístundahúsi skattskyldur án tillits til þess hve lengi bústaðurinn hefur verið í eigu hlutaðeigandi einstaklings. Séu eigendur sumarhússins orðnir ellilífeyrisþegar og fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins eins og stór hluti ellilífeyrisþega fær, þurfa þeir til viðbótar að þola skerðingu á bótum í eitt ár þar sem söluhagnaðurinn telst fjármagnstekjur og fjármagnstekjur skerða bætur almannatrygginga. Leiðrétta þarf misræmið Þessar reglur þarf að endurskoða og samræma þannig að ákvæði um skattlagningu hagnaðar af sölu íbúðarhúsnæðis taki einnig til frístundahúsa. Landssamband sumarhúsaeigenda hefur um árabil lagt til breytingar á þessari skattlagningu en talað fyrir daufum eyrum. Enda þótt í gömlum skattgögnum megi sækja upplýsingar um kaupverð eða byggingarkostnað sumarbústaða er algengt að á eignarhaldstímanum, sem oft spannar áratugi, hafi farið fram endurbætur og viðbætur sem ekki eru tíundaðar á skattframtali árlega, enda bústaðurinn þar skráður samkvæmt fasteignamati. Hér má nefna endurbætur og viðhald, s.s. inntökugjöld rafmagns og hitaveitu með þeim kostnaði sem því fylgir með fjárfestingum í ofnum, lögnum og jafnvel heitum potti fyrir utan kostnað við ræktun lands, trjárækt, smíði sólpalla eða endurnýjun á húsinu. Kostnaður vegna slíkra framkvæmda getur með árunum numið verulegum fjárhæðum og haft áhrif á endursöluverð bústaðar þannig að fjárfestingin leiðir til hærra söluverðs. En þetta gerist án þess að skattlagður hagnaður lækki að sama skapi sem nemur kostnaði. Ekki verður gerð sú krafa til almennra borgara að slíkum kostnaði sé haldið til haga, enda yfirleitt ekki til hans stofnað vegna mögulegra eigendaskipta í framtíðinni og ekki hugað að áhrifum á mögulegan hagnað komi til þess að hús verði selt. Eigendaskipti á sumarhúsum verða oftast vegna breytinga á aðstæðum fjölskyldna, aldurs, hjónaskilnaðar eða andláts en þá er erfingjum gert að greiða erfðafjárskatt af bústaðnum (arfinum) og síðan tekjuskatt af söluhagnaði, þegar bústaðurinn er seldur, t.d. í framhaldi af búskiptum. Greinarhöfundi er þó kunnugt um það að í síðastnefnda tilvikinu er tekið tillit til greiðslu erfðafjárskattsins og fjármagnstekjuskatturinn eingöngu greiddur af mismun fasteignamats sem erfðafjárskattur er greiddur af og söluverðsins. Sanngjörn og eðlileg breyting Sanngjarnt er og eðlilegt að breyta löggjöf þannig að þessi skattlagning verði lögð af. Hún er ósanngjörn og verður sérstaklega íþyngjandi fyrir þá sem komnir eru á eftirlaun, eins og að framan er rakið. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt frumvarp um slíka breytingu. Sjálfsagt er að styðja frumvarpið sem hlýtur að fá brautargengi á Alþingi. Hér er á ferð réttlætismál sem felur í sér að sömu reglur gildi um skattlagningu hagnaðar af sölu sumarbústaða í eigu einstaklinga og gilda um íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga eða dánarbúa. Benda má á að þegar gerð var breyting á lögum um virðisaukaskatt um endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði fylgdi heimild til endurgreiðslu hans af vinnu við frístundahús. Að sama skapi þegar gerð var breyting á lögum um tekjuskatt um tímabundinn skattafrádrátt vegna vinnu við íbúðarhúsnæði náði heimildin einnig til vinnu við frístundahús. Liggja því fyrir skýr fordæmi um að samræmi ríki við skattlagningu vegna íbúðar- og frístundahúsnæðis. Sjálfsögð leiðrétting í þessu efni er löngu tímabær. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skattar Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á umliðnum árum hefur sumarbústaðaeign orðið almenn hér á Íslandi og þúsundir manna hafa reist eða keypt sumarbústaði. Þetta er almennt gert í því skyni að dvelja á friðsælum stað í næði frá amstri dagsins. Almennt er litið á slíka eign sem sjálfsagða framlengingu á íbúðareign. Algengt er að einstaklingur fari í gegnum tvenn til þrenn íbúðarkaup og -sölur um ævina en kaupi sér aðeins einu sinni sumarbústað. Sjaldnast er tilgangur sumarhúsakaupa að hafa fjárhagslegan ávinning af eigninni og flestir ætla sér að eiga sumarhúsið alla ævi. Stundum þarf þó að selja eignina. Þá rekst fólk á að um skattlagningu söluhagnaðar sumarbústaða (frístundahúsa samkvæmt skilgreiningu laga nr. 75/2008, um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús) gilda aðrar reglur en um söluhagnað af íbúðarhúsnæði. Samkvæmt gildandi lögum er hagnaður sem myndast af sölu á frístundahúsi skattskyldur án tillits til þess hve lengi bústaðurinn hefur verið í eigu hlutaðeigandi einstaklings. Séu eigendur sumarhússins orðnir ellilífeyrisþegar og fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins eins og stór hluti ellilífeyrisþega fær, þurfa þeir til viðbótar að þola skerðingu á bótum í eitt ár þar sem söluhagnaðurinn telst fjármagnstekjur og fjármagnstekjur skerða bætur almannatrygginga. Leiðrétta þarf misræmið Þessar reglur þarf að endurskoða og samræma þannig að ákvæði um skattlagningu hagnaðar af sölu íbúðarhúsnæðis taki einnig til frístundahúsa. Landssamband sumarhúsaeigenda hefur um árabil lagt til breytingar á þessari skattlagningu en talað fyrir daufum eyrum. Enda þótt í gömlum skattgögnum megi sækja upplýsingar um kaupverð eða byggingarkostnað sumarbústaða er algengt að á eignarhaldstímanum, sem oft spannar áratugi, hafi farið fram endurbætur og viðbætur sem ekki eru tíundaðar á skattframtali árlega, enda bústaðurinn þar skráður samkvæmt fasteignamati. Hér má nefna endurbætur og viðhald, s.s. inntökugjöld rafmagns og hitaveitu með þeim kostnaði sem því fylgir með fjárfestingum í ofnum, lögnum og jafnvel heitum potti fyrir utan kostnað við ræktun lands, trjárækt, smíði sólpalla eða endurnýjun á húsinu. Kostnaður vegna slíkra framkvæmda getur með árunum numið verulegum fjárhæðum og haft áhrif á endursöluverð bústaðar þannig að fjárfestingin leiðir til hærra söluverðs. En þetta gerist án þess að skattlagður hagnaður lækki að sama skapi sem nemur kostnaði. Ekki verður gerð sú krafa til almennra borgara að slíkum kostnaði sé haldið til haga, enda yfirleitt ekki til hans stofnað vegna mögulegra eigendaskipta í framtíðinni og ekki hugað að áhrifum á mögulegan hagnað komi til þess að hús verði selt. Eigendaskipti á sumarhúsum verða oftast vegna breytinga á aðstæðum fjölskyldna, aldurs, hjónaskilnaðar eða andláts en þá er erfingjum gert að greiða erfðafjárskatt af bústaðnum (arfinum) og síðan tekjuskatt af söluhagnaði, þegar bústaðurinn er seldur, t.d. í framhaldi af búskiptum. Greinarhöfundi er þó kunnugt um það að í síðastnefnda tilvikinu er tekið tillit til greiðslu erfðafjárskattsins og fjármagnstekjuskatturinn eingöngu greiddur af mismun fasteignamats sem erfðafjárskattur er greiddur af og söluverðsins. Sanngjörn og eðlileg breyting Sanngjarnt er og eðlilegt að breyta löggjöf þannig að þessi skattlagning verði lögð af. Hún er ósanngjörn og verður sérstaklega íþyngjandi fyrir þá sem komnir eru á eftirlaun, eins og að framan er rakið. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt frumvarp um slíka breytingu. Sjálfsagt er að styðja frumvarpið sem hlýtur að fá brautargengi á Alþingi. Hér er á ferð réttlætismál sem felur í sér að sömu reglur gildi um skattlagningu hagnaðar af sölu sumarbústaða í eigu einstaklinga og gilda um íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga eða dánarbúa. Benda má á að þegar gerð var breyting á lögum um virðisaukaskatt um endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði fylgdi heimild til endurgreiðslu hans af vinnu við frístundahús. Að sama skapi þegar gerð var breyting á lögum um tekjuskatt um tímabundinn skattafrádrátt vegna vinnu við íbúðarhúsnæði náði heimildin einnig til vinnu við frístundahús. Liggja því fyrir skýr fordæmi um að samræmi ríki við skattlagningu vegna íbúðar- og frístundahúsnæðis. Sjálfsögð leiðrétting í þessu efni er löngu tímabær. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun