253 umsagnir Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 14. október 2020 08:00 ...voru gerðar við drög að nýju frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Langflestar umsagnirnar komu frá konum sem lýstu yfir óánægju með þá tillögu um að skipta orlofinu jafnt á milli foreldra. Nokkrar umsagnir bárust frá samtökum, stéttarfélögum og körlum en aðeins tvær jákvæðar umsagnir bárust frá körlum. Tillögurnar ganga út á að lengja orlofið úr samtals 10 mánuðum í 12 mánuði, þar sem hvort foreldri um sig fær 6 mánuði og einn mánuður er framseljanlegur til hins foreldrisins. Augljóst markmið þeirra sem stóðu á bakvið frumvarpið er að auka jafnrétti kynjanna. Jafn réttur gerir feðrum kleift að vera lengur heima með börnum sínum og mæðrum að fara fyrr út á vinnumarkaðinn. Þannig jafnast þátttaka kynjanna á vinnumarkaði og á heimilinu en ótal rannsóknir hafa sýnt fram á ávinning barna af því að feður taki meiri þátt í uppeldinu. Markmiðið er metnaðarfullt og hugsunin góð. En mun jafn réttur fólks stuðla að jafnrétti? Sá galli er á frumvarpinu að það nær ekki utan um mismunandi aðstæður fólks. Það mun hafa úrslitaáhrif á það hvernig framkvæmdin mun koma út í reynd. Umsögn Ljósmæðrafélags Íslands Fæðingarorlof er áunninn réttur foreldra á vinnumarkaði til orlofs frá vinnu. Annað gildir um fæðingarstyrk sem veitist hverjum þeim sem er utan vinnumarkaðar og/eða í námi. Ljósmæðrafélag Íslands skilaði inn umsögn við frumvarpið og viðrar þar skoðun sína um að réttur til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks ætti í raun fyrst og fremst að vera réttur barnsins til samvista við foreldra en ekki öfugt. Félagið hefur einnig áhyggjur af því að sú tekjurýrnun sem fylgir fæðingarorlofi muni hafa í för með sér að tekjuhærra foreldrið, sem oftar er faðirinn, muni ekki sjá sér fært að nýta orlofið að fullu. Fyrri aðgerðir stjórnvalda hafa miðað að því að hækka hámarksgreiðslur til foreldra í því skyni að auka möguleika þeirra, ekki síst feðra, til að fullnýta rétt sinn innan kerfisins. Telur Ljósmæðrafélagið að ef hámarksgreiðslur eru ekki hækkaðar enn frekar samhliða fyrirhuguðum aðgerðum er ennþá hætta á að tekjuhærra foreldrið fullnýti ekki sinn hluta orlofsins. Það verður til þess að barnið fer fyrr í dagvistun og/eða foreldrið sem er lægra launað, sem oftar er móðir barnsins, ákveður að dreifa orlofinu á fleiri mánuði með tilheyrandi tekjuskerðingu. Að auki hvetja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Embætti landlæknis mæður til brjóstagjafar fyrsta árið og til allt að tveggja ára aldurs. Þrátt fyrir ávinning brjóstagjafar getur verið mikið álag sem fylgir því að vera með barn á brjósti sem samræmist illa fullri vinnu. Konur með börn á brjósti eru því líklegar til að vilja dreifa orlofinu eða fara í hlutastarf eftir að orlofi þeirra lýkur. Það hefur áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra og síðar lífeyrisgreiðslur. Þannig er veruleg hætta á að markmiðið um að lengja samvist barna við báða foreldra sína, sem og markmiðið um að jafna launamun kynjanna misheppnist. Meðgönguorlof Ljósmæðrafélagið nefnir einnig að æskilegt væri ef fæðingarorlof móður myndi hefjast við 36 vikna meðgöngu svo konur geti hvílt sig og undirbúið sig án þess að ganga á annan rétt sinn. Þannig er það víða í löndum í kringum okkur og konur sem sinna ákveðnum störfum byrja ennþá fyrr í orlofi. Því leggur Ljósmæðrafélagið til að konur geti hætt að vinna undir lok meðgöngu og þegið meðgönguorlofsbætur án þess að gengið sé á veikinda- og fæðingarorlofsrétt þeirra. Meðgönguorlofsbætur þessar verði aðskildar þeim 6 mánuðum sem mæður fá eftir fæðingu barnsins. 6+6 (≥2) Ljósmæðrafélagið leggur til að hvort foreldri fyrir sig hljóti 6 mánaða sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Foreldrum sé hins vegar gefinn kostur á að framselja að minnsta kosti tvo mánuði til hins foreldrisins. Félagið telur að sé rétturinn til fæðingarorlofs ánafnaður hvoru foreldri fyrir sig séu minni líkur á að annað foreldrið framselji eins mikið af réttinum til hins foreldrisins og ef rétturinn er að hluta til sameiginlegur. Ljósmæðrafélagið telur einnig að í sérstökum tilvikum skuli vera gefinn kostur á að framselja allan réttinn til fæðingarorlofs til hins foreldrisins með sérstakri umsókn til Fæðingarorlofssjóðs, til að mynda þegar einungis annað foreldrið er þátttakandi í uppeldi barnsins eða getur sinnt barninu. Með þessum áherslum er hægt að skapa umhverfi sem gerir fólki kleift að vera heima með börn sín án þess að sníða fólki þröngan ramma um hvernig það skuli vera gert. Fjöldi umsagna gefur til kynna að þrátt fyrir heildarlengingu orlofsins sé útfærslan óvinsæl. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
...voru gerðar við drög að nýju frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Langflestar umsagnirnar komu frá konum sem lýstu yfir óánægju með þá tillögu um að skipta orlofinu jafnt á milli foreldra. Nokkrar umsagnir bárust frá samtökum, stéttarfélögum og körlum en aðeins tvær jákvæðar umsagnir bárust frá körlum. Tillögurnar ganga út á að lengja orlofið úr samtals 10 mánuðum í 12 mánuði, þar sem hvort foreldri um sig fær 6 mánuði og einn mánuður er framseljanlegur til hins foreldrisins. Augljóst markmið þeirra sem stóðu á bakvið frumvarpið er að auka jafnrétti kynjanna. Jafn réttur gerir feðrum kleift að vera lengur heima með börnum sínum og mæðrum að fara fyrr út á vinnumarkaðinn. Þannig jafnast þátttaka kynjanna á vinnumarkaði og á heimilinu en ótal rannsóknir hafa sýnt fram á ávinning barna af því að feður taki meiri þátt í uppeldinu. Markmiðið er metnaðarfullt og hugsunin góð. En mun jafn réttur fólks stuðla að jafnrétti? Sá galli er á frumvarpinu að það nær ekki utan um mismunandi aðstæður fólks. Það mun hafa úrslitaáhrif á það hvernig framkvæmdin mun koma út í reynd. Umsögn Ljósmæðrafélags Íslands Fæðingarorlof er áunninn réttur foreldra á vinnumarkaði til orlofs frá vinnu. Annað gildir um fæðingarstyrk sem veitist hverjum þeim sem er utan vinnumarkaðar og/eða í námi. Ljósmæðrafélag Íslands skilaði inn umsögn við frumvarpið og viðrar þar skoðun sína um að réttur til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks ætti í raun fyrst og fremst að vera réttur barnsins til samvista við foreldra en ekki öfugt. Félagið hefur einnig áhyggjur af því að sú tekjurýrnun sem fylgir fæðingarorlofi muni hafa í för með sér að tekjuhærra foreldrið, sem oftar er faðirinn, muni ekki sjá sér fært að nýta orlofið að fullu. Fyrri aðgerðir stjórnvalda hafa miðað að því að hækka hámarksgreiðslur til foreldra í því skyni að auka möguleika þeirra, ekki síst feðra, til að fullnýta rétt sinn innan kerfisins. Telur Ljósmæðrafélagið að ef hámarksgreiðslur eru ekki hækkaðar enn frekar samhliða fyrirhuguðum aðgerðum er ennþá hætta á að tekjuhærra foreldrið fullnýti ekki sinn hluta orlofsins. Það verður til þess að barnið fer fyrr í dagvistun og/eða foreldrið sem er lægra launað, sem oftar er móðir barnsins, ákveður að dreifa orlofinu á fleiri mánuði með tilheyrandi tekjuskerðingu. Að auki hvetja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Embætti landlæknis mæður til brjóstagjafar fyrsta árið og til allt að tveggja ára aldurs. Þrátt fyrir ávinning brjóstagjafar getur verið mikið álag sem fylgir því að vera með barn á brjósti sem samræmist illa fullri vinnu. Konur með börn á brjósti eru því líklegar til að vilja dreifa orlofinu eða fara í hlutastarf eftir að orlofi þeirra lýkur. Það hefur áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra og síðar lífeyrisgreiðslur. Þannig er veruleg hætta á að markmiðið um að lengja samvist barna við báða foreldra sína, sem og markmiðið um að jafna launamun kynjanna misheppnist. Meðgönguorlof Ljósmæðrafélagið nefnir einnig að æskilegt væri ef fæðingarorlof móður myndi hefjast við 36 vikna meðgöngu svo konur geti hvílt sig og undirbúið sig án þess að ganga á annan rétt sinn. Þannig er það víða í löndum í kringum okkur og konur sem sinna ákveðnum störfum byrja ennþá fyrr í orlofi. Því leggur Ljósmæðrafélagið til að konur geti hætt að vinna undir lok meðgöngu og þegið meðgönguorlofsbætur án þess að gengið sé á veikinda- og fæðingarorlofsrétt þeirra. Meðgönguorlofsbætur þessar verði aðskildar þeim 6 mánuðum sem mæður fá eftir fæðingu barnsins. 6+6 (≥2) Ljósmæðrafélagið leggur til að hvort foreldri fyrir sig hljóti 6 mánaða sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Foreldrum sé hins vegar gefinn kostur á að framselja að minnsta kosti tvo mánuði til hins foreldrisins. Félagið telur að sé rétturinn til fæðingarorlofs ánafnaður hvoru foreldri fyrir sig séu minni líkur á að annað foreldrið framselji eins mikið af réttinum til hins foreldrisins og ef rétturinn er að hluta til sameiginlegur. Ljósmæðrafélagið telur einnig að í sérstökum tilvikum skuli vera gefinn kostur á að framselja allan réttinn til fæðingarorlofs til hins foreldrisins með sérstakri umsókn til Fæðingarorlofssjóðs, til að mynda þegar einungis annað foreldrið er þátttakandi í uppeldi barnsins eða getur sinnt barninu. Með þessum áherslum er hægt að skapa umhverfi sem gerir fólki kleift að vera heima með börn sín án þess að sníða fólki þröngan ramma um hvernig það skuli vera gert. Fjöldi umsagna gefur til kynna að þrátt fyrir heildarlengingu orlofsins sé útfærslan óvinsæl. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun