Þjóð-þrifa-mál Helga Baldvins Bjargardóttir skrifar 14. október 2020 08:30 Þjóðin er að vakna til vitundar um hið mikla þjóðþrifamál sem lögfesting nýju stjórnarskrárinnar svo sannarlega er. Að Alþingi hafi hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu í næstum átta ár. Þar sem meirihluti kjósenda samþykktu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Með málþófi, útúrsnúningum og einbeittum vilja til að vernda hagsmuni núverandi handhafa náttúruauðlinda á kostnað heildarhagsmuna þjóðarinnar hefur valdhöfum tekist að tefja hið óumflýjanlega. En upp er runnin stjórnarskrárstund! Ungir sem aldnir og fólk af öllum kynjum keppist við að taka þátt í baráttunni fyrir nýju stjórnarskránni. 2000 kvenna fésbókarhópur Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá er orðin að 17.000 konum. Á kvenréttindadaginn 19. júní var undirskriftarsöfnun komið á fót svo við gætum ítrekað kröfu þjóðarinnar á sjálfan 8 ára afmælisdag þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 20. október 2012. Markmiðið var að safna 25.000 staðfestum undirskriftum kjósenda því ef nýja stjórnarskráin hefði tekið gildi væri það sá fjöldi sem gæti lagt fram lagafrumvarp á Alþingi og knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess þyrfti. Þetta er einn líflegasti hópurinn á internetinu þar sem konur kætast í baráttunni, fylgjast með teljaranum á undirskriftarsöfnuninni og skála og dansa með rafrænum hætti fyrir hverjum áfangasigri. Markmiðinu náðum við 24. september og settum þá markið enn hærra og stefndum að 30.000 undirskriftum. Unga konunum tókst að virkja með sér heilan her af ungu fólki, listamönnum og áhrifavöldum og útbjuggu stórkostleg myndbönd sem útskýra nýju stjórnarskránna og ferlið á bak við hana á mannamáli. Vísir/Egill Á meðan voru stjórnvöld tekin á teppið af Feneyjarnefndinni fyrir að ætla reyna eigin atlögur að stjórnarskrárbreytingum þvert á niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2012. Í stað þess að taka til í eigin samvisku fór orkan þeirra í að þrífa fagurmálaðan vegginn hjá sjávarútvegsráðuneytinu þar sem ungur listamaður vogaði sér að spyrja spurningarinnar sem ekki má spyrja: “Hvar er nýja stjórnarskráin?” Það er auðvitað gott og blessað að þrífa veggi en þegar skilin eru eftir önnur veggjakrot, þannig að það eina sem máð er af er spurningin um nýju stjórnarskrána, afhjúpast þöggunartilburðir stjórnvalda fyrir opnum tjöldum. Þessi þrif voru kornið sem fylltu mælinn og undirskriftarlistinn tók kipp sem aldrei fyrr. Nú hafa fleiri kjósendur skrifað undir listann en allir þeir kjósendur sem settu atkvæði sitt við þingflokk forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar. Tökumst á við hið raunverulega þjóð-þrifa-mál, virðum niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og setjum okkur samfélagssáttmálann sem íslenska þjóðin samdi sér sjálf! Það eru ennþá fjórir dagar eftir af undirskrifarsöfnuninni, er nafnið þitt á listanum? Höfundur er forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Helga Baldvins Bjargardóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þjóðin er að vakna til vitundar um hið mikla þjóðþrifamál sem lögfesting nýju stjórnarskrárinnar svo sannarlega er. Að Alþingi hafi hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu í næstum átta ár. Þar sem meirihluti kjósenda samþykktu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Með málþófi, útúrsnúningum og einbeittum vilja til að vernda hagsmuni núverandi handhafa náttúruauðlinda á kostnað heildarhagsmuna þjóðarinnar hefur valdhöfum tekist að tefja hið óumflýjanlega. En upp er runnin stjórnarskrárstund! Ungir sem aldnir og fólk af öllum kynjum keppist við að taka þátt í baráttunni fyrir nýju stjórnarskránni. 2000 kvenna fésbókarhópur Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá er orðin að 17.000 konum. Á kvenréttindadaginn 19. júní var undirskriftarsöfnun komið á fót svo við gætum ítrekað kröfu þjóðarinnar á sjálfan 8 ára afmælisdag þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 20. október 2012. Markmiðið var að safna 25.000 staðfestum undirskriftum kjósenda því ef nýja stjórnarskráin hefði tekið gildi væri það sá fjöldi sem gæti lagt fram lagafrumvarp á Alþingi og knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslu ef þess þyrfti. Þetta er einn líflegasti hópurinn á internetinu þar sem konur kætast í baráttunni, fylgjast með teljaranum á undirskriftarsöfnuninni og skála og dansa með rafrænum hætti fyrir hverjum áfangasigri. Markmiðinu náðum við 24. september og settum þá markið enn hærra og stefndum að 30.000 undirskriftum. Unga konunum tókst að virkja með sér heilan her af ungu fólki, listamönnum og áhrifavöldum og útbjuggu stórkostleg myndbönd sem útskýra nýju stjórnarskránna og ferlið á bak við hana á mannamáli. Vísir/Egill Á meðan voru stjórnvöld tekin á teppið af Feneyjarnefndinni fyrir að ætla reyna eigin atlögur að stjórnarskrárbreytingum þvert á niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar frá 2012. Í stað þess að taka til í eigin samvisku fór orkan þeirra í að þrífa fagurmálaðan vegginn hjá sjávarútvegsráðuneytinu þar sem ungur listamaður vogaði sér að spyrja spurningarinnar sem ekki má spyrja: “Hvar er nýja stjórnarskráin?” Það er auðvitað gott og blessað að þrífa veggi en þegar skilin eru eftir önnur veggjakrot, þannig að það eina sem máð er af er spurningin um nýju stjórnarskrána, afhjúpast þöggunartilburðir stjórnvalda fyrir opnum tjöldum. Þessi þrif voru kornið sem fylltu mælinn og undirskriftarlistinn tók kipp sem aldrei fyrr. Nú hafa fleiri kjósendur skrifað undir listann en allir þeir kjósendur sem settu atkvæði sitt við þingflokk forsætisráðherra fyrir síðustu kosningar. Tökumst á við hið raunverulega þjóð-þrifa-mál, virðum niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og setjum okkur samfélagssáttmálann sem íslenska þjóðin samdi sér sjálf! Það eru ennþá fjórir dagar eftir af undirskrifarsöfnuninni, er nafnið þitt á listanum? Höfundur er forman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar