Hjartanlega velkomin! Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf skrifa 16. október 2020 15:30 Reykjavíkurborg hefur lagt sig fram um að taka vel á móti nýjum íbúum og sem betur fer fjölgar Reykvíkingum með ári hverju. Á undanförnum mánuðum hefur facebook síðan Borgin okkar einmitt verið að kynna fjölbreytta framlag innflytjenda í verslunar- og veitingastaðaflórunni borgarinnar. Í þessum hópi er einnig fólk sem kom upphaflega hingað í leit að alþjóðlegri vernd en almennt hefur þeim fjölgað til muna. Samkvæmt Útlendingastofnun er hins vegar staða hópsins erfiðara en áður og flóknara er að hefja nýtt líf þegar efnahagsástandið er krefjandi. En á Íslandi eru mannréttindi í hávegum höfð og sem betur fer hefur fjöldi þeirra sem fær samþykkta umsókn um alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hérlendis aukist. Alls hafa 699 einstaklingar fengið hér vernd ef horft er til síðasta eina og hálfa árs sem er þó ekki stórt hlutfall af þeim 80 milljónum sem hafa á heimsvísu neyðst til þess að flýja heimili sín. Af þessum 699 nýjum íbúum Íslands hefur 501 sest að í Reykjavík. Gott samstarf ríkis og borgar Reykjavík er eitt þriggja sveitarfélaga á íslandi sem hefur gert samstarfssamning við innanríkisráðuneytið um þjónustu við allt að 220 einstaklinga sem bíða þess að beiðni þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin fyrir. Reykjavíkurborg hefur einnig verið reiðubúin að taka á móti þeim sem íslenska ríkið bíður hingað til lands til að fá vernd eða svo kölluðum kvótaflóttamönnum. Við höfum að sama skapi lýst því yfir í Borgarstjórn að mikilvægt er að jafna stöðu þeirra sem fá boð um að flytja hingað og hinna sem koma af sjálfsdáðum og fá svo samþykkta umsókn. Börnin í brennidepli Sérstök áhersla okkar hefur verið að styðja við börn í leit að alþjóðlega vernd en Birta er nýr stóðdeild fyrir börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þessi börn hafa oft upplifað hluti sem fá okkar gætu ímyndað sér og lifað lengi við mikið óöryggi. Hér fá þau markvissan stuðning og gott veganesti til að geta tekið sem fyrst þátt í hefðbundnu skólastarfi. Við erum einnig að útvikka svokallaða Árbæjarmódelið þar sem fjölskyldur sem flytja til borgarinnar fá gott utanumhald til að nýta sér allt það sem borgin hefur upp á bjóða í frístundastarfi barna og unglinga. Betra upphaf en að börnin njóta sín til fulls er ekki hægt að hugsa sér, hvort maður kemur langt að eða bara úr öðru bæjarfélagi. Raunverulegt tækifæri Það er flókið að fóta sig í nýju samfélagi og það er samstarfsverkefni okkar allra að þau sem hingað flytja fái tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það er ábyrgð okkar allra að allir geta njóta sín til fulls í fjölbreyttu samfélagi Um leið og við bjóðum þessa nýju íbúa hjartanlega velkomna þá er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að við veitum þeim eins góða þjónustu í upphafi búsetu hér og kostur er. Þjónustan þarf að vera fjölþætt, einstaklingsmiðuð og taka utanum þarfir hvers og eins þannig að fólk fái raunverulega tækifæri til að verða hluti af samfélagi okkar og láta þar til sín taka. Þar berum við öll ábyrgð og þar er mikilvægt að félagsmálaráðuneytið komi að málum svo öll sveitarfélög geti með sóma tekið þátt í því að þjónusta alla sína nýja íbúa. Allra hagur Við sem samfélag höfum allt að vinna með því að bjóða það fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd velkomið en því fylgir mikil ábyrgð. Reykjavíkurborg vil standa þannig að málum að þau sem hingað flytja fái raunverulegt tækifæri til að taka þátt í okkar samfélagi á sömu forsendum og við sem hér búum fyrir. Það getur verið flókið fyrir fólk að vera virkur þáttakandi í nýju samfélagi en það er jafn mikilvægt fyrir okkur öll að vel takist til því samfélag þar sem allir íbúar taka þátt og geta látið drauma sína rætast er besta samfélagið fyrir okkur öll. Gleymum ekki að fjölbreytni er undirstaða jákvæðrar þróunnar í nútímasamfélagi. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Sabine Leskopf, formaður Fjölmenningarráðs Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Innflytjendamál Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur lagt sig fram um að taka vel á móti nýjum íbúum og sem betur fer fjölgar Reykvíkingum með ári hverju. Á undanförnum mánuðum hefur facebook síðan Borgin okkar einmitt verið að kynna fjölbreytta framlag innflytjenda í verslunar- og veitingastaðaflórunni borgarinnar. Í þessum hópi er einnig fólk sem kom upphaflega hingað í leit að alþjóðlegri vernd en almennt hefur þeim fjölgað til muna. Samkvæmt Útlendingastofnun er hins vegar staða hópsins erfiðara en áður og flóknara er að hefja nýtt líf þegar efnahagsástandið er krefjandi. En á Íslandi eru mannréttindi í hávegum höfð og sem betur fer hefur fjöldi þeirra sem fær samþykkta umsókn um alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hérlendis aukist. Alls hafa 699 einstaklingar fengið hér vernd ef horft er til síðasta eina og hálfa árs sem er þó ekki stórt hlutfall af þeim 80 milljónum sem hafa á heimsvísu neyðst til þess að flýja heimili sín. Af þessum 699 nýjum íbúum Íslands hefur 501 sest að í Reykjavík. Gott samstarf ríkis og borgar Reykjavík er eitt þriggja sveitarfélaga á íslandi sem hefur gert samstarfssamning við innanríkisráðuneytið um þjónustu við allt að 220 einstaklinga sem bíða þess að beiðni þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin fyrir. Reykjavíkurborg hefur einnig verið reiðubúin að taka á móti þeim sem íslenska ríkið bíður hingað til lands til að fá vernd eða svo kölluðum kvótaflóttamönnum. Við höfum að sama skapi lýst því yfir í Borgarstjórn að mikilvægt er að jafna stöðu þeirra sem fá boð um að flytja hingað og hinna sem koma af sjálfsdáðum og fá svo samþykkta umsókn. Börnin í brennidepli Sérstök áhersla okkar hefur verið að styðja við börn í leit að alþjóðlega vernd en Birta er nýr stóðdeild fyrir börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þessi börn hafa oft upplifað hluti sem fá okkar gætu ímyndað sér og lifað lengi við mikið óöryggi. Hér fá þau markvissan stuðning og gott veganesti til að geta tekið sem fyrst þátt í hefðbundnu skólastarfi. Við erum einnig að útvikka svokallaða Árbæjarmódelið þar sem fjölskyldur sem flytja til borgarinnar fá gott utanumhald til að nýta sér allt það sem borgin hefur upp á bjóða í frístundastarfi barna og unglinga. Betra upphaf en að börnin njóta sín til fulls er ekki hægt að hugsa sér, hvort maður kemur langt að eða bara úr öðru bæjarfélagi. Raunverulegt tækifæri Það er flókið að fóta sig í nýju samfélagi og það er samstarfsverkefni okkar allra að þau sem hingað flytja fái tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það er ábyrgð okkar allra að allir geta njóta sín til fulls í fjölbreyttu samfélagi Um leið og við bjóðum þessa nýju íbúa hjartanlega velkomna þá er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að við veitum þeim eins góða þjónustu í upphafi búsetu hér og kostur er. Þjónustan þarf að vera fjölþætt, einstaklingsmiðuð og taka utanum þarfir hvers og eins þannig að fólk fái raunverulega tækifæri til að verða hluti af samfélagi okkar og láta þar til sín taka. Þar berum við öll ábyrgð og þar er mikilvægt að félagsmálaráðuneytið komi að málum svo öll sveitarfélög geti með sóma tekið þátt í því að þjónusta alla sína nýja íbúa. Allra hagur Við sem samfélag höfum allt að vinna með því að bjóða það fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd velkomið en því fylgir mikil ábyrgð. Reykjavíkurborg vil standa þannig að málum að þau sem hingað flytja fái raunverulegt tækifæri til að taka þátt í okkar samfélagi á sömu forsendum og við sem hér búum fyrir. Það getur verið flókið fyrir fólk að vera virkur þáttakandi í nýju samfélagi en það er jafn mikilvægt fyrir okkur öll að vel takist til því samfélag þar sem allir íbúar taka þátt og geta látið drauma sína rætast er besta samfélagið fyrir okkur öll. Gleymum ekki að fjölbreytni er undirstaða jákvæðrar þróunnar í nútímasamfélagi. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Sabine Leskopf, formaður Fjölmenningarráðs Reykjavíkur
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun